Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ1987 ÍSLENSK HÖNNUN Undanfarin misseri hefur mikið verið raett um stöðu íslensks iðnaðar og á ég þá sérstaklega við fataiönaðinn. Mönnum er orðið það Ijóst að til að gera fataiðnaðinn að marktækri iðngrein sem skili vel af sér í þjóð- arbúið, þurfi stórátak til. Forsvars- menn hinna ýmsu fatafyrirtækja hafa talaö fjálglega um að góð hönnun og sókn á nýja markaði sé það sem þurfi. Lítið hefur verið rætt um þjálfun starfsfólks, hvort sem um er að ræða sölumenn eða saumakonur, vöruþróun eða nýja tækni. Megináherslan hefur því legið í því að þörf sé nýrra mark- aða og/eða nýrrar tísku. Gott og vel. Öll slík umræða er til góðs, en hvar er raunhæft að byrja? Og hvað er raunhæft að gera í hönnunarmálum? Hvar á að stokka upp? Hverju má henda og í hvað á að halda? Maður skyldi ætla að fyrst þörf sé átaks í hönn- unarmálum, hafi hönnuðimir ekki staöið sig sem skyldi. . . En er það rétt? Er ekki sannleikurinn sá að skilning hefur vantað á mikiivægi hönnunarinnar í framleiðsluferlin- um? Allt of oft heyrir maður að hönnuðir séu ekki með í ráðum innan fataframleiðslufyrirtækj- anna, menntun þeirra og reynsla ásamt listrænum hæfileikum er ekki talinn nægur grundvöllur þeg- ar kemur að því að taka ákvarðanir um hin ýmsu stig framleiðslunnar. Núna nýverið var stofnað félag fata- og textílhönnuða, en því er ætlað að vera hagsmunafélag starfandi fata- og textílhönnuða. Stofnun félagsins hefur átt sér nokkurn aðdraganda, en kveikjuna aö stofnun þess má rekja til aukins fjölda útlærðra hönnuða, er hafa veriö aö koma til starfa á allra síðustu árum. í félaginu nú í byrjun eru 22 fullgildir meðlimir, en inn- taka í félagið er háð námi og starfsreynslu viðkomandi umsækj- anda. Þessir 22 einstaklingar eru sjálf- sagt jafn ólíkir sem hönnuðir og þeir eru margir, en allir hafa þeir það þó sameiginlegt að vilja standa vörð um góða og listræna hönnun og telja að með sameigin- legu átaki, á borð við þetta félag, geti þeir hrundið af staö nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Fyrsta stjórn félagsins var kosin á framhaldsaöalfundi félagsins þann 17. mars síðastliöinn og voru eftirfarandi hönnuðir kosnir til að sitja i fyrstu stjórn félagsins: Eva r á merkilegt heita á tímum fræðslu og ótölulegra nám- skeiða, á nær öllum sviðúm7 hvðrsu lítið er um að fólki sé leiðbeint og vísað hvernig búa eigi saman þannig að haldi. Þörfin á þessu sviði er tæpast eingöngu hjá þeim ungu sem eru að feta fyrstu sporin í að þekkja hvort annað, heldur ekki síður seinna á ævinni eftir langt hjóna- band. Það er vart annað hlýrra og giftusamlegra á miðjum aldri en að endurmeta þau dýrmæti sem hjónabandið getur veitt. Morgunblaðið hafði spurnir af svokölluðum Hjónahelgum (Lut- heran marriage encounter) á Hótel Loftleiðum. Til að rannsaka það nánar voru hjónin séra Örn Bárður Jónsson og Bjarnfríöur Jóhanns- dóttir heimsótt til Grindavíkur fyrir skömmu. Þau eru í forsvari fyrir hjónahelgunum hérlendis, ásamt þeim hjónum Ed og Eddu Swan sem hafa að sögn prestshjónanna borið hitann og þungann af starf- inu enda fyrst og fremst um leikmannahreyfingu að ræða. Að sögn þeirra Arnar Bárðar og Bjarnfríðar eru helgarnar ætlaðar til að hjálpa hjónum aö bæta tjá- skipti sín til að dýpka og styrkja hjónabandið. Helginni er eytt í þægilegu umhverfi þar sem börn, ættingjar og vinir, skyldur og ann- að sem fylgir daglegu amstri er ekki innan seilingar. Hjónin fá þarna tækifæri til að velta fyrir sér sambandinu á milli þeirra og sann- reyna að ekkert er dýrmætara en að eiga samleið. Upprunnið á Spáni „Hugmyndin að hjónahelgunum er upprunin á Spáni á sjötta ára- tugnum. Kaþólski presturinn Gabriel Calvo fór að taka eftir því að sum hjón virtust hamingjusam- ari en önnur i söfnuðinum hans og hann fór að velta fyrir sér þeirri spurningu hvað það væri sem gerði þetta að verkum. Athugunin leiddi í Ijós að sum hjónanna virt- ust rækta með sér ákveðna hluti sem öðrum sást yfir. Þróunin varð sú að nokkur hjón úr söfnuðinum hittust eina helgi EKKERT HJONABAND ER SVO FULLKOMIÐ AÐÞAÐ GETIEKKIBA TNAГ Ekki er ótítt að nú til dags sé rætt um hjónabandið í þá veru að sú stofnun sé á niðurleið og í upp- lausn. Telja sumir hag- kvæmara að vera í sambúð þar sem auð- veldara reynist að slíta slík bönd heldur en hjónabandið. Ekki eru all- ir þessu sammála og aukinheldurfer þeim fjölgandi sem gifta sig. Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.