Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 22
MORGUNBLAÐÍÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL Í987
' r‘22rj B_______________
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Kæri stjömuspekingur. Ég
hef áður skrifað þér en ekki
fengið svar. Mig langar mik-
ið til að biðja þig að lesa úr
stjömukorti okkar og segja
hvemig við eigum saman.
Hann er fæddur 21.11. 1954
kl. 6—8 að morgni. Ég er
fædd 6.4. 1953 kl. 13.30-
14.30 eftir hádegi. Með
fyrirfram þökk."
Svar
Þú hefur Sól, Venus og Mið-
himin í Hrút, Tungl í Stein-
geit, Merkúr í Fiskum, Mars
í Nauti og Ljón Rísandi.
Hann hefur Sól, Venus,
Merkúr, Satúmus og Rísandi
í Sporðdreka, Tungl í Vog
og Mars í Vatnsbera.
Ólík
Það verður að segjast eins
og er að þið eruð ólík og eig-
ið ekki sérlega vel saman. Á
hinn bóginn þýðir það ekki
að samband ykkar á milli
geti ekki gengið. Ef þið gerið
málamiðlun getur ykkur
famast vel, enda er jákvæða
hliðin sú að þið getið kennt
hvort öðm margt.
Hið varasama
Þar sem þið emð bæði bar-
áttuglöð þurfíð þið að gæta
þess að sambandið fari ekki
út í keppni ykkar á milli í
stað samvinnu. Þið emð einn-
ig bæði tilfinningarík en
jafnframt á vissan hátt dul.
Þið þurfíð því að varast að
særa hvort annað. Þú þarft
sérstaklega að varast að
ijúka upp í óþolinmæði og
hann að gæta þess að bæla
ekki móðgun niður og geyma
innra með sér. Þið emð bæði
stolt og skapstór og þurfíð
því að umgangast hvort ann-
að af nærgætni.
Ráðríki
Þið emð bæði ráðrík og
stjómsöm. Slíkt er meira
áberandi hjá þér en Sporð-
drekinn er einnig frekur og
fastur fyrir þó dular fari. Þið
þurfíð því að varast að ætla
ykkur að eiga hvort annað
og ætla að stjóma hegðun
hvors annars um of. Þú ert
' t.d. það sterkur Úranus að
allar tilraunir til að hefta
frelsi þitt leiða fyrr en síðar
til sprenginga.
Bœling
Satúmus er í mótstöðu við
Venus í korti þínu og táknar
að þú átt til að láta sambönd
bæla þig niður. Þar sem sjálf-
stæðisþörf er síðan einnig
sterk er hætt við að þú
springir í loft upp, þ.e. þolir
ekki til lengdar þá þvingun
sem þú ert búin að koma þér
i. Þetta þarft þú einnig að
varast. Þú þarft einnig að
varast að taka of mikla
ábyrgð á sjálfa þig.
Frelsi
Til að þér líði vel í sam-
bandi þarft þú frelsi, líf,
| fjöibreytileika og hreyfingu.
Þú þarft að fá að vera þú
i sjálf. Þar sem hann er ráðrík-
| ur persónuleiki (þó Tungl í
Vog gefí honum mýkt og
sveigjanleika) er hætt við að
hann vilji ekki leyfa þér að
fara eigin leiðir. Þó verður
að segjast eins og er að
stjómsemin er rík hjá ykkur
báðum, þannig að ekki er
gott að segja hvað verður
ofan á.
Hreinskilni
Það besta sem þið getið gert
er að ræða saman í hrein-
skilni. Reyna að finna út
hveijar hinar ólíku þarfir
ykkar em og spyija hvort þið
getið ekki treyst hvort öðra
til að rækta eigin áhugamál
upp að vissu marki. Því mið-
ur leyfir plássið ekki að tvö
kort séu túlkuð ítarlega.
Þetta verður því að nægja,
þó lítið sé.
GARPUR
DÝRAGLENS
UÓSKA
FERDINAND
SMÁFÓLK
TODAY IS VETERANS PAY..
I ALU)AY5 GET T06ETHER.
UÍITH OL’ BILL MAULPIN ON
VETERAN5 PAY, ANP QUAFF
A FELd ROOT BEERS...
í dag er hátíðisdagur gamalla
hermanna. Ég fer alltaf út með
gömlum félögum á þessum degi
og fæ mér nokkra rótarbjóra.
Við félagamir emm dijúgir við
drykkjuna . ..
I4EY, BILL,A5 L0N6 A5
VOU'RE Uf! ORPER. A
COUPLE MOREÍIM PAYIN'!
Heyrðu, félagi, pantaðu tvo í
viðbót úr því þú ert staðinn
upp! Ég borga!
En segðu þeim að ég vilji fá
meiri ijómaís í þá næstu!
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Oft em þriggja granda samn-
ingar kapphlaup vamar og
sóknar um að fría liti. En svo
er ekki um öll grandgeim.
Stundum verður vömin að fara
með löndum og láta sagnhafa
um að hreyfa nýja liti.
Suður gefur; allir á hættu.
Norður ♦ ÁKD4 ¥3 ♦ DG952 ♦ 652
Vestur Austur
♦ G983 ♦ 1076
VK94 111 ¥ D1052
♦ K73 ♦ 84
+ DG4 Suður ♦ 52 ¥ ÁG876 ♦ Á106 ♦ K108 ♦ Á973
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 hjarta
Pass 1 spaði Pass 1 grand
Pass Pass 3 grönd Pass Pass
Vestur átti um það að velja
að spila út laufdrottningu eða
litlum tígli. Hann kaus tígul-
þristinn, sem reyndist ekki
sérlega sókndjarft útspil, en það
gaf sagnhafa ekki neitt.
Suður fékk fyrsta slaginn á
tíuna og tók svo tígulás og spil-
aði meiri tígli. Vestur átti
slaginn á kónginn og stóðst
freistinguna að skipta yfír í lauf-
drottningu. Þess í stað spilaði
hann spaðagosanum. Gosanum,
frekar en smáspili, til að stífla
litinn ef suður ætti tíuna aðra.
Sagnhafí drap á ás blinds og
spilaði laufí á áttuna. Hann vildi
ekki leggja allt undir með því
að stinga upp kóngnum, því það
virtist ólíklegt að vömin tæki
upp á því að spila hjarta.
Enda hélt vestur áfram spaða-
sókninni. Sagnhafi tók nú spaða-
og tígulslagina í blindum og
spilaði laufí. Nían frá austri og
tían úr suðrinu. Einn niður í
nánast upplögðum samningi.
Spilið gaf AV hreinan topp, því
á öllum öðmm borðum hafði
vömin hreyft laufíð og fært
sagnhafa níunda slaginn á silf-
urfati.
Umsjón Margeir
Pétursson
í flokkakeppni sovézka hers-
ins í fyrra kom þessi staða upp
í skák meistaranna Nenashev
og Vekshenkov, sem hafði svart
og átti leik.
23. - Rb4!, 24. Dd2 - Hd3,
25. Hxb4 — Dc2+ og hvítur
gafst upp.