Morgunblaðið - 20.03.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.03.1987, Qupperneq 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Það hefur verið algeng sjón undanfarið að sjá fólk vera að bjástra í görðum sínum, bogra við að tína saman ruslið, bera sig til við að klippa runna og dytta að. En er það orðið tímabært að hefjast handa svo snemma sem í febrúar eða mars þó veðrið hafi verið vorlegt og Ijúft? #*#?**!»*? '<•’% <■ x » s, -t Guðmundur Vernharðsson garðyrkjufræðingur var fenginn til að leiðbeina lesend- um með það hvað æskilegt er að aðhafast á fyrrgreindum tíma í garðinum sé veður gott og freistandi að fara út og hefjast handa. Og það kemur á daginn að það ber að varast ýmislegt. Það sem margir byrja tíðum á að gera, að hreinsa laufblöð og annað slíkt úr beðum og af gras- inu, er til dæmis nokkuð sem ekki má gera strax . Guðmundur minnist á að þó gróðurinn láti oft blekkjast af veðurfarinu, megi mannfólkið ekki láta ginnast af ótímabærri blíðu. Hann lætur þess getið að það sé vissulega ýmislegt sém fólk geti gert en annað beri að geyma til betri tíðar. „Um árin hefur það verið mjög algengt að fólk tíni allt tiltækt drasl úr garðinum í poka um leið og sól- in fer að skína, jafnvel strax um miðjan vetur. Það er hinsvegar nokkuð sem alveg ætti að láta ógert því það er alls ekki tíma- bært og slæmt fyrir plönturnar. Draslið er einangrun fyrir gróð- urinn og hlífir honum. Heppileg- ur tími til þessara hluta er um miðjan maímánuð, að minnsta kosti á Reykjavíkurssvæðinu en er annars breytilegt eftir lands- hlutum. Getur þar skakkað hálfum mánuði til eða frá. Þá hefur það líka brunnið við að fólk hefur keypt sumarblómin alltof snemma og byrjað að planta. það er heldur ekki ráð- legt fyrr en upp úr miðjum maí. Eftirfarandi er heppilegt að gera strax í febrúar, mars eða apríl ef veður leyfir. KLIPPING Tilvalinn tími til að klippa gróðurinn er á bilinu frá febrúar mánuði og fram í apríl." Guð- mundur getur þess að það sé líka þægilegt því þá sé hagfellt að sjá greinabyggingu stærri trjáa, þar sem ekkert lauf sé á þeim á þessum tíma. „Gott er að klippa limgerði tvisvar á ári, sumar og vetur og á það sér- staklega við um víðitegundir sem verða mun þéttari sé það gert.“ Fyrir þá sem ekki hafa klippt áður eða eru ekki inn í því hvernig á að bera sig að, þá sagði Guðmundur að hafa skyldi hugfast að greinar sem leggjast saman skuli klippa, það er að segja svokallaðar kross- lægjur. Þá er æskilegt að klippa allar greinar sem vaxa þvert inn í runna eða inn í krónur trjáa. Og auðvitað á að klippa í burtu allar dauðar greinar og þær sem hefur kalið. VETRARÚÐUN „Vetrarúðun en heppileg fyrir plönturnar, hún virkar vel og eitrið er ekki mjög hættulegt. Ástæðan fyrir því að útbreiðslan hefur ekki orðið meiri en raun ber vitni, á sér líklega skýringar í þeim veðurskilyrðum sem þurfa að vera við úðunina. Það þarf að vera frostiaust, úrkomu- laust og kyrrt," segir hann en bætir því við að einnig sé nauð- synlegt að trén séu þurr og ekki megi rigna í sex klukkustundir eftir að úðun hefur farið fram. „Lítið hefur því verið um að garðyrkjumenn hafi tekið úðun- ina að sér því það er sjaldan sem með fyrirvara má sjá framá við- eigandi veður.“ Guðmundur vill meina að þegar úða eigi yfir vetrartímann sé hentugt að gera það á bilinu frá febrúar og fram í apríl, það er að segja áður en gróður fer að laufgast. „í fyrra var efni á Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðmundur Vernharðsson. „Það er gott að klippa limgerði tvisvar á ári hverju og er febrúar, mars og aprfl mjög hentugur tími og síðan um sumarið íjúlíeða ágúst." markaðnum M96 sem ekki reyndist nógu vel og einhverjir hafa að líkindum fengið ótrú á vetrarúðun þessvegna. Nú hefur hinsvegar ræst úr þessu og ágætis efni til um þessar mund- ir sem kallast Sterilit og almenn- ingur getur auðveldlega orðið sér úti um. Við úðun þarf að passa að efnið hylji alla hluta plöntunnar, bæði stofn og greinar. Þess má gjarnan geta að loðvíðir þolir vetrarúðunina illa og allar sígrænar plöntur geta sviðnað undan efninu.“ Garðyrkjufræð- ingurinn ítrekar að varast skuli að láta svona skordýraefni kom- ast i nálægð við, til dæmis bíla, því það geti eyðilagt lakkið. Hann hefur á orði að það geti líka reynst fólki erfitt að ná því af rúðum og slíku, þar sem mik- il tjara sé í efninu. Sterk tjörulykt mun vara í dálítinn tíma eftir að úðun hefur átt sér stað. „Við úðunina er nauðsynleg ör- yggisráðstöfun að vera í regn- galla, með hanska , grímu og hlífðargleraugu því efnið getur brennt hörundið ef það kemst í snertingu við það.“ GRASBLETTIR „Það er um að gera fyrir fólk að hafa það hugfast að bera ekki skítinn of snemma á tún og grasbletti. Áburðurinn á að geta skolast niður í jarðveginn og plönturnar þannig nýtt sér hann. Hætta er hinsvegar á að ef áburðurinn er borinn á of snemma, skoli vorrigningarnar honum í burtu og þá er augljós- lega lítið gagn af honum. Hagkvæmast er því að bera skítinn á í byrjun gróanda. Þá er einnig um að gera að fólk nýti sér afgangana af skítnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.