Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 12

Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPn/AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 Lánamál Lánstraust Banda- ríkjanna minnkar * Island í 36. sæti LÁNSTRAUST Bandaríkjanna Sninnkar stöðugt. í könnun sem bandaríska tímaritið Institutio- nal Investor, gerði nýlega meðal helstu alþjóða banka heims, féllu Bandaríkin niður í fjórða sætið á lista yfir lánstraust 109 þjóð- landa. Aðeins sex mánuðir eru síðan Japan var valið traustasti lántakandinn, í stað Banda- ríkjanna. ísland er í 36. sæti á lista Instit- utional Investor og eru aðeins þrjú ríki Vestur-Evrópu sem eru neðar, Kýpur, Grikkland og Tyrkland. Einu sæti ofar en ísland er Tékkó- slóvakía. Það er forvitnilegt að líta á list- ann og athuga röð ríkjanna. Noregur virðist njóta mests trausts banka af Norðurlöndunum, og er í 10. sæti. Svíþjóð og Finnland eru í 11. og 12. sæti og Danmörk í því 18-. Ástæður þess að bankamenn bera minna traust til Bandaríkjanna eru fyrst og fremst mikill halli á fjárlögum og neikvæður greiðslu- jöfnuður við útlönd. I könnuninni voru bankamir beðnir að meta lánstraust landanna og gefa þeim stig, hæst 100. Miðað er við lán frá einu ári til fimm ára. Hverjir njóta lánstrausts? Röð Mars Sept. 1987 1986 Lönd Stig 6mán. 12mán. breyt. breyt. 54 55 56 55 56 61 Brasilía Barbados ísrael 35.5 34.5 33,0 0,3 1,3 2,1 3,6 2,5 4,2 1 1 Japan 96,0 0,3 0,4 57 45 Suður-Afríka 32,8 -7,8 -10,7 2 4 V-Þýskaland 94,2 0,1 0,0 58 58 Júgóslavía 31,7 0,3 0,6 3 3 Sviss 94,2 -0,3 -1,1 59 57 Rúmenía 31,4 -0,6 0,2 4 2 Bandaríkin 94,1 -0,9 -2,2 60 60 Paraguay 31,2 0,2 -0,5 5 6 Holland 87,0 -0,4 -0,6 61 59 Panama 30,7 -0,4 -0,2 6 5 Bretland 86,7 -0,8 -2,0 62 63 Pakistan 30,4 0,6 2,4 7 7 Kanada 86,5 -0,6 -1,6 63 63 Kenýa 30,2 0,4 0,7 8 8 Frakkland 84,1 0,1 1,4 64 62 Mexíkó 28,7 -2,1 -7,7 9 10 Austurríki 83,2 -0,2 -0,4 65 66 Uruguay 27,5 -0,3 0,0 10 9 Noregur 82,2 -1,3 -5,0 66 67 Fílabeinsströndin 27,4 -0,1 0,7 11 12 Svíþjóð 79,7 0,4 0,5 67 72 Máritíus 26,4 1,6 2,4 12 13 Finnland 77,9 -0,1 -0,8 68 69 Ecuador 26,2 -0,4 -0,2 13 15 Ítalía 77,0 1,0 0,8 69 70 Chile 26,0 0,9 1,4 14 14 Belgía 76,7 0,1 0,9 70 65 Egyptaland 25,6 -4,0 -7,1 15 11 Ástralía 76,3 -3,8 -5,0 71 73 Sri Lanka 25,1 0,5 0,2 16 16 Singapore 74,8 0,3 -1,9 72 71 Argentína 24,8 -0,1 2,0 17 17 Taiwan 74,5 0,6 1,9 73 68 Líbýa 24,5 -2,7 -5,5 18 18 Danmörk 72,9 -0,5 -1,2 74 74 Marokkó 23,3 0,2 0,2 19 19 Spánn 71,6 1,3 2,7 75 75 Simbabwe 22,8 -0,3 1,6 20 20 Hong Kong 69,3 -0,2 0,0 76 77 Filippseyjar 22,1 0,7 3,5 21 21 Nýja Sjáland 67,1 -1,1 -1,9 77 76 Nígería 22,0 -0,8 -2,0 22 22 Kína 66,8 -1,3 -1,4 78 79 (ran 19,5 0,2 1,4 23 23 Sovétríkin 65,5 -1,2 -2,5 79 83 Bangladesh 19,2 1,3 3,0 24 25 írland 63,2 -1,5 -0,9 80 78 Sýrland 18,8 -0,9 -1,0 25 24 Saudi Arabía 60,6 -4,3 -7,7 81 80 Senegal 18,7 0,1 0,4 26 29 Suður-Kórea 59,9 1,5 2,8 82 84 Costa Rica 16,9 0,0 1,3 27 26 Kuwait 58,9 -3,3 -5,2 83 81 írak 16,7 -1,6 -2,4 28 27 Malaysía 57,0 -2,9 -6,7 84 82 Malawí 16,6 -1,6 -1,7 29 31 A-Þýskaland 56,3 0,5 2,4 85 86 Pólland 16,4 0,9 1,7 30 28 Sam. furstadæmin 55,4 -3,2 -4,8 86 88 Jamaica 15,4 0,5 0,5 31 37 Portúgal 54,3 2,4 3,8 87 85 Kongó 15,4 -0,4 -1,3 32 32 Qatar 53,8 -0,4 -1,8 88 87 Perú 15,0 0,1 -0,9 33 33 Thailand 53,6 0,3 0,9 89 89 Dóminíkanska lýðv. 14,9 0,4 1,0 34 30 Bahrein 53,4 -2,7 -3,6 90 90 Kúba 14,2 0,0 0,9 35 34 Tékkóslóvakía 53,0 -0,1 1,2 91 92 Guatemala 13,2 0,0 0,6 36 36 ísland 51,7 -0,4 0,1 92 94 Seychell-eyjar 12,9 0,6 0,7 37 39 Indland 50,6 0,0 1,3 93 93 Hondúras 12,7 '0,2 1,5 38 35 Oman 50,5 -2,2 -2,8 94 91 Angola 12,0 -1,6 -1,7 39 38 Ungverjaland 49,7 -1,6 -1,9 95 95 Sambía 11,4 0,4 0,6 40 41 Búlgaría 48,8 -0,8 0,4 96 98 Tansanía 10,9 0,1 0,5 41 42 Grikkland 46,9 -0,7 -1,9 97 96 Líbería 10,5 -0,5 -0,6 42 40 Alsír 45,9 -4,5 -7,4 98 100 Zaire 9,9 0,0 1,1 43 43 Indónesía 45,5 -2,1 -4,1 99 101 Haiti 9,9 0,3 0,7 44 44 Trinidad&Tobago 40,4 -2,8 -4,0 100 97 Eþíópía 9,3 -1,5 0,8 45 50 Kýpur 40,1 1,1 1,5 101 99 Líbanon 9,0 -1,2 -1,0 46 48 Kólombía 39,8 0,6 1,4 102 103 Grenada 8,6 0,6 0,5 47 51 Tyrkland 39,7 1,2 2,5 103 104 El Salvador 8,0 0,6 1,5 48 49 Papúa, Nýja Gínea 38,7 -0,5 -0,8 104 102 Bolivía 7,7 -0,4 0,4 49 52 Kameroon 37,9 -0,5 0,2 105 106 Sierra Leone 6,6 -0,5 -0,4 50 46 Gabon 37,8 -2,6 -2,4 106 105 Súdan 6,4 -0,8 -0,8 51 54 Jórdanía 37,3 -0,4 -1,4 107 109 Úganda 5,3 0,2 0,2 52 53 Venezúela 36,9 -1,3 -2,9 108 108 Nicaragua 5,1 -0,3 0,1 53 47 Túnis 36,6 -3,1 -4,7 109 107 Norður-Kórea 4,6 -1,0 -0,4 Ferðamál Sneiða Banda- ríkjamenn hjá Evrópu íár? SÍÐASTA haust, eftir að bandarískir ferðamenn höfðu að mestu látið vera að sýna sig hérna megin Atlantshafsins, tók franska ferðamálaráðuneytið frá nærri 20 milljónir króna til að veija í áróðursherferð fyrir því að franska ferðamannaþjónustan og allur almenningur tæki betur á móti erlendum ferðamönnum en hingað til. Spumingin er hins vegar: Verða yfirleitt einhveijir Banda- ríkjamenn í Frakklandi til að brosa til á þessu ári og í Evrópu allri ef því er að skipta? Eftir hinar umfangsmiklu af- bókanir Bandaríkjamanna á síðasta ári á ferðum til Evrópu vegna ótta við hryðjuverk og geislavirkan úrgang, þorir nánast enginn ferðamálafrömuður í Evr- ópu að spá neinu fyrir árið 1987. Það er talið að bandarskum ferðamönnum til Evrópu hafi fækkað um 25% á síðasta ári miðað þær 6,5 milljónir manna, sem brugðu sér austur um haf árið 1985 og reyndist þá metár. Ymsir eru famir að svipast um eftir annars konar ferðamönnum - með minni fjárráð. „Banda- rískir ferðamenn era ekki famir að snúa aftur," er haft eftir starfsmanni Qögurra stjörnu hót- elsins Alambra Palace Hotel í Granada,„en við höfum bætt okk- ur það upp með spánskum og japönskum ferðamönnum." Aðrir era hóflega bjartsýnir. Palace hótelið í Luzeme sem varð fyrir því á síðasta ári að banda- rískum ferðamönnum þess fækkaði um 30% frá árinu á und- an, væntir þess nú að ná aftur um 20% af þeim 30% sem hótelið missti. En ímyndarvandi Evrópu er ekki úr sögunni. Fjöldi Banda- ríkjamanna óttast enn ofbeldis- verk í Evrópu. Morð vinstri sinnaðra hryðjuverkasamtaka í Frakklandi og á Ítalíu á undanf- ömum mánuðum hafa ekki orðið til þess að styrkja Bandaríkja- menn í þeirri trú að Evrópa sé öragg. Þar við bætist svo að Bandaríkjamenn fá ekkert sérs- taklega mikið fyrir peninginn í Evrópu um þessar mundir. Doll- arinn hefur fallið um 40% gagnvart evrópskum gjaldmiðl- um frá því að hann stóð hvað hæst fyrir tveimur áram síðan. Sumarleyfi á Hawaii, Mexíkó, Krabíska hafinu og jafnvel enn nær heimslóðum era skyndilega orðinn vænlegasti kosturinn í augum margra Bandaríkja- manna. Hér og þar era þó evrópskir ferðamálafrömuðir að reyna að snúa vöm í sókn. Ferðamálaráð norðurhéraða Italíu hafa þannig bundist samtökum um að kosta auglýsingaherferðir vestan hafs. Þá hefur Eberhard Diepgen, borgarstjóri V-Berlínar komið fram í auglýsingum í bandarísku sjónvarpi til að hvetja þarlenda til að heimsækja Berlín á 750 ára afmæli borgarinnar á þessu ári. Það land sem orðið hefur verst úti vegna heimasetu bandarískra ferðamanna er þó Grikkland. Þar fækkaði bandarískum ferða- mönnum um 56% á síðasta ári. Nú nýverið tókst Grikkjum þó með fortölum að fá samtök bandarískra ferðaskrifstofa til að halda ráðstefnu sína í Aþenu en samtökin höfðu horfið frá slíku ráðstefnuhaldi þar á sl. ári eftir að bandarísk stjórnvöld varaði þegna sína við því að ferðast til Grikklands. Grískir ferðamálafrömuðir veigra sér þó við því þrátt fyrir þennan áfangasigur að spá fyrir um ferðamannastrauminn frá Bandaríkjunum á þessu ári og segjast óttast að það muni taka allt upp í fjögur ár að endur- heimta þann fjölda er heimsótti landið 1984. (Heimild The Wall Street Jour- nal)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.