Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 20
20 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
A DRömNSJ'ffl
Umsjón:
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Ásdís Emilsdóttir
Séra Svavar A. Jónsson
Kristinfræðin og
fermingarfræðslan
„Leita skal sem nánastrar sam-
vinnu við skólann um kristindóms-
fræðsluna og fermingarundirbún-
inginn. Gengið er út frá því að
skólamir veiti þá fræðslu í kristn-
um fræðum, sem gildandi
námskrá fyrir nemendur á
fræðsluskyldualdri mælir fyrir.“
Úr samþykkt Prestastefnu
1965.
„Fermingarfræðsla kirkjunnar
er frábrugðin kristindómsfræðslu
skólanna og hlýtur að teljast þýð-
ingarmeiri en hún fyrir eflingu
trúar."
„Skylt er að geta þeirrar krist-
indómsfræðslu, er fram fer innan
hins almenna skólakerfís. Þar er
margs góðs að vænta, ekki sist
eftir tilkomu nýrrar námsskrár í
kristnum fræðum og marghátt-
aðra umbóta, er sigla í kjölfar
hennar. íslenzka þjóðkirkjan hlýt-
ur að ætlast til þess, að skólinn
leggi hverri kynslóð veigamikinn
homstein staðgóðrar þekkingar á
kristnum fræðum."
„Eigi að síður má búast við
því, að kennsla á almennum skóla
verði að jafnaði eðlisóskyld ferm-
ingarfræðslu. Skólinn miðlar
vitneskju um Jesúm Krist, sögu
þjóðar hans og kirkju. Fermingar-
fræðarinn boðar fagnaðarerindið
um Jesúm Krist til trúar. Kristin-
dómsfræðsla skólanna er í veig-
amiklum efnum hliðstæð annarri
upplýsingu, er þar fer fram og
felst í aðviðun staðreynda."
Úr greinargerð kirkjufræðslu-
nefndar til Kirkjuþings 1980.
„í lögum um grunnskóla er
sagt að skólinn eigi að veita
kennslu i kristnum fræðum og
fræðslu um önnur trúarbrögð.
I markmiðsgreinum grunn-
skólalaga er sagt að starfs-
hættir skólans skuli mótast af
umburðarlyndi, kristilegu sið-
gæði og iýðræðislegu viðhorfi.
Enn fremur er skólanum gert
að temja nemendum víðsýni og
efla skilning þeirra á mannieg-
um kjörum og umhverfi og náms í kristnum fræðum samd-
skyldum einstaklingsins við ar.“
samfélagið. í samræmi við Úr aðalnámskrá grunnskóla
þetta eru greinar um markmið í kristinfræði 1976.
í markmiðsgreinum grunnskólalaga er sagt að starfshættir skól-
ans skuli mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðis-
legu viðhorfi.
*
A Golgata
Á krossi
hékk hinn saklausi,
sonur Guðs,
fórnarlamb haturs
og vonsku.
Spjót miskunnarleysisins
nam síðu hans,
blóð vall út,
og jörðin litaðist rauðu.
Sólin sortnaði,
og gaf ekki skin sitt,
andlit Föðurins
sneri sér undan,
og fólkið fylltist ótta.
Á Golgata
opnaðist brunnur
hins eilífa lifs,
í heilögu blóði Krists,
sem úthellt var
til fyrirgefningar syndanna,
öllum þeim sem trúa
á hinn krossfesta.
Ljóð og mynd eftir Eggert E.
Laxdal. Með því óskum við lesend-
um góðra bænadaga og friðsælla
stunda í kirkju. Kirkjustund gefur
frið í hjarta.
Hvað finnst þeim um sam-
starf kirkju og skóla?
Helga Hjartardóttir, kennari
í Grunnskóla Akrahrepps í
Skagafirði:
Ég hef oft undrazt þolinmæði
í garð skólans á fermingarárinu,
umburðarlyndi prestanna og til-
litsleysi skólastjóranna. Það er
auðvelt að fella fermingarfræðsl-
una inn í stundatöflu skólanna.
Það er líka auðvelt fyrir kirkjuna
að fara þess á leit við skólana að
þeir taki tillit til þess á þessu ári
að skólabömin vinna þá að ferm-
ingarstörfum. Það væri t.d.
hugsanlegt að þau fengju frí úr
skólanum í nokkra daga til að
vinna að fermingarstörfum.
Hermann Guðmundsson,
skóiastjóri í Laugalandsskóla í
Holtum, Rangárvailasýslu:
Þegar ég er spurður að því
hvemig skólinn standi að kristin-
fræðikennslu er því að svara að
ég set yfírleitt saman kennslu í
Samband kírkju og skóla
Aldrað fólk minnist þess þegar
presturinn húsvitjaði og lét það
lesa. Upphaflega var fræðsla al-
mennings í höndum kirkjunnar
og þessi lestrarpróf voru arfur
þess tíma. Lestrarkunnáttan og
kristinfræðikennslan fóru hönd í
hönd. Dr. Bjarai Sigurðsson frá
Mosfelli segir frá því í ritgerð sinni
„Upptök fermingar og fræðslu-
skyldu" hvemig prestar urðu
lærifeður alþýðunnar hér á landi
á 18. öld þegar þeir Ludvig
Harboe síðar Sjálandsbiskup og
Jón Þorkelsson skólameistari
komu til landsins. Prestunum var
þá falin öll umsjá með fræðslu
unglinga og fermingin varð horn-
steinn bamafræðslunnar í næst-
um tvær aldir. Skylt var að öll
böm í söfnuðinum skyldu fermast
og skyldi ekkert undanskilið svo
að ekkert manngreinarálit vrði.
Árið 1880 var prestum falið að
sjá um að öll böm, sem til þess
teldust hæf, lærðu að skrifa og
reikna. Fengju böm á einhveiju
heimili ekki fullnægjandi upp-
fræðslu í þessu tilliti, annað hvort
fyrir hirðuleysi eða mótþróa hús-
bænda, bar prestinum að sjá til
þess í sameiningu við hrepps-
nefndina eða bæjarstjómina, að
baminu yrði komið fyrir annars
staðar. Síðan komu hin fyrstu
fræðslulög nr. 59/1907.
Síðar hefur það gerzt hér á
landi sem annars staðar að kirkja
og skóli hafa aðgreinzt. Hér er
kristinfræði kennd í skólum vegna
tengsla ríkis og kirkju. Þó er það
ekki alltaf ljóst hvemig sú kennsla
er og hvernig hún á að vera og
hvaða skyldur skólastjórar og
kennarar hafa í þeim efnum.
Dálítil tortryggni hefur stundum
Það er auðséð hvað mikilvægt
það er — og líka svo miklu
ánægjulegra — þegar kirkjan
og skólinn styðja hvort annað.
ríkt milli skóla og kirkju varðandi
þetta. Kirkjan hefur stundum ta-
lið skóla láta kristinfræðikennslu
sitja á hakanum, kristinfræðitíma
falla niður ef nauðsyn þætti að
taka tíma til annars og kennara
komast upp með slælega kennslu.
Frá skólanum hafa heyrzt raddir
um alltof mikinn tíma til ferming-
arundirbúnings á kostnað skóla-
lærdómsins. Það er auðséð hvað
mikilvægt það er — og líka svo
miklu ánægjulegra — þegar kirkj-
an og skólinn styðja hvort annað.
Þegar kemur að fermingarfræðsl-
unni fínnst tíðum glöggt hvaða
böm hafa notið góðrar kristin-
fræðikennslu. Það verður baminu
ugglaust ómetanlegt nesti til
lífsferðarinnar að njóta góðrar
kristinfræðikennslu í skólanum
sem í kirkjunni. Við hyggjumst
nú grennslast dálítið fyrir um
samband skólans og kirkjunnar í
uppeldisstarfínu og leita svara við
hlutverki skólans í kennslu kris-
tinna fræða.
kristinfræði og samfélagsfræðum.
Umsjónarkennarar hvers bekkjar
skipuleggja svo kennsluna en ég
set upp hvaða greinar þeir taki
fyrir og hvaða tímafjöldi eigi að
vera. Ég er hræddur um að stund-
um fái kristinfræðin ekki þann
tíma, sem hún ætti að fá. Kennar-
ar eru samt jákvæðari nú í garð
kristinfræðinnar en þeir voru á
tímabili. Ég held að sú tízka sjö-
unda áratugarins að vera á móti
kristinfræðikennslunni, sé að
hverfa. Kennarar í 5., 6. og 7.
bekk, sem kenna kristinfræði hér,
eru jákvæðari en kennarar voru
oft áður.
Séra Hjálmar Jónsson, pró-
fastur á Sauðárkróki:
Mér sýnist að kristinfræði-
kennslan í skólunum fari fyrst og
fremst eftir kennurunum. Sumir
annast þessa kennslu mjög vel en
aðrir ekki og ég tel að þeim sé
kennslan oft í sjálfsvald sett.
Fermingarbömin þurfa að fá tíma
til að sinna fermingarstörfunum
þann vetur, sem þau standa yfír.
Þess vegna hef ég venjulega sam-
band við aðra aðila, sem annast
félagsstarf með fermingarbömun-
um á öðrum sviðum og bið þá að
taka tillit til fermingarstarfanna
svo að bömunum verði ekki of-
þyngt með margvíslegu félags-
starfi þennan vetur.