Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKJPTI/AIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 Fyrirtæki Ferðaskrifstofur Utflutningsráð Hagnaður Sam vinnuf erða -Landsýnar 9,5 milljónir króna Velta fyrirtækisins 592 milljónir HAGNAÐUR ferðaskrif- stofunnar Samvinnuferða- Landsýnar hf. á síðasta ári var 9,5 milljónir króna, eftir að skatta að fjárhæð 9,8 milljónir króna. Velta fyrir- tækisins nam 592 milljónum króna. Aðalfundur Samvinnu- ferða—Landsýnar hf. var haldinn 18. mars síðastliðinn og var fjölmennur, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. í yfírliti Helga Jóhannssonar, framkvæmdastjóra, kom fram að rekstur skrifstofunnar gekk mun betur á liðnu ári en bjart- sýnustu menn þorðu að vona. Farþegum fjölgaði verulega og í skipulögðum hópferðum voru þeir 11.833 talsins, en far- þegar í áætlunarflugi voru 11.450. Innanlandsdeild fyrir- tækisins tók á móti 7.000 erlendum ferðamönnum, þannig að samtals nam far- þegafjöldinn 30.283. A aðalfundinum var kosin ný stjórn og hana skipa eftir- taldir: Vilhjálmur Jónsson, Guðjón B. Ólafsson, Axel Gíslason, Páll Leósson, As- mundur Stefánsson, Ingi Tryggvason og Sigrún Aspe- lund. Fundurinn samþykkti að gefa út jöfnunarhlutabréf að fjárhæð 12,6 milljónir króna. Heildarhlutafé félagsins eftir jöfnun nemur því 21,8 milljón- um króna. Gottárhjá Kornhlöðunni LIÐIÐ ár var gott ár fyrir Kornhlöðuna hf., rekstur fyr- irtækisins gekk vel og er fyrirsjáanlegt að umsvif þess verði meiri með aukinni fóð- urframleiðslu innanlands. Komhlaðan er sameign stærstu fóðurframleiðenda og fóðursala hér á landi, en eigend- urnir eru, Mjólkurfélag Reykjavíkur, Fóðurblandan hf. og Samband íslenskra sam- vinnufélaga. Aðalfundur Komhlöðunnar var haldinn fyr- ir skömmu og í frétt segir að Sigurður Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri, Hjörleifur Jóns- son, framkvæmdastjóri og Jon Þór Jóhannsson, framkvæmda- stjóri, hafi verið kjörnir í stjórn. A fundinum var samþykkt til- laga Hjalta Pálssonar, fram- kvæmdastjóra, um að gefa til blindra fjárhæð til minningar um þá Leif Guðmundsson, framkvæmdastjóra og Einar Tönsberg, en báðir komu þeir mikið við sögu í stjórnun Korn- hlöðunnar hf. Framtíð íslensks há- tækniiðnaðar tvísýn - vegna harðrar samkeppni utan úr heimi, sagði Guðjón B. Olafsson, forsljóri Sambandsins á fundi ráðsins Á fundi Útflutningsráðs íslands í sl. viku sagði Guðjón Ólafsson, forstjóri Sambandsins, í ræðu, að hann væri ekki bjartsýnn á framtíð hátækniiðnaðar hérlendis, vegna harðrar samkeppni í heiminum á því sviði. Hann taldi að við hefðum mikla möguleika á öðrum svið- um, eins og t.d. á sviði fiskeldis og loðdýraræktar. Auk þess færi hann ekki dult með þá skoðun, að sjávarútvegur og fiskvinnsla verði uppistaða útflutnings í nánustu framtíð. Þessi fundur ráðsins er annar af tveimur, sem haldnir eru árlega fyrir fulltrúa aðildarfélaga þess. Þráinn Þorvaldsson, framkvæmda- stjóri, sagði á fundinum, að 36 fyrirtæki og samtök atvinnulífsins, auk sex ráðuneyta, eigi nú aðild að útflutningsráðinu. Hann gat þess, að á næstu dögum yrði geng- ið frá samstarfssamningi ráðsins og utanríkisráðuneytisins vegna staðsetningar viðskiptafulltrúa við íslensk sendiráð. Viðskiptafulltrúar verða nú staðsettir í Kaupmanna- höfn og Frankfurt, en þegar er slíkur fulltrúi starfandi í New York. Matthías Bjamason, viðskipta- ráðherra, flutti ávarp og sagði meðal annars, að stjómvöldum beri skylda til að skapa ákjósanleg skil- yrði fyrir framleiðslu landsmanna innanlands með skynsamlegri efna- hagsstefnu og sölu framleiðsluvara erlendis með frjálslegri viðskipta- stefnu. Hann sagði einnig, að ekki mætti slá af kröfum um eflingu heildarútflutningsstarfsemi Ut- flutningsráðs. Um 49% útflutnings til EBE Benedikt HÖskuldsson, markaðs- stjóri Útflutningsráðs, flutti yfírlit um þróun utanríkisviðskipta 1970—1986, með sérstöku tilliti til viðskiptaþróunar við EFTA og EB- löndin. Hann sagði m.a. hutfall útflutnings til EFTA ’85 hafa verið 14%, en aðeins 10% á sl. ári. Á sama tíma breyttist útflutningur til Efnahagsbandalagsríkja þannig, að árið 1972 nam hann um 15%, en í fyrra var hlutfallið komið í 49%. Nauðsynlegt er að endurskoða nú viðskiptasamninga okkar við EB, ekki síst vegna vemdartollanna, sem bandalagið lagði á innfluttan saltfisk, sagði Benedikt. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri, sagði að útflutningsstefna hvers lands ákvarðaðist af stefnu þeirra fyrirtækja sem starfa að útflutn- ingi, stefnu opinberra aðila, svo og stefnu þeirra ríkja sem flutt er út til. Hann sagði, að stefna íslendinga undanfarin ár hafí einkennst af framleiðslustefnu, en nú væm fyrir- tæki að taka upp stefnu þar sem framleiðslan miðaðist við markaðs- möguleika. Hann sagðist efast um að Islendingar hefðu þekkingu og fjármagn til að taka upp markaðs- stefnu, en þróunin væri í rétta átt. ÞINGAÐ — Frá fundi Útflutn- ingsráðs Islands í síðustu viku. Á minni myndinni má sjá Matt- hías Bjamason, viðskiptaráð- herra, Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða hf. og Guðjón B. ÖLafsson, forstjóra Sam- bandsins, en bæði Matthías og Guðjón fluttu erindi á fundinum. Atvinmivegaskýrsla 1985: 117 þúsund heils- dagsstörf í landinu Fjórðungur vinnuveitenda greiðir 80% heildarlauna Áríð 1984 vóru ársverk í landinu, það er reiknaður fjöldi fólks í fullu starfi, tæplega 117,000 (98,000 árið 1976), þar af hjá ríki og sveitarfélögum 19,100 (14,300 árið 1976). Við fiskveiðar og fiskvinnslu störfuðu 15,800 manns áríð 1984 (13,200 1976). Framangreindar tölur koma Launagreiðendur vóru um 16 fram í Atvinnuvegaskýrlum 1985 þúsund talsins. Fjórðungur þeirra (Þjóðhagsstofnun/febrúar 1987). Þar segir og að launagreiðslur árið 1985 hafí samtals numið rúmum fímmtíu milljörðum króna (50,100 m.kr.) og um 57 milljörð- um að viðbættum reiknuðum eigin launum fólks í atvinnurekstri. greiddi um 80% Iaunanna. Raunar er meginþungi launagreiðslna hjá enn færri fyrirtækjum: 10% fyrir- tækja greiddi um 60% heildar- launa. Hlutafélög greiddu um þriðjung launanna en samvinnu- fyrirtæki 7,5%. Iðnaðarframleiðsla jókst um 30% á árabilin 1976-1984 eða um 3,4% á ári að jafnaði. Framleiðni í iðnaði jókst um 8,6% eða um tæplega 1% á ári til jafnaðar. I skýrslunni kemur fram að heildarvelta smásöluverzlunar nam um 31 milljarði króna árið 1985 og hafði aukizt um tæpa 9 milljarði (tæp 40%) frá fyrra ári. Á sl. ári jókst smásöluvelta í landinu um 32% frá fyrra ári. Til þess að ná árangri í útflutn- ingi, þarf m.a. að hafa hæft fólk með þekkingu á þessu sviði og yrði nú að leggja áherslu á menntun í markaðsfræðum í æðri mennta stofnunum. Guðjón gat þess, að t.d. Japanir útskrifi níu verkfræðinga á móti einum lögfræðingi, en Banda- ríkjamenn sjö lögfræðinga á móti hveijum þremur verkfræðingum. Þetta er dæmi sem segir til um áherslur þjóða í menntakerfínu. Hann sagði einnig, að það væri mikilvægt að ríkið hefði markvissa stefnu í kynningarmálum erlendis. í lok ræðu sinnar minntist Guðjón á fjögur atriði sem hann taldi að hið opinbera bæri að stefna að í eflingu útflutnings. I fyrsta lagi að skapa útflutningsfyrirtækjum góða stöðu og rekstrargrunn. Ríkið á í öðru lagi að hafa forgöngu um að fylgjast með markaðsstöðu íslenskra fyrirtækja erlendis. Þá á það í þriðja lagi að aðstoða útflytj- endur við öflun markaðsupplýsinga með betri nýtingu á íslenskum sendiráðum. I fjórða lagi á ríkið að gera sitt til að hvetja útflytjendur til enn frekari dáða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.