Morgunblaðið - 20.03.1987, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 20.03.1987, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 C 13 y/lorgunblafii6/BÍarni Kristín Stefánsdóttir förðunar- og snyrtifræðingur og það er notkun augnskugga sem augnblýjanta. Hefur þetta mælst vel fyrir, konur sem hafa verið á námskeiði hjá mér gjarn- an skipt alveg yfir. Þá er notaður nokkurskonar augnpensill og dreift úr litnum eins og gert er með blýjanti fyrir ofan og neðan augun. Það þarf þó að hafa hugf- ast að liturinn á að vera mattur. Ef viðkomandi notar augn- blýjant þarf að gæta að því að draga úr línunni með eyrnapinna þannig að hún skeri sig ekki mjög úr og sé of áberandi. Nokkuð hefur borið á hvítum augnblýanti sem gerir það að ýerkúm að augun virðast stærri og hann dregur fram þá augn- málningu sem viðkomandi er með. Hvað þennan hvíta lit varð- ar þarf einnig að hafa hugfast að liturinn á að vera mattur." Varalitir „Þeir litir sem notaðir eru á andlitið eiga að spila saman. Litirnir í varalitum eru brúnleitir, melónu og ferskjulitaðir, Ijós appelsínugulir, fjólubleikir og rauðbrúnir. Allir þessir litir eru mildir. Lítið ber á glossi, vara- penslar halda áfram að vera vinsælir en veikari línur eru en áður. Þó má skerpa varalitinn og línur þegar um kvöldmáln- ingu er að ræða.“ Naglalökk Naglalökkin fylgja varalitunum, litirnir eru þeir sömu, mildir og ekki mjög áberandi. GRG með hinni gömlu aðferð og því sem búið er til með nýjum aðferðum. „Það er ekki hægt að líkja eftir kraftaverkaaðgerðum náttúrunnar," segja þeir. Um uppskerutímann eru hitar * ", ^ J "* ' . » ■ . " " w ■ , '■ ... . .... , , ' - ■’r — miklir í Portúgal og þeir hafa það í för með sér að gerjum vínsins hefst um leið og búið er að sprengja þrúg- urnar. Gerjunin fer fram á þremur dögum og á meðan er haldið áfram að troða annað veifið. Því næst er vínið sett í ámur og vínanda bætt í en við það stöðvast gerjunin og syk- urinn aðskilur sig ekki. Þegar ætlunin er að framleiða fyrsta flokks púrtvín er geymsla vínsins aðalatriði og helzta ástæða þess hve beztu vínin eru dýr. Vínið er haft í ámum í fimm til átta ár. Flest vín eru látin þroskast í kjallara- geymslum þar sem svalt er en að þessu leyti er púrtvín undantekning. Það er haft í geymslum ofanjarðar þar sem hitastigið er hærra. Þannig þroskast vínið tiltölulega hratt. Það kann að viröast mótsagnakennt en úrvalspúrtvín er látiö þroskast skem- ur í ámunum en annað púrtvín, eða í þrjú ár. Þá er þvi tappað á flöskur og geymt í 10 til 15 ár. Til eru vín sem geymd eru í 25 ár áður en talið er við hæfi að neyta þess. Englendingar bera púrtvín yfirleitt aðeins fram að lokinni máltíð. Fram- leiðslan fer eftir föstum venjum, a.m.k. þar sem íhaldssemi er í há- vegum höfð. Þegar staðið er upp frá borðum draga konur sig í hlé „til að púðra á sér nefið" eins og það er svo hæversklega orðað, og þegar þær eru komnar úr augsýn er púrt- vínskaraflan sett á borðið. Henni er stillt upp fyrir framan húsbóndann og fyrst hellir hann í glasið hjá þeim gesti sem situr honum á hægri hönd. Síðan hellir hann í sitt eigið glas en því næst gengur karaflan réttsælis á röðina. Það er álitið alvarlegt brot á siðvenju að láta hana ganga á annan hátt en hér er lýst. Siður er að hella a.m.k. tvisvar í glösin. En þá er komið að hitastiginu. Þetta atriði hefur verið mikið rætt um dagana og hafa menn ekki orðið á eitt sáttir. Margir telja það þó ganga guðlasti næst að bera púrtvin fram kælt, en flestir eru sammála um að bragð og angan vínsins komi vel fram sé það við stofuhita.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.