Morgunblaðið - 12.04.1987, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
B 33
I ÞINGHLÉI
--------------- -
STEFÁN
FRIÐBJARNARSON
Meðalævi íslendinga lengri en annarra þjóða:
Heilsurækt - heilsu-
vernd - lækningar
Mesti kaupmáttur bóta almannatrygginga
Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið ráðstafar 40% ríkisútgjalda
- Kaupmáttur ellilífeyris með tekjutryggingn og heimilisuppbót hefur vaxið síðustu misseri og hefur
ekki verið meiri áður. Gamalt fólk, sem hefur ekki annan lífeyri en frá Almannatryggingxim og á
ekki íbúð, er þrátt fyrir það sá þjóðfélagshópurinn sem lakast er settur í samfélaginu.
„Heilbrigði er meðal þeirra
lífsgæða sem mest eru metin nú
á dögum. Heilbrigði er hvort
tveggja í senn dýrmætasta eign
hvers einstaklings og um leið ein
verðmætasta auðlind hverrar
þjóðar...“.
Svo segir í skýrslu Ragnhildar
Helgadóttur, heilbrigðis- og
tryggingaráðherra, til Alþingis.
Þar segir ennfremur:
„Það hefur verið 'ljóst um
nokkurt skeið að lífshættir ein-
staklinga og umhverfið ráða
miklu um heilsufar og framvindu
þess. Viðfangsefni heilbrigðis-
þjónustunnar eru því ekki
eingöngu að Iækna og hjúkra,
heldur ekki síður að koma i veg
fyrir sjúkdóma...“.
Nút ímaleg markmið heilbrigð-
isþjónustu eru þrennskonar:
* 1) heilsurækt , þ.e. að efla
sjálfsábyrgð einstaklingsins á
eigin heilsufari og gera lionum
betur kleift að efla eigin hreysti
og heilbrigði.
* 2) heilsuvernd, sem beinist
að þekktri áhættu í umhverfi eða
hjá einstaklingunum sjálfum
(mengun, reykingar, offita, há
blóðfita, ónóg hreyfing o.sv.fv.)
og kosta kapps um að draga úr
og helzt útrýma einstökum
áhættuþáttum.
* 3) læknis- eða sjúkraþjón-
usta , þ.e. að sinna sjúkum, og
kosta kapps um að bjarga lífi
þeirra, draga úr þjáningum og
örkumlum.
Útgj aldaráðuneyti
Undir heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneytið heyra tveir mjög stórir
útgaldaliðir: heilbrigðiskerfið og al-
mannatryggingar (lífeyris- og
sjúkratryggingar). Arið 1985 var
hlutfall heilbrigðis- og trygginga-
mála í heildarútgjöldum ríkissjóðs
(A-hluta) 38,7%, 1986 37,4% og
1987 (áætlun) 40,4%. Menntamála-
ráðuneytið, sem er annað stærsta
ráðuneytið að útgjöldum, vantar
allnokkuð á að vera hálfdrættingur
heilbrigðis- og tiyggingaráðuneyt-
isins að þessu leyti.
Fáar þjóðir hafa jafn góða heil-
brigðisþjónustu og við íslendingar
eða jafn greiðan aðgang að slíkri
þjónustu, enda er almennt heil-
brigðisástand hér á landi með því
bezta sem þekkist í veröldinni. Eng-
ar þjóðir búa t.d. að lengri meðalævi
en Islendingar og Japanir, þó þar
komi fleiri aðbúðarþættir við sögu
en heilbrigðiskerfið.
Fjármunir, sem varið hefur verið
til þessara málaflokka, skila þannig
„arði“, þótt efalítið megi nýta þá
betur sumstaðar á þessum vett-
vangi með hagræðingu, aðhaldi og
„hvetjandi" þáttum í rekstrarskipu-
lagi.
Heilsugæzlustöðvar
Samkvæmt lögum um heilbrigð-
isþjónustu er landinu skipt í átta
læknishéruð. Þeim er síðan skipt í
tuttugu og sjö heilsugæzluum-
dæmi. Alls eru 74 heilsugæzlu-
stöðvar á svokallaðri landsbyggð
en 5 í Reykjavík (ráðgerðar 11).
Frumvarp um heilsugæzlu á
Reykjavíkursvæðinu og öðrum þétt-
býlissvæðum hefur verið lagt fram
til kynningar. Samkvæmt því verð-
ur vald og ábyrgð sveitarfélaga
aukið á þessum vettvangi.
Heilsugæzlustöðvar eru reknar
af bæjar- og sveitarfélögum, en
ríkið greiðir bróðurhluta kostnaðar:
laun lækna, hjúkrunarfræðinga og
ljósmæðra. Alls eru 19 heilsugæzlu-
stöðvar reknar í tengslum við
sjúkrahús.
Heilsugæzlustöðar eru með
þrennu móti: H2-stöðvar 33 talsins
(tveir læknar, auk annars starfs-
liðs), Hl-stöðvar 19 talsins (einn
læknir, auk starfsliðs) og H-stöðvar
27 talsins (hjúkrunarfræðingur eða
ljósmóðir, en læknir kemur reglu-
bundið til móttöku sjúklinga).
Á sl. tveimur árum (1985 og
1986) var fullgert og fullbúið nýtt
húsnæði fyrir heilsugæzlu á 10
stöðum: Ólafsvík, Hólmavík, Norð-
urfirði á Ströndum, Hvammstanga,
Sauðárkróki, Reykjahlíð við Mý-
vatn, Hofi í Öræfum, Sandgerði og
Reykjavík (Heilsugæzlustöð Hlíða-
hverfis).
I ár verður unnið við nýbygging-
ar heislugæzlustöðva á eftirtöldum
stöðum: Stykkishólmi, Akranesi,
Blönduósi, Akureyri, Þórshöfn,
Djúpavogi, Hafnarfirði og
Reykjavík (við Hraunberg og á
horni Garðastrætis og Vesturgötu).
Kostnaði við heilsugæzlustöð lýk-
ur ekki með lyktum byggingar. Þá
taka við kaup á fjölþættum tækjum
og búnaði, síðan fylgir viðamikill,
viðvarandi rekstrarkostnaður. Um
áramótin 1986-7 vóru starfandi 130
læknar og 170 hjúkrunarfræðingar
og ljósmæður í heilsugæzlutstöðv-
um. Af 190 starfandi tannlæknum
í landinu starfa og 15 að staðaldri
í heilsugæzlutstöðvum (yfirleitt
sjálfstætt).
Fjárveitingar ríkisins til bygging-
arframkvæmda sjúkrahúsa, heilsu-
gæzlustöðva og læknisbústaða vóru
204,5 m.kr. 1985, 243,3 m.kr. 1986
og 451,1 m.kr. (áætlun) 1987.
Framvindan í rekstri
sjúkrahúsa
Helztu breytingar í rekstri
sjúkrahúsa á þessu kjörtímabili
hafa verið þrennskonar: 1) aukning
starfsemi, sem fyrir var, 2) ný starf-
semi, einkum á sviði dagvistunar
og hjúkrunar aldraðra, 3) breyting
á fjármögnum, þ.e. flutningur
sjúkrahúsa af daggaldakerfi yfir á
fjárlög.
Ríkisspítalar vóru færðir á fjár-
lög 1977. Þessu kerfi fylgdi sú
einföldun að greiðslur komu beint
úr ríkissjóði, samkvæmt árlegri
áætlun eða fjárveitingu með hlið-
sjón af henni. Daggjöld vóru
hinsvegar greidd af sjúkratrygg-
ingadeild Tryggingastofnunar
ríkisins eftir á, samkvæmt reikn-
ingi.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
og St. Jósefspítali að Landkoti fara
síðan yfir á fjárlög 1983. Þréttán
sjúkarhús til viðbótar flytjast á fjár-
lög 1986, þar á meðal Borgarspítal-
inn í Reykjavík.
Samanburður á „rekstrarhalla"
sjúkrahúsa 1983-1986 sýnir „minni
halla“ fjárlagasjúkrahúsa. Breyt-
ingar á rekstrarskipulagi ríkisspít-
ala hafa og leitt til verulegrar
hagræðingar.
Af nýjungum í rekstri sjúkrahúsa
á þessu árabili rísa hæst:
* 1) Hjartaskurðlækningar í
Landspítala.
* 2) Unglingageðdeild Landspít-
ala við Dalbraut.
* 3) Sérstök áhætturannsóknar-
stofa og ný aðstaða fyrir veirurann-
sóknir.
* 4) Dagvistir sjúkra. Þeirra á
meðal Hlíðarbær (sem vistar 20
alzheimersjúklinga) og heimili fyrir
M.S.-sjúklinga með 15 vistrými.
Fyrirferðarmesta breytingin í
spítalarekstri felst þó í þjónustu við
aldraða, sem hlýtur vaxa áfram
utalsvert í næstu framtíð, vegna
breytinga í aldursskiptingu þjóðar-
innar. Ný endurhæfingardeild var
og tekin í notkun við Borgarspítala
og nýjar sundlaugar við Hrafnistu
í Hafnarfirði og Grensásdeild Borg-
arspítala.
Áf öðrum breytingum í spílala-
rekstri næstliðin ár má nefna:
* Tæplega 100 ný hjúkrunar-
rými fyrir aldraðra (Dalvík, Akur-
eyri, Garður, Ólafsfjörður,
Stokkseyri og Sauðárkrókur).
* Barnageðdeild Borgarspítala
(Kleifarvegi 15).
* Stækkun taugadeildar (7 rúm)
og bæklunarlækningadeildar (13
rúm) á Landspítala.
* Stækkun geðdeildar Fjórð-
ungssjúkrahúss Akureyrar (10
rúm).
* Dagvistarrýmum hefur fjölgað
um 170-180 á hjúkrunarheimilum
fyrir aldraðra.
Fjölþætt verkefni
Engin leið er að gera fjölþættum
verksviðum heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytis tæmandi skil í
stut.tri frásögn. Því verður að
bregða upp svipmyndum:
A) Heilbrigðisráðherra hefur
skipað nefnd undir forystu Bryn-
jólfs Sigurðssonar, prófessors, sem
gera á úttekt á forsendum álagn-
ingar á lyfjum, svo og á tilögum
álagningarinnar.
B) Lögð hefur verið fram landsá-
ætlun um forvarnir gegn langvinn-
um sjúkdómum. Sérstök áherzla er
lögð á eftirtalda áhættuþætti: tó-
baksreykingar, rangar neyzluvenj-
ur, misnotkun áfengis og - -
ávanaefna, hreyfingarleysi, streitu-
valda og umhverfishættur.
C) Aukin áherzla er lögð á
heilsuverndarþætti, t.d. með eftirliti
og fræðslu í skólum og í samstarfi
við íþróttahreyfinguna.
D) Heilbrigðisráðherra hefur
kynnt manneldismarkmið Manneld-
isráðs íslands, sem m.a. felast í
ráðleggingum um fæðuval í því
skyni að efla heilbrigði þjóðarinnar.
E) Nýlega skipaði heilbrigðisráð-
herra nefnd um varnir gegn slysum
undir forystu Salome Þorkelsdóttur, ^
alþingismanns, sem gera tillögur
um markvissa sarhræmingu á störf-
um þeiira er vinna að slysavörnum.
F) Átak hefur verið gert í tann-
verndarmálum. Tannheilsudeild í
ráðuneytinu hefur m.a. beitt sér
fyrir fræðsluefni í sjónvarpi, út-
varpi, blöðum og tímaritum og
hefur fjármagn til þess starfs verið
stóraukið í því skyni m.a. að draga
úr kostnaði við tannviðgerðir:
G) Sérstök deild starfar innan
ráðuneytisins að málefnum aldr-
aðra. Ráðherra skipar og þijá menn
í samstarfsnefnd um málefni aldr-
aðra, en verkefni hennar er markað
í lögum, m.a. að meta þarfir aldr-
aðra í einstökum byggðarlögum:
vistunarþörf, heimahjúkrun og
heimaþjónustu.
H) Framkvæmdasjóður aldraðra
(stofnaður 1981), sem styrkir bygg-
ingu þjónustustofnana fyrir aldr-
aða, hefur veitt um 670 m.kr. frá
upphafi til slíkra stofnana, þar af
330 m.kr. samtals 1985 og 1986.
Fjármagn till sjóðsins hefur tvöfald-
ast að raungildi á síðustu tveimur
árum.
I) Gripið hefur verið til marg-
þættra og kostnaðarsamra aðgerða i -
vegna alnæmis , eins hættulegasta
smitsjúkdóms sem nú heijar á
mannkyn. Kannað hefur verið,
hvort íslenzka sjúkahúsakerfið er
þess megnugt að taka við sjúkling-
um með alnæmi, sem líkur standa
til að þurfi á sjúkrahúsvist að halda
næstu ár. Niðurstaðan var sú að
svo sé næstu 3-5 árin. Fjármagn
hefur fengist til að koma upp sérs-
takri áhætturannsóknarstofu vegna
alnæmis ogannarra veirusjúkdóma.
Höfuðárherzla erlögð á upplýsinga-
starfum varnirgegn sjúkdómnum.
* J) Síðast en ekki sízt má nefna
að ríkisstjórnin samþykkti í marz-
mánuði 1986, að tillögu heilbrigðis-
ráðherra, að vinna að landsáætlun , ^
/ heilbrigðismálum með hliðsjón af
stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunar-
innar, sem nefnd hefur verið
„Heilbrigði allra árið 2000". Var
skýrsla um þá áætlun lögð fyrir
Alþingi í marzmánuði sl.
Bætur almannatrygg-
inga
Bætur almannatrygginga hafa
hækkað myndarlega 1985-1986 og
umfram hækkun vísitölu kauptaxta
verkafólks. Mest munar um hækk-
un sem gerð var 1. desember 1986.
Fjárveitingar til almannatgrygg-
inga voru á árinu 1985 tæplega
7,500 milljónir króna, eða 28,7% _
af fjárlögum. Á síðast liðnu ári var
þessi íjárveiting 10,200 milljónir
króna, sem samsvaraði 27,2% af
fjárlögum liðins árs. Á yfirstand-
andi ári nemur fjárveitingin 11,400
milljónum Rróna, sem er rétt um
fjórðungur áætlaðra heildarút-
gjalda ríkissjóðs. Skýringin á
lækkandi hlutfalli er að meginhluta
sú að sjúkrahús hafa í vaxandi
mæli verið færða af daggjöldum
(tryggingum) yfir á fjárlög.
Ef kaupmáttur elli- og örorkulíf-
eyris er settur á 100 1980 var hann
99,2 í árslok 1982, 79,8 í árslok
1983, 90,6 í árslok 1984, 95,1 í
árlok 1985 og 112,2 í árslok 1986.
Kaupmáttur lífeyris hefur ekki ver-
ið meiri á þessu tímabili. Engu að
síður er hlutur þeirra, sem ekki
hafa úr öðru að spila en bótum al-
mannatrygginga, ekki sá sem vera
þyrfti.