Morgunblaðið - 12.04.1987, Síða 30
30 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
mnmn
ást er...
Morgunmatur í
rúmiö á laugardegi.
TM R#fl. U.S. Pat Off.—all rights rasarved
° 1987 Los Angeles Times Syndicate
Yfirleitt reyki ég ekki en
með því hef ég þó betri
stjórn á sjálfum mér________
Með
morgxinkaffmu
••
Qryggistnál landsbyggðarinnar:
Eflum Landhelgisgæsluna
Kæri Velvakandi.
Hér fyrir austan hafa menn
fylgst náið með fréttum um neyð-
ar- og björgunarþjónustu Land-
helgisgæslunnar. Fyrr í vetur var
hrundið af stað tímabærri umræðu
um hlutverk Landhelgisgæslunnar
í tengslum við björgun á sjó. Svo
virðist sem ráðamenn séu loks að
vakna til meðvitundar um mikil-
vægi þess að löggæsluaðilar séu
nýttir eins og lagagreinar gera ráð
fyrir til stjómunar björgunarmála.
Ljóst er að mikil ábyrgð hvílir á
þeim sem stjóma björgunarmálum,
slíka ábyrgð er ekki hægt að leggja
á herðar áhugamanna. Ljóst er að
engan veginn verður gengið fram-
hjá samtökum áhugamanna við
framkvæmd björgunaraðgerða, án
þeirra væri lítt hægt að aðhafast.
Þetta vekur spurningar um stuðn-
ing Alþingis við Landhelgisgæsl-
una. Ljóst er að Landhelgisgæslan
hefur öðlast nýtt og þarft megin-
markmið. Allt frá stofnun hennar
hefur hún verið öryggisventill á
hafi og nægir að minna á þjónustu
við fískiflotann þegar langdvölum
var verið við Jan Mayen. Þorska-
stríðin og síðar gæsla Landhelginn-
ar hefur bundið eðlilegan
vaxtarbrodd stofnunarinnar. Eftir
að 200 mílurnar vom fengnar hafa
fjárveitingar til gæslunnar verið
skammarlega litlar. Menn hafa
vænst þess að setuliðið tæki af
okkur ómakið við björgunarmál hér
Jæja, þá virðist loks að því kom-
ið, að íslenska þjóðin fái úr því
skorið hve mörg prósent hennar
hafa þá siðferðilegu skoðun, að það
sé enginn ljóður á ráði æðsta yfir-
manns skattamála, að svíkja undan
skatti, og því næst hefja nýjan
stjórnmálaferil með því að löðrunga
blaðamann. (Forvitnilegt og æsi-
spennandi.)
Þá langar mig til gamans að
geta þess, að eftir að hafa séð og
við land. Þrátt fyrir mikil áföll í
flugrekstri Landhelgisgæslunnar
hefur nú verið brotið nýtt blað í
sögu öryggismála. Má segja að
þetta hafi unnist fyrir dugnað og
ósérhlífni flugliðanna. Með björgun
skipveijanna við Snæfellsnes nýve-
rið sýndu þeir árangur vinnunnar
og yfirburðahæfíleika þyrlu sem
björgunartækis. Sú bylting sem
þátttaka læknanna í þessu starfi
hefur skapað vekur aðdáun okkar
hér á landsbyggðinni. Það er mikið
öryggi sem felst í því að þurfa ekki
að senda lækni úr heimabyggð i
heyrt upptalningu Alberts Guð-
mundssonar á frægðarverkum
sínum í sjónvarpsviðtali við Inga
Hrafn, kom fram í huga minn gantla
sagan um barnið, sem eftir að hafa
hlustað á frægðarsögur afa síns úr
stríðinu, spurði í sakleysi sínu: „En
hvar voru allir hinir hermennimir?"
Góða skemmtun, Islendingar, og
góða samvisku að kosningum lokn-
um.
Ingibjörg Stefánsdóttir.
tvísýna ferð þegar enginn er til að
leysa hann af hólmi. Nú, þegar
kosningar eru á næsta leiti, væri
vert að heyra hugmyndir frambjóð-
enda um frekari uppbyggingu
Landhelgisgæslunnar. Er ekki kom-
inn tími til að keypta verði hingað
til lands tvær stórar björgunar-
þyrlur sem uppfylla skilyrði til flugs
í ísingu? Mætti ekki staðsetja aðra
þeirra við Norðausturland hafandi
í huga veðraskil á vetuma’ Er ekki
tímabært að tryggja að flugmenn
verði til taks, að fljúga tveimur
þyrlum og manna vaktir allan sólar-
hringinn? Er ekki tímabært að
varðskipum sé haldið úti allt árið
um kring við alla landsQórðunga?
Það er skoðun þeirra sem lands-
byggðina byggja að kominn sé tími
til að huga að öryggismálum lands-
byggðarinnar. Hlutverk Landhelg-
isgæslunnar verður eðlilega
mikilvægur hlekkur í slíku. Það
verður hlutverk nýkjörinna alþing-
ismanna að tryggja að svo verði.
Við skulum ekki bíða eftir að snjó-
flóð hremmi byggðir ellegar að
fleiri kaupskip sökkvi hér við land
til þess að við áttum okkur á veik-
leika öryggis okkar.
Ó. Einarsson
Eru skattsvik engin svik?
Til Velvakanda.
Víkverji skrifar
HÖGNI HREKKVÍSI
Hversvegna í ósköpunum er það
alger undantekning að verðið
á bílunum fái að fljóta með í glæsi-
auglýsingunum sem nú rignir yfir
okkur frá umboðunum? Eina lofs-
verða undantekningu ber þó að
nefna, nefnilega Jöfur, en þar á bæ
virðist það ekki vera neitt feimnis-
mál hvað nýi Peugeotinn þeirra
kostar.
Víkveiji eygir ekki tilganginn
með þessu pukri. Naumast kemur
það okkur sakleysingjunum, sem
verið er að egna fyrir, í betra skap
þó að við verðum að snáfa í símann
og leggjast í hringingar til þess að
uppgötva hvað gripurinn, sem okk-
ur líst skást á í svipinn, kosti í
beinhörðum peningum.
í rauninni er aðalatriðinu sleppt
þegar verðsins er hvergi getið í
þessum stórkostlegu auglýsingum.
Og ef auglýsandinn óttast að
prísinn sem hann vill fá fyrir vör-
una komi eins og reiðarslag yfir
menn, þá er því til að svara að
mönnum kemur það alveg á eitt
hvort þeir fá löðrunginn í blaðinu
sínu eða í gegnum síma.
XXX
Botnliðin heita þau venjulega og
hafa heitað í allmörg ár hér í
blöðunum, þau liðin sem klæða
neðstu sætin í deildunum í bresku
knattspymunni til dæmis. Þetta
hefur enda þótt sæmilegasta orð
og ekkert til þess að gera veður
útaf og hefur að auki þann stóra
kost að vera auðskilið hverjum
manni sem hefur á annað borð
áhuga á þessum hlutum.
Augljóslega hefur íþróttafrétta-
manninum sem hafnaði því á
dögunum samt fundist það langtum
of hversdagslegt, of litlaust eins og
stundum er sagt, jafnvel ekki nógu
„krassandi" eins og það er iíka
stundum orðað. Hann mætti a.m.k.
til leiks rneð glænýtt heiti á fyrir-
bærinu í blaðinu sínu fyrir all-
nokkm, sem Víkverji rauk til og
hripaði hjá sér.
Iþróttafréttamaðurinn sló þessu
nýyrði sínu meira að segja upp í
fögnuði sínum eins og hreykinn
faðir sem hampar afkvæmi sínu.
„Dmlluliðin bæta sig,“ hrópaði
hann sigri hrósandi í tvídálka fyrir-
sögn.
Munur að hafa svona orðhaga
menn í stéttinni og svona hnyttna
í þokkabót.
Eða hvað?
Nú þegar pólitíkusamir okkar
em að keppast við það hver
um þveran að sanna okkur ágæti
sitt — með misjöfnum árangri að
vísu — kynni mönnum að finnast
eftirfarandi tilvitnanir forvitnilegar.
Báðar em hafðar eftir erlendum
stjómmálamönnum, þeim breska
nafngreindum, hinum bandaríska
ekki.
Edmund Burke þótti víst óvenju-
lega hreinskilinn og hugrakkur á
þeirra tíma vísu þegar hann lýsti
yfir á kosningafundi í Bristol þar
sem hann var í framboði: „Það ligg-
ur nú fyrir ykkur að kjósa ykkur
þingmann. En þegar þið hafíð kosið
hann verður hann ekki fulltrúi
Bristol á þingi. Hann verður fulltrúi
þjóðarinnar." Allavega þótti þessi
afdráttarlausa yfirlýsing svo merki-
leg að tvö hundmð ámm síðar lifir
hún enn.
Sá síðarnefndi og nafnlausi á að
hafa lokið einni kosningaræðunni
sinni með svofelldum orðum: „Þetta
em höfuðatriðin í lífsskoðun minni, ■
og ef ykkur falla þau ekki get ég
alltaf breytt þeim.“
xxx