Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
C 21
í g-óðum félagsskap veiðifélaga, Eyjólfur Konráð, Helgi Bergs, Helgi Eyjólfsson, Jóhannes Nordal,
Kristinn og Svanbjörn Frímannsson.
og bátsins sem var fyrir innan
þröskuldinn. Við höfðum 8 tommu
sveran nælonkaðal, sem við festum
í vélskófluna og í bátinn. Síðan
keyrðum við bátinn í áttina að
þröskuldinum og vélskóflan tók
slakann af kaðlinum. En við keyrð-
um vélina alltaf meira og meira,
jukum stöðugt kraftinn, og þegar
vélin var komin á fullt og nælonkað-
allinn var strengdur í botn — hann
var þá orðinn 2ja tommu mjór í
strekkingunni — hjuggum við á
kaðalinn, og báturinn þaut af stað.
Við höfðum ekki nema 30 metra
til að ná að minnsta kosti 6 mflna
ferð og freista þess að komast yfir
klappimar. Og það skipti engum
togum — bátnum var eins og skot-
ið úr teygjubyssu, og hann ruddist
upp á skerið, lagðist fjári mikið —
en það tókst. Andartak stansaði
hann á hæsta skerinu, en rann síðan
niður af því og út á auðan sjó.
Þetta var engu lflct og í rauninni
ævintýralegt að það skyldi takast.
Ég man að Goðinn átti að koma
og draga okkur þama út og um
það hafði verið samið, en hann tafð-
ist, þurfti að bjarga eða draga út
bát á leiðinni, og það hefði verið
komið fram yfir flóðið, þegar hans
var von. Goðinn kallaði í okkur
skammt frá Þorlákshöfn, en þá
vomm við að sigla inn í Þorláks-
höfn á Bjarma.
Ég veit ekki til þess að bát hafi
nokkum tíma verið skotið á þennan
hátt yfir skeijagarð, enda varla við
að búast. Við höfðum geysimikla
öxi til þess að höggva á kaðalinn,
enda mátti það vera mikið verkfæri
á svo sveran kaðal þótt hann væri
orðinn vel strengdur og allmjór. En
við urðum að binda þann sem hjó,
því að hann varð að nota báðar
hendur á öxina og óbundinn hefði
hann hrokkið um koll því að hnykk-
urinn var svo mikill.
Á léttu nótunum í
Tungu
Léttur húmor hefur löngum fylgt
samfélaginu austur í Tungu, enda
við hæfi þegar veiðimenn eiga í
hlut. Eyjólfur Konráð sagði mér
einu sinni eftirfarandi sögu sem
hann hafði mikið gaman af. Það
var að lokinni veiðiferð að Kristinn
var á leið í bæinn ásamt fleiri mönn-
um og var skrafað um heima og
geima á leiðinni. Skyndilega segir
Helgi Bergs bankastjóri upp úr
þuiru:
„Kristinn, hvað heitir hann hinn
hundurinn þinn, ég er ekki að meina
Eykon, heldur hinn.“
Beling aðmíráll lagði áherslu á
það í íslenskunámi sínu, sem hann
náði afburðaárangri í, að læra
snjallar setningar sem svör við
ýmsum spumingum. Allir sem
þekkja Eyjólf Konráð vita um skjót
viðbrögð hans og blússandi atorku-
semi, þar sem allt verður að
framkvæma samstundis og helst
fyrr. Þegar Beling aðmíráll lék sér
að því í einum veiðitúr austur í
Tungu að lýsa Eyjólfi Konráð í sem
fæstum orðum, þá sagði hann að
Eyjólfur væri eins og vitlaus mús
í vatnskeraldi. Þetta þótti Eyjólfi
gott.
Allir slíkir taktar verða til í góð-
um félagsskap, og Eyjólfur Konráð
hefur alltaf haft gaman af að gefa
færi á sér, bókstaflega nýtur þess,
því það kryddar tilveruna. Sjálfur
er hann launstríðinn og til í tuskið,
þegar svo ber undir. Ýmis formleg-
heit eiga ekki heldur heima innan
landhelgi hópsins, þótt oft þurfí
réttan stað og stund til þess að
bijóta ísinn. Snorri Hallgrímsson
var til dæmis ákaflega formfastur
maður og ekki allra. Þegar þeir
Eykon og Snorri fóm í fyrsta skipti
saman austur í Tungu í veiði ferðuð-
ust þeir tveir saman og Eykon hafði
það á tilfínningunni að hann, lög-
fræðingurinn, væri ekki í miklu áliti
hjá lækninum. Þeir festu bflinn illi-
lega við Hnausa í Meðallandi og
urðu að moka snjó og aur frá hon-
um. Þar sem þeir lágu báðir í
blotanum undir bflnum til að reyna
að losa hann segir Eyjólfur við
Snorra:
„Réttu mér skófluna?"
Gjörið þér svo vel,“ svaraði
Snorri.
En það leið samt ekki á löngu,
þar til engar þéringar tíðkuðust
þeirra i millum.
í gestabók Gyðu og Kristins í
sumarhúsi þeirra gætir ýmissa
grasa, og margar vísur gefa
skemmtilega mynd af félagsskapn-
um, vísur sem má ef til vill segja
að hafí átt við á einum stað og einu
sinni. Þær em tilfallandi eins og
gengur og gerist í gestabókum, en
em hluti af mannlífi staðarins og
undirstrika sérstöðu þess.
Einu sinni fóm þeir félagar aust-
ur í ofsaveðri og hörkusandbyl.
Þetta var ein af þessum norðaustan
stormskotum, sem gerir stundum í
Skaftafellssýslu, og það vár óvíst
hvort þeir kæmust yfir Mýrdals-
sand, en það hafðist með hörkunni.
Þetta var 31. mars 1977. Þá var
kveðið:
Bílinn sandsins hreggið hjó
und Hafurseyjar rana.
Varð þá bæði um og ó
Eykon hrútabana.
Nokkmm sinnum hefur Kristinn
lent í slíkum sandstormi á Mýr-
dalssandi að bílrúðurnar áveðurs
hafa orðið hvítar af sandblæstri og
lakk eyðilagst. Þetta er ámóta og
að lenda í hörðuin snjóbyl, nema
þama er um að ræða fljótvirka
sandblástursvél. Þegar Kristinn var
á sínum tíma að glíma við Polar-
quest og var að gefast upp á honum,
kom fulltrúi Lloyds til landsins til
þess að reyna að meta stöðuna og
kanna hvort annar aðili ætti að
taka við björgunartilraunum. Krist-
inn ók erlenda fulltrúanum austur
og niður að sjó að strandstað og
lenti í blússandi sandstormi á
sandinum. Kristinn ók þó mjög
greitt eftir stikum um vatnasvæðið
í engu skyggni og síðan í sand-
bylnum á sandinum án þess að sjá
nokkuð. Fulltrúi Lloyds spurði,
hvort þetta væri ekki alveg sérstakt
á sandinum, en Kristinn svaraði því
til, að þetta væri ósköp venjulegt.
Vegna sandbylsins sáu þeir aldrei
strandaða skipið, en hins vegar lá
ljóst fyrir hjá fulltrúa Lloyds að
heppilegri menn væri ekki hægt að
fá til verksins en þá, sem óðu sand-
byl og yfir vötn eins og ekkert
væri sjálfsagðara.
Þann 31. mars 1978 er þessi vísa
Jóhannesar rituð í gestabókina, en
haustið áður hafði Eyjólfur Konráð
sett allt á annan endann á Norður-
landi, þegar hann hótaði sjálfur að
skjóta hrút til þess að knýja fram
sláturleyfí í Skagafírði fyrir aðila,
sem vom ekki vinir Sambandsins.
Víðfræg ljósmynd birtist af Eyjólfí
með byssuna og hrút einn, allvæn-
an. Þeir veiðifélagar í Tungu vom
hins vegar nýkomnir austur eftir
slarkferð yfir Mýrdalssand.
Mýrdalssandinn allan út
Eyjólf sé ég skálma.
Er hann að flýja undan hrút
eða honum Pálma.
Þann 1. apríl sama ár gerir Jó-
hannes svo Hrútsvísur:
Eykon sat með angri og sút
yfir tómu glasi.
Einu sinni átti ég hrút,
átti hrút á grasi.
Eykon hló og hélt um stút,
hress og drykkjugiaðun
A Króknum hef ég kálað hrút
og kallast vígamaður.
Sögu bar hann Eykon út,
sem engan trúi ég blekki:
í Skagafirði skaut ég hrút
eða skaut ég hrútinn ekki.
VkísKc, ad
kALLIMN
Bl3\NN AD
I
k
mannfólkið
OG
HIN DÝRIN
BÓKAÚTGÁFAN
■'Á ■ -
NOATUN
^ Nógar vörur í Nóatúni |
■
HVITARLAX
FR OSINN HVÍTÁRLAX
Vi 345,- pr. kg.
REYKTUR HVÍTÁRLAX
Vi 895,- pr. kg.