Morgunblaðið - 20.03.1987, Side 7

Morgunblaðið - 20.03.1987, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 C 7 „Ég safna alls konar pappírsmiðum og dóti'* seglr Sydow, en þegar hann vinnur pappaskúlptúrana segist hann fyrst ákveða í grófum dráttum hvað hann ætli að gera, form og lögun hlutarins, en því næst tíni hann til ýmis efni sem nota má í verkið. saman, tek Ijósrit, lita þau og Ijósrita þau svo í lit. Fyrst bjó ég til myndir úr þessu efni, en byrjaði síðan að fást við litla pappaskúlptúra. Ég var aðallega að fást við þetta í tómstundum, og varð að vinna fyrir mér á annan hátt. Það eru níu ár síðan ég lagði dansinn á hilluna, og ég hef fengist við ýmislegt á þessum tíma, um tveggja ára skeið vann ég í banka, um tíma var ég bílstjóri og vann við flest það sem listafólk vinnur við í New York. Fyrir tveim árum var ég svo heppinn að komast að í stórversluninni Macy’s, og hef unnið þar í tvö ár við útstillingar og það að skapa leikföngum og öðrum varningi skemmtilegt um hverfi. Ég er mjög ánægður með þá vinnu og hef lært mikið á þessu.” „Þetta land verð ég að heimsækja*' - En hvers vegna lá leið hans til íslands? „Ég rakst á bók um ísland á bókasafninu og fékk áhuga á þessu landi. Las allt sem ég náði í um landið, sá meðal ann- ars að þig eruð með kvenforseta og elsta þing í heimi og hugsaði meða mér, „þetta land verð ég að heimsækja.” Ég kom svo hingað í fyrrasumar og var í viku. Einn kunningi minn í New York átti kunningja hér á landi og hvatti mig til að hafa samband við þá. Ég gerði það og þau eru nú með bestu vinum mínum og útveguðu mér m.a. þetta hús- næði sem ég er í. Mig hafði lengi langað til að prófa að búa er- lendis og er þetta tækifæri kom upp i hendurnar á mér greip ég það fegins hendi. Ég fékk nokkra mánaða frí hjá Macy’s, þetta er í fyrsta sinn sem ég geri ekkert annað en fást við pappaskúlpt- úrinn og því hef ég haft gott af að sjá hvernig mér líkar að fást við þetta eingöngu.” Hann bætir við að með verk- um sínum sé hann að reyna að færa listina nær fólkinu, brjóta niður hugmyndir fólks um hvað sé list og hvað ekki. „Ég held það sé kominn tími til að fólk komist yfir þann ótta sem það ber oft á tíðum fyrir listinni og njóti hennar á sinn persónulega hátt. Ég vonast til að verk mín vekji einhverjar tilfinningar og hræringar meðal áhorfenda og er ánægður ef það tekst." -Þú hefðir ekkert orðið leiður þó böndin hefðu verið tekin utan af forvitna kettinum? „Nei, markmiðið var að vekja forvitnina, og það hefði bara glatt mig ef einhver hefði hætt sér svo langt.” Áður en við kveðjum þennan fjölhæfa listamann, spyrjum við hvað sé framundan hjá honum. „Mig langar að halda áfram að gera þessa pappaskúlptúra, stækka þá talsvert frá þeim sem ég sýni hér. Ég geri ráð fyrir að ég haldi áfram vinnu hjá Macy’s í nokkra mánuði, en síðan er ferðinni heitið til Frakklands eða meginlandsins.” _ Vj dansnámi i New York hjá Eric Hawkins. Dansinn átti hug hans allan í 5-6 ár, en það kom að því að hann varð að gera upp við sig hvort hann ætlaði að halda áfram á þeirri braut eða gera eitthvað annað. „Mér fannst ég eyða of miklum tíma í dansinn, hann var auk þess búinn að valda mér ýmsum líkamsmeiðslum og dag nokkurn er ég var að æfa fyrir sýningu horfði ég á mig í spegli æfingar- salsins og spurði í hljóði fyrir hvern ég væri að þessu, sjálfan mig, eða áhorfendur? Ég gat ekki svarað spurninguni þannig að ég væri sáttur við svarið og gekk því út úr salnum og hætti að dansa. Þetta gerðist fyrir 9 árum, ári síðar var ég beðinn um að dansa ákveðið hlutverk, ég gerði það, og stóð aftur frammi fyrir sömu spurningunni, á ég að leggja þetta fyrir mig eða ekki, en svaraði aftur neit- andi. „Safna allskonar pappírsmiðum og dóti'' Þetta var vissulega erfitt, ég varð hálf niðurdreginn á þessu tímabili og mjög blankur. Fyrst í stað hafði ég ekkert að gera, tók af mér svart hvítar myndir i myndasjálfsala, sjáðu myndirn- ar hérna, ég var ekkert sérstak- lega uppburðarmikill!" Og listamaðurinn tekur fram Ijós- myndir af sjálfum sér frá þessum tíma. „Ég lók mér svo við að Ijósrita myndirnar, litaði Ijósritin og gerði margs konar tilraunir með litasamsetningar. Þá fór ég að safna allskonar pappírsmiðum og dóti, það verður margt á vegi manns i New York, allskonar miðar og pappaumbúðir. Ég safna þessu SIEMENS SlWAMAT 276 Góð og hagkvæm þvottavél • löþvottakerfi. •Sparnaðarhnappur. • Frjálst hitaval. •Vinduhraði 600 og 800 sn./mín. • íslenskur leiðarvísir. •Gömlu góðu Siemens- gæðin. Komið / heimsókn tU okkar: Smith og NorSand Nóatúni 4, s. 28300. OG RAFTÆKJADEILD HEIMILIS LAUGAVEGI 170 172-SÍMAR 695550 imiissmiBisSiumuiisi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.