Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
B 7
möguleikum hans til áhrifa og
stjómunar. Lífið sjálft er þama við-
fangsefni, allt frá minnstu fmmu
upp í dýr og plöntur, sem lifa við
margvíslegar aðstæður á jörðinni.
011 þau efni sem maðurinn hefur
undir höndum og hvemig honum
hefur tekist að breyta þeim í lyf
eða gerfíefni er heill kafli í sögu
mannsins og tólin sem hann hefur
fundið upp. Sá þáttur sem kannski
kemur mest á óvart er samskipta-
deildin, sem lætur mann beinlínis
fínna hvemig tjáskipti verða milli
manna með tali eða öðru, hvemig
maðurinn bregst við ýmiskonar
áreiti, hvemig maður bregst við
algera hljóleysi eða ákveðnum
hljóðum o. s.frv. Enda lögð áhersla
á að leyfa manni að fínna fyrir
þessu öllu. Þama kemur vel í ljós
það sem er sammannlegt og það
sem skilur að einstaklingana. í
rauninni er ekki hægt að lýsa svona
sýningum, gesturinn verður að sjá
og fínna fyrir þeim.
Auk staðbundna efnisins era
settar upp á íjögurra mánaða fresti
skammtímasýningar, sú fyrsta fjall-
aði um gull og næsta um gerfíefna-
öldina. Sama er að segja um
iðnaðarsýningamar, sem standa
munu í 6 mánuði í senn og ijalla
t.d. um matvæli, samgöngur, heil-
brigðismál o. fl.
Nútíma upplýsingasöfn
„Bókasöfnin" eða réttara sagt upp-
lýsingasöfnin era kafli út af fyrir
sig. Þama verður stærsta upplýs-
ingasafn um vísindi sem fyrirfinnst.
Og vitanlega flettir maður upp í
tölvum og fær efnið á tölvum á
borðin. Við opnunina vora þó til
reiðu 150 þúsund bækur og verða
smám saman 300.000, auk 5000
tímarita. Þúsund fræðsluþættir
stóðu líka til boða og um 1000
kvikmyndir og myndbandaþættir,
sem áætlað er að verði 20.000 tals-
ins. En sérsöfn opna síðar, svo sem
stærsta upplýsingasafn í læknis-
fræði í heimi. Allt með nýjustu
samskiptatækni. Sérstök deild er
kennd við upphafsmann kvikmynd-
anna Louis Lumiere og býður upp
á vísinda og tækniupplýsingar í
myndmáli fyrir almenning. Of langt
yrði upp að telja allt það sem
vísindasafnið býður upp á, og óger-
legt að lýsa þeirri nýju tækni sem
þar er byggt á, enda óbreyttur
blaðamaður ófær um að skynja þá
tækni sem ætluð er 21. aldar mann-
inum. Enda verður heimurinn okkar
flóknari og vísindalegar þengjandi
með hvetjum deginum sem líður.
Eitthvað kostar nú allt þetta.
Stofnkosnaður vísinda og tækni-
safnsins var áætlaður jafnvirði
lítilla 35 milljarða króna og rekst-
urskostnaðurinn 1986 um 4,5
milljaðar. En stofnað hefur verið
sérstakt fyrirtæki „Etablissement
Public a Caractere Industriel et
Commercial", með það í huga að
hægt sé að reka safnið sem sjálf-
stætt fyrirtæki þratt fyrir þáttöku
ríkisins. Þetta er raunar ekkert
smáfyrirtæki með yfir þúsund föst-
um starfsmönnum.
La Villette er mikið æfintýraland.
Við hvert fótmál rekur gesturinn
upp stór augu. Sagt er að ekki
dugi minna en fjórir dagar ef mað-
ur ætlar að skoða safnið að gagni.
Gesturinn kemur þaðan út í hrifn-
ingarvímu og alveg raglaður á
öllum þessum undram og stórmerk-
um, með þá ánægjulegu tilfinningu
að nú viti maður bókstaflega allt
um heiminn og íbúa hans — eða
hefur þvert á móti uppgötvað að
maður veit hreint ekki neitt. En
óneitanlega era það mikil forrétt-
indi að alast upp þar sem slíkt
stendur til boða og getur orðið tamt
og eðlilegt allt frá barnæsku. 21.
öldin kemur þá kannski ekki eins á
óvart þeim kynslóðum sem nú era
að alast upp. En hvað verður með
jaðarfólkið, t.d. norður við íshaf,
sem ekki hefur aðgang að slíku í
uppvextinum, í sívaxandi þekking-
arsamkeppni?
EFTIR ELÍNU PÁLMADÓTTUR
DANSKQLINN
'o-ii#
Innritun hafin
á vornámskeið frá 10-12 og 1-4
í símum 46219 - 621088.
Að kunna að dansa
er nauðsynlegt
öllum.
Allt nýir dansar.
Frábærar lotur.
BARNADANSAR
UNGLINGAR
1. Kanna hvort barnið hafi góðan takt.
2. Kynningar og tjáningarform.
3. Æfíngar og stakir dansar.
4. Léttir leikir og dansar.
Flokkaskipting
4-6 ára
7-9 ára
10-12 ára
13-14 ára
eldri.
Það þarf ekki að hafa mörg orð um dansanna okkar hjá
Dans-nýjung, þeir eru í einu orði frábærir.
Afhending skírteina hjá dansskólanum Dans-nýjung verður
á Hverfisgötu 46, miðvikudaginn 15. apríl kl. 15-21.
• •
FERMINGARGJOFIN '87
Marantz
merki unga fólksins-
Marantz I
Magnari: 2x50W, tenging fyrir laser.
, Segulband:Tvöfalt, Dolby B og C, Metal.
Útvarp: FM/AM, 8 stööva minni,siálfleitari.
Plötuspilari: Hálf-sjálfvirkur, íéttarmur.
Hátalarar: Tveir 6Ó watta.
Fallegur skápur.
Verð frá 49 .980,-kr.stgr.
Í=URC
KRIEDIT
vtsa
SEi
19
SKIPHOLTI
SÍMI 29800
ftttvgngt'
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLADASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁÐHÚSTORGI
og fáðu áskriftargjöldin
skuldfærð á greiðslukorta-
dimnn^r.niMii.i r.mi:t.i:»
SÍMINN ER
691140