Morgunblaðið - 27.03.1987, Page 11

Morgunblaðið - 27.03.1987, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1987 C 11 MYNDBÖND COMPROMISING POSITIONS ☆ -5V1/2 eikstjóri: Frank Perry. Handrit: Susan Isaacs, eftir samnefndri skáldsögu hennar. Tónlist: Brad Fied- el. Aðalleikendur: Susan Sarandon, Raul Julia, Ed- ward Herrmann, Judith Ivey, Mary Beth Hurt, Anne De Salvo, Josh Mostel, Deborah Rush og Joe Man- tegna sem Dr. Fieckstein. Bandarísk. Paramount 1985. 95 mín. Frank Perry er maður óragur, enda eru myndir hans oftast harla óvenju- legar. Hann fetar gjarnan ótroðnar slóðir, sbr. sund- laugarnar í Connecticut í The Swimmer, og ekki veit ég hvor vestranna er nýstárlegri, Doc eða Rancho DeLuxe. Að þessu sinni fer þó Perry með bæjum. í auð- mannahverfi á Long Island, þar sem allt virðist svo einkar slétt og fellt, býr Susan Sarandon, fyrr- verandi blaðakona, núver- andi húsmóðir og millafrú. Á sér engan draum heit- ari, svona undir niðri, en að eitthvað gerist í þessu gerilsneydda, fullkomna umhverfi. Helst eitthvað nógu hressilegt hneykslis- mál sem skæli örlítið velmegunarbrosið á íbú- unum. Og Sarandon verður að ósk sinni. Einn góðan veð- urdag finnst tannlæknir- inn hennar myrtur, og þá kemur ýmislegt miður gott fram í dagsljósið. Tanni hafði nefnilega ver- ið með ólíkindum kven- hollur og legið aðra hverja konu í hverfinu. Ekki nóg með það, heldur var hann viðriðinn klámbransann og tók gjarnan myndir af fraukunum í miðjum klfð- um og í hinum óviður- kvæmilegustu stellingum fyrir fínar frúr! Það verður náttúrlega uppi fótur og fit meðal millakvenna og blaðamað- urinn kemur upp í Saran- don, sem fer að kanna málið upp á eigin spýtur. Verður henni betur ágengt en lögreglunni sem fær hana til sam- starfs. Og eins og sæmir góðum sakamálamyndum er frúin hætt komin í lokin, er hún leysir morðgátuna. Sem oftar tekst Perry býsna vel upp að sumu leyti en klúðrar öðru. Stýr- ir leikurunum af stakri prýði, nær ágætlega gam- ansamari blæbrigðum sögunnar, hins vegar virk- ar CP öliu síður sem sakamálamynd, og flört lögregluforingjans Raul Julia við Sarandon er ósköp hallærislegt. Þetta skrifast að talsverðu leyti á reikning handritshöf- undar, sem þó vann það upp úr eigin skáldsögu. Söguþráðurinn er brokk- gengur. Samtölin oftast góð, persónusköpunin sömuleiðis og ádeilu- blandað grátt gamanið. En allt er þetta heldur langdregið. Fjöldi góðra leikara í skemmtilega skrifuðum aukahlutverkum lífgar mikið upp á, eins eru þau Sarandon og Herrmann eins eðlileg og hugsast getur í aðalhlutverkunum. Það er sannkölluð skömm að því hvað Sarandon fær fá tækifæri. Hún kann svo sannarlega að notfæra sér þau ef þau bjóðast á annað borð, iíkt og í Atl- antic City. CP hefur, að mér skilst, farið fyrir ofan garð og neðan hjá fólki, hér sem annars staðar. Það er því ástæða til að benda á að hér er á ferðinni sérstök, oftast meinfyndin saka- málamynd og þjóð- félagsádeila með fjölda kátbroslegra persóna, sem er þess virði að henni sé gaumur gefinn. Wallach eignast son en missir konuna, Lee missir dóttur. Arabinn, sem er lífgjafi drengsins, fær hann að launum. Þó leiðir þeirra eigi eftir að liggja saman á dramatískan hátt seinna meir, lætur Wallach uppruna sonarins aldrei í Ijós. En drengurinn elst upp í konungshöll arabarikisins, verður síðar meir harðvítugur fjármála- maður og syni hans er ætlað að taka við ríkinu. THE PIRATE THE PIRATE ★ ★ ■ eikstjóri Kenneth Ann- Lakin. Handrit Julius Epstein, byggt á metsölu- bók Harolds Robbins. Framleiðandi Howard W. Koch. Aðalleikendur Franco Nero, Anne Arc- her, Olivia Hussey, Chri- stopher Lee, Eli Wallach, lan McShane, Stuart Whitman, James Francisc- us, Michael Constantin, Jeff Corey, Armand Ass- ante. Bandarísk. Warner Bros. 1978/85. Tvær spól- ur, samtals 184 mín. Hér kemur kjörið efni ef maður setur ekki markið hærra en svo að vilja gleyma stund og stað eitt kvöld eða svo. Láta efnið fara inn um annað og út um hitt. Án nokkurra pæl- inga. Semsagt atvinnu- mannslega unnið afþreyingarefni á flestum sviðum. Myndin er byggð á einum reyfara Harolds Robbins, hröð og nokkuð spennandi frá upphafi til enda. Sögusviðið er fram- andi, leikurinn ekki slæmur, enda í höndum fjölda þokkalegra karakt- erleikara. Tæknivinna öll í vænu meðallagi. Hér er fjallað um hina ólíku og aðskildu heima araba og gyðinga Austur- og Vesturlanda. Allt að sjálfsögðu á klisjukennd- an, metsölubókarlegan hátt. í eyðimörkinni hittast gyðingurinn Eli Wallach og arabinn Christopher Lee. Konur beggja að taka jóð- sóttina. Svo fer að Þetta er örlítið sýnis- horn úr söguþræðinum, sem er ákaflega fjölskrúð- ugur, sem ekki kemur á óvart þegar jafn penna- glaður maður og Robbins á í hlut. Ég man ekki eftir því að hann hafi nokkum tímann verið tekinn alvar- lega og engin ástæða til þess nú frekar en endra- nær. Hann er einfaldlega með flinkari mönnum við að sullumalla hverskyns sápuóperur ofan í almenn- ing og gera úr billegu hráefninu hraðrétti sem falla fjöldanum í geð. Og The Pirate er gerð af mönnum sem vita upp á hár hvað ætlast er til af þeim; að drepa tímann í nokkrar klukkustundir — og það tekst. Act of Vengeance ACT OF VENGEANCE ☆ ☆ 1/2 eikstjóri: John Mac- Kenzie. Handrit: Scott Spencer. Aðalhlutverk: Charles Bronson, Ellen Burstyn, Wilford Brimley, Hoyt Axton, Robert Scenkkan, Ellen Barkin. Lorimar Motion Pictures Int. 1986. 87 mi'n. Act of Vengeance er byggð á sönnum atburðum sem gerðust 1969 í tengsl- um við formannskjör í samtökum námuverka- manna í Bandaríkjunum. Jock Yablonski (Charles Bronson) ákveður að gefa kost á sér til formannskjörs námuverkamanna þegar honum er Ijóst að húsbóndi hans er orðinn handbendi og mútuþegi námaeigenda. Og að auki farinn að hygla sér fé úr sjóðum sem hann hefur undir hendi. Boyle er því þess fullviss að ef Yabl- onski nær kjöri blasi fang- elsið við sér. Svo hann grípur til örþrifaráða. Það má segja að AOV sé tímamótamynd á ferli gamla steinfésins. Sem kunnugt er hefur Bronson fátt annað leikið í gegnum árin en ein- hverskonar innantóm töff- arahlutverk, hverju öðru lík. Nú gerir karl heiðarlega til- raun að brjóta af sér varðmanns- og hrotta- ímyndina, sem hann er sjálf- sagt oröinn jafn leiður á og áhorfendur. Að auki þarf leikarinn nauðsynlega að breyta um kúrs, hann eldist eins og aðrir. Þessi tilraunastarfsemi hins hálf-sjötuga leikara tekst bærilega. Viðfangs- efnið líka vel við hæfi því Bronson ólst uppá sögu- slóðunum — kolahéruðum Pennsylvaníu — í slíkri fá- tækt að þessi frægi sonur pólskættaðra námumanna varð að ganga hvursdags í kjólum og pilsgopum af systrum sínum. Hefur því sjálfsagt runnið blóðið til skyldunnar. Leikstjóranum tekst vel til að skapa spennu í kring- um álappalegar morðtil- raunirnar, með góðri aðstoð afbragðsleikara sem túlka hugleysi og vesaldóm drápsmannanna af sannri Charles Bronson; hefur örugglega runnið blóðið til skyldunnar er hann tók hlutverki námumannaleið- togans Yablonski. innlifun. Og þó svo að Bron- son komi manni spánskt fyrir sjónir á jakkafötum með intellektúal svip á steinfésinu, þá kemst hann furðu vel frá sínu. Og með þeim Ellen Burstyn, þeirri valinkunnu leikkonu, skap- ast góður og raunsær samleikur sem lyftir mynd- inni yfir meðallag. Tke 0 THE NAKED COUNTRY ★ ★ ★ Leikstjóri Tim Burstall. Handrit Burstall, byggt a skáldsögu Morris West. Framleiðandi Ross Dims- ey. Aðalhlutverk John Stanton, Rebecca Gilling, Ivar Kantz, Tommy Lewis. Áströlsk, 1986. í þeim fjölda undan- tekningarlítið prýðis- mynda, sem kenndar eru við upprisu ástralskrar kvikmyndagerðar, hafa ófáar fjallað um árekstr- ana milli frumbyggja landsins og hinna hvítu. Merkustu kvikmyndagerð- arr ienn álfunnar hafa gert þetta sérstæða vandamál að yrkisefni og fáum tekist betur en Weir með The Last Wave og Fred Schepsi, sem leikstýröi The Chant of Jimmy Blacksmith. Þá má ekki gleyma Walkabout, hinni Ijóðrænu og mystísku fraumraun Bretans Nich- olas Roegs. Allir þessir ágætismenn hafa lagt áherslu á forna menningu og hin margflóknu og dul- úðugu trúarbrögð aborig- inanna og gagnrýnt hversu hvítir menn hafa troðið þau fótum í skiln- ings- og umburðarleysi. Og litiö á hinn þeldökka kynstofn sem nánast hlægilega tímaskekkju, einskisnýta forneskju í há- þróuðu nútímaþjóðfélagi. The Naked Country fjallar einnig um þessar sögulegu andstæður, en í nokkuð öðru Ijósi og reyf- arakenndara. Myndin gerist um miðjan sjötta áratuginn og fjallar um hjón sem fara að erja land á mörkum hins óbyggilega í norðurhéruðunum. Hér hafa frumbyggjarnir lifað í sátt við land sitt í þrjátíu ár og skapað merkilegar sambýlisvenjur og trúar- brögð. Vandinn hefst þegar bóndinn hyggst fara að beita hjörð sinni í heilög vé þeirra og enda þessir árekstrar í hildarleik — átökum milli tveggja ólíkra heima. Kveikjan að þeim hörm- ungum sem gerast í TNC er skilningsleysi og lítils- virðing hvita mannsins í garð aborginanna. Og líkt og kotbóndanum íslenska, sem í hörðu ári sló star- hólmann græna, álaga- blettinn fagra, hefnist honum grimmilega. En í myndarlok hefur þó hinum ástralska bónda skilist að hann getur ekki vænst þess að lifa í góðu sam- býli við landið og frum- byggja þess öðruvisi en bera fuila virðingu fyrir menningu þeirra og sið- venjum. Burstal setur þessa dæmisögu upp á nokkuð reyfarakenndan hátt og hefur valið heldur óheppi- lega leikara í aðalhlutverk- in. Karlarnir tæpast nógu kraftmiklir og fínpússuð og stífmáluð bóndakonan (Rebecca Gilling úr Return to Eden) er eins og geim- vera þarna úti á mörkinni. Frumbyggjarnir koma hins vegar ekki á óvart með mögnuðum leik, síst af öll- um Tommy Lewis, sem er manni einkar minnisstæð- ur úr The Chant of Jimmy Blacksmith. Þeir hafa löngum sýnt einstaka leik- hæfileika, sönnun einnar hliðarinnar á miklum list- rænum hæfileikum þess- ara utangarðsmanna í eigin landi. Athyglisverð brokkgeng mynd um efni sem alltaf vérður forvitni- legt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.