Morgunblaðið - 02.06.1987, Page 3

Morgunblaðið - 02.06.1987, Page 3
fStargasttltlfitófe /ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 2. JUNI1987 B 3 HREYSTl Teygjuæfingar eru nauðsynlegar í líkaxnsrækt. Vöðvar styttast við einhæfa áreynslu og þjálfun. Best er að teygja rækilega eftir hvem æfíngatíma. Teygjur eða teygjuæfíngar eru nauðsynlegar í þjálfun og líkamsrækt. Sjá má að sum dýr teygja sig rækilega eftir svefn eða kyrrstöðu, og sama gera margir menn. Þessar teygj- ur eru ósjálfráð viðbrögð til að liðka limina og losa um stirðleika. Eftir mikla áreynslu er einnig nauðsynlegt að teygja sig. Það er vegna þess að vöðvaáreynsla, sérs- taklega ef hún er einhæf, getur valdið varanlegri styttingu á vöðvum og sinum. Teygjur eru aðal- lega tvenns konar, spennu-teygjur og rykkjateygjur. Spennuteygjur eru gerðar þannig að vöðvamir eru teygð- ir varlega en ákveð- almenning fyrr en á síðustu árum. Teygjuæfíngar og árang- ur af notkun þeirra hafa verið vísindalega rannsökuð og það kemur í ljós að teygjur draga úr vöðvastyttingu, auka liðleika, Teygið vel Teygjuæfingar eru nauösynlegar til að viðhalda mýktinni og nauðsynlegt er aö teygja reglulega ið, þar til í þá fer að verkja (þó bæta árangur afreksmanna og ekki mjög sárt). Þeim er síðan haldið teygðum í 10—30 sekúnd- ur f senn. Þá er slakað á teygj- unni og vöðvamir spenntir með átaki í 5—15 sekúndur. Síðan er teygt á þeim aftur á sama hátt og í upphafí. Teygjuæfíng- um er erfítt að lýsa, en ef til vill má útskýra aðferðina með dæmi, einni teygjuæfíngu sem flestir skokkarar þekkja vel. 1. Upphafsstaða. Standið bein, um það bil armlengd frá vegg, með handleggi rétta beint fram þannig að fíngurgómar snerti vegginn. 2. Teygjustaða. Leggið lófana flata á vegginn, beygið í oln- bogum og hallið beinum líkama fram án þess að hælar lyftist frá gólfi. Hallið ykkur fram þar til tekur í kálfavöðvana. Haldið þessari stöðu í um það bil 20 sek. 3. Spennustaða. Farið aftur í upphafsstöðu. Lyftið ykkur síðan uppá tábergið og tæmar, eins hátt og mögulegt er, í 10 sek. þannig að átaksspennan myndist í kálfavöðvunum. 4. Endurtekningar. Farið aftur niður í upphafsstöðu og hailið ykkur síðan fram í teygjustöð- una. Þetta má endurtaka nokkmm sinnum og með tíman- um lengjast kálfavöðvamir og teygjumar verða auðveldari og ekki eins sárar. Teygjuæfíngar af þessu tagi hafa lengi verið notaðar við sér- staka líkamsþjálfun og meðferð, en hafa ekki náð almennri út- breiðslu hjá íþróttamönnum eða draga úr tíðni álagsmeiðsla. Þjálfarar og íþróttakennarar mæla yfírleitt með sérstakri teygjuþjálfun fyrir íþróttamenn. Ekki er síður ástæða til að mæla með teygjuæfíngum fyrir almenningi til að draga úr þeim stirðteika, sem allir fínna fyrir með aldrinum. Ryklqateygjur eru ekki vinsælar núna, þær em jafnvel á bann- lista hún þjálfumm og íþrótta- kennumm, því að þær geta valdið meiðslum. Eina slíka rykkjateygju þekkja flestir. Þá er staðið beinum fótum, beygt fram í mjöðmum og baki, fingur- gómar teygðir í átt að gólfí og gerðir rykkir niður þar til tekst að snerta gólfíð. Rykkimir, sem þessu fylgja, valda óeðlilegu álagi á liðbönd og liði, sérstak- lega í bakinu, en teygja senni- lega ekki varanlega á vöðvum. í lok umræðu um teygjur er rétt að benda á að lærðustu menn greinir á um það hvemig best er að teygja, þ.e. tímalengd- ir teygju, hvíldarbil á milli, tímalengdir vöðvaspennu, end- urtekningar o.s.frv. Það er því engin algild regla til um teygj- umar, frekar en annað sem viðkemur árangri í líkamsrækt og þjálfun. Nauðsynlegt er að gera teygjumar varlega. Munið að það era vöðvamir, sem eiga að togna, en ekki má leggja óeðlilegt álag á liðbönd og liða- mót. Jóhann Heiðar Jóhannsson Júnígetraun íþróttablaðs Morgunblaðsins er hér með hafin, en hún verður með sama sniði oggetraunin sem var í maí. { þremur íþróttablöðum, blaðinu í dag, íþróttablaðinu 10. júní og íþróttablaðinu 16. júní, birtast nokkrar spumingar og fyrstu stafírnir í réttum svöram hverju sinni mynda eitt orð. Orðin þijú mynda svo lausnarsetninguna sem beðið er um. Þátttakendur fylla alla þrjá svarseðlana út og klippa þá út úr blaðinu, setja saman í umslag og senda til Morgunblaðsins fyrir 23. júní, en þá rennur skilafrestur júnígetraunar út. Umslögin skulu merkt: 1. íslendingur vann bronsverðlaun í júdó á Ólympíuleikunum 1984. Hvað heitir hann? Svar: _____________ 2. Með hvaða enska knattspyrnuliðijeikur lan Rush? Svart EfotaBSIBjas 3. Frá hvaða i Íslendin^ur leikurmeð þýska handknattleiksliðinu Gumm- Svar: íþróttagetraun Morgunblaðsins, Morgunblaðið, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Getraunin er nú sem áður ætluð unglingum og yngri lesendum blaðsins, 16 ára og yngri, og verða þrír vinningshafar verðlaunaðir. Allir fá þeir vegleg verðlaun, m.a. íþróttagalla og íþróttatösku, en sá sem á fyrstu réttu lausnina sem upp kemur, hlýtur aðalverðlaunin, sem era boðsferð á Wembley-leikvanginn í Englandi í ágúst og á opnunarleik enska keppnistímabilsins, sem Englandsmeistarar og ensku bikarmeistaramir í knattspymu leika. Þangað fer Sigurður Samúelsson frá ísafirði, vinningshafi númer eitt í maígetraun og nú er bara að sjá hver verður sá heppni eða sú heppna í júnímánuði. Alls fara þrír vinningshafar í þessa ævintýraferð, því enn ein íþróttagetraun verður haldin í júlímánuði. Og nú er bara að spreyta sig á getrauninni, svara öllum spurningunum í blöðunum þremur í júní og freista þess að vinna til þessara veglegu verðlauna. ----------------------------------------------------------->g_ ----------- J ÚNÍGETRAUN 1 ■ Hvaða stórmót í íþróttum fór fram í Mexíkó sumarið 1986? Svar: ZZI....................................................................... 2. Hvaða hlaupakona úr FH á íslandsmet í 1500, 3000 og 10.000 metra hlaupi? Svar: EZl....................................................................... 3. Hvaða lið varð Englandsmeistari í knattspyrnu í vor? Svar: ZZI....................................................................... 4. Hvað er sá krakkaleikur kallaður þegar tvö lið kasta bolta á milli sín yfir hús? Svar: ZZI....................................................................... 5. Hvaða félag er núverandi íslandsmeistari karla í knattspyrnu? Svar: ZZI................................................................. 6. Tveir íþróttafréttamenn starfa á ríkisútvarpinu. Annar heitir Samúel Örn Erlingsson, en hvað heitir hinn? Svar: ZZl....................................................................... 7. Hvað heitir fyrirliði 1. deildarliðs Þórs á Akureyri í knattspyrnu? Svar: □......................................................................... 8. Hvaða þekktur handknattleiksmaður er sonur Sveins Björnssonar, forseta ÍSÍ? Svar. l l..r ..•B.B.B.i.ii.iiiiiiiiia Lausnarorð: Natn: Heimili: .......................... Sími: Munið að senda ekki svörin fyrr en allir þrír hlutar júnígetraunar hafa birst 16. júní. Skilafrestur er til 23. junf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.