Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 11
h
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987
C 11
mest. Það er víst þetta sem menn
kalla afturhvarf til bernskunnar,
að ég held, eða hvað? Alla vegana
er ég sannfærður um að það sé
ekkert slæmt.“
Hugsjónirnar
ómissandi
„Aðalsmerki þjóðar okkar eru
hugsjónirnar. Það má ekki bara
gera þær hlægilegar. Af þessum
hugsjónum sprettur löngunin til
þess að vera fijáls, tilfinningin fyr-
ir samstöðu, sem Evrópa naut góðs
af á sínum tíma. Hugsjónir eru
ómissandi þegar lifað er lífi eins
og mínu, þar sem höggin dynja úr
öllum áttum. Án þeirra verður mað-
ur uppgefinn, sinnulaus og alger-
lega háður þessum skepnuskap sem
lífsbaráttan og framapotið er. Ef
lífið væri ekkert annað en þetta
væri eins gott að sleppa því.“
„Kemur það fyrir þig að hafa
afskipti af stjórnmálum?“
„Aldrei! Ég er tónlistarmaður.
Og listin er algerlega ópólitísk. Ég
trúi á samskipti milli manneskj-
anna. Ég tala alheimsmál og fínnst
ég vera í tengslum við mannkynið.
Hvort sem ég stjóma í Tókýó eða
Moskvu, bregðast áheyrendur eins
við. Tónlistin hefur allt það að
geyma sem sameinar mennina og
ekkert sem klífur þá. Hvenær sem
einhver þjóð tjáir sig einhvers stað-
ar með hlýju styð ég hana. Ef sá
hinn sami á ekki möguleika á að
tjá sig, ef hann hefur ekki frelsi til
þess, legg ég leið mína þeim mun
fremur þangað. Þá getum við náð
saman á tungumáli, þar sem við
erum bræður."
„Líf þitt virðist hafa tekið nokkr-
um breytingum síðan þú fórst frá
Vínarborg?"
„Litli Lorin“ kominn langan
veg
„Ég stjórnaði mörgum óperum
fallist á að stjórna hljómsveitinni í
Pittsburg í þtjá mánuði og fara
með hana í þriggja mánaða hljóm-
leikaferð. Þar fyrir utan verð ég
fijáls og get fengið næði til að
hugsa, vinna, semja og . . . skipu-
leggja aðra Sameinuðu þjóða
hljómleika. Því ég ætla mér alls
ekki að láta við svo búið standa.
Ég hefi fallist á að stjóma góðgerð-
artónleikum Rauða krossins í Rio
de Janeiro þegar 16. desember á
næsta ári.“
„Öfugt við Fílharmoníuna í
Vínarborg þarf hljómsveitin í Pitts-
burg ekki að dragast með fortíð
sína til að íþyngja henni.“
„En hún hefur markað sér dá-
samlega hefð. I tíu ár hefur hún
unnið með ungverskum stjórnanda,
Fritz Reiner, þar sem Fílharmoníu-
hljómsveitin í Vínarborg, sem
mánaðarlega gengur frá hendi til
handar og ekki þarf að tryggja
nema 10 hljómleikaskrár á ári
hveiju, hefur aldrei fengið að vinna
samfellt með sama stjórnanda. Will-
iam Steinberg kom á eftir Reiner
og hann er fulltrúi fyrir hinar sterku
þýsku hefðir. Þegar ég um daginn
stjórnaði Níundu sinfóníu Beethov-
ens hjá Pittsborgarhljómsveitinni
lokaði ég augunum og fannst ég
vera í Berlín. Því skyldi ég þá ijúfa
tengslin við hljómsveit með svo
auðuga fortíð, í borg þar sem ég
hefi eytt svo mörgum árum
æfinnar? Að stjórna hljómsveitinni
í Pittsburg er enn ein aðferðin til
að hverfa til æskuára minna. Ég
veit að ég verð hamingjusamur þar.
Mig langar til að reyna það sama
við þessa hljómsveit eins og ég
gerði við hljómsveitina í Cleveland.
George Szell hafði þá stjórnað henni
í 20 ár. Eftir dauða hans hafði eng-
inn komið í staðinn. Það gekk illa
hjá hljómsveitinni. Þá var kallað á
mig. Ég held að árangurinn hafi
ekki verið neitt slæmur."
frá 1965 til 1970. Á því var ekkert
lát í Vínarborg. Og hjá Scala-óper-
unni á Ítalíu sá ég um opnun hvers
leiktímabils á árunum 1981, 1983,
1985 og þar stjórnaði ég á síðasta
ári þremur nýjum uppfærslum, þar
á meðal Turandot. Nú er því nóg
komið. Mig langar til að skrifa eig-
in tónlist, er með tvær bækur í
takinu, óperuflutningur hefur tekið
allan minn tíma og alla mína orku.
Nú læt ég öðrum hann eftir. Hann
verður að víkja fyrir tónleikum.
Einasta skuldbindingin á þessu ári
er hljómleikaferð um Japan með
Scala-óperunni. Og þegar til lengri
tíma er litið eru á dagskrá heims-
reisur með hljómsveitum frá París,
London og Miinchen, í þessari röð.
Síðan tekur við hvíldarárið 1988.
Þegar 1989 gengur í garð hefi ég
„Sumir gagnrýna þig fyrir að
hafa of áberandi tækni, of fína og
fágaða."
„Eða réttara sagt að ég sé frá
fæðingu alltof áhrifagjarn! í upp-
hafi ferils míns hafði ég mikið fyrir
því að reyna að hafa hemii á mér,
að koma í veg fyrir að allt stæði í
bjöifu báli. Þegar ég nú stjórna
settlega, þá er ég sakaður um til-
finningaleysi. En það minnsta sem
stjórnandi verður að gefa er ein-
lægni og hreinleiki, þar á eftir
kemur svo allt hitt. í rauninni er
ég rómantískur stjórnandi og róm-
antískur maðut- í lífinu. Ég er
nýkvæntur aftur, ástin á stóru hlut-
verki að gegna í mínu sálarlífi. Eg
mundi ekki vilja láta skyldurnar við
starf mitt verða að hindmn milli
mín og annarra, því ég hefi svo
mikla þörf fyrir samband við aðra.“
Pollurinn freistar
og allir synda
„ Nú hefur þú klifið alla pallana
á framabrautinni áður en þú komst
á tindinn. Fjöldi af ungum hljóm-
sveitarstjóram er nú kominn í mest
áberandi stöður án þess að hafa
sýnt hvað í þeim býr.“
,Það er einmitt slæma hliðin á
iví að sígild tónlist er komin á vin-
sældalistana. Pollurinn freistar og
allir kasta sér í vatnið. Þar syndir
maður allt í einu við hliðina á þeim
sem varla er hægt að mæla með,
allir harðákveðnir í að ryðjast hver
fram fyrir annan. Þá dugar ekki
annað en krepptir hnefar . . . En
ég er enginn siðapostuli. Áður fyrr
fór í taugamar á mér að horfa upp
á fólk komast áfram með einum
saman auglýsingaáróðri og látum
hljómplötuframleiðenda. En óþolið
eltist af mér með eigingirni æsk-
unnar. Ekki ber maður ábyrgð á
smekk almennings. Gerir bara það
sem maður getur. Og stundum
verður það vel gert. Lítið á píanista
á borð við Murray Perahia. Hann
hefur gífurlegan faglegan metnað
og hefur aldrei vikið hænufet. Þótt
hann sé umkringdur hópi af rollum
á fimm fótum, þá hefur framabraut
hans verið frábær. Því þótt lista-
manni geti tekist að blekkja alla
stundum, eða að blekkja alltaf
suma, þá er ógerlegt sér að skað-
lausu að blekkja alla alltaf.“
Þjálfaðir leikarar og kraft-
ur tónlistarinnar
„Nú hefurðu tekið þátt í mörgum
óperukvikmyndum. Finnst þér lítils
virði að flytja óperur þannig?"
„Ég met þá aðferð mikils, ef
kvikmyndastjórnandinn vinnur sitt
verk og einblínir ekki á einn þátt-
inn. Orð hafa enga merkingu utan
orðanna. Maður myndmálsins verð-
ur að sækja í lifandi lind hug-
kvæmninnar og innsta slátt
tónlistarmálsins. Við hinir túlkend-
umir verðum, ef við höfum ein-
hveija hæfileika í farteskinu, að
kunna að leggja okkar strengi með
algjöru trúnaðartrausti í þessa
leyndu lind hans. Kvikmyndamenn-
imir eiga líka að geta fundið sjálfa
sig í verkinu.
Það er alveg vonlaust að láta
Sophiu Loren ljá Tebaldi andlit í
Aidu. Og ég þykist jafnvel vita
hvers vegna. Gæti kannski sannað
það, ef allt gengur í haginn. Sú
kvikmynd sem mig mundi langa til
að vinna að mundi kalla til þjálfaða
leikara, sem ekki reyndu að vera
að leika ópera. En tónlistin væri
þar til staðar með öllu sínu andrúmi
og í öllum sínum krafti. Myndin
mundi auka við hana nýrri vídd.
Hún væri þá rýmið þar sem kraftur-
inn nær að breiða úr sér.“
Lorin Maazel er ekki aðeins
hljómsveitarstjóri, hann er píanisti,
fiðluleikari og tónskáld. Hann er
nú að vinna að verkinu Veronica,
sem væntanlega verður flutt á vori
komanda. Tólf ára gamall stjórnaði
hann 1942 sumartónleikum
Fílharmóníunnar í New York fyrir
8.000 áheyrendur. A árinu 1960
var hann yngsti hljómsveitarstjór-
inn sem boðið hafði verið að stjórna
í Bayreuth. Á sjöunda áratugnum
var hann í senn aðalstjórnandi Sin-
fóníuhljómsveitar útvarpsins í
Berlín og framkvæmdastjóri Ópe-
runnar þar í borg. Á áranum 1970
til 1972 var hann í samstarfi við
Otto Kemperer í London og tók
síðan við Cleveland-hljómsveitinni
af George Szell. Þá var hann alveg
kominn á toppinn, var 1982 kallað-
ur til óperannar í Vínarborg, en
hraktist frá höfuðborg Austurríkis
vegna íhaldssamra viðhorfa þar og
samsæris til að bola honum burtu.
Og nú hyggst „Litli Lorin“ um
fijálst höfuð stijúka, eftir langa
göngu á framabrautinni.
Texti: Elín Pálmadóttir
Sérstakt
janúartilboð
á MITSUBISHI
farsímum.
<v'
MrhP.
Bíleiningin kostar aðeins kr.
79.980,-
staðgreidd eða kr.
84.980,- með afborgunum.
Greiðslukjör útborgun eftirstöðvar j
Eurokredit Okr. 11 mán. |
Skuldabréf « 19.000,-kr. 6-8 mán.
!1
ÍSKIPHOLTI 19!
_3\M\ 29800
VIÐTDKUM VEL A MOTIÞER
m