Morgunblaðið - 14.12.1986, Side 30

Morgunblaðið - 14.12.1986, Side 30
OvJ t MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14, DESEMBER 1986 IJE liEIMI W\VIEMYNE'ANNA Atriði úr „The Hustler" sem Robert Rossen gerði fyrir tæpum þrjátíu árum með Paul Newman f aðal- hlutverki. The Hustler er ein besta myndin sem Newman hefur leikið í. Martin Scorsese leikstýrir Paul Newman í „The Color of Money“: Eddie Felson 30 árum síðar Paul Newman fylgist með félaga sfnum Tom Cruise f „The Color of Money", sem Martin Scorsese stýrði. Myndin er óbeint framhald af „The Hustler". |t M artin Scorsese neitar því að 1^1 nýja myndin hans, The Col- or of Money, só beint framhald af The Hustler (Svindlarinn), mynd- inni sem Paul Newman lók í fyrir 25 árum og nú er talin sígild, þrátt fyrir að Newman leiki sama mann- inn í nýju myndinni. Hann var nýbúinn að gera Afther Hours þeg- ar Paul Newmann hringdi og bað hann ákaft að vinna með sér að þessari mynd. Scorsese gat engu lofað, en fékk handritið sent og las það. Scorsese fannst handritið alltof bókmenntalegt, enda skrifað beint eftir samnefndri bók Walter Tevis (sem einnig samdi The Hustl- er). Scorsese samþykkti að gera myndina ef handritið væri endu- runnið undir hans stjórn. Hvers vegna vildi Paul Newman fá Martin Scorsese til liðs við sig? Svariö er einalt: leikarinn upp- götvaði að hann og leikstjórinn eiga margt sameiginlegt, m.a. það að þora að taka áhættur. Newman hefur aldrei fallið algerlega inn í formúlu stórstjarnanna úr Hollywood, hann á það til að leika menn sem eru ekki allir endilega geðslegir, jafnvel skúrka (Hud). Og flestar persónur í myndum Scor- seses eru utangarðsmenn (Mean Streets, Taxi Driver, Raging Bull). Scorsese sá hér möguleika á góðri samvinnu, ágætri kvikmynd, ekki síst vegna þess að höfuðpersónan í The Hustler, Eddie Felson, þrífst á stöðum sem falla Scorsese eink- ar vel í geð, nefnilega billjardstof- um og börum. Og síöast en ekki síst: Scorsese hefur dáð Newman frá barnæsku. Fyrir þá sem ekki þekkja The Hustler skal þess getiö að Eddie Felson, eða Fast Eddie eins og hann var kallaöur, var ungur snill- ingur í billjard sem vann sig í álit hjá þeim sem stjórna þeirri iþrótt (spilltir að sjálfsögðu) og fékk í lok- in að spreýta sig gegn meistara íþróttarinnar, þeim Feita, sem Jackie Gleason lék meistaralega. Síðustu 30 mínútur myndarinnar snerust eingöngu um kyngimagn- að einvígi þeirra. En hvað hefur svo orðið um Eddie Felson á þessum tæpu þrjátíu árum sem liðin eru? Það var höfuövandamálið við samningu kvikmyndahandritsins, hvað er Eddie Felson að bralla þessa dag- ana? Newman og Scorsese samþykktu fljótt að fá leikritaskáld- ið Richard Price til verksins; hann á að baki leikritin The Wanderers og Blóöbræður. Það er ekki nokkur vegur að lýsa Eddie Felson eins og hann er í dag fyrr en maöur hefur séð myndina, en Scorsese segir okkur þó að Eddie sé hættur að leika billjard sjálfur, og spilar aldurinn þar vitanlega inn i, en þess í stað leitar hann uppi efni- lega spilara og spilar með þá, það er að segja, gefur þessum efnilegu tækifæri til að keppa en tryggir sjálfum sér væna sneið af peninga- Jólamynd Laugarásbíós árið 1982 er líka ein af jólamynd- um bíósins í ár. Það er hin geysivinsæla og margfræga barnamynd Stevens Spielberg, E.T., sem hann gerði eftir hand- riti Melissu Mathison. Það kom í Ijós í sumar þegar E.T. var aftur sett í dreifingu um heimsbyggðina fjórum árum eft- ir að hún var frumsýnd, að hún nýtur ennþá talsverðra vin- sælda. Hún halaði til að mynda inn nokkrar milljónir dollara í Bandaríkjunum. E.T. fékk mjög góða aðsókn þegar hún var sýnd í Laugarás- bíói jólin '82 eins og annarstaðar á jarðarkringlunni og þeir fjöl- kökunni sem allt snýst um. Til þess þarf Eddie að spilla ungu mönnunum og í The Color of Mon- ey er það Tom Cruise sem leikur nemanda Eddies og síðar erki- keppinaut. Tom Cruise þykir sýna ótrúleg listræn tilþrif, ótrúleg vegna þess að fyrri myndir hans hafa ekki gefiö neina vísbendingu um að í honum búi leikari. mörgu sem sáu hana þá þekkja hið Ijúfa ævintýri um geimver- una, sem verður eftir þegar hún kemur með félögum sínum í rannsóknarferð til jarðarinnar og kynnist nokkrum krökkum, sem skjóta yfir hana skjólshúsi. Strákurinn Elliott verður sér- stakur vinur hennar og felur hana fyrir vísindamönnum sem vilja krukka í hana og á síðustu stundu tekst geimverunni að hafa samband við plánetuna sína í þriggja milljóna Ijósára fjarlægð, og félagar hennar koma eftir henni. Þetta er vinsælasta myndin sem Spielberg hefur gert hingað til og það eitt ætti að vera nokk- ur sönnun um ágæti hennar. Laugarásbíó Geimálfurinn snýr aftur Löggan í Beverly Hills II Löggan i Beverly Hills (Bev- erly Hills Cop), hvers fram- leiðendur segja að sé vinsæl- asta gamanmynd sem gerð hefur verið, gengur bráðlega undir svolitla nafnabreytingu eigi allsjaldgæfa í henni Hollywood. Héðan í frá mun hún vera kölluð Löggan í Beverly Hills I því Löggan í Beverly Hills II er komin á skrið með Eddie Murphy í aðalhlutverkinu sem fyrr. Judge Reinhold, John Ash- ton og Ronald Cox munu einnig endurtaka sín hlutverk í nýju myndinni. Framleiðendur myndarinnar heita Jerry Bruckheimer og Don Simpson og þeir virðast hafa komist yfir góða formúlu að metsölumyndum. Löggan í Bev- erly Hills hefur gefið af sér meira en 350 milljón dollara sem er ekki slæmt þegar haft er í huga að hún kostaði ekki nema 15 milljónir fyrir tveimur árum. Þá gerðu þeir Top Gun (sýnd í Regnboganum), sem gefið hefur 230 milljónir af ser frá því hún var frumsýnd í vor, og þeir gerðu einnig Flashdance fyrir þremur árum fyrir átta milljónir dollara en hún hefur halað inn 370 millj- ónir. Hverri mynd fylgdi hljóm- plata sem einnig náði metsölu. Þannig að þegar fréttist af fram- haldsmynd „Löggunnar" urðu margir til að sjá dollaramerki blikka. „Við erum ekkert sérstaklega á þeirri línu að gera framhalds- myndir," sagði Simpson. „Þetta er meira eins og sería — líkt og „Indiana Jones" eða James Bond. Eddie fer á ólíka staði og lendir í ólíkum æfintýrum. Birg- itte Nilsen, eiginkona Sylvesters Stallone, fer með aðalkvenhlut- verkið í myndinni en hún var ekki í frummyndinni. Við ákváð- um að gera þessa mynd af því að sú fyrri náði svo miklum vin- sældum, það var gaman að gera þá mynd og Eddie var til í tusk- ið. Það yrði engin mynd án hans." Aðrir af upprunalega liðinu voru ekki eins ómissandi. Leik- stjórinn Martin Brest, sem leiksýrði „Löggunni", hafnaði boði um að leikstýra framhalds- myndinni og handritshöfundarn- Geimálfurinn, E.T. Eddie Murphy ir eru einnig nýir. Leikstjóri nýju myndarinnar er Tony Scott, Bretinn (bróðir Ridleys) sem leikstýrði Top Gun. Framleiðendurnir, Bruck- heimer og Simpson, hyggjast vinna í nánu sambandi við stjórnarstofnanir í Washington þegar þeir gera sínar næstu myndir. Þeir náðu góðu sam- bandi við Pentagon þegar þeir gerðu Top Gun, sem gaf ró- mantíska og dýrðlega mynd af lífi hermanna. Framleiðendurnir sögöu í blaðaviðtali að þeir hefðu nýlega ferðast til Wash- ington að ræða framtíðarverk- efni sín við háttsetta aðila í Pentagon, CIA og nokkrum öðr- um stjórnarstofnunum og varaforseta Bandaríkjanna, Ge- orge Bush, að auki sem stjórnar herferð gegn eiturlyfjum í Bandaríkjunum. Þeir létu vel af för sinni og höfðu ekki áhyggjur af því að þeir mundu ritskoða handrit í framtíðinni til að fá aðstoð frá Washington. Pentag- on neitaði á sínum tíma að aðstoða við gerð myndarinnar „An Officer and a Gentleman" vegna þess að sumum yfir- mönnunum þar geðjaðist ekki að ákveðnum persónum og samböndum, en myndin var samt gerð. Don Simpson var framkvæmdastjóri þeirrar myndar. „Við munum ekki sam- þykkja ritskoðanir," er haft eftir honum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.