Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 20
VIÐSKIFTIAIVINNULÍF
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
20 B
Sjávarútveg'ur
ár fórum við fram á að þeir lækk-
uðu sín löndunargjöld, en það var
ekki tekið í mál og sagt að þeir
kæmust ekki af með lægri gjöld,
þannig að við höfðum ekki annarra
kosta völ en gera þetta einir. Og
þótt viðbrögðin hafi verið nokkuð
hörð hafa þau ekki truflað okkur
neitt, en þeir hins vegar lækkað
líka, án nokkurra skipulagsbreyt-
inga.“
Harður slagur
—Ertu bjartsýnn á reksturinn í
framhaldi af þessum deilum og
átökum?
„Við erum hér í harðri sam-
keppni og mjög óvæginni á tíðum.
A síðasta ári farnaðist okkur mjög
vel og náðum 40% markaðshlutdeild
af öllum ísfiski frá Islandi sem flutt-
ur var til Bretlands. Hvort við
höldum því skal ósagt látið, en slag-
urinn er orðinn miklu harðari en
nokkru sinni áður. Við erum vel
mannaðir hér, með góða aðstöðu
og gefum ekkert eftir í vaxandi
samkeppni".
A FISKMARKAÐI —Hér er verið að bítast um íslenskan físk. Eins og sjá má er mikill hugur
í fiskkaupmmönunum, þeir hópast að sölumanninum og príla þá einatt upp á fískkassana.
I HULL —Pétur Bjömsson,
forstjóri Isberg á skrifstofu sinni
í Hull en hin myndin er frá fisk-
markaðinum í sömu borg. Fisk-
kaupmenn hafa næma tilfínningu
fyrir markaðsaðstæðum, em oft
með síma á sér og afla og gefa
upplýsingar áður en boðið er í
fískinn og meðan á uppboði stend-
ur.
Deilt um lækkun lönd-
unargjalda íHull
- Gætu sparað útgerðinni á íslandi 6-7 milljónir á ári, seg-
ir Pétur Björnsson hjá Isberg Ltd. er fyrstur lækkaði gjöldin
— Hvað viltu segja um markaðs-
útlitið um þessar mundir?
„Það er mikil eftirspurn eftir físki
héma, en markaðurinn er auðvitað
ekki ótakmarkaður. Ef framboð
eykst mikið frá því sem það var á
síðasta ári held ég að markaðsverð-
ið komi til með að lækka. Hitt er
svo annað mál að samkeppnin um
að kaupa fískinn, t.d. innanlands
heima á íslandi, er orðin svo mikil
að ef verðið lækkar hér, sem ein-
hvetju nemur, þá kippa menn að
sér höndum, vegna þess að nú eru
svo margir valkostir um sölu á fiski.
Því held ég að markaðsöflin muni
nokkuð stjóma því hvaða magn
kemur hingað, þ.e.a.s. ef verðið
lækkar niður fyrir eitthvert ákveðið
mark, þá minnkar einfaldlega fram-
boðið, sem leiðir til þess að verðið
hækkar aftur. Svona hefur þetta
gengið til og svona held ég að þetta
muni ganga áfram," sagði Pétur
Björnsson að lokum.
Texti og myndir:
Björn Birgisson
em orðin 4 ár síðan ég keypti króka
og tæki til að landa úr skipunum á
sama hátt og gert er á íslandi, en
þá var ekki einu sinni tekið í mál
að prófa það einu sinni, menn sátu
fastir í gamla kerfinu. Þegar Isberg
hóf starfsemi sína ákváðum við að
láta nýlegt fyrirtæki sjá um gáma-
losunina fyrir okkur, og höfðum frá
fyrsta degi í huga að áður en langt
um liði tækjum við löndunina úr
skipunum í okkar hendur í gegnum
þetta löndunarfyrirtæki. Síðan var
það 19. janúar 1986 sem við lönduð-
um úr fýrsta skipinu. Með þessari
nýju aðferð sýnist okkur að við
komumst af með rúmlega helming
af þeim mannskap sem áður þurfti.
Auk þess fer þetta mun betur með
fískinn. Hann verður fyrir miklu
minna hnjaski. Honum er aðeins
sturtað á borð þar sem hann er
flokkaður í markaðskassana í stað
þess að vera að veltast af einu
færibandinu yfír á annað.
Nú, viðbrögð keppinautanna eru
næsta óskiljanleg. Það virtist ekki
skipta þá neinu máli hvort hér
væri um að ræða framfarir eða
ekki. Mestu máli virtist skipta að
Hull Fish Landing Company, sem
er í eigu löndunarkallanna að einum
þriðja, togarafélaganna að einum
þriðja og fískkaupmannanna að ein-
um þriðja, missti ekki spón úr aski
sínum. Þeirra viðbrögð hafa m.a.
verið þau að reyna að koma því á
framfæri á íslandi að þessi löndun-
araðferð sé seinvirkari, því þurfi
að heija löndun fyrr og fískurinn
sé því lengur íslaus á markaðnum.
Þetta er auðvitað hinn mesti mis-
skilningur og eftir að vera búnir
að landa úr mörgum skipum gengur
þetta fljótar og fljótar og kenning
þeirra um seinvirknina á ekki við
nokkur rök að styðjast. Allt síðasta
NOKKURS óróa gætir nú á
ferskfisklöndunarmarkaðnum i
Hull, sem er mjög sterkur og
vaxandi markaður fyrir íslensk-
an ísfisk. Það sem óróanum
veldur er íslenskum útgerðar-
mönnum í raun gleðiefni, því hér
er um það að ræða að fyrirtækið
Isberg Ltd., sem Pétur Björnsson
að aðaleigandi að, beitti sér fyrir
verulegri lækkun löndunarkostn-
aðar (úr 3,15 pundum í 2,5 pund
á kit, sem er 62,5 kg). Þessi lækk-
un sparar útgerðinni á íslandi
6—7 milljónir á ári og í einni
togaralöndun gætu sparast
150—170 þúsund krónur miðað
við fyrri forsendur.
Lækkun löndunargjaldsins bygg-
ist á breyttum löndunaraðferðum
og hagræðingu (færri mönnum).
Að sögn Péturs Björnssonar fer
nýja aðferðin mun betur með fisk-
inn, en því hefur gamla löndunarfé-
lagið, Hull Fish Landing Company,
neitað og haldið fast við gamla
færibandakerfíð sitt, en engu að
síður lækkað verðið til samræmis
við Pétur og félaga hjá Isberg Ltd.
íslandsfiskur 65% af
markaðinum
Á síðasta ári komu 56 þúsund
tonn af ferskum físki af íslandsmið-
um til Hull og Grimsby. 40 þúsund
tonn í gámum og 16 þús. með skip-
um. Af þessu magni annaðist Isberg
Ltd. móttöku á 22 þúsund tonum
(um 40%). Nú er svo komið að
íslenskur ferskfiskur er orðinn 65%
af markaðnum í Hull og undirstað-
an í fjölbreyttu atvinnulífí og
sölustarfi við hafnarbakkann þar
og í Grimsby. Pétur Bjömsson var
spurður nánar um þessi mál og
fýrst hvers vegna hann hefði farið
út í að stofna Isberg Ltd., sem á
stuttum tíma er orðið langstærsta
fyrirtæki sinnar tegundar í Hull.
„Ég var búinn að ákveða að segja
upp starfí hjá J. Marr & Son Ltd.
og hafði þá um tvo kosti að velja.
Að fara heim og hefja störf þar í
tengslum við sjávarútveg og hinn
var sá að nýta þá þekkingu og sam-
bönd sem ég var búinn að byggja
upp á fímm ára starfsferli í Bret-
landi og notfæra mér það í eigin
fyrirtæki og með góðum mönnum
gerði ég það“.
— Þið höfðuð frumkvæðið að því
að lækka löndunarkostnaðinn veru-
lega. Hvað viltu segja um viðbrögð
samkeppnisaðila ykkar við þeirri
lækkun?
Fastir í gömlu kerf i
„Þetta á sér langa forsögu. Það
DOUpHIN
aSKRIFBÆR
HVERRSGÖTU 103 SÍMI 25999