Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 16
3W®rjpmWsiS>í§> SUND / ISLANDSMOTIÐ INNANHUSS Fimmtán íslandsmet IKu dagsins Ijós ALLS voru 15 íslandsmet sett á íslandsmótinu innanhúss í sundi sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Ragnheiður Runólfs- dóttir, IA og Eðvarð Þór Eðvarðs- son, UMFN, unnu bestu afrek mótsins. Ragnheiður sett fimm ís- landsmet, Eðvarð Þór Eðvarðsson og Hugrún Ólafsdóttir, HSK, settu þrjú met og Bryndís Ólafsdóttir, HSK, tvö. Kvennasveit Vestra setti íslandsmet í 4 X100 metra fjór- sundi og kvennasveit HSK setti íslandsmet í 4 X100 m skriðsundi. Alls tóku 120 keppendur þátt í mótinu frá 14 félögum. Ragnheiður var í sérflokki í þeim greinum sem hún tók þátt og sama er hægt að segja um Eðvarð Þór. Ragn- heiður setti fyrst íslandsmet í 200 m bringusundi í undanrás- um, synti á 2.36,03 mín. og bætti eldra metið sem hún átti sjálf um eina sekúndu og bætti svo um betur í úrsltunum er hún bætti það um 1,5 sekúndur. Hún bætti síðan metið í 100 m baksundi um 0,16 sekúndur í undanrásum og enn í úrslitum um 0,24 sekúndur. Loks bætti hún íslandsmetið í 100 m bringusundi kvenna um 1,21 sekúndu. Eðvarð Þór lagði aðaláhersluna á bringusundið á þessu móti og setti þar þrjú íslandsmet. í 100 m bringusundi synti hann á 1.04,60 mín. í undanrásum og bætti fyrra metið um hálfa sekúndu. Í úrslitum gerði hann enn betur og synti á 1.04,40 mínútum. í úrslitum í 200 m bringusundi synti hann á 2.18,55 og bætti eldra metið um 2,38 sekúndur. Hugrún Ólafsdóttir, HSK, setti þijú íslandsmet. Hún setti fyrst glæsilegt íslandsmet í 800 m skriðsundi er hún synti á 9.09,61 mínútum og bætti eldra metið, sem hún átti sjálf, um tæpar 10 sekúndur. Hún setti síðan stúlknamet í 200 m flugsundi, synti á 2.24,09 mínút- um og bætti eigið met um 0,16 sekúndur. Loks setti hún Islandsmet í 400 m skrið- sundi er hún synti á 4.23,00 og bætti eldra met systur sinnar, Bryndísar, um 0,31 sekúndu. Bryndís synti einnig und- ir íslandsmetinu í þessu sundi, 4,23,02 mín. Bryndís Ólafsdóttir, HSK, setti tvö íslandsmet. Fyrst í 100 m flugsundi kvenna er hún synti á 1.04,79 mínútum og bætti eldra metið sem systir hennar, Hugrún , átti um 0,70 sekúndur. Bryndís setti síðan íslandsmet í 100 m skrið- sundi er hún synti á 57,20 sekúndum í boðsundinu fyrir HSK. Eðvarð Þór Eðvarðsson: Samkvæmt áætlun „ÞETTA var samkvæmt áætlun hjá mér. Ég lagði aðaláhersl- una á bringusundið sem er aukagrein hjá mór og það skil- aði sér,“ sagði Eðvarð Þór Eðvarðsson um árangur sinn á mótinu. Eðvarð setti þijú íslandsmet í bringusundinu og náði einnig góðum árangri í baksundinu sem er hans aðalgrein. Hann varð fjór- faldur Islandsmeistari í baksundi og bringusundi. „Það kom mér á óvart hvað tíminn í 100 metra baksundinu var góður. Um næstu helgi keppi ég í Skot- landi en stærsta mótið á árinu er Evrópumeistaramótið sem fram fer í Frakklandi í ágúst.“ Landsliðið í sundi Mor9unblaM/RAx íslenska landsliðið i sundi sem tekur þátt í móti í Skotlandi um næstu helgi var valið eftir mótið á sunnudaginn. Lands- liðið stilltí sér upp fyrir myndartöku. Þau eru: Magnús Már Ólafsson, HSK, Birgir Öm Birgisson, Vestra, Kristinn Magnússon, SH, Amþór Ragnarsson, SH, Ingólfur Amarson, Vestra, Hannes Már Sigurðsson, UMFB, Ragnar Guð- mundsson, Ægi, Helga Sigurðardóttir, Vestra, Bryndýs Ólafsdóttir, HSK, Ragnheiður Runólfsdóttir, ÍA, Ingibjörg Amardóttir, Ægi, Þuríður Pétursdóttir, Vestra, Pállna Bjömsdóttir, Vestra, Hugrún Ólafsdóttir, HSK, Þórunn Guðmund- sóttir, Ægi og Martha Jörundsdóttir, Vestra. A mynni myndinni eru þau Ijögur sem settu 15 íslandsmet á mótinu. Frá vinstri: Biyndís og Hugrún Ólafsdætur, Ragnheiður Runólfsdóttir og Eðvarð Þór Eðvarðsson. Ragnheiður Runólfsdóttir: Setti f imm íslandsmet „ÉG átti alvegeins von á að setja þessi íslandsmet. Þó kom það mér á hvað ég bætti mig mikið í baksundinu," sagði Ragnheiður Runólfsdóttir, ÍA, aðspurð um hvort hún hafi átt von á svo mörgum íslandsmet- um á mótinu. Ragnheiður setti alls 5 íslands- met og var óheppin að setja ekki það sjötta þar sem hún var 10 sekúndum undir gildandi ís- landsmeti í undanrásum í 400 m íjórsundj, en gerði ógilt. Hún kom of seint úr kafi í startinu, en það má aðeins taka eitt sundtak í kafi. „Ég hef æft mjög vel fyrir þetta mót. Æfi alla daga vikunnar nema sunnudaga og lyfti alla daga. Ég æfi með Njarðvíkingum þar sem aðstaðan er mjög góð en keppi fyr- ir Akranes," sagði Ragnheiður sem er 20 ára og segist eiga mörg ár eftir í sundinu og vafalaust á hún eftir að setja enn fleiri íslandsmet, en hvað hefur hún sett mörg met á ferlinum? „Ætli þau séu ekki farin að nálgast 100. Það er hægt að bæta íslands- metin svo lengi sem maður hefur trú á því að það sé hægt.“ Ragnheiður segist stefná á að kom- ast á næstu Olympíuleika og ætti það ekki að vera fjarlægur draumur ef svo heldur áfram sem horfir. GETRAUNIR 1 X 1 2X1 X 2 1 1 2 X LOTTO 4 11 23 27 32

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.