Morgunblaðið - 14.12.1986, Page 16

Morgunblaðið - 14.12.1986, Page 16
V^terkurog O hagkvæmur auglýsmgamiðill! s flfoqpssiMitltófe MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 Kristín Thorlacius to Venus og That Hideous Strength. Fyrsta Namíusagan kom út árið 1950: Ljónið, nomin og skápurinn, en alls urðu þar sjö á jafn mörgum árum. Á stríðsámnum síðari var Lewis með fasta þætti í BBC sem nutu mikilla vinsælda og komu síðar út í bókarformi undir heitinu Mere Christianity. Andrés Bjömsson fv. útvarpsstjóri hefur þýtt verk eftir Lewis, m.a. smákver sem heitir Rétt og rangt. Lewis giftist fremur seint og missti konu sína eftir fárra ára sambúð. Hann skrifaði um reynslu sína af sorginni og var sú frásögn seinna gefin út í bókar- formi. Séra Gunnar Bjömsson þýddi þá bók og las í útvarp, ekki alls fyrir löngu. Lewis gaf út sjálfsæfi- sögu sína, Surprised by Joy, árið 1955. Eftir að C.S.Lewis fór frá Oxford árið 1954 settist hann að í Cambridge og gerðist prófessor þar. Hann dó í Oxford 22. nóvemb- er 1963. Um fyrstu kynni sín af verkum C.S. Lewis sagði Kristín Thorlac ius:„Ég komst yfir Namíubækumar sjö árið 1970. Þá fór maðurinn minn til Englands og kom með þess- ar bækur heim með sér. Ég las þær og varð mjög hrifín af þeim. Ég þýddi fyrstu bókina án þess að hafa útgefanda að henni, en það hef ég ekki gert fyrr né síðar. Ég hef þýtt margar bækur bæði áður og eftir að ég réðst í að þýða fyrstu Namíu- bókina, en alltaf eftir pöntun útgefanda. Ifyrstu bækumar tvær las mað- urinn minn, Rögnvaldur Finnboga- son, í útvarpið. Ég er kennari og ég las þýðingu mína á fyrstu bók- inni fyrir krakka sem ég kenndi og fann að þau höfðu gaman af. Ég bauð útgefendum þýðinguna en enginn hafði áhuga fyrst, kannski af því þetta eru ævintýri. Svo sló AB til og hefur gefið út þijár þýð- ingar mínar á Namíubókum C.S. Lewis og ég vona að þær fjórar sem eftir em komu út seinna. Þessar bækur em bæði fyrir böm og full- orðna, því þetta em iíka spennusög- ur á öðrum þræði. Þessar bækur em fullar af krist- inni siðfræði án þess að um nokkra predikun sé að ræða, maður tekur varla eftir neinu slíku en tekur hins vegar oft eftir hversu sterka rétt- lætiskennd höfundur hefur. Ég vona að allir sem lesa þýðingu mína á Siglingu Dagfara hafi eins mikla ánægju af lestrinum og ég hafði af vinnu minni við þýðinguna.“ Guðrún Guðlaugsdóttir Ævintýrið heillar Almenna bókafélagiö gefur út bókina Sigling Dagfara eftir C. S. Lewis íþýðingu Kristínar Thorlaciusar Einhvers staðar lengst inni í sálinni varðveitum við eitt- hvað af því bami sem við einu sinni vorum. Þetta litla barn hefur undur gaman af ævintýmm. Kannski hefur lífsgangan, löng og stríð svipt mörg okkar hæfileikan- um til að segja ævintýri, en fæst okkar em þó svo grátt leikin að við höfum ekki gaman af að láta segja okkur ævintýri. Slík sagnagerð kemur auðveldlega til skila lífsvið- horfum höfundar, við meðtökum í því formi alls kyns dóma um hvað sé rétt og hvað sé rangt án þess að við rísum upp til andmæla, það er að segja ef ævintýrið er skemmti- legt. írski rithöfiindurinn Clive Staple Lewis kunni þá list að koma viðhorfum sínum til skila á mynd- auðugu og viðburðaríku ævintýra- máli. Nýlega er komin út bókin Sigling Dagfara hjá Almenna bóka- félaginu eftir Lewis, í þýðingu Kristínar Thorlaciusar. Áður em útkomnar tvær bækur um sams konar efni eftir sama höfund. Sigl- ing Dagfara er ævintýri sem gerist í töfralandinu Namíu og víðar. Þijú böm hverfa inni í mynd af skipi og lenda í ævintýralegri skipsferð. Eitt barnanna, drengur að nafni Elfráð- ur verður nýtt og betra bam eftir að hafa lent í ýmsum mannraunum. Þetta er efni sem ekki er nýtt í sögu bókmenntanna, en alltaf verð- ur lesandinn jafn ánægður þegar svo giftusamlega tekst til, batnandi manni er best að lifa, allir eiga auðvelt með að setja sig í þau spor Kristín Thorlacius, þýðandi bók- arinnar, er búsett á Snæfellsnesi, prestfrú að Staðastað. Hún varð góðfúslega við þeirri beiðni blaða- manns Morgunblaðsins að segja deili á rithöfundinum C.S. Lewis. Hann fæddist á írlandi 29. nóvemb- er árið 1898 og var faðir hans lögfræðingur í Belfast en móðirin lauk BA prófi frá Qeen’s College í Belfast sem var óvenjulegt af konu á þeim tíma. Lwwis ólst upp ásamt eldri bróður sinum hjá foreldrum sínum í stóm húsi í útjaðri Belfast. í húsinu vom gangar og skot og háaloft og í Narníuævintýmnum bregður hann oft upp myndum af slíkum húsum, þar sem böm eiga sér leyniveröld. Bemska hans var hamingjusöm þar til hann missti móður sína tíu ára gamall. í bók- inni Frændi töframannsins, sem er ein af Namíubókunum, lýsir hann einmitt reynslu drengs sem á dauð- veika móður - en í ævintýrinu tekst að bjarga lífi hennar á yifrnáttúm- legan hátt. C:S: Lewis var tíu ára sendur í skóla í Englandi þar sem beitt var vægðarlausum líkamsrefsingum en tólf ára gamall fór hann í mennta- skóla í Belfast. Hann hóf háskóla- nám í Oxford átján ára gamall en þá var heimstyijöldin skollin á og hann fór í herinn og var sendur í vesturvígstöðvanna, særðist og var. sendur heim til Englands. Eftir að stríðið lauk hann háskólanámi í Oxford í klassiskum fræðum og heimspeki og árið 1925 var hann ráðinn þar til kennslu næstu fimm árin en var þar allt fram til ársins 1954. Á heimili hans í Magdalen Col- lege í Oxford söfnuðust saman nokkrir vinir hans vikulega og lásu úr verkum sínum hver fyrir annan. Einn þeirra var Tolkien, höfundur Hringadrottinssög'' (I/>rd of the Rings). C.S Lev . alinn upp í kristinni trú en á skó: iámnum var hann atheisti. Um þr+-igt fór hann að gaumgæfa tm af alvöm og gætir kristinnar lifsskoðunar og trúar mjög í öllum verkum hans. Hann segir sjálfur í bréfi til vinar síns að hægt sé að læða í huga fólks eins miklu af kristinni guð- fræði og maður vill, kunni maður einungis að klæða hana í dular- gervi skáldskapar. -MC.S.Lewis skrifaði vísindaskáld- sögur á fjórða tug aldarinnar t.d. Out of the Silent Planet, Voyage VIÐ VITUM EKKI HVE KitchenAkJ HRÆRIVÉLARNAR ENDAST LENGI ... þær sem fyrst komu á markaðinn eru liö- lega þrítugar og ekkert lát á þeim. Framleið- andinn hefur ekki séö ástæöu til aö breyta þeim allan þennan tíma. Þær eru nefnilega góö- ar eíns og þær eru. Þaö sannar reynslan. nniuóti glSAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 SIMI 681910

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.