Morgunblaðið - 02.04.1987, Síða 5
i
ir og keppinautamir og hvaða
möguleikar væm á því að stækka
markaðinn. Var einhver hluti af
markaðinum sem átti að hætta að
sinna eða sinna öðru vísi vegna
þess að hann skilaði ekki viðunandi
afkomu. Þeir rýndu í gögn sín 3 til
5 ár aftur í tímann til að fá svör
við þessum spumingum, vógu þau
og mátu og skilgreindu með skipu-
legum hætti hvar hugsanlegir
vaxtarmöguleikar væm. Síðan
settu þeir fram ákveðnar hugmynd-
ir um það að hvetju þeir ættu að
stefna hver á sínum vettvangi
næstu 3-5 árin og hvað þeir þyrftu
af tækjum og mannafla til að ná
þessum markmiðum. Þessir starfs-
menn fengu þannig allt annan
gmndvöll til að starfa á og við höf-
um orðið varir við að núna nálgast
þeir viðfangsefni sín og vandamál
með allt öðmm hætti en áður.
Byggja m.a.á þeim þekkingar-
gmnni sem þeir fengu með því að
safna á kerfísbundin hátt upplýs-
ingum um það sem við höfum verið
að gera á liðnum ámm.“
Hörður segir einnig að í leiðinni
hafí komið á daginn að með þessum
nýju vinnubrögðum hafí verið fólgin
ákveðin stjómunarfræðsla fyrir
yfírmennina í fyrirtækinu. Menn
skyldu betur verkefni og vandamál
hvorra annarra. „Þeir em nú
tvvmælalaust betur í stakk búnir
til að taka margvíslegar ákvarðanir
og á þann hátt höfum við jafnframt
með þessu verið að færa ákvörðun-
artökuna og skilning á því sem
skiptir máli í fyrirtækinu neðar í
stjómstigann í fyrirtækinu. Hluti
af skipuiagsbreytingunni hafði líka
þann tilgang að dreifa valdinu í
fyrirtækinu, koma ákvörðunartö-
kunni á fleiri hendur sem þýðir að
nú geta fleiri menn innan fyrirtæk-
isins tekið almennar ákvarðanir
fyrir þess hönd — innan eðlilegra
marka - og forstjóri og fram-
kvæmdastjórar em þá ekki að eyða
tíma sínum í að taka ákvarðanir
um hluti sem aðrir í fyrirtækinu
geta annast. Jafnframt emm við
með þessu móti að opna fyrirtækið
inn á við. Fleiri menn fá tækifæri
til að njóta sín sem stjómendur og
axla aukna ábyrgð og í framhaldi
af því teljum við okkur svo líka
geta mælt með skilmerkilegri hætti
árangur einstakra deilda."
Upplýsingakerfin
En Eimskip lætur ekki hér við
sitja. Um áramótin hófst vinna við
að útbúa eins konar upplýsinga-
kerfí innan fyrirtækisins og er því
ætlað að treysta betur upplýsinga-
flæðið innan þess og gera það
markvissara. Kerfí þetta verður
byggt upp í áföngum á næstu 3
ámm og er nú byijað að tölvutaka
það. „Þetta er mjög áhugaverð
vinna," segja þeir Hörður og Þor-
kell. „Við byijuðum á því að fara
í gegnum reksturinn, skilgreindum
verkefnin sem verið er að fást við
hér í hinum ýmsu deildum og hvaða
upplýsingar þær þyrftu. Víða kom
í ljós að upplýsingamar skömðust,
að sömu verkefni og ákvarðanir
þörfnuðust sömu upplýsinga og
þannig var þetta þrengt með þvi
að flokka viðfangsefnin eftir upp-
lýsingunum. Þannig vora skilgreind
fímm kerfí sem ætlað er að vinna
sem ein heild í stað þess að taka
alltaf verkefnin sem berast, ijúka
í að vinna þau og sjá svo eftir hálft
ár eða svo að þetta verkefni er
e.t.v. hluti af allt öðm máli, og að
þau hefði betur verið skoðuð sem
heild. Við skiptum þessu því niður
í fimm megin kerfí sem eiga að
vera farvegur upplýsingaflæðisins
innan fyrirtækisins, þ.e. fjárhag-
skerfí, markaðs- og sölukerfí,
rekstur fastafjármuna, viðskipta-
mannakerfí og starfsmannahald-
skerfi. Vinnu við þessi kerfí hefur
síðan verið raðað í forgöngsröð og
þá byijað á þeim sem mikilvægast
er talið að koma í þetta horf.“
Ráðgjafi Eimskipafélagsins við
allar þessar breytingar á hinu innra
skipulagi og stjómunarháttum hef-
opr i|aoA o onrjAOTJTMMN
MORGUNBLAÐIÐ, VEDSKIFn/AIVINNULÍF
ITTOEÍHV .GIGAJaiíUOHOM
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
B 5
ur verið alþjóðlegt ráðgjafafyrir-
tæki, Booz Allen & Hamilton sem
hefur aðalbækistöðvar í New York.
„Við réðumst síðast út í breytingar
á stjómskipulagi fyrirtækisins árið
1979 og höfum síðan gert á því
minniháttar breytingar. En stjóm-
skipulag á að okkar mati að vera
eitthvað kvikt og lifandi og því
fannst okkur nú tímabært að gera
á því nokkrar breytingar.
Hörður og Þorkell sögðust að
endingu vilja taka fram að það
væri ekkert auðvelt verk að taka
upp stefnumarkandi áætlunargerð
og virkja stóran hóp starfsmanna
í þá vinnu. „Þetta hefur verið þrot-
laus vinna fyrir ýmsa í margar vikur
og þetta er ekki fullskapað. Við
vomm að læra og eigum ýmislegt
ólært. Reynslan af að því að hafa
erlenda ráðgjafa með í þeim verk-
efnum sem hér hefur verið lýst er
góð. Þetta hefur aukið þekkingu
og víðsýni stjómenda fyrirtækisins
og mun gefa starfsfólkinu ný tæki-
færi. Mikilvægast er að við leitum
stöðugt nýrra leiða til að veita góða
og hagkvæma flutningaþjónustu."
SKRIFSTOFUTÆKNI —— Tölvur em orðnar ómissandi hjálpartæki á flestum sviðum og munu
koma mjög við sögu hins nýja upplýsingakerfis er verið er að byggja upp innan Eimskips.
Arnarflug flýgur til Schiphol llugvallar í Amster-
dam fimm sinnum í viku.
Schiphol er heimavöllur KLM, sem er eitt af
stærstu flugfélögum í heiminum. KIJVl flýgur til 127
horga í 76 löndum.
Schiphol er besti tengiflugvöllur í heimi. Flestir
farþegar sem um hann fara taka tengiflug áfram til ann-
arra stórborga í Evrópu og um heim allan. Og vegna
þess að á Schiphol er allt undir einu þaki gæti ekki
verið þægilegra að ná fluginu áfram.
Hin gríðarmikla fríhöfn á Schiphol er sú stærsta
og ódýrasta í Evrópu. Þar er allt til, frá nýjustu rafeinda-
tækjum til heimsfrægra ilmvatna.
Næst þegar þú þarft að sinna erindum í Evrópu,
Afríku, Miðausturlöndum, Asíu, Norður-Ameríku eða
Suður-Ameríku bókaðu þig þá með KLM í gegnum
Schiphol og kynnstu af eigin raun hvers vegna hann var
kjörinn besti tengiflugvöllur í heimi, fimmta árið í röð.
Nánari upplýsingar hjá Arnarflugi, Lágmúla 7, sími
84477, og hjá ferðaskrifstofunum.
Áætlun ARNARFLUGS til Amsterdam
Brottför Lending Brottför Lending
Keflavík Amsterdam Amsterdam Keflavík
Mánudaga 08:00 12:05 12:55 17:05
Þriðjudaga 08:00 12:05 18:00 20:15
Fimmtudaga 08:00 12:05 12:55 17:05
Föstudaga 08:00 12:05 18:00 20:15
Laugardaga 08:00 12:05 18:00 20:15