Morgunblaðið - 14.12.1986, Qupperneq 22
22 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
félk í
fréttum
'f,fp
■ ■‘te
Þessi mynd var tekin í vor af Jean-Claude Duvalier og konu hans á altaninu við villu þeirra hjóna á
Rívíerunni.
Lítillátur ljúfur kátur
leikur sér við máta...
Baby Doc hvers manns hugljúfi
Illa settur
jólasveinn!
Nú sem styttist í jólin verður algeng-
ara að sjá jólasveina og ails kyns
furðuverur nálægt byggðum. Flestir jóla-
sveinar eru feitir og sællegir og þurfa
litlu að kviða, enda vandir að krækja sér
í bita með ýmsum brögðum.
Jólasveinn þeirra í Spéspegli, eða
Spitting Image, á hins vegar í nokkrum
erfíðleikum, því hann er bæði atvinnu-
laus, gamall og lúinn. Jólalagið sem
hann syngur er Santa Claus Is On The
Dole, sem þýða má „Jóli er á bísanum".
Lagið íjallar um gamlan skeggjaðan
karl, sem er þunglyndur vegna þess að
atvinnuleysisbæturnar hrökkva ekki fyr-
ir öllum þeim gjöfum, sem hann vildi
geta gefið. Það er Kór trúleysistrúboðs-
ins, sem syngur með þeim gamla.
sveini»u,[l1.
H aldi fólk að Jean-Claude
Duvalier sé óalandi og óferjandi
í alla staði, verða þeir leiðréttir
hér með, því að nú fer annað
og betra orð af foringjanum.
Rétt er það að hann var ein-
ræðisherra og kúgari hinn
versti, en fregnir frá Cannes
herma að hann sé stakt séntil-
menni í daglegri umgengni.
Fyrir skömmu var þann mann
ekki að fínna í hinum siðmennt-
aða heimi, sem hafði eitthvað
fallegt að segja um forsetann
fyrrverandi, en nú er það að
breytast.
T.d. sagði breski veggjatenn-
ismeistarinn Mark Moran það
um daginn að gaman væri að
leika veggjatennis við Duvalier
og að hann væri góður íþrótta-
maður sem kynni að tapa.
„Hann hendir spaðanum aldrei
frá sér“, segir Moran.
Ekki er víst að þessi skapstill-
ing komi Baby Doc inn um hlið
Himnaríkis, en hún hefur unnið
honum sess í Mougins-sveita-
klúbbnum skammt frá Cannes.
„Herra Duvalier er einn kurteis-
asti og nærgætnasti leikmaður
sem hefur leikið hér“, er haft
eftir Moran.
Duvalier býr skammt frá
klúbbnum í villu, sem er í eigu
Khasoggi-fjölskyldunnar. Hann
kemur í klúbbinn öðru hveiju,
vanalega einn síns liðs og án
þess að miklar eða augljósar
öryggisráðstafanir séu gerðar.
Að því er klúbbgestir segja
hefur Baby Doc vanalega hægt
um sig, forðast deilur og
drykkjuskap. Eins hefur verið
eftir því tekið að hann hefur enn
ekki boðið neinum klúbbfélög- hættir hans hafa breyst mjög
um heim til sín. Þykja mönnum til hins betra.
s ffjjte * w mg A , Mj
Wfj C JipHPMm
Jól í New York
Nú er óðum að færast jólaskap í fólk — menn byrjaðir að huga
að gjöfum, kökubakstri, eldamennsku og öllu því umstangi sem
afmælishátíð Frelsarans fylgir.
Eins og löggera ráð fyrir er reynt að gera sér dagamun og m.a.
er búið að hengja upp skreytingar í Austurstræti og kveikt verður á
jólatrénu á Austurvelli nú í dag. Ekki alls fyrir löngu var kveikt á
jólatrénu á torginu við Rockefeller Center í New York. Eins og sjá má
er ekki staðnæmst við að kveikja á myndarlegu tré heldur þeyta neon-
englar lúðra sína.
Arlega hefur verið kveikt á tré við Rockefeller Center frá fjórða
áratugnum, en það voru byggingarverkamenn við bygginguna, sem
reistu fyrsta tréð og skreyttu það.