Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 9
JHtJTigMttMítfoiÍfo /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987
B 9
Sara Halldórsdóttir:
Jafn stressuð fyrir
verðlaunaafhendingu!
„ÞETTA vartæpt ídag. Það
munaði aðeins hálfri sekúndu
á mér og Margréti Ósk frá
ísafirði og í gær varð Maria
Magnúsdóttir frá Akureyri
önnur. Best? Ég ætla ekki að
dæma um það — það eru
nokkrar sem eru mjög góð-
ar,“ sagði Sara Halldórsdótt-
ir, frá ísafirði, í samtali við
Morgunblaðið, eftir að hún
hafði sigrað tvöfalt í flokki
13-14 ára á unglingameist-
aramótinu á skíðum í Hlíðar-
fjalli um helgina.
Eg hef unnið tvöfalt á öllum bik-
armótunum í vetur nema einu.
Það var fyrsta mótið og þá vann
ég ekki í stórsviginu," sagði hún.
Sara tók þátt í Andrésar-andar-
leikunum á sínum tíma og sigraði
þar í stórsvigi er hún var 9 ára og
síðan í svigi í 12 ára flokki. Tryggði
sér þar með rétt til keppni á Andrés-
ar-leikunum í Noregi. „Mér hefur
yfirleitt gengið betur í svigi,“ sagði
hún. Svigið var einmitt á laugar-
daginn. „Fyrri brautin þá var mjög
erfið — erfiðari en sú seinni fannst
mér. Ég var með besta tímann i
k i M * 'ít
t >-'• * ■.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
t á unglingameistaramótinu í Hlíðarfjalli um
en hún vann einnig í svigi. Á neðri myndinni
amanna, svighjálm. Hann er einnig vel varinn
Ásta Halldórsdóttir:
Stefndiáað
vinna tvöfalt
ÁSTA Halldórsdóttir frá ísafirði 1
sigraði tvöfalt í flokki 15-16 ára
flokki, vann svigið á laugardag
og stórsvig á sunnudag.
Jú, ég er auðvitað mjög ánægð,“
sagði Ásta í samtali við Morgun-
blaðið. „Þetta var nú ekki öruggt
í sviginu en ég held ég hafi unnið
örugglega í stórsviginu. í sviginu
munaði aðeins um 20 sekúndubrot-
um á okkur þremur efstu eftir fyrri
ferð þannig að ég reyndi að keyra
eins og ég gat í seinni ferðinni.
Samanlagt hafði ég um hálfri sek-
úndu betri tíma en næsta.“ Sigurinn
í stórsviginu var svo mun öruggari
eins og hún sagði. „Þó er þetta
auðvitað aldrei öruggt fyrr en eftir
báðar ferðir," sagði hún. Þetta er
ekki í fyrsta skipti sem Ásta sigrar
á móti í Hlíðarfjalli. Hún vann tvö-
- segir Arnar Bragason sem vann tvöfalt
„Þetta er búið að vera fínt
mót, færið gott og brautirnar
líka,“ sagði Arnar Bragason frá
Húsavík, en hann keppir í flokki
13-14 ára.
Arnar sagðist ekki hafa átt von
á því að vinna tvöfalt, „ég
átti frekar von á að mér tækist að
vinna stórsvigið. Ég bjóst við að
Magnús Karlsson yrði erfiðasti
keppinauturinn því við unnum til
skiptis á Andrésar-leikunum í gegn-
um árin.“ Arnar sagðist lítið hafa
getað æft í vetur þar sem lítill snjór
hefði verið á Húsavík. „Ég hef far-
ið nokkrum sinnum til Akureyrar
til að æfa,“ sagði hann. Nú er
keppnistímabilinu lokið hjá Arnari.
Hann hefur stundað knattspyrnu á
sumrin hingað til en sagðist senni-
lega lítið geta gert af því í sumar
„því ég verð á sjó með pabba í sum-
ar
Anægður með veturinn
falt í 8 ára flokki á Andresar-andar
leikunum og síðan einfalt í 9 og
10 ára flokki.
„Mér hefur gengið betur í stórsvig-
inu í vetur.“ Ásta vann tvöfalt á
öðru punktamótinu sem hún hefur
tekið þátt í í vetur og vann stórsvig-
ið á hinu. „Ég missti svo af þriðja
mótinu, sem var hér á Akureyri um
daginn, vegna veðurs."
Ásta sagði ennfremur: „Þetta hefur
verið mjög gott mót, veðrið er búið
að vera æðislega gott og það spilar
ailtaf mikið inn í. Ég stefridi á að
vinna tvöfalt þegar ég fór að heim-
an — og það tókst. Því er ég mjög
ánægð.“ Ásta er 16 ára og sagðist
taka þátt í Landsmótinu um pásk-
ana. „Ég geri mitt besta þar, en ég
á ekki von á að ég verði framarlega
þar.“
Lítið getað æft
„Ég er ánægður með mína frammi-
stöðu og get ekki annað en verið
ánægður með veturinn í heild,"
sagði Vilhelm Þorsteinsson frá Ak-
ureyri, en hann er nýorðinn 16 ára.
„Ég hef verið í verðlaunasæti á öll-
um mótum í vetur nema í sviginu
í gær (sunnudag). Þar lenti ég í
fjórða sæti. Þá náði ég að vinna á
fullorðinsmóti, Hermannsmótinu.“
Vilhelm sagði að í hans flokki væru
6-7 strákar mjög jafnir að getu og
þvi væri jafnan um harða keppni
að ræða.
báðum ferðum í sviginu en í stór-
sviginu í dag var ég með besta
tímann eftir fyrri ferð en númer tvö
í seinni ferðinni. En það dugði!"
- Stefndir þú á að vinna tvöfalt
á mótinu?
„Ja, ég stefndi á að vinna í svigi,
en ég kom sjálfri mér á óvart með
því að vinna í stórsvigi í dag. En
ég reyndi auðvitað að vinna í dag
líka og það tókst." Að lokum var
hún spurð um verðlaunaafhending-
una. Ég verð nefnitega alltaf jafn
stressuð fyrir verðlaunaafhendingu
og fyrir keppnina sjálfa!" sagði
þessi unga ísfírska stúlka.
Sara Halldórsdóttir frá ísafirði
var sigursæl á unglingameistaramóþ-
inu á Akureyri.
VERTU ORUGGUR-
VELDU VEL I LIÐIÐ ÞITT.
VELDU VOLVOVARAHLUTI.
V0RTILB0Ð:
Kerti B-19, B-20, B-230 441,-
Platína B-19, B 21, B-230 165,-
Membra í blöndung 286,-
Framdempari 240 2.982,-
Afturdempari 240 1.373,-
Olíusía Allar bensínvélar 354,-
Pústkerfi 240 7.222,-
Tímareim B-19, B-21, B-230 548,-
Spindilkúla 240 1.232,-
Framhjólalegusett 240 frá 968,-
SUÐURLANDSBRAUT 16 SlMI 35200