Morgunblaðið - 27.03.1987, Síða 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ
VIÐKVÆM
FYRIRÖLLU?
■■■ r hægt aö ofreyna skyn-
- færin? Er húðin viðkvæm
“ og þolirekkidaglegtálag?
Eymsli í tönnunum þrátt
fyrir nýafstaðna heimsókn til tann-
læknisins? Augun þrútin og
blóðhlaupin? Höfuðverkur?
Sumt fólk er einfaldlega við-
kvæmara en annað fyrir utanað-
komandi áhrifum. Veikleiki af
þessu tagi flokkast undir ofnæmi.
Við slíkum ákomum duga ekki ann-
að en róttækar ráðstafanir.
Ef húðin er svo viðkvæm að hún
hleypur upp kallast það exem. Þá
er yfirleitt um mjög þunna húð að
ræða. Yfirleitt er þetta arfgengur
kvilli sem læknar flokka þá oftast
undir ofnæmi. Húðofnæmi er þó
flókið og margbreytilegt, allt frá
lítilsháttar ertingu af völdum hrein-
lætis- og snyrtiefna upp í exem
og bólgur. Algengust eru ofnæm-
isviðsbrögð við efnum í ýmsum
vörutegundum, s.s. sápu, smyrsl-
um, svitaáburði, ilmvötnum og
augnháralit.
Það kann þó að koma á óvart
að málmurinn nikkel veldur ertingu
húðarinnar í flestum tilvikum, sbr.
„gallabuxna-ofnæmið" sem upp
kom líkt og faraldur á sínum tíma.
Fjöldinn allur varð var við húðert-
ingu og kláða á þeim stöðum þar
sem málmfestingar á gallabuxum
komu við húðina. Robert nokkur
Eagle varpaði Ijósi á aðra stað-
reynd í bók sinni Mataræði og
ofnæmi. Fram að þeim tíma höfðu
margir læknar ráðlagt fólki með
viðkvæma húð að nota Persil-
þvottaefni. Fyrir nokkrum árum
kom svo á markað ný tegund af
Persil, sem nefndist New System
Persil Automatic. Þá stórfjölgaði
skyndilega kvörtunum um ofnæm-
isviðbrögð. í Ijós kom að efnakljúf-
ar í hinu nýja efni skoluðust ekki
nægilega vel úr tauinu í þvottavél-
inni, og Persil neyddist til að hætta
við nýju framleiösluna og halda
áfram að senda hina upprunalegu
á markað.
Ekki eru það einungis utanað-
komandi áhrif sem geta orsakað
ofnæmi. Það er allt eins líklegt að
ofnæmiö stafi af ýmsu sem líkam-
inn tekur til sín úr umhverfinu, s.s.
frjókornum og hári af dýrum.
Það er engin hætta á því að
ofnæmisviöbrögð fari fram hjá
þeim sem fyrir verður. Einkennin
eru m.a. roði, kláði, blöðrumyndun,
þroti og flögnun. Þegar verst gegn-
ir svíður í augun og þau verða
mjög vot, varir bólgna og öndunar-
erfiöleikar gera vart við sig. Það
er einstaklingsbundið hvaða ein-
kenna verður fyrst vart þegar
maður kemst í snertingu við efni
sem líkaminn er viðkvæmur fyrir.
Ónæmiskerfið tekur viðbragð og
dælir gífurlegu magni af „hist-
amíni“ út í blóðrásina til þess að
vinna gegn því sem ertingunni
veldur.
Sjaldan kemur það fyrir að við-
brögðin verði mjög harkaleg í
fyrsta sinn sem maður kemst í
snertingu við óvininn. Ár kunna að
líða áður en einkenni gera vart við
sig. Yfirleitt líður a.m.k. vika áður
en ofnæmiseinkennin koma í Ijós
en þegar svo er komiö bregst ónæ-
miskerfið ávallt við þegar líkaminn
kemst í snertingu við ofnæmis-
valdinn, sama hve lítið magnið er
af efninu. Gildir þá einu hvort um
er að ræða blóm, ilmsterk snyrti-
efni, litarefni eða mjúka ávexti,
einkum þó jarðarber.
1987
Þó er mögulegt að einkenni
komi fram í fyrsta skipti sem snert-
ing við ofnæmisvaldinn á sór stað.
Einkennin eru hin sömu, en að-
dragandinn yfirleitt sá að verulegt
magn af efninu safnast á afmark-
aðan stað á líkamanum. Einnig er
mögulegt að eftir að líkaminn eða
ákveðinn líkamshluti kemst í snert-
ingu við efnið og henni síðan
viðhaldið jafnt og þétt í dálítinn
tíma, geti einkennin komið fram.
Þá er ofnæmisvaldurinn búinn að
vinna á þeim frumum sem húðin
hefur sér til varnar. Húðin verður
þá aum, flagnar og á hana koma
jafnvel sár. Slíkt á sér ekki einung-
is stað þegar um snyrtiefni er að
ræða heldur getur þetta vel verið
atvinnusjúkdómur. Hárgreiðslufólk
og þeir sem vinna við ræstingar
eru að þessu leyti í sérstökum
áhættuhópi þar sem að staðaldri
er unnið með sterk efni, ræstiefni,
aflitunarefni og litarefni.
HVERNIGÁAÐ
VERJAST OFNÆMI?
Þess ber að gæta að erting og
ofnæmi geta herjað á hvern og
einn. Venjuleg viðkvæmni hrjáir
sérstaklega þá sem Ijósir eru á hár
og hörund, en fólk með grófa og
feita húð getur engu að síður ver:
ið móttækilegt fyrir ofnæmi. Á
sama hátt getur hvaða efni sem
er valdið ofnæmi. Algengasti of-
næmisvaldur eru ilmvötn. Það
stafar fyrst og fremst af því hve
samsetningin er flókin. Algengt er
að í einni og sömu tegundinni af
ilmvatni séu yfir hundrað mismun-
andi efni. Margar konur fá líka
ofnæmi fyrir naglalakki og stafar
það einkum af leysiefni sem í því
er. Þá má nefna einstök litarefni
s.s. króm og kóbalt.
Unnt er að verjast ofnæmi með
því að gæta sérstakrar varúðar í
meðferð allra efna. Um árabil hafa
einstakir snyrtiefnaframleiðendur
auglýst snyrtiefni sem sögð eru
„ofnæmisprófuð". Þau eru yfirleitt
mild og með litlu af ilmefnum, auk
þess sem þau hafa verið prófuð
nákvæmlega með tilliti til ofnæm-
is. Slík snyrtiefni ber að sjálfsögðu
að taka fram yfir önnur, en ástæða
er þó til aö taka fram að „100%
trygging gegn ofnæmi" fæst aldr-
ei. Slíkt er einfaldlega óframkvæm-
anlegt og það liggur í hlutarins eðli.
Af þessum ástæðum er mikil-
vægt að umgangast snyrtiefni af
mestu varúð og nota eins lítið af
þeim og unnt er með góðu móti.
Ekki ætti að þurfa að taka fram
að aldrei ætti að kaupa nýtt krem
eða önnur snyrtiefni án þess að
fá sýnishorn til reynslu. Það getur
orðið harla dýrt spaug að kaupa
heila krukku dýru verði og sitja
síðan uppi með hana að mestu
ónotaða þegar í Ijós kemur að
maður er með ofnæmi fyrir inni-
haldinu.
Læknir að nafni Vernon Cole-
man skrifaði ekki alls fyrir löngu
bók sem nefnist Umönnun húðar-
innar. Þar er mælt með því að
nota aðferð sem læknar beita við
ofnæmispróf áður en hafin er notk-
un á nýju snyrtiefni. Smápjatla af
gasi með viðkomandi fegrunarlyfi
er þá lögð á húðina og límd föst
með plástri. Ekki skal hrófla við
plástrinum í 48 klukkustundir en
að þeim tíma liðnum er komið í
Ijós hvort efnið í heild — eða eitt-
hvað af innihaldinu — skilur eftir
sig roða, kláða eða önnur um-
merki á húðinni sem benda til þess
að maður hafi ofnæmi fyrir því.
Með því að leita læknis er ekki
hægt að lækna ofnæmi en sér-
fræðingar í húðsjúkdómum geta
komist að því hver orsökin er og
þeir kunna líka ráð til að kveða
niðurýmis einkenni sem komin eru
í Ijós.
OFNÆMI FYRIR
SÉRSTÖKUM
FÆÐUTEGUNDUM
Slíkt ofnæmi er öllu erfiöara við-
fangs. Um þessar mundir sýna
vísindamenn ofnæmi gegn sér-
stökum fæðutegundum mikinn
áhuga þar sem það er talið vera
ríkur þáttur í afbrigðilegu holda-
fari, þunglyndi, mígreni, ofþreytu
og liðagigt. Þegar svo háttar til
berst ofnæmisvaldurinn úr melt-
ingarkerfinu í blóðrásina, hefur
áhrif á starfsemi frumanna, losar
um „histamín" og önnur náttúru-
leg efni sem framkalla ofnæmis-
einkenni.
í Ijós hefur komið að a.m.k. einn
VIÐKVÆM AUGU
iðkvæmustu líffærin eru augun. Húðin
umhverfis þau er líka án efa mjög við-
kvæm. Vefurinn undir henni er afar
fíngerður og þar sem fitukirtlar eru
engir á þessu svæði koma ellimörk þar fram
einna fyrst. Meðhöndlið því augun og næsta
umhverfi þeirra eins gætilega og unnt er.
Gætið þess að teygja sem minnst á húðinni
og nuddið hana ekki. Berið heldur ekki á hana
feit krem eða sterk dagkrem þar sem slík
smyrsl eiga það til að stífla svitakirtlana og
gera það að verkum að raki safnast þar fyrir
og pokar myndast. Til er fjöldi ágætra augn-
krema sem hæfa þessu svæði vel.
Enginn skyldi þó halda að rakakrem, sérstak-
lega ætluð húðinni í kringum augun, komi í veg
fyrir bauga. Þeir eru bara eölileg afleiðing þess
að á þessum stað er litasamsetning húðarinn-
ar frábrugðin litaraftinu að öðru leyti, m.a.
vegna þess að undir eru augntóttirnar þar sem
bein eru engin. Því myndast skuggarnir í kring-
um augun og við því er ekkert að gera. Þreyta
eykur þessi áhrif sem koma ekki síst í Ijós
þegar vöðvarnir í andlitinu eru slakir og út-
hvíldir. Þá virðast holurnar undir augunum
dýpri og dekkri.
En hvað er þá til bragðs að taka ef maður
kærir sig ekki um að minna á Frankenstein?
Það er hægt að fela skuggana, dylja þá með
öðrum orðum. Til þess er til sérstakur áburð-
ur, sem er miklu Ijósari en húðin sjálf og einnig
farðinn sem notaður er á andlitið að öðru leyti.
Þegar þreyta herjar á augun er hægt að
kæla þau og mýkja með augnvökva sem sum-
staðar fæst. Slík augnböð eru ágæt
en þau koma heilbrigði augnanna
ekkert við. Náttúran hefur búið svo
um hnútana að augun eru sjálf-
hreinsandi og tár mýkjandi
efni frá hendi náttúrunnar
sem sjá um að halda sýklum
og aðskotahlutum í skefjum.
Og þá er komið að því að
minna á það meðal sem
bezt er fyrir augun:
Svefninn. Ef augun eru þreytuleg, aum, rauð
og blóðhlaupin er það af því að þau skortir
hvíld sem aðeins fæst með því að sofa.
Það er ekki nóg með að húðin í kringum
augun sé viðkvæm. Augun sjálf eru óheyrilega
viðkvæm og ekki síður móttækileg fyrir ertingu
en húðin. Ofnæmisviðbrögð eiga venjulega rót
sína að rekja til farða og það er augljóst hættu-
merki þegar augnlokin bólgna, roðna og þegar
vart verður við kláða. Um leið og slík einkenni
gera vart við sig á að fjarlægja alla málningu
og láta það ógert að mála sig í kringum augun
í nokkra daga. Athugið þau efni sem notuð
hafa verið dagana á undan. Ef eitthvað nýtt
hefur verið keypt kann það að innihalda efni
sem valda ofnæminu, en ef allt hefur verið í
notkun um tíma án þess að valda vandræðum
er ekki ósennilegt að sýklar hafi komizt í eitt-
hvað af því. T.d. er algengt að burstinn sem
augnháraliturinn er borinn á með gerist gróðr-
arstía fyrir sýkla.
Ef alvarleg sýking gerir vart við sig verður
ekki hjá því komist að leita læknis og það
strax. Augun eru nefnilega líffæri þar sem
bólgur blossa upp og verða skjótlega hinar
verstu viðureignar. Dropar eða krem sem inni-
halda sýklalyf eru venjulega notuð gegn
sýkingu og vinna á henni fljótt og vel í flestum
tilvikum. Mikilvægt er að lána ekki málningar-
vörurnar öðrum, því sýklar eru ekki seinir að
berast á milli einstaklinga.
Nauðsynlegt er að viöhafa sérstaka að-
gæzlu þegar linsur eru notaðar í stað gler-
augna. Sífellt fjölgar þeim sem nota linsur og
að undanförnu hefur þeim jafnframt fjölgað
sem eru tortryggnir á að þær séu jafnákjósan-
legar og af er látið. Nauðsynlegt er að gæta
fyllsta hreinlætis við notkun slíkra sjónglerja.
Það er vandalaust en krefst tíma og alúðar.
Sérstaka varúð skal viðhafa þegar konur sem
nota linsur mála sig í kringum augun, því hætt
er við að örlitlir aðskotahlutir og agnir af ýmsu
tagi berist inn í augað og komist á bak við lins-
una.