Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 4

Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 ■* . . . ... « , . , „ ...... mor^unmaoio/.iuuus Dr.Asgeir Bjarnason við nýjan laser Raunvisindastofnunar Háskolans. Miklar framfarir í efnagreiningu með tilkomu lasertækninnar Rætt við dr. Ásgeir Bjarnason, sérfræðing við Raunvísindastofnun Háskólans, um rannsóknir með lasergeislum í efnafræði TÆKNI og vísindum flegir stöðugt fram, með slíkum ógn- arhraða að það sem teljast hin æðstu sannindi í dag getur hæglega verið orðið úrelt á morgun. Lasertæknin er eitt þeirra fyrirbrigða, sem óþekkt voru fyrir nokkrum áratugum, en hefur nú vakið áhuga manna, jafnt lærðra sem leikra. Það vakti því forvitni okkar er við fréttum af ungum íslenskum vísindamanni, sem nýlega lauk doktorsprófi í efnafræði þar sem lasertækni var notuð til úrlausnar við- fangsefninu. Vísindamaðurmn sem hér um ræðir er dr. As- geir Bjarnason, sem varði doktorsritgerð sína við háskól- ann í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum hinn 20. jan- úar síðastliðinn. Ásgeir er Reykvíkingur, fædd- ur árið 1958, sonur hjónanna Sigrúnar Hannesdóttur og Bjarna Beinteinssonar, sem bæði eru látin. Hann er kvæntur Sig- urbjörgu Pálsdóttur og eiga þ_au eina dóttur, Ragnhildi Lilju. Ás- geir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1977 og BS-prófi í efnafræði frá Háskóia íslands 1981. Því næst lá leið hans til Bandaríkjanna, í University of Wisconsin-Madi- son, þar sem hann stundaði doktorsnám í efnafræði, með ef- nagreiningar sem sérsvið. Hann varði doktorsritgerð sína í janúar síðastliðnum og ber hún heitið „Studies of Laser Generated Ions and Their Reactions in a Fourier Transform Mass Spectrometer", sem þýða mætti „Rannsóknir á lasermynduðum jónum og hvörf- um þeirra í Fourier transform massagreini". „Titill ritgerðarinnar er ef til vill ekki mjög þjáll, en hann gef- ur þó ofurlitla hugmynd um eðli rannsóknanna. “, sagði Ásgeir er hann var spurður nánar út í viðfangsefni sitt. „ Verkefnið var í stuttu máli athugun á hvörfum málmjóna, aðallega eingildra jámjóna, við ýmis lífræn efni í gasfasa. Málmjónirnar voru bún- ar til með því að skjóta laser- geislapúls á málmsýni sem staðsett var inni í massagreini. Massagreinar em fremur dýr ef- nagreiningartæki, sem gefa upplýsingar um stærð, það er massa, og uppbyggingu sam- einda sem em í sýnum þeim sem greind em. Sá massagreinir sem notaður var við þessar rannsóknir var svokallaður „Fourier transform“ massagreinir (FTMS), sem er fullkomnast og jafnframt dýrast slíkra tækja. Afar fá slík tæki hafa verið smíðuð, en svo vel vildi til að eini framleiðandi þess- arar tegundar massagreina, Nicolet", hefur aðalbækistöðvar í Madison og veitti fyrirtækið mér leyfi til að hafa tímabundin not af sýnitæki þeirra. Áður en ég fékk aðgang að FTMS-tækinu hafði ég smíðað koldíoxíð-laser með aðstoð málm- smiða á málmsmíðaverkstæði efnafræðideildarinnar og einnig tekið gamlan massagreini og breytt honum svo hægt var að gera athuganir á jónun efna með koldíoxíð-lasemum með því að tengja þessi tvö tæki saman. Stjómun tækjanna og gagna- söfnun var tölvustýrð sem var mikið hagræði og tímaspamaður og auk þess sem mér var það góð reynsla að hafa þurft að byggja tölvustýrð mælitæki. Upphaflega hafði ég mestan áhuga á notum massagreina við efnagreiningar og til ákvörðunar á ýmsum frumeiginleikum atóma og molekúla. Sérstaklega hafði ég áhuga á jónun efna í massa- greinum með lasergeislum, sem er nýleg aðferð, sem hefur margvísleg fræðileg og hagnýt gildi og voru tækin, sem ég setti saman og nefndi áðan, sniðin til slíkra athugana. Með FTMS-tækjunum var hins vegar hægt að gera þessar mæl- ingar á margfalt fljótlegri hátt og allar niðurstöður voru mun áreiðanlegri en með mínum tækj- um. FTMS-tæki bjóða einnig upp á möguleika til margs konar rannsókna sem ekki er hægt að gera með öðrum tækjabúnaði og fáir geta því stundað. Ég gat því bætt við verkefnið og gert það mun áhugaverðara en var í fyrstu og við þetta glæddist mjög áhugi minn á efnafræði. Margþættar niður- stöður Og hverjar voru svo niðurstöð- umar af þessum rannsóknum? „Þær voru margþættar. Einna mest áhugavekjandi var að þessi tækni virðist auðvelda aðgrein- ingu á efnum sem vegna skyld- leika í byggingu hefur verið erfitt að greina að í massagreinum til þessa. Þetta stafar af því að hvörf járnjóna við þessi efni eru sértæk (specific) þrátt fyrir skyldleika efnanna. í annan stað má nefna að við þessar rannsóknir kom í ljós að hægt var að fylgjast með frum- skrefum málmhvataðrar fjölliðu- myndunar í tækjabúnaðinum. Dæmi um fjölliðu eru til dæmis plastefni, en hvarfgangur í efn- asmíð flestra fjölliða er ekki þekktur nema að litlu leyti og öll þekkingarbrot, sem við bætast því mikils virði. Ef hægt er að rannsaka frumskref slíkra hvarfa í gasfasa, með tilliti til áhrifa mismunandi málma og hvarfefna á fljótlegan hátt í svona tækja- búnaði verður hugsanlega betur hægt að spá fyrir um val á hvarf- efnum, málmum og ytri aðstæð- um til að búa til fjölliður með ákveðna eiginleika á sem hrein- legastan hátt.“ Hefurðu orðið var við einhver viðbrögð, gætu þessar niðurstöð- ur hugsanlega haft einhver áhrif á frama þinn innan þessarar fræðigreinar erlendis? „Ég hef verið að vinna nokkr- ar greinar, sem munu birtast í efnafræðitímaritum, sú fyrsta væntanlega mjög fljótlega. Auk þess mun ég fara á ráðstefnu í Bandaríkjunum í maílok til að kynna einn þátt verkefnisins. Von mín er sú að komast að sam- komulagi við erlenda aðila, sem eiga FTMS-tæki, um tímabundin afnot af tækjunum til að safna gögnum, en vinna síðan úr niður- stöðunum hér heima. Ekki er útilokað að Nicolet fyrirtækið muni aftur hlaupa undir bagga með mér í þeim efnum.“ Hvað er Laser-geisli? Áður en lengra er haldið spyij- um við Ásgeir hvers konar fyrirbrigði Laser-geisli sé. Þetta er orð sem flestir hafa heyrt en sjálfsagt fæstir geta útskýrt? „Það er von að þú spyrjir. Þegar ég fór út, að loknu BS prófi hér heima vissi ég lítið meira en hver annar um laser- tæki, hvað þá að mig óraði fyrir því að ég ætti eftir að fást við rannsóknir með slíkri tækni og smíða slíkt tæki sjálfur. Ég, eins og sjálfsagt margir aðrir, gerði mér óljósar hugmyndir um að hér væri um að ræða orkumikinn ljósgjafa og meira vissi ég í raun- inni ekki. Því hefur verið haldið fram, að laserar skiptist í tvo flokka, æta og óæta lasera. Sem dæmi um ætan laser má nefna tónik- vatn. Því er haldið fram, að alkóhól örvi laservirkni tónik- vatns og því mun vodka í tónik eða gin í tónik hafa góða laser- eiginlcika. Óætu laserarnir eru mun fleiri, en allir laserar hafa ákveðna eiginleika sameiginlega. Helsti eiginleiki laserljóss er að það er sem næst einlitt, það er að útgeislunin er aðeins á einni bylgjulengd. Mismunandi laserar geisla mismunandi litu ljósi, sum- ir sýnilegu ljósi og aðrir ljósi utan sýnilega sviðsins. Annar eigin- leiki er að geislinn er oft mjög mjór og dreifir sér lítið og hægt er að beina honum, eða svo ég noti orðið „fókusera“, sem nær því betur, á mjög smáan punkt. Þriðji eiginleikinn, sá sem flestir þekkja best, er að margir laserar eru aflmeiri en yfirleitt gerist með venjulega ljósgjafa. Þessir eiginleikar, sem allir eru kostir, hafa verið nýttir til margra hluta og ólíkra og hafa not lasera vaxið með miklum hraða hin síðari ár.“ Lasertæknin og framtíðin Hvemig sérðu þessa tækni fyrir þér í framtíðinni? Nú er til dæmis mikið talað um Laser- tækni í hemaði? „Þó að ég hafi ofurlítið fylgst með þróun lasertækninnar hef ég, eins og allir sem standa utan við hemaðarrannsóknir, litla þekkingu á stöðu þeirra rann- sókna. Flestir telja að nokkuð langt sé í fullkomin vamar- eða sóknarkerfi sem byggjast á laser- tækninni. Líklegt má þó telja, að ófullkomið varnarkerfi, sem byggir á röntgenlaserum á braut um jörðu, geti orðið að veruleika, jafnvel á þessari öld. Röntgenlas- emum þarf hins vegar að starta með kjamorkusprengju, eða jafn- vel vetnissprengju, og er hann þar af leiðandi einnota. Talsverð- an íjölda þarf því af slíkum gervitunglum á braut um jörðu til að gagn sé af. Ef miklu fé er veitt í rannsókn- ir af þessu tagi munu þær vafalaust bera árangur, ekki síst með tilliti til ýmissa aukaafurða, sem verða oftast til við slíkar rannsóknir, samanber tækniþró- unina, sem orðið hefur í tengslum við geimvamaráætlun Banda- ríkjanna. Hvort þessar rannsókn- ir em æskilegar og mannkyninu til góðs verður hver að gera upp við sig. Því má hins vegar bæta við að laserar em nú þegar mik- ið notaðir í hemaði, til að mynda í miðunartækjum. Mun geðslegri og gagnlegri ávinningur hefur hlotist af notk- un lasera á öðmm sviðum, svo sem í læknisfræði eins og all- þekkt er, þar sem laserar em notaðir við vandasamar skurðað- gerðir, sérstaklega augnaðgerðir. Önnur mikilvæg not af laserum em í fjarskiptum, málmsmíði og við ýmsar mælingar svo sem í byggingariðnaði. Innan fárra ára verður sjálfsagt kominn laser inn á hvert heimili með hinni nýju kynslóð plötuspilara. Mest not af laserum hafa þó orðið í efna- og eðlisfræði. Með tilkomu nýrra lasera hafa ýmsar mælingar orðið mun betri en áður. Ný rannsóknarsvið hafa lokist upp og ýmsir áður óþekkt- ir fmmeiginleikar efna hafa uppgötvast. í efnagreiningu hef- ur orðið geysileg framför með tilkomu lasera og ýmsar efna- greiningaraðferðir orðið bæði sértækari og næmari en var meðan aðrir ljósgjafar vom not- aðir. Til gamans má nefna dæmi um not lasera við eftirlit með mengun i andrúmslofti. Sem bet- ur fer er magn flestra mengunar- efna í lofti mjög lítið. Það skapar hins vegar það vandamál, að er- fítt er að greina slík efni nema með næmustu tækjum og nú hafa verið framleidd handhæg tæki til slíkra mælinga, sem byggja á lasertækni. Það er ekki aðeins við meng- unareftirlit sem mikilvægt er að mæla snefilefni í lofti. Annað dæmi er mælingar á ákveðnum efnum í lofti yfír væntanlegum námusvæðum. Samsetning lofts- ins við yfirborð jarðar gefur oft vísbendingar um málmgrýti sem undir yfírborðinu leynist. Ekki er nokkur vafí á að not lasera munu aukast mjög á kom- andi árum, bæði í tækni og vísindum. Við Rannsóknarstofn- un Háskólans hafa tveir sérfræð- ingar, dr. Ágúst Kvaran og dr. Jón Pétursson, haft forgöngu um kaup á laserbúnaði til nota við rannsóknir. Það mun væntanlega stuðla að því, að hér á landi verða menn sem fylgjast með í þessum efnum og eig;a hugsanlega einnig eftir að leggja eitthvað af mörk- um til framþróunarinnar í þessari mikilvægu grein vísindanna." Sv.G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.