Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 2
12 "€ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 r var stjórnarformaður Samvinnutrygginga en hafði ekki mikil afskipti af daglegri stjóm. Það var gaman að byggja Sam- vinnutryggingar upp og við fitjuðum upp á ýmsum nýjungum. Vilhjálmur var duglegur að vinna sam- vinnuhreyfinguna upp en hann fékk harða mótstöðumenn frá keppinautum utan hreyf- inarinnar, sem þóttu umsvif hans full mikil og þurfti hann að þola harðvítug blaða- skrif. Ég hef grun um að það hafí haft áhrif á þá ákvörðun hans að taka aftur við sínu fyrra starfi hjá Landsbankanum árið 1955, en þá var hann 55 ára að aldri. Á árinu 1951 hringdi Vilhjálmur Þór einu sinni í mig klukkan fimm mínútum fyrir tólf á hádegi og spurði mig hvort ég vildi fara til Bandaríkjanna til náms í Harward Business School í Cambridge. Hann sagði að ég yrði að svara sér fyrir klukkan tólf. Ég sagðist skyldi gera það og hringdi strax í Margréti og segi henni að mér standi þetta til boða. Hún sagði „Auðvitað ferðu" þar var ekkert hik. Einni mínútu fyrir klukkan tólf hringdi ég í Vilhjálm og þakkaði gott boð. í Bandaríkjunum var ég í íjóra mánuði og átti skemmtilegan tíma. Þetta er nám sem er ætlað stjómendum fyrirtækja til að undirbúa þá til að taka við ábyrgðarmeiri störfum. Þetta var einstakt tækifæri sem ég fékk og ég er þakklátur fyrir það enda fann ég síðar að þetta var góður undirbún- ingur fyrir það sem beið mín. Ég tel mig hafa fengið góða og hagnýta menntun fyrir það starf sem ég innti af hendi hjá Samband- inu. Boðin forstjórastaða Rekstur Samvinnutrygginga gekk mjög vel og kannski hefur það haft þau áhrif að Vilhjálmur Þór hafði samband við mig árið 1954, eftir að hafa rætt við þáverandi stjóm- arformann, Sigurð Kristinsson, og spurði strákamir tókum mikið af „flugfýl", fyl sem vegna fitu daparaðist flugið og komst ekki út á sjó. Fýll var talinn góður matur í Mýrd- alnum og mikið borðað af honum á mínu æskuheimili. Víkurkauptún byggðist upp kringum verslanimar í Vík og útræðið. Mér eru minnisstæð sjóslys sem urðu þar árið 1941. Belgiskt skip strandaði á Mýrdalssandi. All- ir komust af og var skipsbortsmönnum skipt niður á heimili í þorpinu. Pjórir vom heima hjá okkur, þ.á.m. einn Kanadamaður, John Watson að nafni. Skömmu seinna fórst fiski- bátur frá Vík sem á voru sjö menn. Aðeins einn bjargaðist, formaðurinn sem var synd- ur. Kanadamaðurinn John Watson synti út í brimgarðinn honum til hjálpar. Watson lifði það af að vera á sjö skipum sem fórust í stríðinu. Alltaf fór hann á sjóinn aftur. Eftir þetta hörmulega sjóslys lagðist út- ræði að mestu af í Vík, hafði enda dregist saman áður þar sem flutningar fóru þá orð- ið að mestu fram á landi. Enn í dag er Vík þjónustumiðstöð fyrir þetta svæði en segja má að þjónusta og iðnaður hafi tekið við af sjósókninni. Samvinnuskólinn Ég fór í bama og unglingaskóla í Vík og fór að vinna í Kaupfélaginu eftir að hafa lokið því námi. Áður hafði ég verið í vegavinnu á sumrin, var kúskur, þá voru hestvagnar notaðir. Árið 1939 settist ég á skólabekk í Samvinnuskólanum. Pabbi var samvinnumaður og góður vinur Jónasar frá Hriflu. Hann gisti alltaf heima þegar hann var á ferð í Vestur-Skaftafellssýslu. Mér fannst Samvinnuskólinn góður skóli og Jón- as hinn skemmtilegasti fræðari. Hann lagði mikla áherslu á menningarsögu og talaði um heima og geima. Við gátum spurt um það sem við höfðum áhuga á. Ég lauk prófi árið 1941 og eftir á að hyggja finnst mér námið þar hafa verið mér ágætt veganesti út í lífið. Ég vann í kaupfélaginu í Vík á sumrin meðan ég var í skólanum en árið 1942 hóf ég störf í Landsbanka íslands. Þar vann ég til ársins 1946 og var þar af eitt ár úti í Bandaríkjunum við nám sem bankinn styrkti. Erlendur við gamla skrifborðið í nýrri skrifstofu Erlendur Einarsson og kona hans Margrét Helgadóttir. Undirbúningur Samvinnutrygg inga Heim frá Ameríku kom ég haustið 1945 með jákvætt bréf uppá vasann sem ég gat sýnt bankastjórum Landsbankans, sem styrkt höfðu mig til námsins. Meðal þriggja bankastjóra bankans var þá Vilhjálmur Þór. Ég fór trúlofaður til Bandaríkjanna og vildi nú gjaman fara að gifta mig. Ég hafði lág laun sem bankafulltrúi, lægri en Mar- grét unnusta mín, sem þá vann hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Mér bauðst starf hjá Halfdáni Bjamasyni sem var umboðs- maður fyrir SÍF á Ítalíu og sá um að selja þar saltfisk. En ekki varð af því að við Margrét færum til Ítalíu vegna þess hve drógst að ganga frá friðarsamningum ítala eftir styijöldina. í febrúar árið 1946 gerðist það að Vil- hjálmur Þór, sem þá var orðinn forstjóri Sambandsins, bað mig að finna sig. Ég mætti á skrifstofuna hans, erindið var að bjóða mér að fara fyrir Sambandið til Bret- lands. Ég átti að kynna mér þar vátryggin- arstarfsemi og undirbúa stofnun trygging- arfélags. Ég sagði Vilhjálmi að ég ætti illa heimangengt, ég ætlaði að fara að gifta mig og vildi ekki byija á að skilja konuna eftir eina. Lyktimar urðu þó þær að ég fór einn. Við Margrét giftum okkur í apríl og hún ætlaði út með mér, hafði fengið skóla- vist úti, en þegar til kom fékk hún ekki vegabréfsáritun hjá Bretum. Kynni af Vilhjálmi Þór Eftir heimkomuna frá Bretlandi kom ég Samvinnutryggingum á fót fyrir Sambandið og gerðist fyrsti framkvæmdastjóri þess fyrirtækis. Sambandið milli okkar Vilhjálms Þór var gott. Vilhjálmur var mikill fram- kvæmdamaður og það var að mörgu leyti skemmtilegt að starfa með honum. Hann Námið var tvíþætt, ég starfaði í Citibank til að kynna mér bankastörf en sótti jafn- framt tíma í American Institute of banking. Dvölin í New York var mjög fræðandi. Eg átti þá kost á því að fara á tónleika og ég held að ég hafi séð allar óperur sem sýndar voru í Metropolitan veturinn 1944 til 45. Tónlist varð snemma mikið áhugamál hjá mér en ég fékk ekki tækifæri heima til að læra að spila neitt að ráði. Mér fínnst mús- ik skemmtileg. Ég hafði gaman af jass og spilaði á trompet dálítið hér áður fyrr. Sígild tónlist er mér hugstæð en ég verð að játa að poppmúsik hefur ekki fest djúpar rætur hjá mér. Erlendur i einkaskrifstofu sinni að heimili sinu við Selvogsgrunn 27 Ég lagði líf og sál í starfið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.