Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 C 23 Lík Michael Rudetsky borið út úr húsi Georges í ágúst sl. Drengurinn kemur öllu verr útlítandi til réttarhald anna vegna heróínneyslu sinnar. Boy George enn í viðjum vanans Þó svo að Boy George segist vera hættur að nota heróín, sem farið var að kosta hann tæpar 50.000 krónur á dag, er hann langt í frá að vera læknaður. Hann gekkst undir meðferð, sem var mikið látið með í fjölmiðlum, en samkvæmt einum vina hans er lyfjaneysla hans engu minni eða betri en hún var. Annar hermdi að meðan drengur- inn var í meðferðinni hefði hann hringt í „vin“ sinn og beðið hann um að útvega ser eiturlyf. „Hann er engu betri og gefur enga ástæðu til þess að ætla að svo verði“, sagði vinurinn. „Hann er enn á kafi í eit- urlyfjum“. „Ég held að hann þurfi hjálp, honum batnar ekki við skammir einar“, segir Stewart Levine, sem útsetti óútkomna plötu með Boy George síðastliðið haust. „Við höf- um séð of marga Elvisa. Það eru vissir aðilar í kring um hann, sem bera hag hans sér ekki fyrir bijósti. Menn verða ekkert eins og hann er, einir og með sjálfum sér.“ Að sögn Levine var sólóplata piltsins tilbúin í október, en ekkert er að frétta af útgáfu enn. Fulltrú- ar V/rgfn-fyrirtækisins vilja enga dagsetningu gefa, enda óvíst hven- ar Boy George verður í ástandi til þess að kynna plötuna. Til þess að auka enn á vandræð- in er búið að stefna honum vegna dauða Bandaríkjamannsins Michael Rudetsky, sem lést af ofneyslu her- óíns í Lundúnahúsi Georges í ágúst sl. Það er foreldrar Rudetsky, sem segja George bera ábyrgð á dauða sonar síns og krefjast 44 milljóna bandaríkjadala í skaðabætur. Enn hefur ekki náðst í Boy Ge- orge til þess að fá athugasemd hans um málið. Umboðsmaður hans, Tony Gordon, neitar að tjá sig um stefnuna og hefur nær ekk- ert gefíð út á spurningar um heilsufar Georges. („Þið hafið séð nýlegar myndir af honum og von- andi er hann á batavegi") og enn minna hefur hann viljað segja um fregnir af nýlegri eiturlyfjanotkun skjólstæðings síns („Ég ætla ekki einu sinni að svara þessu“). Hvað verður um drenginn George verður að koma í ljós, en hann verð- ur að gera skurk í sínum málum hvað úr hveiju. Boy George á betri dögum. COSPER — Þú átt að koma inn í háttinn, Stína. tmi Málverk eftir Kjarval, málað á Þing- völlum 1958, 78 x 118 cm. Við bætist 6 cm breiður, gylltur rammi. Tilboð, lægst 600 þús., sendist til augl.deildar Mbl. merkt „Kjarvals- málverk11 fyrir 20. jan. ~ Kvöldnámskeið í ensku. Kennt í litlum hópum 2svar í viku. Kennari: Anne Cosser. Innritun lýkur 13. janúar. Fáein rými ennþá laus. Uppl. í síma 36016. Þorrablót Þorrablót brottfluttra Patreksfirðinga og Rauða- sandshreppsbúa verður haldið í Domus Medica fyrsta dag þorra, föstudag 23. jan. Miðar verða seldir í Domus fimmtudaginn 15. jan. frá kl. 17 til 19 og laugardaginn 17. jan. frá kl. 14 til 17. Ath. að ekki verður hringt í fólk að þessu sinni. Stjórnin Lilia s. 73763, Erna s. 671877, Esther s. 36195. MUSIKLEIKFIMIN HEFST 15. JANÚAR Styrkjandi og liökandi afingar fyrir konur á öllum aldri. Byrjenda- og framhaldstimar. Kennsla fer fram í Melaskóla. Kennari: Gígja Hermannsdóttir. Uppl. og innritun í síma 13022 um helgar. Virka daga eftir ki. 5. Tölvunámskeið fyrir fullorðna Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrj- endanámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Dagskrá: * Þróun tölvutækninnar. * Grundvallaratriði við notkun tölva. * Notendahugbúnaður. * Ritvinnsla meðtölvum. * Töflureiknir. * Gagnasafnskerfi. * Tölvurogtölvuval. ☆ Umræður og fyrirspurnir. Leiðbeinandi: Yngvi Pétursson menntaskólakennari. Tími: 26.-29. janúar kl. 20—23. Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.