Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1987 UNGLINGAMEISTARAMOTIÐ A SKIÐUM Ásta. Sara og Amar sneru heim gulli hlaðin ÁSTA Halldórsdóttir, Sara Halldórsdóttir og Arnar Braga- son voru öll sigursæl á Ungl- ingameistaramótinu á skíðum í Hlíðarfjalli við Akureyri um helgina. Stúlkurnar eru báðar frá Isafirði, Ásta keppir í 15-16 ára flokki og Sara í 13-14 ára flokki, en Arnar er frá Húsavík og eríflokki 13-14 ára. Þær Ásta og Sara gerðu sér lítið fyrir og nældu í öll verðlaun sem þeim stóðu til boða. Arnar vann allt nema flokkasvigið — en ■■■■■§ segja má að hann Skapti hafi bætt það upp HaHgrímsson með því að taka við skrifar. sigurlaunumí bikar- keppni SKÍ, sem afhent var í lokahófi mótsins í gær, er Akureyrarbær bauð kepp- endum og starfsmönnum í kaffi- samsæti. Þess ber þó að geta að þær stöllur Ásta og Sara unnu einn- ig bikarkeppni SKÍ og fengu viðurkenningar fyrir það afhentar í gær einnig. Veður var með ólíkindum gott keppnisdagana, en reyndar varð að fresta allri keppninni um heilan sólarhring vegna veðurofsa fyrir helgi. Á meðan keppnin stóð höfðu menn svo á orði að fjallið væri al- gjör Paradís. Mótið fór í alla staði sérstaklega vel fram. Aðstæður voru hinar ákjósanlegustu eins og áður segir og mótshald allt var Skíðaráði Ak- ureyrar til mikils sóma. Keppendur voru alls um 160 talsins og er Unglingameistaramótið næst fjöl- mennasta skíðamót sem haldið er hér á landi. Hið fjölmennasta er ekki langt undan og verður einnig haldið á Akureyri — auðvitað Andr- ésar-andar leikarnir. í lokahófinu í gær afhenti fulltrúi Skíðasambandsins sigurlaun í bik- arkeppni SKÍ í vetur sem fyrr greinir. Ásta og Sara frá Isafirði unnu í bikarkeppninni í stúlkna- flokkunum, sem fyrr greinir, Arnar Bragason í flokki 13-14 ára pilta og Olafur Sigurðsson varð bikar: meistari í 15-16 ára flokki. í norrænu greinunum varð Esther Ingólfsdóttir, Siglufirði, bikarmeist- ari í 13-15 ára flokki, Guðmundur Óskarsson, Ólafsfirði, í flokki 13-14 ára pilta og Sölvi Sölvason í flokki 15-16 ára pilta. Þá afhenti fulltrúi Skíðasambands- ins, Jón Ásgeir Jónsson, Þresti Guðjónssyni, formanni Skíðaráðs Akureyrar, stóran skjöld sem þakk- lætisvott fvrir glæsilegt mótshald. ff Búið að vera æðislegt' „Þetta er búið að vera æðis- legt. Ég er búin að vinna allt í vetur í mínum flokki og átti al- veg eins von á að vinna hér. Ég hef yfirleitt verið mínútu eða meira á undan næstu stelpum í mark þannig að það kemur mér ekkert á óvart að hafa unnið hér,“ sagði Esther Ing- ólfsdóttir frá Siglufirði, örugg- ur sigurvegari í göngu íflokki 13—15 ára. — Hvernig voru brautirnar á mótinu núna? „Þær voru mjög góðar. Með þeim bestu sem ég hef komið í í vetur, og færið var líka mjög gott.“ Esth- er sagði einnig að mjög góð stjórn hefði verið á mótinu að hennar mati og allt hefði gengið mjög vel. — Hvað æfirðu mikið? „Ég æfi sex daga í viku og þá rúm- an klukkutíma í senn. Á Siglufirði er mjög góð aðstaða til æfinga og góð þjálfun. Snjór hefur bara verið of lítill í vetur nema nú undanfarið. Það er það eina sem hefur verið að.“ Esther sagðist ekki viss um það hvort hún myndi keppa á Landsmótinu á Siglufirði. Um fram- haldið sagði hún: „Ég hleyp eitthvað í sumar ef ég nenni til að vera í góðri æfingu í haust.“ Hún sagðist hafa æft sund auk skíðagöngunnar en hefði hætt því í fyrra. Þó sagð- ist hún reikna með að byija í sundinu á nýjan leik nú í vetur. Guðmundur einnig sigursæli „Ég átti ekkert frekar von á að vinna, við erum 3-4 sem erum jafn- ir, en ég hef þó oftast borið sigur úr býtum. Hef reyndar unnið öll mótin í vetur,“ sagði Guðmundur Óskarsson frá Ólafsfirði. Hann er 14 ára og gerði sér reyndar lítið fyrir í gær og sigraði í 15-16 ára flokki með hefðbundinni aðferð. Fékk undanþágu til að keppa flokk upp fyrir sig og vann. „Mér datt ekki í hug að ég myndi vinna Sölva Sölvason frá Siglufirði," sagði hann. Guðmundur sagðist ánægður með mótið að öllu leyti, allt hefði farið vel fram, en brautirnar hefðu verið erfíðar að hans mati. Ólafur Sigurðsson: Stefni á verðlauna- sæti á Landsmótinu Ólafur Sigurðsson frá ísafirði er hér í svigkeppninni „ÉG stefndi að því að vinna tvöfalt en það gekk ekki upp. Ég veit ekki hvað klikkaði, Vil- helm var bara betri en ég í stórsviginu," sagði Ólafur Sig- urðsson, sem sigraði í svigi 15-16 ára drengja. Olafur sagði alla keppendur hafa æft frekar lítið að und- anfömu þar sem veður hefði verið slæmt. „Eg held ég hafí því einfald- lega ekki haft þrek til að vinna almennilega upp úr beygjunum - gat ekki tekið nógu mÞessum knáa Isfirðingi hefur gengið vel í vetur. „ Við ísfirðingar misstum af punkta- mótinu hér á Akureyri um daginn vegna veðurs en á öðrum mótum í vetur hef ég alltaf sigrað utan einu sinni. Þá varð ég númer tvö - og reyndar datt ég einu sinni!“ sagði hann. Ólafur sagði um svigkeppnina: „Brautimar voru nokkuð erfiðar og krefjandi. Ég átti eina sekúndu á næsta mann eftir fyrri ferðina en seinni brautin var mjög hröð og ég mátti því ekkert gefa eftir. Hefði ég farið að hægja eitthvað á mér til að keyra af meira öryggi hefðu þeir átt góða möguleika á að ná mér. Ég varð því að keyra vel.“ Ólafur sagðist keppa næst í Reykjavík um næstu helgi, í karla- flokki, og síðan fer hann á Lands- mótið - keppir í fullorðinsflokki. „Ég var líka á Landsmótinú í fyrra og stóð mig best allra úr unglinga- flokkunum held ég, lenti í níunda sæti í stórsviginu.“ - Gerirðu þér vonir um góðan árangur á Landsmótinu? „Já, að minnsta í stórsvigi. Ég er með lélegt startnúmer í sviginu þannig að ég starta seint og á því minni möguleika þar. En ég starta örugglega snemma í stórsviginu og þar stefni ég á verðlaunasæti!" sagði Ólafur. ’ 1j* A fullri ferð Ásta Halldórsdóttir frá ísafirði vann tvöfall helgina. Á stærri myndinni er hún í stórsvigi er ungur keppandi með nýjasta höfuðfat skíð á höndum og fótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.