Morgunblaðið - 02.04.1987, Síða 18

Morgunblaðið - 02.04.1987, Síða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, VEÐSKEPn/iaVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 -I Tölvupistill AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Baltic 14. apríl Bakkafoss 27. apríl Baltic 12. maí Bakkafoss 25. maí NEW YORK Baltic 13. apríl Bakkafoss 24. april Baltic 11. maí Bakkafoss 23. maí HALIFAX Baltic 17. apríl Baltic 15. mai BRETLAND/ MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss 5. apríl ÁÍafoss 12. apríl Eyrarfoss 19. apríl Álafoss 26. apríl FELIXSTOWE Eyrarfoss 6. april Eyrarfoss 20. apríl Álafoss 27. april ANTWERPEN Eyrarfoss 7. april Álafoss 13. apríl Eyrarfoss 21.april Álafoss 28. april ROTTERDAM Eyrarfoss 8. apríl Álafoss 14. apríl Eyrarfoss 22. apr/l Álafoss 29. april HAMBORG Eyrarfoss 9. apríl Álafoss 15. apríl Eyrarfoss 23. april Álafoss 30. apríl IMMINGHAM Laxfoss 5. apríl Fjallfoss 12. apríl BREMERHAVEN Laxfoss 7. apríl Fjallfoss 14. apríl NORÐURLÖND/ EYSTRASALT ÞÓRSHÖFN Skógafoss Skógafoss Skógafoss Arhus Reykjafoss Skógafoss Reykjafoss Skógafoss GAUTABORG Reykjafoss Skógafoss Reykjafoss Skógafoss HELSINGBORG Reykjafoss 9. april Skógafoss 16. apríl Reykjafoss 23. apríl Skógafoss 30. apríl KAUPMANNAHÖFN Reykjafoss 9. apríl Skógafoss 16. apríl Reykjafoss 23. april Skógafoss 30. april FREDRIKSTAD Reykjafoss 10. apríl Skógafoss 17. apríl Reykjafoss 24. apríl Skógafoss 1. maí HELSINKI Dettifoss 9. apríl Áætlun innanlands. Vikulega: Reykjavík, Isa- fjörður, Akureyri, Dalvík, Húsavík. Hálfsmánaðar- lega: Siglufjörður, Sauðár- krókur og Reyðarfjörður. Vikulega: Vestmannaeyjar. EIMSKIP Pósthússtræti 2. Sfmi: 27100 12. apríl 26. apríl 10. maí 7. aprfl 14. apríl 21. apríl 28. apríl 8. apríl 15. april 22. apríl 29. april Kísildæla saga í tveimur gerðum eftir Jón Gunnarsson •• Onnur gerðin Mönnum veitist undurlétt að laga sögu gærdagsins að hentugleikum dagsins í dag. Einföldustu stað- reyndir gleymast, ímyndanir eru gerðar að sögulegum staðreyndum, allt eftir því sem hentar - ekki af meðvituðum óheiðarleika, heldur í góðri trú, jafnvel af sannfæringu, hverju sinni, sem fella skal stað- reyndir liðinna tíma að heimsmynd hvers og eins. Heimsmynd okkar litar söguna, stundum svo sterk- lega, að líkindi verða nánast engin með sögunni, sem sögð er, og því, sem gerðist í raun. Dæmi um þetta má fínna í jan- úarhefti tímaritsins High Techno- logy, þar sem ævintýrið í Kísildal er tekið til afgreiðslu og §allað um, hvemig nú sé verið að heimfæra “formúluna frá Kísildal" á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum. Og hver er hún, þessi “Kísildalsformúla"? Sáraeinföld, segir blaðið. For- sendur þróunar, eins og þeirrar, sem hófst í Kísildal á áttunda ára- tugnum, eru ljósar. Og þær eru fjórar. Sá, sem þekkir þær og hefur bolmagn til hlutanna, á eftir því að geta endurtekið þetta ævintýri. Við vitum, hvað til þarf, segir blað- ið. Hvað þarf? Forsendurnar em fjórar að mati blaðsins: 1. Öflugur háskóli, sem leggur áherslu á rannsóknir. 2. Öflug samvinna háskóla og aðila atvinnulífsins. 3. Nóg af dollurum. 4. Umhverfi, sem hvetur fyrir- tæki til að taka á sig áhættu við fjárfestingar. 1: Blaðið telur að mjög beri að þakka Stanfordháskóla þróunina í Kísildal. Starfsmenn þess háskóla eiga t.d. nú rétt á þriðja hiuta alls fjár, sem græðist af búnaði, sem háskólinn þróar. Þetta er eftir- breytnisvert, telur blaðið og vítir aðra háskóla landsins fyrir að hvetja starfsmenn sína ekki til að koma hugsmíðum sínum á markað. Starfsmenn Stanfordháskóla geta einnig fengið sérstök leyfi frá skóla- störfum til að stofna eigin fyrirtæki, og þeim er heimilt að sinna fyrir- tækinu einn af hveijum sjö vinnu- dögum. Sem sagt, fjárhagsleg hvatning = betri fræðimennska. 2: Samvinna við einkafyrirtæki hófst snemma við Stanfordháskóla. Snemma á sjötta áratugnum fengu fyrirtæki að koma sér upp aðstöðu á lóð háskólans. Þar hafa nú um 90 fyrirtæki komið sér fyrir. Boð- skapurinn er áþekkur: Séu kaup- maðurinn og fræðimaðurinn leiddir í eina rekkju, hlýtur eitthvað stór- kostlegt að gerast. 3: Af ofangreindu leiðir vita- skuld, að ekki má verða þurrð á fé. Blaðið leggur sérstaka áherslu á það, hve áhrifaaðilar á fjármagns- markaði hafi verið óragir við að leggja fé til styrktar efnilegum smáfyrirtækjum. 4: Umhverfí, landslag, loftslag, hugsunarháttur fólks í Kísildal. Þar lá nýjungagimin í loftinu, segir blaðið, þar var góður jarðvegur fyr- ir hvers kyns smáfyrirtæki. Og stutt í skíðaferðir um helgar úr hlýindun- um við ströndina. Þannig er Kísildalsformúlan í útgáfu blaðsins High Technology. I henni felst auk þess saga ævintýr- isins, eins og hún er oftast sögð. Eins og hún er sögð af þeim, sem ekki bám sjálfír þungann og hitann af því, sem gerðist í Kísildal. En þeir, sem þann heiður eiga, hafa einnig rakið sögu atburðaríkustu áranna í Kísildal. Hafa þeir sömu sögu að segja? Hin geröin. Þegar lesin eru viðtöl við þá, sem mesta frægð gátu sér á þessum árum, eða rit þeirra, er það áber- andi, hve þróunin í Kísildal átti háskólum lítið að þakka. Margir nafntoguðustu hugvitsmenn í daln- um höfðu einmitt dottið út úr skóla. Þar hafði þeim leiðst, og þeir vildu geta gefið sig að hugðarefnum sínum heilir og óskiptir. Og hver var hlutur stórfyrirtækjanna fram- an af? Því sem næst enginn. Þau em íhaldsöm eðli sínu samkvæmt, stórfyrirtækin, og þróuninni í Kísildal sýndu þau fyrst áhuga, eft- ir að verk manna þar vom farin að bera áþreifanlegan ávöxt. Fyrir- tækin og háskólamir sinntu þeirri tækni, sem fyrir var. En í Kísildal var einmitt þróuð önnur og nýrri tækni. Annars hefði hann ekki öðl- ast þá frægð, sem raun er á. Hvorki háskólar né stórfyrirtæki geta stært sig af því að vera frumkvöðlar þeirr- ar byltingar, ef við tökum mark á þeirri Kísildælasögu, sem heima- menn segja sjálfir. Tölvur og notkun þeirra vom með öðmm brag í upphafi áttunda áratugarins en nú gerist. Þær vom risastórar, dýrar og utan seilingar flestra. Nýting þéirra í fyrirtækjum og aðlögun þeirra að hentugleikum fyrirtækja skipti meginmáli. Heim- ilistölvan var enn í nokkmm fjarska. Gleymum ekki heldur tíðaranda þessara ára, svo skömmu eftir 1968. Unga fólkið var á móti kerf- inu, hreint bölvanlega við stórfyrir- tækin bandarísku, og hugvitsmenn- irnir í Kísildal vom flestir hverjir ungir á þessum áram, sumir kom- ungir. Og nú skyldi færa völd til almennings, sagði unga fólkið. Power to the people. Og hví þá ekki tölvur handa almenningi líka? Sé reynt að draga saman í form- úlu það, sem Kísildælír sjálfir telja hafa skipt mestu, verður hún næsta einföld. Starf áhugamannahópanna var meginatriðið, um það em þeir sammála. Homebrew Club var stað- urinn, þar sem hugmyndirnar fæddust. Þangað komu tölvuáhuga- mennimir og skiptust á skoðunum. “Okkur fannst öllum eins og þetta væri einhvers konar samsærisfélag- skapur. Allt að því ólöglegt athæfi." Undir þetta taka þeir, sem sóttu þessa fundi, nú frægir hugvits- menn, margir hverjir og sumir milljónamæringar. Háskólar? Há laun fyrir hugvit? Stórfyrirtækin? Eða samvinna þeirra við háskóla? Ekkert af þessu skipti neinu um það, sem gerðist, segja fmmkvöðl- arnir sjálfir. Leyfum nokkmm dæmum að tala. Stofnendur Apple höfðu báðir hætt í skóla. Annar 21 árs, hinn 26 ára. Og teikningin af Apple var sýnd Hewlett-Packard og boðin föl. En Hewlett-Packard taldi það draumsýn að hægt væri að hanna -Hille-stóllinn loksins á tslandi # # Komdu og skoðaðu nýja skrifstoíustólinn frá Hille, sem farið hefur sigurför um heiminn. Það er þess virði. jóNOS^ 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.