Morgunblaðið - 14.12.1986, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14: DESEMBER 1986
C 29
1ER
AKANDI
SVARAR I SIMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MANUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
m(u---------
Frábærar
móttökur
Pétur frá Hópferðum Péturs
hringdi:
Þann 25.nóv. þurfti fólkið af
deild 15 á Kleppsspítala að rýma
deildina einn dag vegna viðgerða
eða endurbóta. Var því boðið að
Vistheimilinu Ási í Hveragerði.
Og í stuttu máli sagt, viðtökurnar
voru stórkostlegar, matur var
framreiddur og heilt hús stóð
gestunum til boða. Sjúkrahúsið á
Selfossi bauð í kaffi og þar voru
sömu móttökur. Og seinast gaf
Blómatorg jólastjörnur á flestar
geðdeildir Landspítalans og
Kleppsspítala. Fyrir þennan
ánægjulega dag vil ég þakka fyr-
ir hönd okkar allra, því það er
ekki síður vert að geta þess sem
vel er gert en hins sem aflaga fer.
Þakkir til S veiris
Haraldur Þorbjörnsson
hringdi og vildi þakka Sverri
Stormsker fyrir frábæra hljóm-
plötu.
Oánægð með
breyttan frétta-
tíma sjónvarps
Kristbjörg hringdi:
Mér finnst þessi hringlanda-
háttur í sambandi við fréttatíma
ríkissjónvarpsins okkar alveg til
skammar. Sjálf vil ég hafa frétt-
irnar 19.30 og ég hef heyrt marga
samsinna því, þar á meðal barna-
fólk með mjög ung böm. Og ég
er óhress með viðbrögð formanns
útvarpsráðs í þessu máli og tel
að hinn þögli meirihluti vilji frétt-
irnar kl.19.30.
A ekki að prenta
Refsku að nýju?
Skagstrendingur hringdi:
Um daginn var ég staddur í
borginni og gerði ég mér þá m.a.
ferð í einar þijár bókabúðir að
leita bókarinnar Refsku eftir
Kristján J. Gunnarsson. Ég komst
að því loks að hún er uppseld og
nú leikur mér forvitni á að vita
hvort ekki á að prenta hana á
nýjan ieik?
Bylgjan gagn-
rýnd
Hlustandi hringdi:
Ég hef að undanförnu hlustað
mikið á Bylgjuna. En ef ég á að
segja eins og er þá er ég rétt að
gefast upp á því því að þeir virð-
ast varla eiga aðrar plötur í eigu
sinni en nýju Stuðmannaplötuna.
Öllu má nú ofgera og em það
vinsamleg tilmæli til þeirra að
hvíla hana nú svolítið.
Tapaði gullarm-
bandi
Rannveig hringdi:
Ég tapaði gullarmbandi um
daginn. Ohappið varð við Um-
ferðarmiðstöðina í Reykjavík, eða
í Selfossrútunni, eða fyrir utan
afgreiðslu sérleyfisferða á Sel-
fossi. Armbandið er eins og
svolítið gróf kaðalsnúra og er
finnandi beðinn að hringja í
s.94-1362.
Þakklæti til Guð-
mundar
Þóra Jónsdóttir hringdi og
vildi þakka Guðmundi Guðmund-
arsyni fýrir grein hans um nútíma
ljóð sem birtist í Morgunblaðinu
fyrir nokkm. Vill Þóra skora á
fleiri að láta heyra í sér um þetta
mál. Þá vill hún þakka ríkisút-
varpinu fyrir góða þætti sem að
undanförnu hafa verið í bæði út-
varpi og sjónvarpi.
Hvar fæst bókin?
Kona úr Garðabænum hringdi:
Hvar fæst bókin „Bæði og“
eftir Rögnu S. Gunnarsdóttur. Ég
hef hvergi fundið hana þrátt fyrir
mikla leit.
Týndi úri
Brynhildur hringdi:
Um tíuleytið á laugardaginn
6.des. týndi ég Seikó Quarts úri
fyrir utan Hagkaup. Úrið er mjög
vandað, ólin úr krókódílaskinni,
gull utan um skífuna sem er fer-
hyrnd en allt er úrið mjög þunnt.
Finnandi vinsamlegast hringi í
s.10529 eftir kl.19 eða hafi sam-
band við upplýsingar í Hagkaup.
Hefur ríkisút-
varpið einka-
leyfi á áfengis-
auglýsingum?
Dóra hringdi:
Mig langar til að spyija for-
ráðamenn ríkisrekna útvarpsins
okkar að því hvort þeir hafi einka-
leyfí til að auglýsa áfengi. Á
þriðjudaginn 9.þ.m. var þar þáttur
um jólaglögg og nokkm eftir hann
heyrði ég að fyrirtæki var að aug-
lýsa jólaglögg til sölu.
Vitið þið ekki að jólin em hátíð
bamanna og að sú hátíð getur
hæglega breyst í martröð ef
áfengi er með í spilinu? Hvers
vegna má ekki einu sinni gleyma
gróðafíkninni og reyna að njóta
lífsins án þess að vilja græða á
náunganum? I þessu tilviki er eins
gróði oft annars tár. Er það þess
virði?
Fann úr í
Seljahverfi
Skilvís hringdi og sagðist hafa
fundið kvenmannsúr í Seljahverfí
í Reykjavík. Upplýsingar í
s.77517.
Ekki truf la
myndrokkið
Piltur hringdi og vildi koma þeirri
áskomn til Stöðvar 2 að hún
hætti að tmfla myndrokkið.
MUGGS-SPILIN
Jólin nálgast
„Allir fá þá eitthvaðfallegt
í það minnsta kerti og spil. “
HÓFÍ
áritar bók sína
DAGBÓK FEGURÐAR-
DROTTNINGAR
í verslun okkar í Nýja Bæ
ídagmilli kl.l4ogl6.
Sendum áritaöar bækur í póstkrufu.
EYMUNDSSON
Nýja Bæ, Eiðistorgi 11 Sími: 611700
Opnið þessa eilífu þögn heyrnarskertra
Kæru hrafnaklukkur sjón-
varpsins.
Mig langar til að tala til ykkar
nokkur orð, benda með þeim á
leið, er gæti orðið ykkur og lág-
kúrulegri fomeskju þjóðarinnar
til upphefðar ef þið sjálfir viljið
svo vera láta.
Textið allt íslenskt efni, bundið
og óbundið í sjónvarpinu, opnið
þessa eilífu þögn heyrnar-
skertra, sem annars ekkert
kærleiksorð fær rofið.
Eins og nú er, emm við ekki
samfélag í mannfélagsstíg þjóð-
félagsins og sjónvarpið því ekki
allra landsmanna. Tárin sem felld
em yfir þessu miskunnarlausa
óréttlæti em ekki til þess fallin
að falla í lífsbikar þeirra ráða-
manna, að ómælanlegri sorg
manns og örvæntingu.
„Hver er að dómi æðsta góður.
Hver er hér smár og hver er stór.
I hveiju strái er tíminn gróður.
í hveijum dropa reginn sjór.“
Virðingarfyllst,
heyrnarskert.
Gódan daginn!
Urvals skemmtisögur frá Sögusafiii heimilanna
SONUR
EYÐIMERKURINNAR
LMarshaU
SÖGUSAm HEIMIbWriA
Verð m.sk. kr.
995.-
Verð m.sk. kr.
875.-
Verð m.sk. kr.
875.-
Verð m.sk. kr.
795.-
Verð m.sk. kr.
795.-