Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 3
B 3 /IÞROTTIR þrjðjudagur 7. APRÍL 1987 HREYSTI Menn þurfa að æfa þrisvar í viku. Farið samt ekki of geyst af stað. Regluleg hreyfíng á að vera skemmtileg upplifun. ÁÐUR en við hefjum fræðslu um einstakar greinar, sem allir geta stundað til að njóta já- kvæðra áhrifa heilsuræktar, ætla ég að nefna nokkur almenn atriði, sem vert er að hafa í huga, þegar maður hefur stigið á stokk og ákveðið að gera holla hreyfingu hluta af hinu dag- lega lífi til að geta notið ávaxta hennar til fulls. Sum þess- ara atriða hafa verið nefnd í þessum pistl- um áður en verða endurtekin hér sök- um mikilvægis. Setjið ykkur ákveðið markmið með þeim æfingum, sem þið veljið, þ.e. hafið í huga, að maður þarf að æfa þrisvar í viku og ekki skemur en 20—40 mínútur til að njóta jákvæðra áhrifa heilsuræktar- innar fyrir hjarta, blóðrás og lungu. Hér er þá átt við skokk, gönguferðir, sund, hjólreiðar og skiðagöngu. Gott er að nota púls- inn sem mælikvarða á álagið. Maður finnur púls t.d. með því að þreifa eftir slagæð á hálsi eða úlnlið. Hvíldarpúls er fjöldi slaga á einni mínútu (má t.d. telja í 10 eða 15 sekúnd- ur og margfalda með 6 eða 4). Algengt er, að hann sé milli 60—70 slög á mínútu. is smám saman við. Mjög mikilvægt er að velja sér íþrótt, sem maður hefur gaman af að stunda. Það eykur líkur á að maður geri ástundunina hluta af lífsmynstri sínu, sem hefur A öllum aldrl Skokk og holl hreyfing er fyrir alla, ef menn gæta þess að færast ekki of mikiö I fang i byrjun. geysimikla þýðingu. Regluleg hreyfing á að vera skemmtileg upplifún, en ekki leiðinleg skylda. Þarna kemur félagshlið íþróttaástundunar inn í myndina en margir sækja félagslega næringu í ýmiss konar íþrótta- hópa. Álag sem hœfir hverjum og einum. Það er talið hæfilegt að æfingapúls sé u.þ.b. hvildarpúls. Varast verður sérstaklega að fara ekki of geyst af stað vilji maður ekki „njóta“ neikvæðra áhrifa heilsuræktarinnar og verða ófær um að stunda þá hreyfingu, sem maður hefur valið, vegna ákafa — verða í þess stað pirraður og svekktur og hætta við allt saman. í þessu sambandi má nefna að hafi maður aldrei æft áður má bytja á gönguferð, sem maður getur síðar breytt í skokk eða halda sig við gönguna en bæta einung- ítrekað skal að nauðsynlegt er að hita vel upp áður en maður bytjar æfinguna og vera vel klæddur og skóaður fyrir þá grein sem stunda skal. Það hafa margir farið flatt á því að ætla að spara við sig t.d. kaup á hlaupaskóm eða sundskýlu(!?). í næstu pistlum mun Jóhann Heiðar Jóhannsson fræða menn nánar um skokk. Grímur Sæmundsen BLAK / BIKARKEPPNIN Blikar bikarmeistarar Stúdentar unnu Akureyringa í karlaflokki BREIÐABLIKSSTÚLKUR urðu um heglina bikarmeistarar í blaki kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið vann ÍS frekar auðveldlega í þremur hrinum. Stúdentar unnu hins vegar KA frá Akureyri í karlaflokki og náðu þar með sínum fimmta bikarmeistaratitli. Sigurborg Gunnarsdóttir fyriliði Breiðabliks átti stóran hlut í sigri liðsins á ÍS í kvennaflokknum. Hún spilaði mjög vel upp þannig BHg að stúdínum gekk Skúli Unnar erfíðlega að ráða við Sveinsson sóknir UBK. Sigur- skriíar. borg er án efa okkar besti uppspilari og það var því ánægjulegt fyrir hana að taka loksins á móti bikarnum eftirsótta. Allar stóðu stúlkurnar sig vel en Oddný Erlendsdóttir og Sigurlín Sæmundsdóttir voru bestar ásamt Sigurborgu. Stúdínur söknuðu greinilega Auðar Aðalsteinsdóttur sem er meidd. Arftaki hennar, Þórey, lék þó alls ekki illa en það virtist hafa slæm sálræn áhrif á aðrar í liðinu að hafa Auði ekki með. Hasar hjá körlunum Það var mikill hasar í leik ÍS og KA í bikarúrslitum karla. Sigurður Þrá- insson, þjálfari og fyrirliði ÍS, varð meðal annars að sitja og horfa á leikinn í fjórðu hrinu þar sem dóm- arinn vék honum af velli í upphafi hrinunnar. Sigurður kom endur-' nærður í úrslitahrinuna og hvatti sína menn til sigurs þó svo illa gengi í upphafí hennar. IS vann fyrstu hrinuna og KA þá næstu. Síðan vann IS auðveldlega og KA svaraði með auðveldum sigri í fjórðu hrinu. Oddahrinuna vann IS síðan þrátt fyrir að norðanmenn kæmust í 6:1. Friðbert Traustason uppspilari ÍS hefur verið í liði TS í öll fimm skipt- in sem liðið hefur unnið Ljómabik- arinn, fyrst árið 1975. Friðjón Bjarnason náði þeim merka áfanga Mikið er hann fallegur Sigurborg Gunnarsdóttir fyrirliði og aðaluppspilari Breiðabliks virðir bikarinn góða fyrir sér og það er augljóst að hún er ánægð með að hafa nú loksins náð bikarmeistaratitli. Hildur Grétarsdóttir félagi hennar er ekki síður ánægð enda er þetta fyrsti bikarmeistaratitill Breiðabliksstúlkna í blaki. að ná 200 leikjum fyrir ÍS og Þor- varður Sigfússon 150 leikjum og stóðu þeir sig vel. KA-menn léku einnig nokkuð vel og er greinilegt að lið þeirra á eftir að ógna veldi þeirra sem ráðið hafa ferðinni í blakinu undanfarin ár. Haukur Valtýsson, Hafsteinn Jak- obsson og Stefán Magnússon voru þeirra bestir. Urslit/B15 SPEÍD0 '87 SUNDFATNAÐUR ÚTILÍF Glæsibæ, simi 82922.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.