Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 14

Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ, VEDSKIPri/JKIVlNNULlF FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 14 B Sjónarhorn Hvar er best aðauglýsa? Auglýsingar og upplag blaða og tímarita eftir Sigmar Þormar Á undanfomum árum hefur orðið yeruleg Ijölgun á þeim miðlum sem fyrirtæki auglýsa í. Komin er til sögunnar önnur sjónvarpsstöð og í útvarpsmálum hefur einokun einnig verið aflétt. Geysileg aukning hefur orðið á prentuðu efni. Sú staða er því komin upp að vandasamara verður fyrir fyrirtæki að auglýsa. Velja þarf markvissar en áður hvar skal auglýsa, því annars er hætta á að fjármunir, sem notaðir eru í þessum tilgangi, séu tapað fé. Hér er ætlunin að ræða aðeins um aug- lýsingar í blöðum og tímaritum. Ljóst er að fyrirtæki þurfa mun betri upplýsingar um hvar og hvem- ig áhrifamest sé fyrir þau að auglýsa. Upplagseftirlit Verzlunar- ráðsins er fyrsti vísir að upplýsinga- þjónustu á þessu sviði. Upplagseftirlit V erzlunarráðsins Verzlunarráð íslands birtir reglu- lega upplýsingar um upplag nokkurra blaða og tímarit. í upp- iagseftirlitinu em eingöngu innifal- in greidd eintök, en ekki tekið tilliti til prentaðra eintaka. Áður þurftu auglýsendur eingöngu að reiða sig á óljósar og að sumra áliti viliandi upplýsingar frá ritunum sjálfum um §ölda dreifðra og seldra eintaka. Með þátttöku í upplagseftirliti Verzlunarráðsins gefst útgefendum kostur á að leggja fram tölur um fjölda seldra eintaka, sem ekki verða vefengdar. Upplagseftirlitið veitir því góðar upplýsingar til auglýsenda um út- breiðslu blaða ogtímarita. Nú þegar eru tvö dagblöð og sjö tímarit þátt- takendur í upplagseftirlitinu. Hinsvegar em nokkur rit í viðbót um það bil að ganga inn. í framtíð- inni má því búast við að upplagseft- irlitið verði að áhrifamiklu hjálpartæki auglýsenda. Tapað fé í auglýsingar Þótt vitneskja um fjölda greiddra eintaka sé óneitanlega framför yfír §ölda prentaðra eintaka þarf að mörgu öðm að hyggja áður en aug- lýst er. Á undanfömum ámm hefur orðið „sprenging“ í útgáfumálum og íjöldi nýrra blaða og tímarita er nú prentaður hér á landi. Við þessar aðstæður fer ekki á milli mála að ýmis blöð og tímarit hljóta að vera lítið eða illa lesin. Auglýs- ingar í ritum af því tagi geta því verið tapað fé. En hvar er þá best að auglýsa? Hvar vekur auglýsing frá fyrirtæki „Ljóst er að fyrirtæki þurfa mun betri upplýs- ingar um hvar og hvernig áhrifamest sé fyrir þau að auglýsa. Upplagseftirlit Verzl- unarráðsins er fyrsti vísir að upplýsinga- þjónustu á þessu sviði.“ mesta athygli? Þetta er viðkvæm spuming og ýmsar fullyrðingar hafa heyrst. Oft þarf að taka þær með varúð. Undarlegar fullyrðingar Sem dæmi má nefna fullyrðing- ar, sem heyrst hafa hjá tímaritaút- gefendum að áhrifaríkara sé að auglýsa hjá þeim en í dagblöðum. Ástæðan sé meðal annars sú að hvert eintak af tímariti sé lesið af fleimm en dagblöð. í einu tímarit- anna var t.d. í lok síðasta árs sett fram sú almenna fullyrðing að hvert tímarit sé lesið að meðaltali af 4,5 einstaklingum á meðan dagblað sé iesið að meðaltali af 1,5 einstakling- um. Einnig er því haldið fram að tímarit séu lesin tvisvar sinnum „fastar" en dagblöð, sem vísar til þess að flett sé fljótlega yfír dag- blað, en tímarit skoðuð vandlega og geymd lengur. Fullyrðingum af þessu tagi ber að taka með varúð. „Erlendir sér- fræðingar" eru bomir fyrir þessum niðurstöðum en ekki nefnt hveijir þeir eru. Upplýsingar um hvaðan heimildir em teknar ættu þó alltaf að koma fram þegar verið er að greina frá niðurstöðum sem teljast UPPLAGSEFTIRLIT VERZLUNARRÁÐSIN S Dagblöð 1986. Tímabilið apríl til september Meðaltal seldra eintaka Morgunblaðið 46.719 eintök Dagur 4.882 eintök Tölur fyrir tímabilið okt./des. 1986 verða birtar eftir 15. maí nk. Tímarit Upplagstölur tímarita árið 1986 verða birtar eftir 15. maí nk. Hér em hinsvegar tölur fyrir árið 1985. Þær em birtar með þeim fyrirvara að þær kunna að hafa breyst vemlega síðan. Gestgjafinn 9.961 Gróandinn 5.676 Heilbrigðismál 5.582 Mannlif 13.595 Skinfaxi 1.392 Viðskipta- og tölvublaðið 5.124 Æskan 6.223 Tæknistofnanir og samkeppnishæfni eftir Ingólf Sverrisson Fyrir nokkm fór tuttugu manna hópur úr íslenskum jámiðnaði í kynnis- og fræðsluferð til Dan- merkur og Þýskalands. Ferðin var skipulögð af Félagi málmiðnaðar- fyrirtækja og Iðntæknistofnunar Islands og var m.a. stefnt að þvi að kynnast hvemig þessar þjóðir standa að hvatningu og stuðningi við nýsköpun í smáiðnaði. Margt athyglisvert bar fyrir augu og eym og vakti sérstaka athygli hvemig fyrirtæki og stjómir ein- stakra landsvæða hafa stuðlað að uppbyggingu öflugra tæknistofn- ana. Þar er litið á tæknistofnanir sem ómissandi þátt til þess að stuðla að framfomm og eflingu iðnaðar í verklegum og rekstrarlegum efn- um. Rekstur tæknistof nana Ein þessara tæknistofnana er Jysk Teknologisk, sem tók á móti áðumefndum hóp og kynnti honum starfsemi sína og þjónustu við iðn- aðinn. Ekki verður sú fjölbreytta þjónusta tíunduð hér en látið nægja að minna á þann mikla véla- og tækjakost sem þar er auk sérfræði- þekkingar sem fyrirtæki nýta i síauknum mæli. , Það sem vakti sérstaka athygli var rekstrarfyrirkomulag Jysk Teknologisk. Ekki fyrir að það væri frábmgðið öðmm svipuðum tæknistofnunum í Evrópu, heldur hitt, að þetta fyrirkomulag er ólíkt því sem við eigum að venjast hér á landi. Sá háttur að ríkið sjái um rekstur slíkrar tæknistofnunar er föngu talinn úreltur og þá fyrst fóm slíkar stofnanir að dafna og gagnast atvinnulífínu þegar ábyrgð þeirra var aukin og þær urðu að standa að vemlegu leyti á eigin fótum, enda þótt fjárhagslegur stuðningur sveitarfélaga og ríkis sé enn umtalsverður. Hvað er iðnaðinum boð- ið uppá hér á landi? Eins og málum er háttað hér á landi er Iðntæknistofnun íslands rekin eins og hver önnur ríkisstofn- un með þeim annmörkum sem því fylgir. Þegar þar við bætist að fram- lag af fjárlögum er skert eftir því sem stofnuninni auðnast að auka eigin tekjur með útseldri þjónustu þá er augljóst að öll sjálfsbjargar- viðleitni er drepin í dróma og menn spyija: „Hvers vegna að leggja hart að sér að auka eigin tekjur þegar alþingi notar það einvörðungu til þess að réttlæta skerðingu fram- laga á næsta ári?“ Nærtækt er að bera saman þróun framlaga á fjárlögum frá 1986 til 1987 milli þeirra íslensku tækni- og rannsóknarstofnana, sem þjóna eiga atvinnulífínu. Rannsóknastofnun landbúnaðarins Rannsóknastofnun fískiðnaðarins Hafrannsóknastofnun Rannsóknastofnun byggingariðn. Iðntæknistofnun íslands I þessum samanburði vekur sér- staka athygli að á sama tíma og hækkun á framlagi til Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins er tæp 39% þá er hækkun til Iðntækni- stofnunar íslands innan við 12% milli ára. Enda þótt ekki sé verið að amast við myndarlegum hækk- unum til annarra rannsóknarstofn- ana þá læðist að sá grunur að Alþingi og ríkisvald hafí launað litl- ar sértekjur með auknu framlagi en á hinn bóginn refsað þeim, sem urðu sér úti um eigin tekjur með því að skera hækkanir til þeirra mjög við nögl. Óllum ætti að vera ljóst hve slík aðstaða er niðurdrepandi fyrir stofnun sem gegnir jafn mikilvægu hlutverki fyrir íslenskan iðnað og Iðntæknistofnun íslands. Ætla má að fjárveitingavaldinu sé að þessu leyti ekki sjálfrátt, því á sama tíma væntir Alþingi og raunar öll þjóðin þess, að framleiðsla á þróuðum og verðmætum iðnaðarvamingi verði mikilvægari þáttur í verðmæta- sköpun landsmanna og útflutningi. Allar þjóðir sem ætla sér hlut í þeim efnum verða að leggja rækt við tæknistofnanir sínar, efla þær og gera að uppsprettu fræðslu og tæknivæðingar. Ef þær eru hins vegar homrekur hvað Qárveitingar varðar, og auk þess reknar með úreltu fyrirkomulagi, þá em þær Aukning Framlög Eigin tekjur framlagaí millj. í millj. 38,9% 74,9 6,8 ( 8%) 34,7% 36,1 19,1 (35%) 18,0% 197,1 34,5 (15%) 15,3% 28,1 29,1 (51%) 11,8% 53,9 51,2 (49%) dæmdar til að standa að baki sams- konar erlendum tæknistofnunum. Afleiðingamar bitna síðan á þeim atvinnugreinum sem eiga að njóta afraksturs starfs þeirra. Ingólfur Sverrisson Óhagstæður samanburður Ekki verður Qölyrt hér um nauð- syn þess að auka sjálfstæði stofnun- ar eins og Iðntæknistofnunar íslands (ITÍ). Ef reynsla þeirra er- iendu tæknistofnana, sem reknar eru eins og sjálfstæð fyrirtæki er borin saman við núverandi rekstrar- fyrirkomulag ITÍ þá kemur ýmis- legt athyglisvert og jafnvel skringilegt í ljós. Af viðtölum við starfsmenn er- lendra tæknistofnana hefur m.a. komið fram, að þar er lögð mikil áhersla á að þeir fylgist vel með nýjungum og fari út um allar jarð- ir, t.a.m. á ráðstefnur og námskeið, og afli sér þekkingar á því sem nýjast er að gerast á hveijum tíma. Ef þeir slá slöku við þennan þátt starfsins geta þeir átt von á því að forstjórinn kalli þá „inn á teppið“ og minni þá á að halda vöku sinni. Hér er þessu öfugt farið. Hygg- ist starfsmaður ITÍ afla sér aukinn- ar þekkingar erlendis verður hann, eða forstjóri stofnunarinnar að sækja um það til tiltekins ráðherra í lýðveldinu; hann tekur síðan ákvörðun um það hvort farið verður eða ekki. Stoftiuninni er ekki einu sinni treyst til að leggja endanlegt mat á slíkt. Ofangreint er aðeins dæmi um fáránleik þess fyrirkomulags sem Iðntæknistofnun íslands er gert að búa við. Þegar þar við bætist eilífur slagur forstöðumanna hennar við að fá eðlilega hækkun á framlögum úr ríkissjóði, sem ber eins lftinn árangur og áður er getið, er ekki að furða þótt sú þjónusta sem í boði er sé ekki sambærileg við syst- urstofnanimar í nágranna- og samkeppnislöndunum. í von um ný viðhorf Innan tíðar velur þjóðin þá sem stjóma landinu næstu árin. Ný ríkisstjóm verður væntanlega mynduð með hækkandi sól og fögur fyrirheit sjá dagsins ljós. Eitt þeirra verður eflaust að efla iðnaðinn til stórátaka í útflutningi. Það ert.a.m. óneitanlega uppörvun fyrir nýjan iðnaðarráðherra að vita, að útflutn- ingur véla og tækja fyrir sjávarút- veg til Vestur-Evrópu jókst á síðasta ári um 131% og nam í verð- mætum 185 milljónum króna. Em þá ekki nefndir þeir miklu mögu- leikar sem við blasa í sölu véla og tækja fyrir sjávarútveg og físk- vinnsiu annars staðar, svo sem í Norður-Ameríku. íslensk iðnfyrirtæki láta ekki sitt eftir liggja að nýta möguleika til útflutnings verðmætra vara, svo sem véla og tækja. Þau reyna líka eftir mætti að tileinka sér nýjustu tækni bæði í faglegum, rekstrarleg- um og markaðslegum efnum. Þess er því að vænta, að nýr iðnaðarráð- herra taki til alvarlegrar athugunar rekstrarfyrirkomulag Iðntækni- stofnunar íslands með það mark- mið, að hún verði íslenskum iðnaði enn öflugri stoð en hún er í dag. Með sama áframhaldi breikkar bilið á milli hennar og iðnaðar f hraðri framför og fyrr en varir þurfa starfsmenn stofnunarinnar að kynna sér tækninýjungar út í fyrir- tækjum en ekki öfugt. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags málmiðnaðarfyrírtækja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.