Morgunblaðið - 14.12.1986, Síða 13

Morgunblaðið - 14.12.1986, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 C 13 * c ástæða sé til að vantreysta þeim fjölda fólks, sem með fómfúsu og oft áralöngu starfi stendur að slíkum happdrættum, ætti það ekki síst að vera þeim til vemdar, að slíku eftir- liti verði komið á. Það ætti alla vega að geta komið í veg fyrir að styrktar- félagi berist happdrættismiði með svofelldri áritun: „Endursent með Hjálparstofnunarkveðju." í dag virðast einu opinberu af- skiptin af happdrættunum fólgin í því að fógetaembætti annast útdrátt vinninga, en samkvæmt upplýsing- um frá Þorkeli Gíslasyni hjá borgar- fógetaembættinu fer dráttur í auknum mæli fram með notkun tölvu Háskóla íslands. Að útdrætti loknum er það einvörðungu mál aðstandenda happdrættisins hvort og þá hvemig vinningsnúmer eru auglýst og hvem- ig staðið er að afhendingu vinnninga. Eitt atriði er hér enn til athugunar en það er skattskylda vinninga. Til að vinningur sé skattfrjáls þarf sérs- takt leyfi flármálaráðuneytis. Að sögn Snorra Olsen hjá fjármálaráðu- neytinu hafa flestir þeir sem fengið hafa leyfi til að reka happdrætti sótt um slíkt skattfrelsi, en mörkin á veitingu eru, að um sé að ræða menn- ingarmál, mannúðarmál eða kirkju- lega starfsemi. Hann kvað þessa útlistum mjög sveigjanlega, enda féllu til dæmis íþróttahrejrfingin og Hjálparsveitir skáta undir þessar við- miðanir að þeirra mati. Snorri sagði, að stjómmálaflokkamir fengju ekki niðurfellingu skattskyldu, enda hefðu þeir ekki farið fram á slíkt svo - hann vissi. Snorri var spurður, hvort ráðuney- tið hefði ekki neitað neinum um niðurfellingu. Hann svaraði því til, að hann vissi eingöngu um eina neit- un, en það hefði verið umsókn um happdrætti Hlaðvarpans. „Þær sóttu um niðurfellingu á happdrætti hér fyrir nokkm síðan en sögðu þá, að hluta vinningsijár yrði varið til kaupa á skuldabréfum, en það fannst okkur ekki innan þessara marka. Þær fengu þvi ekki leyfi þá, en við sam- þykktum síðan í gær leyfi handa þeim í nýju happdrætti, enda höfðu þær þá kippt hlutunum í lag, eftir að hafa fengið leiðbeiningar frá ráðu- neytinu", sagði hann, er rætt var við hann á miðvikudag. Eitt af elstu skyndihappdrættum landsins, sem enn er við líði, er happ- drætti Sjálfstæðisflokksins, en það, auk happdrætta annarra stjóm- málaflokka, hefur sérstöðu að því leyti að vinningar eru ekki skatt- frjálsir. í því tilefni var rætt við Kjartan Gunnarsson framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisflokksins um reynsluna af innheimtuaðferðum, en á þeim bæ hafa verið reyndar allar þær aðferðir sem þekkjast í þeim efnum. Hann sagði að oftast hefði umboðsmannakerfí flokksins verið notað, það er að umboðsmenn sjálf- stæðisfélaganna á hverjum stað hefðu annast innheimtuna og þá með þeirri aðferð að ganga fyrir hvers manns dyr. Gíróseðlaaðferðin, sem virðist nú angra marga, hefur og verið reynd og nú síðast greiðslu- kortakerfið, það er að fólki hefði verið gefinn kostur á að skuldafæra upphæð miðanna á greiðslukort með því að hringja inn númer sín. Um afraksturinn sagði hann m.a.: „Heimarukkunin með umboðs- mannakerfínu, það er að senda heim til hvers manns eftir greiðslu, hefur gefið langbezta raun, en sú aðferð er einnig sú kostnaðarsamasta.“ Kjartan sagði að lokum, að auðvit- að hefði hin feykilega samkeppni sem orðin væri á markaðnum áhrif. Hann sagði og, að happdrætti Sjálfstæðis- flokksins, sem nú væri orðið 35 til 40 ára, væri orðið fastur liður í starf- semi flokksins þannig að engum hefði dottið í hug að fella þá fláröfl- unarleið niður. Velflestir sem kaupa miða í happ- drættum styrktarfélaganna gera það væntalega í því skyni að styrkja g^ott málefni, þó auðvitað spilli von um vinning ekki fyrir. Þá er sú stað- reynd gullvæg, sem hagstofustjóri bendir á, að velflest ef ekki öll við- komandi félagasamtök gegna mikil- vægu hlutverki í þjóðfélaginu, sem ella yrði efalaust hlutskipti hins opin- bera að reiða fram framlög til. Með þessum hætti má ætla, að fólk leggi sitt af mörkum að eigin vilja og mætti. Það hefur þó hvarflað að fleiri en einum að nú sé mál að linni. Vaxandi fjöldi þeirra sem láta taka nafn sitt af „happdrættis-eintaki" þjóðskrárinnar bendir til að fleiri séu sama sinnis og einn viðmælandi greinarhöfundar, sem dæsti þungt í jólaundirbúningnum í síðustu viku: „Það á hreint að drekkja manni í þessu happdrættisgírómiðum." Texti: Friða Proppé Þessir hafa hagnýtt sér þjóðskrá Eftirtalin leyfi hafa verið gefin út af Hagstofu íslands til aðgangs að þjóðskrá til útsendinga á happ- drættismiðum. Listinn er yfír þetta ár, þ.e. frá 1. janúar til 8. desem- ber sl. Nokkuð misjafnt er til hvaða hópa í þjóðfélaginu viðkomandi happdrætti senda miða. Sum happ- drættin senda öllum á ákveðnum aldri, til dæmis frá 16 ára og fram að ellilífeyrisaldri, aðrir aðeins ein- um á hverjum heimili o.s.frv. Leyfishafi: _ Dags. Handknattleikssamb. ísl. 201186 Flugbjörgunarsveitin 051186 SÁ A landshappd ræ tti 211086 Sjálfsbjörg — lands- samband fatlaðra 030986 Styrktarfélag vangefinna 250886 Ólympíunefnd 080886 Hjartavemd 040686 Samtök um byggingu tónlistarhúss1 140586 SÁÁ landshappdrætti 030486 Hjálparsveit skáta Hafnarf. 110386 Krabbameinsfél. Rvíkur 110386 Landssamband hjálparsveita skáta 060386 Slysavaraafél. Ingólfur 300186 Slysavaraaf élag Islands 160186 Auk þess hefur Hagstofan heim- ilað nokkrum sóknamefndum og líknarfélögum að hagnýta þjóðskrá vegna fjáröflunar innan eigin vé- banda. 1 Hcimildin hefur ekki verið notud. Þorvaldur Þorsteinsson: Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson er ungur myndlistarmaður. Skilaboðaskjóðan er fyrsta bókin sem hann semur í máli og myndum og gefur út, en hann hefur lengi párað hjá sér hitt og þetta. Sagan um Putta, Möddumömmu, dvergana, Nátttröllið og skilaboðaskjóðuna er einstaklega frumlegt og skemmtilegt ævintýri handa bæði litlum og stórum bömum og vinum þeirra. Verð: 890,- Mál og menning Sagan um Skilaboðaskjóðuna gerist í Ævintýraskóginum þar sem ævintýrin eru alltaf að gerast. Skemill uppfinningadvergur hefur fundið upp eins konar ævintýralegt segulbandstæki, skilaboðaskjóðu sem geymir tal manna og skilar því frá sér þegar hún er opnuð. Pegar dvergamir sýna Möddumömmu stoltir hvað skilaboðaskjóðan getur grunar engan að hún eigi eftir að koma að góðum notum í baráttunni við Nátttröllið... Leyfi útg. 6. marz 1986. Vinningar samtals að verðmæti kr. 314.000, utanlandsferð, örbylgjuofn, myndbandstæki, saumavél, hrærivél, ryksuga, reiðhjól. Dregið 29. apríl 1986. Miöafjöldi 5.500. Verð hvers miða kr. 250.-. Drætti frestaö til 25. júní 1986. Landssamband hjðlparsveita skáta Leyfi útg. 13. marz 1986. Vinningar samtals að verðmæti kr. 11.606.000,15 bifreiöir, 40 mynd- bandstæki, 40 saumavélar, 40 hljóm- tækjasamstæður og 3.000 hjálparpakk- ar. Dregið 12. júní 1986. Miðafjöldi 195.000. Verð hvers miöar kr. 350.-. Sóknarnefnd Víðistaða- sóknar, Hafnarfirði Leyfi útg. 13. marz 1986. Vinningar 32 málverk eftir ýmsa listamenn, samtals að verðmæti kr. 612.000. Dregiö 24. apríl 1986. Miða- fjöldi 13.268. Verð hvers miða kr. 200.-. Hestamannafálagið Fákur Leyfi útg. 14. marz 1986. Vinningar samtals að verðmæti kr. 305.000, stærsti vinningur gæðingur á kr. 100.000. Dregið 20. mai 1986. Miöa- fjöldi 10.000. Verð hvers miða kr. 100.-. Samband fslenzkra kristniboðsfélaga Leyfi útg. 20. marz 1986. Vinningar samtals að verðmæti kr. 503.000, stærsti vinningur bifreið á kr. 372.000. Dregið8. ágúst 1986. Miða- fjöldi 20.000. Verð hvers miöar kr. 150.-. Tónlistarskóli Ragnars Jónssonar, Reykjavík Leyfi útg. 20. marz 1986. Vinningar samtals að verðmæti kr. 6.250.000,12 bifreiöir á samtals kr. 4.930.000 og 43 vinningar hljóðfæri að eigin vali á samtals kr. 1.320.000. Dreg- ið 16. júni 1986. Miðafjöldi 125.000. Verð hvers miða kr. 300.-. Drætti frest- að til 4. júlí 1986. Björgunarsveitin Tálkni, Tálknafirði Leyfi útg. 24. marz 1986. Vinningar samtals að verðmæti kr. 51.000. Dregiö 23. april 1986. Miða- fjöldi 1.500. Verð hvers miða kr. 200.-. SÁÁ, Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið Leyfi útg. 26. marz 1986. Vinningar samtals að verðmæti kr. 10.420.000, 6 sumarhús á samtals kr. 5.200.000,12 bifreiðir samtals að verð- mæti kr. 3.720.000 og 100 Tivolíferðir til Kaupmannahafnará alls kr. 1.500.000. Dregið 18. maí 1986. Miöa- fjöldi 195.000. Verð hvers miða kr. 300.-. Drætti frestað til 7. júní 1986. Knattspyrnufélag Akureyrar Leyfi útg 26. marz 1986. Vinningar 10 ferðavinningar samtals að verðmæti kr. 200.000. Dregiö 1. októ- ber 1986. Miðafjöldi 6.000. Verð hvers miða kr. 200.-. Krabbameinsfélag Reykjavíkur Leyfi útg. 2. apríl 1986. Vinningar 10 bif reiðir samtals að verð- mæti kr. 3.850.000 og 90 vinningar vöruúttektir samtals að verðmæti kr. 2.250.000. Dregiö 17. júní 1986. Miða- fjöldi 183.000. Verð hvers miða kr. 200.-. Öldrunarráð Grindavíkur Leyfi útg. 3. apríl 1986. Vinningar 3 bifreiðir samtals að verð- mæti kr. 855.000, 3 utanlandsferðirá samtals kr. 78.000 og 2 myndbands- tæki á samtals kr. 70.000. Dregið 17. júni 1986. Miöafjöldi 24.000. Verð hvers miöarkr. 250.-. Sóknarnefnd Þóroddsstaðasóknar, Þingeyjarprófastsdæmi Leyfi útg. 9. april 1986. Vinningar samtals að verðmæti kr. 38.000, stærsti vinningur ferð fyrir tvo til Reykjavíkur á kr. 12.000. Dregið 1. maí 1986. Miöafjöldi 1.000. Verð hvers miða kr. 200.-. Fjölbrautaskóli Suðurlands, Selfossi Leyfi útg. 9. apríl 1986. Vinningar samtals að verðmæti kr. 114.000, myndverk eftir ýmsa lista- menn. Dregið 15. maí 1986. Miðafjöldi 5.000. Verð hvers miða kr. 100.-. Knattspyrnufélag Akureyrar Leyfi útg. 14. april 1986. Vinningar 20 ferðavinningar samtals að verðmæti kr. 400.000. Dregið 30. júní 1986. Miðafjöldi 12.000. Verð hvers miða kr. 200.-. Jafnframt afturkallað leyfi útg. 26. marz 1986. Sjálfstæðisflokkurinn Leyfi útg. 15. apríl 1986. Vinningar samtals að verðmæti kr. 1.749.780, 3 bifreiöir og flugferöir til útlanda. Dregið 27. maí 1986. Miða- fjöldi 90.000. Verð hvers miða kr. 250.-. Alþýðubandalagið Leyfi útg. 15. apríl 1986. Vinningar samtals að verðmæti kr. 528.000, flugferðir utan lands og innan. Dregið 15. júní 1986. Miöafjöldi 15.900. Verð hvers miða kr. 200.-. Framsóknarflokkurinn Leyfi útg. 18. april 1986. Vinningar samtals að verðmæti kr. 910.000, sumarhús á kr. 400.000, sól- arlandaferöir, sportvörur og úr. Dregið 14. júní 1986. Miðafjöldi 43.000. Verð hvers miöa kr. 150.-. Handknattleiksdeild Fram Leyfi útg. 21. apríl 1986. Vinningar samtals að verðmæti kr. 173.000, utanlandsferðir og grafiklista- verk. Dregið 15. júni 1986. Miðafjöldi 5.000. Verð hvers miða kr. 200.-. Drætti frestað til 30. júlí 1986. íþróttabandalag ísafjarðar Leyfi útg. 22. apríl 1986. Vinningar samtals að verðmæti kr. 34.200, þ. á m. reiðhjól, helgarferð til Reykjavíkur og vöruúttektir. Dráttur: Bingóhappdrætti þar sem dregið er daglega, 10 tölur á viku fyrstu 3 vikurn- ar og eftir það 1 tala daglega, þartil vinningshafi gefur sig fram og skal hann þá hafa fyllt út allt spjaldið. Sá, sem fyrstur fyllir út spjaldið, fær fyrsta vinn- ing o.s.frv. Fái tveir eða fleiri bingó samtímis, skal dregið um vinninginn. Sá, sem hlýtur hæstu tölu fær þann vinning og hinireftirtöluröð næstu vinninga, allt að 5. vinningi Verð hvers miða (bingóspjalds) kr. 50.-. Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands Leyfi útg. 28. apríl 198S. 2. flokkur smámiðahappdrættis er hefst 1. júli 1986. Vinningar í flokknum alls 1.090 að tölu að verðmæti kr. 937.400 sam- tals. Dráttur fer fram áður en prentun miða hefst, á vegum notarii publici i Þýzkalandi og miðarnir innsiglaðir, þannig að á innsigluðum hluta hvers miöa komi fram, hvort og þá hvaða vinn- ingur hafi komiö upp á miöann. Miða- fjöldi allt að 50.000. Verð hvers miða kr. 50.-. Knattspyrnusamband íslands Leyfi útg. 28. apríl 1986. Vinningar samtals að verðmæti kr. 1.000.000, ein bifreið, utanlandsferðir og bensinúttektir. Dregið 24. septem-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.