Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 5
|llor$si<iMaMft /ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 B 5 LANDSLIÐIÐ Er landsliðið á réttri leið? Verður leikið „með hjartanu" á morgun, eða „leiðinlegur" vamarieikur? Islenska landsliðið leikur fimmta leik sinn í 3. riðli Evrópukeppninnar í knatt- spymu á Laugardalsvelli á morgun og eru mótherjamir að þessu sinni Austur-Þjóðverjar. Margir hafa velt úrsltium fyrri leikja okkar í keppninni fyrir sér og þá hvort liðið sé á réttri leið. Við gerðum jaftitefli við Sovétmenn og Frakka hér heima í fyrra, töpuðum siðan í Austur- Þýskalandi í fyrra haust og í París í vor. Við töpuðum báðum leikjunum 0:2. Eftir leikina hér heima í haust voru menn bjartsýnir á að íslenska liðið væri á réttri leið, lið- ið lék skipulega og hélt boltanum mun betur og meira en það hafði gert lengi. Eftir tvo tapleiki, þar sem leikin var vam- arleikur og boltanum haldið eins og frekast var unnt til þess að hinir skoruðu ekki, hafa menn efast um þær sælutilfinningar sem hrísluðust um menn eftir leikina hér á landi f haust. þeir gerðu bara ekki neitt." Sú var tíðin að ísland fékk slæma skelli þegar leikið var við sterkar knattspymuþjóðir. Eitt var þó hægt að dáðst að í fari leikmanna. Þeir gáfu sig alla í leikinn og börðust til síðasta blóðdropa. Meiri hraði var i leiknum og þar af leiðandi meira gaman að horfa á. Nú virðist markmiðið vera að leika upp á sem minnst tap, eitt til tvö mörk eru í lagi, en alls ekki láta rass- skella sig. Mætti ég þá frekar A róttlr lelð? Er Sigfried Held með landsliðið okkar 6 réttri leið? Hvernig verður leikskipulagíð á morgun, varnarleik- ur eða skemmtilegur sóknar- og baráttuleikur? Mnttlrtll lelks Arnór, Ragnar og Atli eru allir mættir til leiks og tilbúnir að berjast til sigurs gegn Austur-Þjóverjum á morgun. Leikirnir í Austur-Þýskalandi og Frakklandi voru leiðinlegir á að horfa, að minnsta kosti fannst mér það. Okkar leikmenn eru flestir atvinnumenn og kunna sitt fag, og þeir sem ekki eru atvinnumenn em mjög sjóaðir í knattspymunni. Það sem mér fannst leiðinlegt við þessa tvo leiki var hve gífurlega varkárir okkar menn voru. Það virtist vera skipun að halda boltanum og leikmenn tóku þá skipun svo alvarlega að þó svo við værum þrír í skyndisókn á móti einum vamarmanni var boltinn gefinn til baka og reynt að vinna tfma. Þessi lýsing er auðvitað talsvert oröum aukin en þó ekki fjarri sanni. Eftir leikinn í Frakklandi sagði einn þarlendur blaðamaður við mig er ég spurði hann um leik- inn: „AUir vom svo uppteknir af því að gera engin mistök að biðja um fjöraga rassskellingu á morgun en hundleiðinlegan vamarleik þar sem markmiðið er að tapa með sem minnstum mun. fsland hefur það góðum ieikmönnum á að skipa að þó svo hraðinn sé keyrður aðeins upp þarf ekki að óttast rassskell- ingu, ef allir ieikmenn gefa sig í leikinn af fullri einurð. Ásgeir Sigurvinsson er eini leik- maðurinn í fslenska iiðinu á morgun sem lék í leiknum eftir- minnilega árið 1975 þegar við unnum Austur-Þjóðveija á Laugardalsvelli með tveimur mörkum gegn einu og skoraði Ásgeir þá sigurmarkið með fallegu langskoti. Vonandi fá áhorfendur að sjá jafn Qörugan leik, þar sem leikmenn íslands leika með hjartanu frá fyrstu mfnútu. Skúli Unnar Sveinsson HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Pólvevji tekur við Valsliðinu ir góðir leikmenn. Ég á erfitt starf framundan, en skemmtilegt." Bogdan landsliðsþjálfari benti Vals- mönnum á Modrowski, en þeir Bogdan vora saman í handbolta- skóla og hafa leikið í sama „old- boys“ liði í Póllandi undanfarin ár. Valsmenn gerðu þriggja ára rammasamning við Modrowski; sem verður endurskoðaður árlega. Áætl- að er að vígja nýja íþróttahúsið við Hlíðarenda 6. september og verða því allir heimaleikir Vals á heima- velli í framtíðinni. Pólverjinn, Stanisla Wodrowski, hefur verið ráðinn þjálfari meistara- flokks Vals í handknattleik. STANISLA Modrowski frá Pól- landi hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Vals í handbolta. Gengið varfrá samningum um helgina og fer Modrowski til Póllands í dag, en kemur aftur í lok júlí. Hann er 37 ára. Eg lék með pólska unglinga- landsliðinu, þjálfaði bandaríska kvennalandsliðið 1978, en hef síðan leiðbeint og kennt við handbolta- skóla í Varsjá,“ sagði Mordrowski í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagðist hlakka til að koma til íslands. „Ég hef verið að skoða myndbönd með leikjum Vals frá því í vetur og veit að í liðinu era marg- MorgunblaÖiÖ/Bjami KNATTSPYRNA / 1. DEILD Einar Asbjöm í Fram Einar Ásbjöm Ólafsson knatt- spymumaður úr Keflavík hefur gengið til liðs við Framara. Gengið var frá félagaskiptum á laugardag- inn og verður hann því löglegur með Fram 30. júní. „Ég hef ekki verið í náðinni hjá Peter Keeling, þjálfara ÍBK, og því ekkert annað að gera en að reyna eitthvað nýtt. Ég hef æft mjög vel síðan í janúar og stefni nú á að komast í hópinn hjá Fram," sagði Einar Ásbjöm í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Hann hefur verið framkvæmda- stjóri knattspymuráðs ÍBK, en lét einnig af því starfi um helgina þar sem það gæti ekki farið saman að Ieika með öðra liði. Einar er 27 ára og á að baki fjölmarga leiki með meistaraflokki IBK og Víði. Elnar Ásbjöm Ólafsson hefur gengið úr ÍBK í Fram. ■ ERIK Willaarts, sem hefur skorað 24 mörk í vetur fyrir Utrecht í Hollandi og er næst markahæstur, leikur í Þýskalandi á næsta keppnistímabili. í fyrra lék hann með minni háttar áhuga- mannafélagi, en nú hefur Gladbach greitt 300 þúsund dollara fyrir kappann. ■ ALBERT Mónakóprins kunni vel við sig á meðal íslensku kepp- endanna á ólympíuleikum smá- þjóða. Eins og áður hefur verið greint frá, bauð hann Ragnheiði Runólfsdóttur, sunddrottningu, í mat og skoðunarferð, en ívar Webster, körfuknattleikskappi, eyddi einnig miklum hluta frítíma síns með prinsinum og fór vel á með þeim. ■ VILDÍS Kr. Guðmundsson var endurkjörin formaður Badmint- onsambands íslands á ársþinginu, sem haldið var fyrir skömmu. Aðrir í stjóm eru Magnús Jónsson, Sigriður M. Jónsdóttir, Elín Agn- Ivar Webster og prins Albert Það fór vel á með þeim Albert Mónakó- prins og ívar Webster körfuknattleiks- manni á Ólympíuelikum smáþjóða í Mónakó í síðasta mánuði. arsdóttir og Pétur Hjálmtýsson. í varastjóm eru Lilja Jónsdóttir, Friðrik Halldórsson og Hörður Þórleifsson. ■ VÍK URFÉTTIR í Keflavík gera íþróttum hátt undir höfði og var viðtal við þjálfara ÍBK, Peter Keel- ing’, eftir sigur þeirra á Völsungum í fyrsta leik Islandsmótsins í sfðasta tölublaði. Við grípum hér niður í viðtalið: ,,„Ég ber mikla virðingu fyrir Valsliðinu og þjálfara þess, Ian Ross. Þeir era að mínu mati með bestu vömina, en við eram með bestu vömina samkvæmt stigatöfl- unni. Ég hef heyrt að Valsmenn ætli að dvelja á hóteli fyrir þennan leik svo mikilvægan telja þeir hann vera. En við ætlum að gera okkar til að þeir verði að dvelja á hóteli í eina viku eftir þennan leik,“ sagði Peter Keeling." Það er svo spuming hvort liðið hefði þurft að dvelja í viku á hóteli eftir leikinn. En eins og kunnugt er rass- skelltu Valsmenn ÍBK, unnu 7:1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.