Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 4
4 B Ó S K A R GUÐMUNDSSON CHAMPION Draumurinn að komast til Bandaríkjanna - væri þó nóg að leíka með íslenska landsliðinu ÓSKAR GUÐMUNDSSON er fimmtán ára gamall íslensk- ur piltur sem búsettur er í Luxemborg og hefur búið þar alla sína æfi. Hann er mikill áhugamaður um körfu- bolta og var nýverið settur fyrirliði landsliðs Luxemborg- ar sem skipað er leikmönnum sem fæddir eru árin 1972 og 1973. Hann er 185 sentimetrar á hæð og vill endi- lega verða enn stærri. Það má segja að Óskar sé fæddur til að vera fyrirliði því allt frá því hann hóf að leika körfubolta hefur hann verið fyrirliði í bekkjarliðum, skólaliðum, félgasliði sínu og nú síðast í landsliði. Skuli Unnar Svemsson skrifar Astæðan fyrir því að ég byrjaði að æfa körfubolta var einfald- lega sú að einn kennarinn í skólan- um sagði að ég ætti að fara í körfuboltann. Ég var bara sex ára þegar þetta var en það er mjög algeng- ur aldur til að byija í körfunni hér í Luxemborg þó svp strákarnir séu einu til tveimur árum yngri þegar þeir byija núna. Ég var strax gerður að fyrirliða í bekkjarliðinu og skólaliðinu líka. Síðan þegar ég byijaði að leika með félaginu mínu, AB Contern, var ég strax fyrirliði þar og hef verið það upp í gegnum alla flokkana. Þetta er þriðja árið mitt í landsliðinu hér í Luxemborg en fyrsta árið sem ég er fyrirliði. — Er ekkert óvenjulegt að „út- Iendingur" sé fyriliði í landsliði Luxemborgar? „Nei, það held ég ekki. Við erum fjórir erlendir leikmenn í landsliðinu sem ég er í og allir í byijunarlið- inu. Auk mín eru tveir Frakkar og einn frá Hollandi. Óskar sagði að keppnisfyrirkomu- lagði væri talsvert öðruvísi í Luxemborg en á íslandi. „Hérna er alltaf leikið á laugardögum. Yngstu flokkamir byija strax á morgnanna og síðan er leikið allan daginn og endað á meistaraflokki. Það er talsvert af áhorfendum allan daginn, foreldrarnir mæta á leiki Fyririiöi frá upphafi Oskar Guðmundsson: fæddur 25. fe- brúar 1972 í Luxemborg. Hefur búið þar síðan. Byijaði 6 ára í körfuknattleik. Varð strax fyrirliði í skólaliðinu. Nýskipaður fyriliði landsliðs Luxemborgar. Hefur fjómm sinnum orði Luxemborgískur meistari í körfubolta og tvívegis bikar- meistari. Stefnir að því að leika með íslenska landsliðinu og komast til Bandaríkjanna. Morgunblaðið/Skúli Sveinsson. Gaman að geta troðið Óskar reynir að koma alvöru körfubolta niður í „ruslakörf- una“ með slökum árangri. Óskar er nú 185 sentimetrar og vonast til að hann eigi eftir að stækka mikið enn. hjá krökkunum og síðan fjölgar allt- af þar til meistaraflokkurinn leikur. Ég held þetta sé dálítið sniðugt og þetta er hægt hér vegna þess að öll liðin hafa sínar eigin íþróttahús þar sem þau æfa og keppa. Iþróttahúsin eru ekki notuð fyrir eins margar íþróttagreinar og á íslandi. Héma eru til dæmis bara þijár greinar og það er mjög al- gengt fyrirkomulag." ðskar býr ásamt foreldrum sínum, Karli Guðmundssyni og Önnu Óskarsdóttur, í litlu þorpi skammt utan við höfuðborgina Luxemborg. Þorpið heitir Contern og það er ekki nema stundarfjórðungs akstur frá miðbæ höfuðborgarinnar og til Contern. Mikill áhugi er á körfu- bolta í Contern ,og reyndar í Luxemborg, og eru Óskar og félag- ar hans í 4. flokki AB Contern svo til ömggir með sigur í deildarkeppn- inni þó svo fimm umferðum væri ólokið þegar ég ræddi við hann. „Það eru tíu leikir hjá okkur í sex liða deild en áður en við komumst í 1. deildina urðum við að leika í KáGKAUP ÍSLANDSMEISTARAR UMFN EAGKAU? 1 -BAuKAU? EAGÍÁV? , BAGKAUP Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson. íslandsmeistarar UMFN í körfubolta 1987. Aftari röð frá vinstri: Brynjar Sigmundsson, Alexander Ragnarsson, Einar Valgeirsson, Teitur Örlygsson, Hreiðar Hreiðarsson, Helgi Rafns- son, Valur Ingimundarson, Kristinn Einarsson og Júlíus Valgeirsson, liðsstjóri. Fremri röð frá vinstri: Gunnar Örlygsson, Friðrik Rúnarsson, Ellert Magnússon, Ámi Lárusson, Isak Tómasson, Jóhannes Kristbjömsson og Hafsteinn Hilmarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.