Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, VlDSKIPn/AlVlNNUIÍF FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
B 17
Lífeyrissjóður
Sparað tíl
elliáranna
Kaupþing hf., Almennar Tryggingar hf.
og Almennar Líf-
tryggingar hf. taka upp samvinnu
Mánaöarlegur sparnaöur:
í milljónum
króna
1,5
1.0
0,5
0
KAUPÞING hf. hefur hafið sölu
á nýjum sparibréfum, Lífeyris-
bréfum. Hugmyndin er að
kaupendur bréfanna leggi reglu-
lega fyrir ákveðna upphæð og
safni þannig í eigin lifeyrissjóð.
Jafnframt er hægt að tengja
vátryggingar við bréfin.
Kaupþing annast sölu bréfanna
í samvinnu við Almennar Trygging-
ar hf. og Almennar Líftryggingar
hf., en það er Hávöxtunarfélagið
hf. sem gefur bréfín út. Hávöxtun-
arfélagið hf. gefur einnig út
svokölluð einingabréf, 1, 2 og 3.
Boðið er upp á þrenns konar
sparnaðarkerfi: a) Reglubundin
kaup á lífeyrisbréfum eingöngu, b)
reglubundin kaup auk slysatiygg-
ingar og c) reglubundin kaup auk
sjúkra-, slysa- og líftryggingar.
Almennar Tryggingar borga
mánaðarlegan sparnað þann tíma
sem kaupandi er frá vinnu, ef hann
velur sjúkra- og/eða slysatrygg-
ingu. Sjúkra-, slysa- og líftrygging-
ar tryggja að sá spamaður sem
kaupandi Lífeyrisbréfa stefnir að
að eiga í lok tímabilsins sé greiddur
út, ef um óvænt starfslok er að
ræða.
15-20% lægri iðgjöid
Kaupandi velur í upphafi milli
valkostanna og Kaupþing sér um
framhaldið, svo sem greiðslu ið-
gjalda til Almennra Trygginga.
Olafur Jón Ingólfsson, hjá Almenn-
um Tryggingum sagði að iðgjöld
eigenda Lífeyrisbréfanna væru
15-20% lægri, en annarra. Þá væri
einnig tekið tillit til þess við end-
umýjun tryggingar að vátrygging-
arþörf þess er leggur reglulega fyrir
minnkar eftir því sem á líður. Að
öðru leyti em sömu skilmálar og
hjá öðrum.
Sem dæmi má nefna að sá sem
kaupir Lífeyrisbréf fyrir átta þús-
und krónur á mánuði í 25 ár á um
8,5 milljónir króna að þeim ámm
liðnum ef vextir em 9% umfram
verðbólgu. Þetta þýðir að viðkom-
andi hefur rúma eina milljón á ári
til ráðstöfunar næstu 15 árin.
Pétur Blöndal, framkvæmda-
stjóri Kaupþings, benti á að Lífeyr-
isbréfin væm góður kostur fyrir
fyrirtæki, sem vildu tryggja sína
starfsmenn. Hann sagði hins vegar
að ekki lægi ljóst fyrir hvaða skatta-
lega meðferð slík kaup fengu. Á
blaðamannafundi sem haldinn var
síðastliðinn mánudag, þar sem
Lífeyrisbréfin vom kynnt, kom
fram að veruleg óvissa er um getu
lífeyrissjóðanna til að standa undir
lífeyrisgreiðslum í framtíðinni. Ekki
síst þess vegna væri hyggilegt fyrir
fólk að leggja til hliðar peninga til
elliáranna.
XJöfðar til
Xlfólks í öllum
starfsgreinum!
MtMX 5766
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 686
SKÆRASTA STJARNAN
FRA BAYERN
5 FYRIR ÞÁ SEM VIUA MEIRA