Morgunblaðið - 20.03.1987, Síða 5

Morgunblaðið - 20.03.1987, Síða 5
O 4* C 5 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 EKKI.r ráðlegt að tína laufblöð og plöntulelfar úr garðinum fyrr en í maí þar sem slíkt er gróðrinum mikil og góð vörn. nlÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Markaðssetning Iðntæknistofnun íslands efnir til námskeiðs um eðli og stjórnun markaðssetn- ingar. Námskeiðið er ætlað þeim er starfa að sölu- og markaðsmálum, en einnig veitir það framleiðslu- og framkvæmdastjórum góða innsýn í eðli og hugsunar- gang þeirra er starfa við markaðssetningu. Á námskeiðlnu verður meðal annars fjallað um: Stjórnun almennt, einkenni góðrar stjórnunar, gildi samvinnu og samræmingar, kröfur til stjórnskipulags, skiigreiningu vandamála, hlutverk og eðli markaðssetningar, greining ógnana og möguleika, greining á veikum og sterkum hliðum, markaðsgreiningu, skilgreining markhópa, val þeirra og greining, Samhliða fyrirlestrum leysa þátttakendur verkefni. Einnig kemur stjórnandi sölu- og markaðsmála í heimsókn og lýsir velheppnaðri markaðssetningu síns fyrirtækis. Tími: 30. og 31. mars og 1. apríl kl. 8.00—12.00. StaAur: Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti, simi 687000. LelAbeinandi: Christian Dam, framkvæmdastjóri Vikurvara hf. markmiðasetning, markaðs- og söluáætlun, samval samkeppnisráða, vöruþróun og vöruval, val og stjórnun dreifikerfis, verðákvörðun, markaðssetning á erlenda markaði, skilyrði til útflutnings, kynningar og sýningar erlendis o.fl. GRÓÐURHÚSAEIGENDUR Nokkrar leiðbeiningar fyrir þá senri rækta skraut- plöntur eða nytjajurtir RÓSIR Margir stunda rósarækt í gróður- húsum og stundum skjóta vandamál upp kollinum. Hefur það verið nokkuð algengt að eftir nokkur ár hafi frum- skógur myndast í gróðurhúsum og fólk staðið ráðþrota frammi fyrir vand- anum. í því sambandi ættu rósafram- leiðendur að klippa þær niður árlega, það er að segja ef um stilkrósir er að ræða. Rósirnar eru þá klipptar niður í 30-40 sentimetra og greinunum fækkað niður í fimm til sex þannig að það séu þær ungu og kröftugu greinar sem eftir standi. Það fer eftir hita í húsi hvenær best er að gera slíkt en algengt er að það sé gert í janúar og febrúar. Sumarblóm og kálplöntur Það vill oft valda vandræðum þegar sumarblóm og matjurtir hafa takmark- að vaxtarrými. Einnig þarf að gefa plöntunum áburð samsvarandi og pottaplöntum er gefið inni í híbýlum fólks. Það er hentugt að gera tveimur til þremur vikum eftir að plöntunum er dreifplantað „priklað" og reglulega að því loknu. Hvað vökvun snertir gilda sömu grund- vallaratriði og hjá blaðmiklum potta- plöntum, þær mega ekki skrælþorna og ekki vera það blautar að moldin fái aldrei að þorna. Ræktunarskilyrði í gróðurhúsum eru mismunandi, það fer eftir þeirri birtu og upphitun sem er í húsinu. Eitt helsta vandamálið er að stýra hitanum í húsinu. Ef plantan fær of mikinn hita í hlutfalli við Ijós vill hún verða teygð. Næturhitastig er lægra en daghiti og daghitinn má vera mismunandi eftir þeirri birtu sem úti er. Betra er að hitinn sé hár í sólskini en í dimmu veðri. Hitinn fyrir sumarblóm og mat- jurtir má rokka á bilinu 15 til 22 gráður. Síðan þarf að venja plönturnar við skilyrði utanhúss áður en þeim er plantað. Ef plönturnar verða of gular er áburður of lítill. Vetrarúðun er heppileg, virkar vel ðg eitrið er ekki mjög hættulegt. þegar þar að kemur. Er þá upp- lagt að raka hann saman, grafa holu og setja skítinn í hana. Þannig nýtist skíturinn trjám og öðrum nálægum gróðri. Ef áburðinum er rakað í beð fylgir því sá ókostur að í honum er mikill arfi og því dálítil vinna sem bíður við að reita hann síðar. Áburður Þörungamjöl í sjávarþorpum landsins hefur það þekkst um alda raðir að þangið sé flutt úr fjörunni og breitt yfir tún og kartöflugarða og þannig nýtt sem áburður. Þörungamjölið sem auðvelt er að verða sér úti um, er gott að bera á yfir vetrartímann því það er lengi að leysast upp. Að vísu fylgir þanginu sjávarlykt sem einhverjum kann að þykja hvim- leið. Hinsvegar eru sumir sem njóta þess að draga að sér sjáv- arilminn á bæjarhlaðinu og fyrir þá er þetta eflaust vænlegur kostur. Þurrkaður hænsnaskítur Slíkur áburður er borinn á þegar vorar. Tilbúinn áburður „Garðeigendur spara sér mik- ið erfiði ef þeir bera ekki of mikið á af köfnunarefnisrríkum áburði þar sem slíkt örvar grasvöxtinn og eykur því vinnuna við um- hirðu garðsins." MOSI í GÖRÐUM „Þær grundvallarástæður sem liggja að baki mosavexti í görðum eru þrjár, skuggi, loft- leysi og áburðarskortur. Oft eru stór tré ástæðan fyrir of miklum skugga í gömlum görðum og engin ráð við því önnur en að grisja trén og hleypa þannig birtu í garðinn ef mögulegt er.“ Guðmundur telur hagkvæmt að grisja tré um þessar mundir, í mars, apríl eða um leið og klippt er. „Gott er að sandstrá blett hvenær ársins sem er og ef til vill handhægt að gera það ef veður leyfir í febrúar mars eða apríl, það er að segja áður en vinnan í garðinum fer að aukast með hækkandi sól. Þegar klaki er úr jörðu er gott að gata grasflötinn til að meira loft fáist ofan í jarðveginn. Ef hann er mjög blautur er ráð að ræsa fram. Hvað áburðar- skortinn varðar er kannski heppilegt að benda fólki á að nærliggjandi tré og gróður tekur næringu undan grasinu líka og oft er um að ræða lélegan jarð- veg undir grasi frá byrjun." HAUSTLAUKAR „Það hefur viljað brenna við hjá fólki að haustlaukarnir komi upp of snemma á vorin. Ástæð- an er eflaust sú að laukarnir eru staðsettir á of sójríkum stað og oft við húsvegg. Ábending hvað það varðar er því að flytja lauk- ana á skuggsælli stað og hafa þá ekki upp við húsvegg. Ef laukarnir fara of fljótt af stað og það kemur frostakafli, þá er um að gera að reyna að skýla þeim. Ekkert faglegt ráð hef ég handhægt, einungis það að ef frostið er í stuttan tíma svo sem eina nótt hefur það reynst fólki ágætlega að setja tóman pott eða eitthvað slíkt ílát yfir. Ef um lengri tíma er að ræða hefur gefist vel að setja prik í jörðu og festa plast yfir plönturnar." GRG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.