Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 7
I MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1987 C 7 skil á ráðstefnu um rannsóknir í læknadeild sl. haust. Við munum segja ítarlega frá niðurstöðum þessa áfanga rannsóknarinnar á 7. alþjóðaþinginu um heilsufars- rannsóknir á norðurslóð sem haldið verður í Umeá í júní á þessu ári. - Nú er dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma talsvert hærri í íslendingabyggðum Maniotoba en á islandi. Niðurstöður þesarar rannsóknar sýna þó að kólesteról- magn í blóði Vestur-íslendinga er lægra en í islendingum. Hvernig skýrið þið þetta? „Heildarmagn kólesteróls er aðeins einn af mörgum áhættu- þáttum kransæðasjúkdóma. Aðrir þættir svo sem háþrýstingur. reykingar, kyrrsetur og offitu eru ekki síður mikilvægir. Vel getur verið að þessir þættir þurfi að fara tveir eða fleiri saman til að valda tjóni. Þannig er t.d. mun hættu- legra fyrir íslendinga að reykja en Japani með tilliti til æðasjúkdóma, ef til vill vegna þess að íslendingur- inn er með mikið kólesterólmagn í blóðinu og áhættuþættirnir því orðnir tveir. - Hver eru kólesterólgildi Vest- ur-fslendinga miðað við sömu aldurshópa á Héraði? „Þau eru verulega lægri. Stúlkur og piltar 7-19 ára hafa 156 og 164 miðað við 200 og 207 milligrömm á desilítra hjá sama aldurshópi á Héraði — en það eru held ég hæstu kólesterólgildi i heimi hjá þeim aldurshópi. Hjá eldri hópnum 20-30 ára er munurinn líka mikill Vestur-íslendingum í vil. Vestur- íslenskar konur og karlar höfðu 172 og 171 mg/dl á móti 190 og 198 hjá jafnöldrum þeirra á Hér- aði.“ - Eru há kólesterólgildi þá kannski ekki jafn hættuleg og sum- ir vilja vera láta.? „Jú, það held ég, þau geta þó líklega verið mishættuleg fyrir þjóðir. Fylgni milli kólesterólgilda og kransæðasjúkdóma er t.d. mik- il í Finnlandi og Japan. Hinsvegar hafa íslendingar sem sýna mjög há kólesterólgildi á alþjóðlegum mælikvarða ekki tilsvarandi háa dánartíðni af völdum kransæða- sjúkdóma. Mér þykir sýnt að hátt kólesteról auki alltaf hættu á æða- sjúkdómum þótt samhengið sé ekki eins einfalt og sumir vildu óska." - Hvað t.d. með aðrar blóð- fitur? „Jú, margir telja að samsetning blóðfitunnar kunni að vega þyngra en heildarmagn kólesteróls í sam- bandi við þróun æðasjúkdóma. Hvítusnautt kolesterol, LDLK, hvetji en hvíturíkt, HDLK, letji æðaþrengingu. HDL gildin voru næstum þau sömu í Vatnabyggð og á Héraði, þannig að hlutfall HDL í heildarkólesteróli var mun hag- stæðara fyrir Vestur-íslendinga. Ekki hjálpar það tii að skýra tíðni kransæðasjúkdóma í íslendinga- byggðum." - En hvað með aðra áhættu- þætti? „Þríglýseríð reyndust mun hærri hjá Vestur-fslendingum hjá aldurs- hópnum 7-19 ára, þ.e. 80 á móti 56 mg/dl á Héraði. Meðal Vestur-í slenskra kvenna 20-30 ára voru þrýglýseríð einnig mikið hærri, eða 101 á móti 68 mg/dl. hjá sama aldurshópi kvenna á Héraði. Þau voru hinsvegar svipuð hjá 20-30 ára körlum á báðum stöðum. Hjá 7-19 ára Vestur-íslendingum voru þrýglýseríð því þriðjungur allrar blóðfitu en aðeins fimmtungur hjá sama aldurshópi á Héraði. Þetta kann að skipta máli. Aðrir viðurkenndir áhættuþættir kransæðusjúkdóma svo sem of- þyngd og offita reyndust Vestur- Islendingum óhagstæðir. Þeir eru talsvert þyngri miðað við hæð en jafnaldrar þeirra á Héraði, og húð- fitumælingar sýndu að þessi ofþyngd stafaði af fitu. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræð- ingur mun á næstunni framkvæma samskonar neyslukönnun í Vatna- byggðum og við gerðum áður á Héraði." - Nú hafið þið þegar fundið mun á áhættuþáttum kransæða- sjúkdóma í tveimur náskyldum hópum — mun sem ekki verður rakinn til ólíkra erfða — að hverju leitið þið þá næst? „Vegna þess hve umhverfi og lifnaðarhættir íslenska þjóðar- brotsins í Kanada er um margt svipaðir lifnaðarháttum og að- stæðum hér heima teljum við góðar líkur á að okkur takist að finna og skilgreina þá þætti í um- hverfi og lífsvenjum hópanna tveggja sem orsaka þann mismun í áhættuþáttum sem við höfum þegar fundið og kunnum að finna. Tiltölulega litlar breytingar í lífsstíl gætu orsakað örlagaríkar breyt- ingar í áhættuþáttum og þarmeð í sjúkdómstíðni. Það er auðvitað markmið allra svona rannsókna að stuðla að forvörnum. En gott er að hafa í huga að eigi ráðlegging- arnar að koma að gagni verða þær að vera þess eðlis að almenningur geti farið eftir þeim og sætt sig við þær.“ - Af hverju lagðirðu svona mik- ið kapp á að ná til barnanna? „Það má ætla að þær breytingar sem leiða til kransæðasjúkdóma hefjist oft strax í æsku og það gefur auga leið að því fyrr sem gripið er í taumana því meiri líkur eru á að aðgerðir skili árangri. Og forvarnir eru jú það sem borgar sig best. Svo er hitt, að vegna vaxandi blóðblöndunar fækkar nú óblönduðum Vestur-lslendingum ört í yngstu aldurshópunum. Það kemur að því að íslendingarnir hverfi í þjóðahafið í Vesturheimi og þá er einstöku tækifæri til rann- sókna glatað því ótrúlega kemur slíkt tækifæri nokkurn tíma aftur.“ - Hvað tekur þá við hjá ykkur núna? „Við höldum auðvitað áfram með þessar rannsóknir ef við fáum fjármagn til þeirra. Næst rannn- sökum við foreldra þessara barna og aðra Vestur-íslendinga á aldrin- um 25-60 ára sem búsettir eru í Vatnabyggðum norður af Winnipeg, og nær sú rannsókn til um það bil 400 einstaklinga." til sálgæslu til mikilla muna. Þegar þau hjón eru spurð hvort það séu alltaf sömu umræðuefnin sem séu viðkvæm hjá hjónum og þau óski að taka fyrir segja þau að svo sé. „Það er alveg sama hvar í heimi er, þó menningarsam- félögin séu afskaplega ólík þá virðast það vera sömu málin sem fólk er að glíma við eins og fjár- hagsvandræði, erfiðleikar í sambandi við tengdaforeldra og barnauppeldi svo eitthvað sé nefnt." Bjarnfríður og séra Örn Bárður hafa af og til laumað lófa í hendi hvors annars þar sem þau sitja á móti mér í sófanum. Það er eins og sú hreyfing sé ómeðvituð rétt eins og þegar þau rétta sig í kaffi- bollan eða útskýra eitthvað með handahreyfingum. Þau eiga líklega með sér nokkuð sem því miður er alltof sjaldgæft, - hamingjuríkt hjónaband. Þó við séum ekki stödd á heim- ili þeirra Séra Arnar Bárðar og Bjarnfríðar Jóhannsdóttur til að spjalla um þeirra hjónaband, þá er forvitninni ekki haldið í skefjum og þau innt eftir því hvaða formúlu þau fylgji sem hjálpi þeim að varð- veita hamingjusamt samband í meira en fjórtán ár. Hvaða ráðum beita þau til að lifa í farsælu hjóna- bandi á þeim tíma sem svo margir virðast missa tögl og hagldir á far- sæld sinni í samvistum. Þeim verður svarafátt í fyrstu, horfa hvort á annað, brosa og það er ekki laust við að þau virðist feim- in yfir spurningunni. Að lokum verður niðurstaðan sú að það sé með hjónabandið eins og blómið, því þurfi sífellt að gefa næringu, hlúa að og veita umhyggju til að það þrífist og sé fallegt. Stundum þurfi að klippa til og geti verið sárt, en eftir á að hyggja hafi það reynst betra fyrir blómið, það verði fyrir bragðið fegurra á alla lund. Einmitt þetta segja þau eiga við um hjónabandið hvað varðar að tala um viðkvæm mál sem skjóta upp kollinum, fá þau fram í dags- Ijósið og ræða þau. Góð tjáskipti milli hjóna telja þau vera eitt af grundvallaratriðum farsæls hjóna- bands. Vn^XILEIKI v , OG JAJÐAN Ergo-top stóllinn er einn virðulegasti Drabertstóllinn. Þrátt fyrir virðuleikann er hvergi slegið af kröfum um aukna vellíðan. Þú sifur rétt og bak þitf er vel verndað. Ergo-fop er stóll sem hvetur þig til aukinna afkasta án þess að misbjóða heilsu þinni. DSNIISran 1; ■ SKffffSTOFU HÚSGOGN > HALLARMULA 2 - SlMI 83211 - btfeife | Góðan daginn! „ÁKVEÐIN LÍFSREYNSLA" Okkur líkaði mjög vel og vorum ánægð með helgina" segja þau Rúnar Guðbjartsson og Guðrún Þóra Hafliðadóttir sem tóku þátt í hjónaheigi síðastliðiö ár. „Vinafólk okkar hafði samband og bauð okk- ur. Við þekktum fleiri sem höfðu veriö þátttakendur og mæltu með þessu, þannig að við ákváðum að fara. — Fannst ykkur helgin lærdómsrík? „Tvímælalaust. Lögð var sérstök áhersla á að hjón sýndu hvort öðru tlfinningar sínar hvort sem þær væru góðar eða slæmar. Fólki var bent á að loka tilfinningarnar ekki inni, heldur láta í Ijós líðan sína hverju sinni. Þetta höfðar sterkt til okkar því undanfarin ár höfum við einmitt veriö að vinna að þessu í okkar hjónabandi. Kynnt var ákveðin tækni sem hjón eiga að beita til að geta haft betri tjáskipti sín á milli og viö búum enn aö því sem þar kom fram. Þetta var líka ákveöin lífsreynsla fyrir okkur að öðru leyti því við kynntumst þarna góðu og trúuðu fólki." — Fannst ykkur of mikil áhersla lögð á trúna? „Megináhersla var lögð á að bæta tjáskipti hjóna og það var alveg mátulega mikið af trúarívafi. ( byrjun bjuggumst við jafnvel við meiru slíku." Það kemur á daginn að þau Rúnar og Guðrún eru í hópi með átta hjónum sem hafa verið á hjóna- helgi og hittast mánaðarlega til að æfa sig og halda því við sem lærðist. Þau segja að margir slikir hópar séu starfandi bæði í Reykjavik og einnig úti á landi. Þegar þau eru að endingu spurð hvort þau myndu fara á hjónahelgi í dag ef þau ættu þess kost eru þau í engum vafa: „ Það er óhætt að segja að slíkri helgi sé vei varið." Texti GRG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.