Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
B 31
•VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
,691100 KL. 13-14
, FRÁ MÁNUDEGI
nTIL FÖSTUDAGS
ir ifrrmn mno111
Sköpunarsagan og frelsi
grunnskólakennara
Til Velvakanda.
Frú Sóley Jónsdóttir, Akureyri,
skrifar um sköpunarsöguna í Vel-
vakanda í dag, sunnudaginn 5. apríl
1987, og sendir mér áskorun, sem
ég er fús að svara. Frú Sóley seg-
ir, að ekki eigi „að leita til rita
Babýloníumanna, Assýringa eða
þjóða við botn Miðjarðarhafs" til
þess að fá réttan skilning á sköpun-
arsögunni. Ég hefí alltaf haldið hið
gagnstæða: Að nauðsynlegt sé að
bera bókmenntir Hebrea saman við
umhverfíð til þess að í ljós komi,
hversu gagngert ritningar Gamla
testamentisins skera sig úr um allan
lífsskilning. Það er einmitt þess
vegna sem gildi þeirra hefur haldist
óbreytt til okkar daga. Auk þess
þarf ætíð að rannsaka menningar-
legt baksvið bókmennta.
„Þitt orð er sannleikur," segir
hjá Jóhannesi. Auðvitað er ég sam-
mála frú Sóleyju um það. En hvað
merkir „orð“ í þessu samhengi? Eru
það svörtu stafirnir sem prentaðir
voru í Ríkisprentsmiðjunni Guten-
berg 1912 eða settir hjá G.Ben.
1981, ef til vill orð sem ég setti þar
sem íslenska þýðingu á hebresku
orði? Nei, segir málfræðin og nei
segir Lúther. Og frú Sóley verður
að virða mér það til vorkunnar, að
ég hvika ekki frá mínum evang-
elísk-lútherska grundvelli, þótt
henni sé vitaskuld ftjálst að tilheyra
annarri kirkjudeild. Eins og vinir
mínir í Ffladelfíukirkjunni. Eg lít á
margt örðu vísi en þeir, en við eig-
um Krist sameiginlega. Nýlega fékk
ég elskulegt bréf frá einum þessara
vina minna. Hann er Vestmanney-
ingur. Hann var mér auðvitað ekki
sammála heldur, og sendir mér ljós-
rit af grein gegn þróunarkenning-
unni. Mér skilst á greininni að
málið snúist m.a. um það hvort
hesturinn á frumskeiði hafí haft 18
samstæð pör af rifbeinum (Eohipp-
us) eða 15 pör (Orohippus), eða
jafnvel 19 (Pliohippus). Þetta er
merkileg spuming. Og hana rann-
saka vísindamenn vafalaust af
kostgæfni. Á meðan ég bíð spennt-
ur eftir svari, er ég að bjástra við
að rannsaka hver sé vilji Guðs með
okkur mennina samkvæmt Orði
hans, en Orðið er viska hans og
orka, eins og hún kemur fram i
stöðugri sköpun hans, sem eitt sinn
varð með geislandi krafti, og kemur
enn fram hvern dag er barn fæðist
eða blóm vaknar af dvala. Þetta
„Orð“ er Kristur (Jóh. 1.1) hin
eilífa, skapandi og endurleysandi
viska Guðs, sem „talar" til okkar
og er því „orð“ í þeim skilningi einn-
ig. Þessi er nú einu sinni merking
hlutanna í grískum og hebreskum
ritningum kirkjunnar, hvort sem
mönnum líkar það betur eða verr,
og þótt það kunni að hljóma fram-
andlega í íslenskri þýðingu. Ein
Velvakandagrein breytir engu þar
Til Velvakanda.
Sá tími er liðinn að ríkisútvarpið
geti boðið upp á hvað sem er. Mér
er farið að leiðast dálítið þetta mjálm
í ríkisútvarpinu, sérstaklega sjón-
varpi, um að hækka þurfí afnota-
gjöldin. Að undanförnu hafa
fréttatímar verið lagðir undir þetta
og sýndur einhver hellingur af línu-
ritum málinu til stuðnings. Ríkisút-
varpið krefst sjálfræðis - en höfum
við sjálfræði hvort við greiðum af-
notagjöldin eða ekki? Nei! Ég horfi
mest á Stöð 2 en verð samt að greiða
um. „Orð“ Guðs eða „tal“ hans til
okkar berst um farveg biblíutext-
ans. Þess vegna nefnist hann líka
Guðs orð.
En Biblíuna má ekki gera að
guði. Það fær ekki samrýmst krist-
inni kenningu. Texti hennar á sína
sögu og Eitt menningarsögulega
baksvið. Hann talar ætíð til fólks
innan tiltekinnar menningar og í
þjóðfélagi. Upphaflega var hann
skrifaður með ákveðna lesendur í
huga og er á því tungumáli sem
þeir töluðu, miðaður við menningu
þess fólks. En sé hann rétt túlkað-
ur, talar hann til hverrar aldar.
Til þess að túlka textann hefur
Guð gefið okkur skynsemina, upp-
lýsta af anda hans. Þekkingin sem
vísindamaðurinn aflar er því Guðs
gjöf, hvort sem hann veit af Guði
eða ekki (þetta segjum við þó að-
eins ef við höfum tileinkað okkur
sköpunartrú Biblíunnar). Hvað
snertir stjömufræðina, eðlisfræð-
ina, jarðvísindin og aðrar vísinda-
greinar leitum við til þeirra um
fræðslu um náttúrufræði en ekki
til höfunda biblíutextans. Þannig
hefur Guð nú einu sinni skipað
þessu.
Frú Sóley Jónsdóttir lýkur grein
sinni með þessum orðum: „Ég skora
hér með á dr. Þóri Kr. Þórðarson
að sýna fram á það með vísindaleg-
um rökum hér í Morgunblaðinu, að
þróunarkenningin standist." Hér
skortir frúna ofurlítið á þekkingu í
þeim fræðum sem hún er að skrifa
um. Þróunarkenningin er kenning.
Hún verður því ekki sönnuð. Væri
hægt „að sýna fram á það með
vísindalegum rökum, að hún stand-
ist“ breyttist hún úr kenningu í
lögmál. Þróunarkenninguna getur
því enginn maður sannað. En
líffræðingar eru þeirrar skoðunar,
að hún sé (enn sem komið er) besta
skýringin á steingervingum og öðr-
um fyrirbærum, þ.e. þróunarkenn-
ing í endurskoðaðri mynd.
Framar öllu skulum við lesa
biblíutextann sjálfan og reyna að
komast til botns í honum. Það var
í þeim tilgangi sem ég skrifaði kver-
ið um sköpunarsöguna, að hjálpa
þeim til þess sem áhuga hefðu að
njóta hinnar fögru sögu við upphaf
Biblíunnar og taka til sín boðskap
hennar. Og hver er boðskapurinn?
Ekki sá að hesturinn hafi 36 rif-
bein eða 38. Heldur að náttúran
og maðurinn í henni eru voldugt
vistkerfi sem dafna skal, og maður-
inn skal gegna því hlutverki að
gæta velferðar alls þess sem Guð
hefur skapað, lífríkisins, og það
ennfremur að kóróna sköpunar-
verksins er sjöundi dagurinn,
hvíldardagurinn, er maðurinn skal
gleðjast og fagna. (Að vísu tökum
við þetta ekki bókstaflegar en svo
að við höldum ekki lengur sjöunda
daginn, heldur hinn fyrsta, nema
afnotagjöld af ríkissjónvarpinu. Ef
ég gæti sagt ríkissjónvarpinu upp
væri mér alveg sama hversu mikið
þeir hækkuðu sín afnotagjöld, en
meðan þeir halda þeirri einokun að
fólk sé skyldugt til að greiða ríkisút-
varpinu afnotagjöld ef það á sjón-
varpstæki eiga þeir að sýna hófsemi
í sinni gjaldheimtu. Það er ekki nokk-
urt vit í að ríkisútvarpið hafí sjálfræði
til að hækka afnotagjöld sín við þess-
ar aðstæður.
Ólafur
vinir okkar, aðventistamir). Þennan
boðskap fáum við þá fýrst höndlað
þegar við snúum okkur frá hross-
rifjafræðum og að því að skýra
textann eins og hann var skrifaður,
á sínu upphaflega tungumáli, í ljósi
umhverfis síns í menningarsögunni,
en umfram allt verðum hljóð og
hlustum á rödd textans, sem hann
talar til okkar, eins og þegar ljóð
er numið. Þessi rödd er Guðs „Orð“
til okkar, og við nemum orðið með
skynsemi og samvisku, upplýstri
af Guði skapara, og tökum tal þetta
til okkar, það verður okkar eigið,
partur af okkur sjálfum á grund-
velli eigin dómgreindar. Þetta heitir
frelsi kristins manns. En það er
einn af stólpum kristindómsins að
lútherskum skilningi að samsvisku
og skynsemi upplýstar af anda
Guðs sé manninum fijálst að nota,
hann eigi beinlínis að gera það, um
leið og hann ráðfærir sig við félaga
sína um það, hvem skilning skuli
leggja í hvert og eitt atriði.
Frelsi grunnskólakennara er því
kristin höfuðkenning: Að þeir hafa
frelsi til þess að láta nemendur sína
lesa textann og mynda sér sínar
eigin skoðanir um hann í ljósi þess
sem þau vita, og þá í ljósi náttúru-
vísindanna eins og þau eru stunduð
í heiminum nú og kennd í skólunum.
Á hitt ber einnig að líta hvað það
fælir marga frá kristindómnum
þegar þeir heyra þann boðskap, að
til þess að trúa þurfí þeir að standa
á haus og loka fyrir öll skilningar-
vit og hafna því að náttúruvísindin
geti sagj: okkur eitt eða annað um
upphaf heimsins. Þegar slíku er
haldið fram við böm og ungmenni
er drýgð mikil synd. Þau em fæld
frá kristinni trú.
Það virðist ekki hafa verið að
ófyrirsynju að ég skrifaði kverið um
sköpunarsöguna, ef það á eftir að
vekja slíkar umræður (Sköpunar-
sagan í Fyrstu Mósebók, Rv. 1986).
Þegar ég hugsa til unga fólksins
úr framhaldsskólum sem keppti í
spumingakeppni í gærkvöldi og
undraðist þekkingu þeirra og skarp-
leika, óska ég þess þeim til handa
að þau geti kynnt sér á frjálsan
hátt kristin boðskap og bókmenntir
án þess að mæta þeirri kröfu að
þau þurfí fyrst að setja sig í ein-
hveijar annarlegar stellingar (eins
og þær að afneita kenningum nátt-
úmvísindanna) áður en þau geti
notið hins heilnæma orðs.
Frelsið, einnig hið akademíska
frelsi til þess að rannsaka og birta
niðurstöður sínar, er ein af undir-
stöðum kristindómsins. Þetta frelsi
býðst líka ungum skólanemendum.
Þau þurfa að uppgötva að lífíð er
, gjöf skaparans og vísindin em það
líka. Gleðilega páska.
Þórir Kr. Þórðarson
Ríkisútvarpið:
Einokunaraðstaða
Eg kýs
Sjálfstæðis-
flokkinn
Þorsteinn
Björnsson,
verslunarstjóri, Keflavík:
„Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn
vegna þess að honum einum
er treystandi fyrir stjórn
landsins og hann er eini flokk-
urinn sem hefur dug og þor
til að standa við kosningalof-
orð sín. Reynsla + dugnaður
+ ferskur blær = XD".
X-D
HRBYKJAHESH
Eg kýs
Sjálfstæðis-
flokkinn
Sigurður
Ingvarsson,
nemi, Keflavík:
„Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn
vegna stefnu flokksins í utan-
ríkismálum og þeirrar nýsköp-
unar sem hann vill koma
frarn".
X-D
REYKJANES
Á RÉTTPI IffD
Á RtTTRI LEID
optibelt
kílreimar
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKIN N
SUÐURLANPSBRAUT 8, SIMI 84670
4