Morgunblaðið - 12.04.1987, Síða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
SKOTVÖPNl
Blóðbað með
blessun stjórnvalda
Pearl Court, gata í Northglenn-
úthverfinu í Denver, virðist
ekki vera mjög friðsæll staður. Það
sýndi sig í apríl síðastliðnum þegar
Volosin-hjónin efndu til veislu á
heimili sfnu.
Um klukkan hálftólf um kvöldið
brá einn gestanna sér yfír götuna
lemjandi pönnu og hrópaði ókvæðis-
orð að nágrönnunum, Guenther-
hjónunum, sem þá voru að taka á
sig náðir í svefnherberginu sínu.
Kölluðu þau á lögregluna en þegar
hún kom á vettvang sögðu Volosin-
hjónin, að gesturinn háværi væri
búinn að jafna sig og orðinn hinn
rólegasti. Lét lögreglan það gott
heita.
Skömmu síðar heyrðu Guenther-
hjónin, að barið var harkalega að
dyrum og fór þá Pamela Guenther
niður til að athuga hvað á gengi.
Segir hún, að þar hafi verið kominn
Michael Volosin, sem hafi þrifið í
hana og kastað henni upp að veggn-
um. David Guenther gerði þá það,
sem allir góðir bandarískir eigin-
menn hefðu gert í hans sporum:
hann náði í byssu og skaut á fólkið.
Skotin lentu í Josslyn Volosin,
25 ára gamalli móður lítils drengs,
Michael manni hennar og einum
gesta þeirra. Þegar lögreglan kom
var Josslyn látin.
Það undarlegasta við þetta allt
saman er, að þegar málið kom fyr-
ir rétt fjórum mánuðum síðar, var
David Guenther sleppt og allar
ákærur gegn honum felldar niður.
Var það í samræmi við gildandi lög
í Colorado en þau leyfa fólki að
skjóta hvern þann sem ryðst inn á
heimili þess ef það hefur minnsta
grun um, að hætta sé á ferðum.
Þessi lög eru dálítið öfgafullt
dæmi um sambandið milli fjandvin-
anna, Bandaríkjamannsins og
byssunnar. Annars vegar er litið á
byssuna sem samgróna sjálfri þjóð-
arsálinni en hins vegar sem hrylli-
lega martröð, sem enginn endir
ætlar að verða á.
Um þessar mundir eru sex ár lið-
in frá því að reynt var að ráða
Reagan forseta af dögum en samt
sem áður hefur afstaða hans til
byssunnar ekkert breyst og hann
er ævifélagi í Bandaríska skotfélag-
inu, einhveijum öflugasta þrýsti-
hópnum í Washington. í augum
þeirra, sem beijast gegn óheftri
byssueign, eru þessi samtök upp-
spretta alls ills.
Afleiðingamar af ástfóstrinu,
sem Bandaríkjamenn hafa tekið við
byssuna, eru skelfílegar hvemig
sem á þær er litið. Tvöfeldni Banda-
ríkjamanna í þessum efnum kemur
vel fram á veggspjaldi frá samtök-
um, sem beijast gegn byssunni, en
þar má meðal annars sjá marg-
hleypu í fánalitunum, með stjörnum
og strípum. Á það er bent, að á
spjaldinu árið 1983 hafí byssur ver-
ið notaðar til að drepa átta
manneskjur í Bretlandi, 35 í Japan,
7 í Svíþjóð „... og 9.014 í Banda-
ríkjunum. Guð blessi Ameríku."
Heildartalan er enn hræðilegri.
Rúmlega 20.000 bandarískir borg-
arar falla árlega fyrir byssunni, þar
af 11.000, sem svipta sig lífi. Dag
hvem er byssan notuð til að myrða
25 Bandaríkjamenn.
í skoðanakönnunum kemur það
fram, að af þessum og öðrum
ástæðum vilja 60% Bandaríkja-
manna setja byssueigninni þrengri
skorður, en þrátt fyrir það sam-
þykkti þingið í fyrra með miklum
mun að slaka á lögum og reglugerð-
um þar að lútandi. Ástæðan er
einföld: Bandaríska skotfélagið með
sínum þremur milljónum félaga og
veltu upp á 60 milljónir dollara
hefur óhemju áhrif á bandaríska
þinginu. Nærri helmingur þing-
manna nýtur stuðnings félagsins
og sumir mikils, til dæmis Phil
Gramm, öldungadeildarþingmaður
frá Texas, sem áríð 1985 fékk
332.000 dollara frá félaginu.
Talsmenn skotmannanna klifa
stöðugt á því, að strangari lög um
byssueign komi að engu haldi en
staðreyndimar tala þó allt öðru
máli.
Augljósasta dæmið er Kanada
þar sem gilda ákaflega ströng lög
um skotvopn. Sama árið og 9.000
Bandaríkjamenn vom myrtir með
byssu vom
menn, sem
aðeins sex Kanada-
fengu þau örlög.
SIMON HOGGART
Yildu Bretar þá
sænsku feiga?
Lítið lát ætlar að verða á deil-
unum um Jane Homey,
sænsku þokkadísina, sem danska
andspymuhreyfíngin tók af lífi á
stríðsámnum. Er því nú haldið
fram, að breska leyniþjónustan
hafi skipað fyrir um dauða henn-
ar.
Frode Jacobsen, einn af
frammámönnunum í dönsku and-
spymuhreyfingunni, hefur nú
loksins skýrt í smáatriðum frá
dauða Jane Homey í janúar árið
1945 og heldur hann því fram,
að breska leyniþjónustan (MI6)
hafí haft samband við landflótta
leyniþjónustumenn úr danska
hernum í Stokkhólmi og beðið um,
að Horney yrði fyrirkomið. Vill
Jacobsen, að breska leyniþjónust-
an staðfesti þessa frásögn og
skýri frá ástæðunum.
I mörgum bókum um ævi og
örlög Jane Homey hefur henni
ýmist verið lýst sem njósnara fyr-
ir nasista eða sem glæsilegu en
saklausu ævintýrakvendi, sem
notaði sér ástandið og fór lítt í
manngreinarálit í æsilegu ástalífí
sínu.
Jacobsen segist skýra frá þessu
núna vegna bókar, sem kom út í
febrúar, eftir danska blaðamann-
inn og rithöfundinn Erik Nör-
gaard en þar er Jane Homey
sýknuð af allri njósnasök. Við
samningu bókarinnar fór Nör-
gaard í gegnum 3.000 dönsk og
sænsk skjöl og komst að þeirri
niðurstöðu, að ekkert benti til, að
Homey hefði svikið danska and-
spymumenn í hendur Gestapo-
Segir hann, að engum hafí stafað
hætta af henni og að sænska
leyniþjónustan hafí verið búin að
hreinsa hana af öilum grun.
Eftir stríð sat Frode Jacobsen
í dönsku bráðabirgðastjóminni,
sem fjallaði m.a. um þau mann-
dráp, sem framin höfðu verið á
hemámsárunum. Segir hann, að
Jane Homey hafí verið „vel kunn-
ug bresku leyniþjónustumönnun-
um í Stokkhólmi og þýsku
leyniþjónustumönnunum ekki
síður. Ég er viss um, að Bretarn-
ir vissu um og höfðu áhyggjur
af starfí hennar sem boðberi miH'
Kaupmannahafnar og Stokk-
hólms í sambandi við tilraunir
DROTTINN MINN DÝRIU
Guðsmaðurinn byssuglaði
ÞAÐ verður ekki með sanni sagt
um séra Eladio Blanco, að
hann hafi verið í hópi þeirra sálna-
hirða, sem reyna að hafa áhrif á
sóknarbömin sín með góðu og
grandvöm lífemi.
Að launa illt með góðu eða bjóða
fram hina kinnina var guðsmannin-
um fjarri skapi. Þegar hann var á
sínum reglulegu fyllirístúrum á
þorpskránum kom það ekki ósjaldan
fyrir, að hann yrði saupsáttur við
einhvern drykkjufélagann og slíkar
deilur var hann vanur að útkljá með
því að bregða byssu undan prests-
hempunni.
í síðasta mánuði lenti þessi
UMBÆTURI
byssuglaði klerkur loksins á bak við
lás og slá en þá hafði hann gengið
svo langt að skjóta á kirkjugesti
við útför í bænum Pexeiros-Os
Blancos í Galisíu á Norðvestur-
Spáni.
Verið var að jarðsyngja Felicitu
Gomez, sem kvatt hafði þetta líf í
hárri elli, og þegar séra Blanco
hafði klárað sig af athöfninni sagði
hann syrgjendunum, 300 talsins,
að hann nennti ekki að labba með
líkinu síðasta spölinn, hin látna
hefði „ekki sótt messu reglulega
og ætti ekki skilið að fá kristilega
greftmn".
Ættingjar hinnar látnu og aðrir
viðstaddir undu þessu illa og fundu
að því við prestinn, að lítið færi
fyrir hans kristilega kærleiksþeli.
Presturinn brá þá upp byssunni
sinni, skaut fjómm skotum að fólk-
inu og særði eitt sóknarbamið á
fæti. Að því búnu flýði hann af
hólmi og faldi sig á prestssetrinu
þar til þjóðvarðliðar komu og sóttu
hann.
Þorpsbúamir segja, að komið
hafí í Ijós, að prestssetrið hafi verið
líkast vopnabúri og lögreglumenn
hafa upplýst, að þar hafí fundist
hríðskotabyssa, fjórar haglabyssur,
þrír rifflar, tvær skammbyssur og
marghleypa.
Vilja plokka fjaðrirnar
af forréttindafólkinu
EINS og kunnugt er af fréttum er baráttan
gegn spillingu og óeðlilegum forréttindum
flokksbroddanna ofarlega á baugi í Sovétríkjun-
um um þessar mundir. Fyrrverandi félagi í
stjórnmálaráðinu á það nú t.d. yfír höfði sér
að vera „skikkaður lil“ eins og það heitir aust-
ur _þar og jafnvel dreginn fyrir rétt.
I tvo áratugi var Dinmukhamed Kunayev
flokksleiðtogi í sovétlýðveldinu Kazakhstan,
sem er að mestu byggt múhameðstrúarmönn-
um, eða þar til hann var sviptur enqþætti í
desember sl. Var hann náinn skjólstæðingur
Brezhnevs heitins forseta en hefur nú verið
sakaður um að „ýta undir spillingu og mútu-
þægni og halda hlífiskildi ýfir óheiðarlegum
embættismönnum".
Á blaðamannafundi í janúar sl. sagði eftir-
maður Kunayevs, að flokksbroddamir í
Kazakhstan og öll hirðin í kringum þá hefðu
skipt á milli sín þriðjungnum af öllum matvæl-
um í ríkinu og fjórum fimmtu af öllum nýjum
íbúðum, sem byggðar voru í höfuðborginni.
Á síðasta stjórnarári Kunayevs fluttu sové-
skir fjölmiðlar margar fréttir um hneykslismál
og spillingu og á sama tíma birtist í blöðunum
hvert lesendabréfið á fætur öðru þar sem ráð-
ist var á forréttindastéttina í flokknum, á
sérverslanirnar fyrir flokksbroddana og sérskól-
ana fyrir bömin þeirra.
Einni af kunnustu „spetz-mag“ (sérverslun-
unum) í miðborg Moskvu hefur nú verið lokað
svo lítið bar á, „vegna viðgerðar" að sögn, og
orðrómur er á kreiki um að Gorbachev og hans
menn ætli að endurskoða allt forréttindakerfíð.
Á árum áður var þetta kerfí réttlætt þannig,
að það hefði verið sjálfur Lenín, sem kom því
á. Sannleikskomið í því er það, að á dögum
borgarastríðsins árið 1918 og skömmtunarinn-
ar leyfði Lenín æðstu mönnum flokksins aðgang
að sérstökum matarbirgðum til að þeir gætu
sinnt landsstjóminni í stað þess að vera á
sífelldum þönum eftir mat ofan í sig og sína.
Þetta á ekki lengur við en forréttindakerfið
er hins vegar orðið svo rótgróið, að hver ein-
asta háskólastofnun, ráðuneytin og jafnvel
stærstu verksmiðjumar eru með sérverslanir
fyrir sína útvöldu þar sem boðið er upp á ka-
víar, innfluttan fatnað, reyktan lax og eftirsótt-
ar bækur. Þetta em þó smámunir hjá forréttind-
um sjálfs flokksaðalsins, sem er með sérskóla
fyrir bömin sín, sumarhús í sveitinni og gengur
fýrir með bíla og utanlandsreisur.
Það yrði vinsælt hjá sovéskum almenningi
að fækka þessum bitlingum en hætt er við, að
andstaðan við Gorbachev aukist um leið hjá
þeim, sem best hafa búið um sig í kerfinu.
MARTIN WALKER