Morgunblaðið - 28.02.1987, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 28.02.1987, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 13 SKOÐANAKÖNNUN * Opera með eða án texta? Hvað finnst þér um að sýna efniságrip af söngtextanum við óperuflutning? □ Með □ Móti □ Veitekki Hvernig finnst þér textun AIDU koma út? (framkvœmdin) □ Vel □ Illa □ Veitekki Seðillinn sem áhorfendur mega gjaman fylla út. verið á snærum styrktarmannafé- lagsins. Forsvarsmenn þess hyggjast bjóða upp á fjórar textað- ar sýningar og síðan er það óperustjómarinnar að ákveða hvort tækjabúnaðurinn verður nýttur áfram. Búnaðinn leggur félagið þá til. Þó mestu hafí munað um Sólarstyrkinn, þá hefur félagið notið góðvildar fleiri aðila. Auglýs- ingastofa Kristínar valdi letur á textann, setti hann og prentaði, svo hægt yrði að ljósmynda hann. Birgir Sveinbergsson í Sviðsmynd, útbjó spjaldið sem textanum er varpað á. Það eru ýmis handtök í kringum þá framkvæmd að setja texta á óperu. Textinn er aðeins efnis- ágrip, sem miðast eingöngu við að efni óperunnar komist til skila, ekki hvert orð. Þannig er endur- tekningum sleppt, sömuleiðis ef margir syngja mismunandi texta í einu. Þó kappkostað sé að hafa textann á góðu máli verður stíll hans að vera knappur svo hann komist fyrir. Og textinn er því heldur ekki rímaður. I sjónvarps- sýningu Aidu á nýjársdag, voru Textinn að einni þekktustu aríu textarammamir tæplega 1.100, en óperunnar, sungin af Radamesi. verða tæplega 500 á óperusýning- Hvor eining er ein skyggna. unni núna, svo það er sannarlega Himneska Aida, guðdómlega sýn. Drottning anda míns, Ijómi lífs míns. Ég færi þér á ný föðurland þitt, himininn þinn heima og sætan svörðinn. Ég krýni þig þar, og bý þér sæti hjá sólinni sjálfri. þessum tignarlega stól er setið við sýningarvélina. vinsað úr. Bríet leikstjóri las svo textann yfír og kom með góðar ábendingar. Þegar textinn lá fyrir var hann settur, prentaður og ljósmyndaður. Við ljósmyndunina var notuð vél sem er hægt að stilla upp með nákvæmni upp á 1/250 hluta úr millimetra. Skyggnumar voru svo settar í hitaþolna glerramma sem viðhalda sömu nákvæmni. Ná- kvæmnin er nauðsynleg vegna þess hve stækkunin er mikil þegar letrinu er varpað á tjaldið. Letur- stækkun af skyggnu á tjald er 150-föld. Það var höfuðverkur að fínna tjaldinu stað í salnum. Að endingu þótti bezta lausnin að setja upp spjald yzt til hægri út af sviðinu, þannig að spjaldið tilheyrði fremur salnum en sviðsmjmdinni. í herbergi framkvæmdastjórans, upp af salnum, var brotið gat á vegginn, sett gler í og sýningarvél- inni komið fyrir. Þar er fylgst með vélinni og fókusnum og skipt um skyggnubrautir. í herbergi ljósa- mannsins við hliðina situr svo sá sem fjarstýrir skyggnuvélinni, fylgist með sýningunni út um glugga og á nótum, auk þess að hafa textann og geta talað við þá, sem sitja við vélina. Rétt eins og það skipti miklu að velja textann vel ríður á að text- inn falli vel inn í sýninguna. Hann þarf að falla að hreyfíngum söngvaranna og tónlistinni sjálfri. Það þykir fara bezt á því, að hver skyggna staldri aðeins svo lengi við, að hægt sé að lesa hana. Eft- ir hæfílegan lestrartíma er svo annaðhvort skipt yfir í næsta texta eða skotið inn svartri skyggnu þar til er kominn tími fyrir þá næstu. Hér verður margt að falla saman í réttri andrá, enda hefur sýningar- fólkið æft sig undanfarið, þær Violeta Smid, Sigríður Haíldórs- dóttir og Brynhildur Konráðsdótt- ir. Það er sannarlega spennandi að sjá hvemig tekst til. A textuðu sýningunum Qórum verður skoð- anakönnun í hléinu, svo áhorfend- ur geti látið í sér heyra, sagt um, af eða á, hvumig þeim líkar ný- breytnin. Það verður vísast ekki sízt í ljósi þeirra undirtekta sem óperustjómin ákveður hvort haldið verði áfram með textaðar sýning- ar, eftir að óperueldhugamir í styrktarfélaginu hafa, með góðri hjálp héðan og þaðan, lagt allan búnað og forvinnu svo myndarlega í hendur íslenzku ópemnnar. CITROÉN AXEL TILBÚINN IAKSTURINN Á AÐEINS KR. 259.500,-* —- i i i ■■ i i i ii. — ■ —. .iiiii.iiiii ii) "^*^^riMirririiiiiiiiiiiiiiiiiiinmaMriiiii * Lágmúla 5, sími 681555 Umboðið á Akureyri: Gunnar Jóhannsson, sími 96-25684. *Með ryðvörn, skráningu og fullum bensíntanki. a3°°
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.