Morgunblaðið - 14.12.1986, Page 28

Morgunblaðið - 14.12.1986, Page 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 t/\yessar kylfur slcaiu -forci afiur í þú&ina.. (?dCr erti alveg qaqnsiausar." ást er... . . . að seilast eftir henni. TM Rea. U.S. Pat. Off.—ail rights reserved e 1984 Los Angeles Times Syndicate Með morgnnkaffínu Því færðu þér ekki svefn- töflur, nískupúki...? HÖGNI HREKKVÍSI 06 HÚ Til AE> BÆTA UPP HÁLnelKS-K£VUN/\: Þorgeir ekkert síðri en Strindberg Mikið skil ég þó vel að Inga Bjarnason hafi (í viðtali við Morg- unblaðið) borið sig illa yfir húsnæðinu. Þó tekist hafi að gera kjallara Hlaðvarpans mjög huggu- legan þá er það ekki staður fyrir leiksýningar af þessu tagi. Al- þýðuleikhúsið vantar leikhús þar sem afbragsverk fá að njóta sín. Didda Þióðfélagsgagn- ryni besta tryggingin Kæri Velvakandi. Ég er mikil leikhúsmanneskja og reyni að sjá hveija einustu leik- sýningu í bænum. Núna síðast fór ég á sýningu hjá Alþýðuleikhúsinu á „Hin sterkari“ og „Sú veikari" og heillaðist ég mjög af þeirri sýningu. Fannst mér leikurinn al- veg stórkostlegur og þættirnir báðir mjög athyglisverðir. Satt að segja fannst mér Þorgeir ekkert síðri en hann Strindberg. En þá á ég við að mér fannst „Sú veik- ari“ engu veikari en „Hm sterk- ari“. Fróðlegt var að hlusta á hinn þekkta þýska rithöfund, Gunter Wallraff, er hann flutti erindi um ritverk sín nú nýverið í Norræna húsinu. Fundurinn var mjög vel sóttur og spunnust líflegar umræður í kjölfar erindisins. Eins og kunn- ugt er af fréttum hefur rithöfund- urinn dregið fram í dagsljósið ýmislegt neikvætt í þýsku þjóðlífí. Hafa bækur hans haft mikil áhrif, ekki bara í Þýskalandi. Jákvæð hlið málsins er sú staðreynd, að bækur Wallraffs eru til vitnis um að í vestrænum lýðræðisþjóðfélög- um er leyfilegt og mögulegt að halda uppi þjóðfélagsgagnrýni, sem er besta trygging þegnanna fyrir að óréttlæti verði afhjúpað. Það er nánast skilyrði fyrir því að umbætur geti hafist. Þeir, sem stóðu að komu Giint- ers Wallraff hingað til lands, eiga þakkir skilið. HH. Skrif ið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 17 og 18, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábend- ingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Víkverji skrifar Við íslendingar kunnum að meta það þegar skrifað er fallega um landið okkar í erlendum blöðum. Nýverið birtist í ferðablaði The New York Times grein um ísland eftir blaðamanninn Katha Pollitt, sem var hér á ferð í sumar. Hún skrifar skemmtilega um reynslu sína af landinu undir fyrirsögninni, „The Iceland’s Bleak Beauty“ eða Hin föla fegurð íslands. Nú er það í sjálfu sér ekki í frá- sögu færandi að bandarískur blaðamaður skrifi ferðagrein um ísland, því að allmargar slíkar hafa birst þar vestra á undanfömum árum. Það sem aftur vakti athygli Víkveija var að þrír bandarískir lesendur New York Times skyldu finna hjá sér hvöt eftir lestur grein- arinnar að rita blaðinu lesendabréf til að taka undir lofsamlega um- mæli Katha Pollitt og segja frá eigin reynslu af ferðalögum um Ísland. xxx Prudence Heller frá New York bendir löndum sínum á að hægt sé að komast til landsins með öðrum hætti heldur en um Keflavík- urflugvöll, því að hún og systir hennar hafí komið til landsins sl. sumar með Norrænu. Ferðalag um óbyggðir íslands í langferðabíl hef- ur greinilega orðið þeim systmm ógleymanlegt. Hún segir frá því að farið hafi verið um hlið á mæðiveiki- girðingu, sem teygi sig þvert yfir landið frá austri til vestur. „Um síðir komum við að veðurathugun- arstöð þar sem umsjónarkonan var úti við á hestbaki til að huga að girðingunni. Við áðum við læk með bullandi heitu vatni og veittum því athygli að einhver hafði hent myntí þennan bmnn náttúmnnar,“ skrifar þessi kona. Allt fremur hversdags- leg atvik fyrir okkur heimamenn — en engu að síður em þetta svip- myndir sem greipst hafa í minni þessarar bandarísku konu. xxx Annar lesandi, R.B. Roberts frá Montgomery í Alabama ráð- leggur ferðalöngum að kaupa sér miða með íslenskum langferðabílum sem gefi þeim kost á ótakmörkuð- um ferðum um landið og kosti aðeins um 100 dali. Óbyggðir ís- lands hafa líka heillað hann og hann segir best að nálgast þær í langferðabílum. „ Ferð frá Reykjavík til ísafjarðar á Vestfjörð- um er ólík nokkm öðm ferðalagi á plánetunni Jörð,“ segir þessi ferða- langur. XXX riðji ferðamaðurinn, Maurice B. Rosalsky frá Englewood í New Jersey er fyrrum prófessor í jarðfræði við City College í New York og hann segir að þótt ísland búi yfir mörgum furðum, þá eigi enginn að láta strandlengju Islands fram hjá sér fara. Hann vekur sér- staka athygli á Dyrhólaey sem sé hreint undur og að ströndin með svörtum sandi sínum sé hin ógleym- anlegasta í öllum heiminum og slái við Kalapana á Hawai. Point Venus á Tahiti og Carriacou í Grenada. xxx etta em ekki amarlegar um- sagnir og sýna 'svo að ekki verður um villst hvílíkt aðdráttarafl náttúra þessa lands hefur fyrir er- lenda ferðamenn. Víkveija finnst því ástæða til að ítreka fyrri brýn- ingu um að yfirvöld notfæri sér þá athygli sem leiðtogarfundurinn hér í haust vakti á landinu til að styrkja enn stöðu íslands í ferðamálaheim- inum en eftir því sem best verður séð bólar enn ekkert á samræmdum aðferðum í þá vem.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.