Morgunblaðið - 14.12.1986, Page 19

Morgunblaðið - 14.12.1986, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 C 19 íslandseldar. Eldvirkni á íslandi í 10.000 ár eftir ^ Ara Trausta Guðmundsson. ; Bókin íslandseldar mun standa upp úr jólabókaflóðinu í ár að því er litauðgi, glæsileik og verð snertir. í íslandseldum er í iyrsta sinn íjallað ítarlega um allar virkar eldstöðvar í landinu með um 200 litmyndum, kortum og skýringarmyndum í litum. Hvergi hefur verið til sparað til þess að gera þetta forvitnilega efni um ísland, eitt mesta eldíjallaland heims, sem áhugaverðast. Hér sannast að enginn miðill slær bókina út á sviði ijölfræði og sem augnayndi. Vandaöar skvringarmyndit Storar j>iæsilej»ar ljósmvndir. Fjölmörjt serunnin kort. Aöj>enj>ilej>ur texti s lyrir allan alntenninj>. Rut og gerir lítið úr þeirri staðreynd að nafn hennar var efst á lista allra dómnefndarmeðlima sem áttu að raða fimm bestu nemendunum nið- ur í forgangsröð. Þá má einnig geta þess að Erla Rut vakti athygli fyrir frammistöðu sína í sýningu skólans sem bar heit- ið „The Seven Ages of Woman" og sýnd var í Guilford í sl. sumar. „Þessi sýning kom þannig til að hópurinn sem var á öðru ári æfði og sýndi „Great Expectations" eftir Dickens. í því leikriti eru aðeins fjögur kvenhlutverk, en við erum ellefu stelpur í árgangnum. Tókum að vísu allar þátt í sýningunni og ég var t.d. með fjögur lítil hlutverk í leikritinu, en það var ákveðið að við myndum setja upp aðra sýningu á sama tíma. Rammin um hana sem við fengum var ljóðið „Seven Ages of Man“, eftir Shakespeare, en í því talar hann um sjö aldursskeið mannsins. Þessi aldursskeið yfir- færðum við á konuna. Fyrst settumst við niður og ákváðum að láta verkið gerast í skímarveislu og að hlutverkin yrðu ein fimm mánaða, ein sjö ára, ein nítján ára, ein 25 ára, ein 35 ára, ein 65 og ein 80. Síðan fór hver í sitt hom og samdi þann texta sem hún ætlaði að flytja. Þetta æfðum við svo og áttum síðan að fá æfíng- ar með sama leikstjóra. og æfði Dickens leikritið með okkur, en þær urðu ekki nema þijár sem leikstjór- inn gat verið á, þannig að okkur var alveg hætt að lítast á blikuna. Ekki minnkaði svartsýnin svo þegar við fengum að vita að leikrit- ið ættum við að sýna í hótelgarði, sem myndar einskonar sund á milli tveggja helstu verslunargatnanna í Guilford og yrðum þar með í sam- keppin við hávaða frá götunum og það á tíma sem fólk kom í garðinn, sem er líka veitingahús, til að snæða hádegisverð. En að þetta varð nú stórskemmtilegt allt saman. Sýningin var þannig að við mátt- um ekki vera í búningum eða farða okkur til að undirstrika aldur og sú sem lék þá fimm mánaða mátti til dæmis ekki tala bamalega. Öll merki aldurs áttu að koma innan frá og gestimir áttu ekki að vita hver var íeikari og hver ekki, enda sátum við hér og þar við borð í upphafí sýningarinnar og settumst einhversstaðar á milli gestanna meðan á henni stóð, án þess þó að fara úr hlutverkunum. Stundum vissi fólk nú ekki að þama væri á ferðinni leiksýning og ég man t.d. eftir tveimur eldri kon- um sem komu þama að þegar sú 25 ára, sem var dmkkin hermanns- frú, var að flytja sinn texta, sem gömlu konunum þótti ekki beint við hæfi. Að ung kona væri svona dmkkin á almannafæri og þar að auki að blaðra um sitt einkalíf fyri hvem sem heyra vildi. Þær höfðu orð á þessu við tvær okkar sem og svömðum að sjálfsgögðu sam- kvæmt okkar hlutverkum. Þá held ég að gömlu konunum hafi alveg verið hætt að lítast á þetta saman- safn af furðufuglum!,“ segir Erla Rut, sem fór með hlutverk þeirrar 65 ára í leiknum, Madame Cala- mandra. í gagnrýni um sýninguna sem birtist í Guilford Times er henni lýst sem stjömu leikritsins, sem fær mjög góða dóma og er talið besta framlagið til Guilford leiklistarhá- tíðarinnar, sem þá stóð yfír og því margar leiksýningar í gangi. Erla Rut er nú á síðasta ári í Guilford skólanum og því liggur beinast við að spyija hana hvað taki við að því loknu? „Ég fer kannski í framhaldsnám, en ekki strax. Reyndar langar mig að vinna bæði hér heima og úti, en það em ýmsir erfíðleikar með að fá atvinnu- leyfí. Svo verð ég bara að sjá til hvemig gengur í sumar, því að síðustu sýningamar í skólanum eru fyrst og fremst haldnar fyrir um- boðsmenn og ef einhver sýnir því áhuga að fá mig í vinnu þá sjálf- sagt tek ég því. Annars liggja auðvitað allar leiðir heim á endan- um,“ segir Erla Rut Harðadóttir. Viðtal/Vilborg Einarsdóttir Vönduð og glæsileg fjölfræðibók VAKA íjrtaafrtl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.