Morgunblaðið - 12.04.1987, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
B 23
Skákþing íslands:
Keppt í áskor-
endaflokki og
opnum flokki
KEPPNl í áskorendaflokki og
opnum flokki á Skákþingi ís-
lands er haldin dagana 11. til 20.
apríl.
Þátttökurétt í áskorendaflokki
hafa 2 efstu menn úr opnum flokki
1986, unglingameistari íslands
1986, kvennameistari íslands 1986,
skákmenn með að minnsta kosti
1800 skákstig og efstu menn
svæðamóta sem skilgreind eru af
stjóm Skáksambandsins. Allir
mega taka þátt í opna flokknum.
Umferðir verða tefldar alla daga
nema þriðudaginn 14. apríl en þann
dag verða tefldar biðskákir.
Djass í „Heita
pottinum“
ÞORLEIFUR Gíslason saxa-
fónleikari leikur í djass-
klúbbnum „Heita pottinum11 i
Duus-húsi í kvöld, 12. apríl.
Honum til aðstoðar verða þeir
Arni Scheving er leikur á
bassa, Alfreð Alfreðsson á
trommur og Kristján Magnús-
son píanóleikari.
Þorleifur Gíslason saxafón-
leikari.
Sálfræðistöðin flutt
í nýtt húsnæði
STARFSEMI Sálfræðistöðvar-
innar hefur verið flutt í nýtt
húsnæði á Þórsgötu 24. Stofnun-
Selfoss:
Sendingar Stöðv-
ar 2 að hefjast
Selfossi.
STÖÐ tvö mun hefja útsendingar
til Selfoss að kvöldi 15. apríl.
Gert er ráð fyrir að útsendingar
á Hvolsvelli og í Vestmannaeyj-
um hefjist fyrir kosningar, 25.
apríl. Sendingarnar fara í gegn-
um ljósleiðara Pósts og síma og
á Selfossi verður leiðarinn tengd-
ur sendi sem dregur 4—5 kíló-
metra.
Útsendingamar á Selfossi verða
læstar á sama tíma og er á
Reykjavíkursvæðinu. Þær verða á
UHF-tíðni 61 og þurfa væntanlegir
notendur að fá sér sérstök loftnet
til að ná útsendingunum.
Mánaðarlegt áskriftargjald
áskrifenda Stöðvar 2 á Suðurlandi
verður 1.090 krónur. Ekkert gjald
verður innheimt fyrir apríl en þess
í stað greiða væntanlegir áskrifend-
ur maí-áskriftina fyrirfram.
Myndlyklasala verður í MM-
búðinni á Selfossi og þar verður
einnig hægt að fá UHF-loftnet.
Myndlykill og loftnet kosta 17 þús-
und krónur og uppsetning 1.000
krónur. Með áskriftargjaldinu fyrir
maí verður kostnaðurinn 19.090
krónur.
— Sig. Jóns.
WOLKSWAGEN
VW GOLF er meö vélbúnaö,
sem erfitt er aö íinna sam-
jöínuö viö.
VW GOLF er geröur til aö
endast og þess vegna er
viöhaldskostnaöur ótrúlega
lítill.
VW GOLF heldur verögildi
sínu lengur en flestir aörir
bílar.
Verö frá kr. 469.000
in, sem hefur starfað um þriggja
ára skeið býður nú fjölbreytta
þjónustu. Námskeiðahald fyrir
almenning, fyrirtæki og stofnan-
ir ásamt hæfileikamati og
einkaviðtölum hafa verið fastir
liðir í starfssemi stöðvarinnar.
Með tilkomu nýs húsnæðis verður
boðið upp á nýjungar, eins og nám-
skeið fyrir minni hópa í samskipta-
tækni, slökunartækni og
hjónanámskeið, ásamt námskeiðum
fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hæfi-
leikamat, skipulagning á persónu-
legum frama, val á fólki í
þjónustustörf og sölumennsku verð-
ur þjónusta sem fyrirtæki og
stofnanir geta nýtt sér í auknum
mæli. Eigendur Sálfræðistöðvarinn-
ar eru Álfheiður Steinþórsdóttir og
Guðfinna Eydal.
Fjárstyrkurinn afhentur, talið frá vinstri: Davíð Sch. Thorsteinsson formaður bankaráðs Iðnaðar-
bankans, Guðlaugur Leósson framkvæmdastjóri Krýsuvikursamtakanna og sr. Birgir Ásgeirsson
formaður samtakanna.
Iðnaðarbankinn:
Stuðningur við Krýsuvíkursamtökin
DAVÍÐ Sch. Thorsteinsson for- 200.000 til uppbyggingar starf- einstaklinga sem hafa sett á fót
maður bankaráðs Iðnaðarbank- seminnar i Krýsuvík. sjálfseignarstofnun til reksturs
ans afhenti Krýsuvíkursamtök- Á aðalfundi bankans sem fór meðferðarheimilis fyrir fíkniefna-
unum fyrir hönd Iðnaðarbank- fram nýlega var ákveðið að sjúklinga.
ans fjárstyrk að upphæð kr. styrkja þetta verðuga framtak