Morgunblaðið - 02.06.1987, Síða 7
ptargaitiMa&ifr /ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 2. JÚNÍ1987
B 7
KNATTSPYRNA 1. DEILD
Sanngjam sigur
Framara gegn
slöku Skaga3iði
íslandsmeistarar Fram unnu
góðan og sannfærandi sigur á
bikarmeisturum Akranes í I.
deild sl. laugardag í frekar
tilþrifalitlum leik á Akranesi.
Þrátt fyrir óskabyrjun Skaga-
manna dugði hún skammt.
Þeir fengu vítaspyrnu á 8. mínútu
sem dæmd var eftir að Aðalsteini
Víglundssyni var
Frá hrint innan víta-
Sigþórí teigsins. Heimir
Eiríkssyni Guðmundsson skor-
aði að öryggi úr
vítaspymunni. Heimamenn fengu
skömmu síðar gott tækifæri þegar
Sveinbjörn einlék skemmtilega
fram völlinn og átti hörkuskot á
markið rétt utan vítateigs en Frið-
rik markvörður varði mjög vel með
því að slá boltann í horn. Eftir þetta
náðu Framleikmennirnir undirtök-
unum og áttu nokkur góð færi áður
en jöfnunarmarkið kom. Það var á
29. mínútu. Dæmd var aukaspyma
frá vinstri hliðarlínu sem Pétur
Ormslev framkvæmdi. Hann sendi
knöttinn vel fyrir mark Skaga-
manna og þar kom Viðar Þorkels-
son á fullri ferð og skallaði knöttinn
í netið.
Framarar héldu uppteknum hætti
eftir jöfnunarmarkið, sóttu látlaust
að marki heimamanna og náðu for-
ystunni á 38. mínútu þegar Kristinn
Jónsson skoraði af stuttu færi einn
og óvaldaður í víteig Skagamanna
ÍA-Fram
1 : 3
Akranesvöllur, 1. deild, laugárdaginn
30. maí 1987.
Mark Akranes: Heimir Guðmundsson
(8.).
Mörk Fram: Viðar Þorkelsson(29.),
Kristinn Jónsson (38.), Pétur Ormslev
(65.)
Gul spjöld: Aðalsteinn Víglundsson IA,
Sveinbjöm Hákonarson ÍA, Pétur
Ormslev Fram, Þorsteinn Þorsteinsson
Fram.
Rauð spjöld: Enginn.
Áhorfendur: 916.
Dómari: Eyjólfur Ólafsson 6.
Lið ÍA: Birkir Kristinsson 3, Jón Áskels-
son 2, Heimir Guðmundsson 2, Sigurður
Lárusson 2, Sigurður B. Jónsson 2,
Valgeir Barðason 2, (Guðmundur Matt-
híasson vm.á 60 mín,2), Sveinbjöm
Hákonarson 3, Aðalsteinn Víglundsson
2, Ólafur Þórðarson 2, Guðbjöm
Tryggvason 2, Þrándur Sigurðsson 2,
(Haraldur Ingólfsson vm.á 60 mín.,2).
Samtals: 24.
Lið Fram:Friðrik Friðriksson 2, Þor-
steinn Þorsteinsson 3, Jón Sveinsson
2, Pétur Ormslev 3, Viðar þorkelsson
3, Kristinn Jónsson 2, Amljótur
Davíðsson 3, Pétur Amþórsson 4, Krist-
ján Jónsson 2, Janus Guðlaugsson 3,
Ormarr Örlygsson 3,(Jón Oddsson vm.á
84 mín.lék of stutt).
Samtals:30.
og vörnin víðsijarri. Framarar
hefðu getað bætt við þriðja markinu
mínútu fyrir leikhlé en þá skaut
Pétur Ormslev yfir Skagamarkið
af stuttu færi.
Framarar byijuðu seinni hálfleikinn
af sama krafti og þeir enduðu þann
fyrri. Strax á fyrstu mínútunum
átti Pétur Amþórsson hörkuskot í
þverslá og hann fékk annað tæki-
færi skömmu síðar þegar hann
slapp inn fyrir vörn Skagamanna
en skotið geigaði.
Akumesingar gerði tvær breytingar
á liði sínu um miðjan hálfleikinn.
Haraldur Ingólfsson og Guðmundur
Matthíasson komu þá inn í stað
Þrándar og Valgeirs og hafði þessi
breyting jákvæð áhrif á liðið. Litlu
munaði að Haraldur skoraði með
sinni fyrstu snertingu en þá átti
Aðalsteinn góða sendingu fyrir
mark Fram og hörkuskalli Haraldar
fór rétt yfir þverslá.
Þriðja mark Fram kom síðan á 65.
mínútu. Þá átti Ormar sendingu
fyrir markið og Pétur Ormslev
skallaði inn óáreittur við nærstöng-
ina og þar má segja að punkturinn
hafi verið settur yfir iið í leiknum.
Um liðin er það hægt að segja að
Fram liðið kom greinilega til þess
að sigra eftir afleitt gengi á undaf-
ömum vikum. Pétur Arnþórsson og
nafni hans Ormslev voru bestu
menn liðsins. Akranesliðið er í lægð
eftir gott gengi á undanfömum vik-
um og náði engin leikmaður sér
sérstaklega vel á strik. Helst mætti
nefna Sveinbjöm og Birki mark-
vörð.Vömin átti slakan dag og
mörkin sem liðið fékk á sig átti hún
að geta komið í veg fyrir.
■ Staðan/B15
2. DEILD KARLA
Loks sicjur hjá
Eyjamönnum
ÍBV lyfti sér af botni 2. deildar
með 3:1 sigri gegn UBK í Eyjum
á laugardaginn. Staðan í hálf-
leik var 1:0 fyrir heimamenn.
Hvassviðri var á meðan leikn-
um stóð og bar hann þess
glögg merki.
Breiðablik byijaði með vindinn
í bakið og sótti nokkuð stíft í
upphafi leiks, en Eyjamenn vörðust
vel og gáfu þeim ekkert eftir.
Á 25. mínútu náði
Frá Gunnarí Ómar Jóhannsson
Má boltanum af einum
Sigurfmnssyni Breiðabliksmanni,
sendi á Berg
Ágústsson, sem brunaði upp allan
kantinn og gaf á gömlu kempuna
Tómas Pálsson, sem skoraði af ör-
yggi fyrsta markið.
í síðari hálfleik voru Eyjamenn með
vindinn í bakið. Þeir nýttu sér það
vel og skoruðu tvö mörk. Fyrst
skoraði Bergur Ágústsson með þru-
muskoti frá vítateigshomi. Elías
Friðriksson skoraði síðan þriðja
markið eftir þvögu, sem myndaðist
eftir homspymu.
Eftir markið gáfu Eyjamenn aðeins
eftir og Blikar náðu að minnka
muninn rétt fyrir leikslok með
marki Rögnvaldar Rögnvaldssonar.
Eyjamenn unnu þama sinn fyrsta
sigur í deildinni í ár og ekki er
hægt að segja annað en sigurinn
hafi verið sanngjam. Leikmenn liðs-
ins börðust vel og uppskáru
samkvæmt því. Endurkoma þjálfar-
ans, Tómasar Pálssonar, í liðið hafði
líka góð áhrif. Allir leikmenn liðsins
léku vel og er erfítt að gera upp á
milli þeirra. Þó var Jón Bragi Amar-
son þeirra bestur og komust
sóknarmenn Breiðabliks lítið áleiðis
gegn honum.
Breiðabliksliðið olli miklum von-
brigðum í þessum leik. Liðið lék
ekki góða knattspymu og hafði
maður oft á tilfinningunni að leik-
menn skorti áhuga til að vinna
leikinn. Hjá þeim skaraði enginn
framúr nema þá helst Ólafur
Bjömsson. Það er alveg ljóst að
þeir verða að taka sig verulega
saman í andlitinu ef þeir ætla að
blanda sér í toppbaráttuna í deild-
inni í ár.
Róber Jónsson dæmdi ágætlega.
Maður lciksins: Jón Bragi Amarson.
■ StaAan/B 15
Sanngjam Einherjasigur
gegn ísfirðingum
EINHERJI vann ísafjörð 2:1 á
Vopnafirði á iaugardaginn og
var það fyrsti sigur heima-
manna í deildinni í ár.
I
sfírðingar hófu leikinn og léku
undan vindi. Liðin skiptust nokk-
uð jafn á með að sækja fyrstu
mínútumar. Einheiji tók forystuna
með fallegu marki
Frá Kristjáns Davíðs-
Bimi sonar á 10. mínútu.
Bjömssyni Fimm mínútum
síðar jafnaði svo Ól-
afur Petersen fyrir ísfirðinga. En
það stóð ekki jafnt lengi og á 20.
mínútu skoraði Kristján Davíðsson
aftur og staðan í leikhléi 2:1.
Einheiji sótti mun meira allan
seinni hálfleikinn, þótt liðinu tækist
ekki að skora fleiri mörk. Sama var
með ísfirðinga. Þeirra sóknarlotur
nýttust ekki heldur og lauk leiknum
því með sigri Einheija, 2:1, og verða
það að teljast sanngjöm úrslit.
Besti maður IBÍ var Kristinn Kristj
ánsson, en Kristján Davíðsson var
bestur hjá Einheija.
Madur leiksins: Kristján Davfdsson.
Mark Duffleld (númer 13) skorar í eigið mark gegn Þróttl
Þréttur sigraði
KS í slökum leik
„ÉG er að sjálfsögðu ánægður
með stigin þrjú, en þetta var
engin knattspyrna, mjög léleg-
ur leikur. Við getum meira, en
strákarnir spiluðu ekki með
höfðinu að þessu sinni," sagði
Gunnar Ingvason, þjálfari
Þróttar, eftir 2:1 sigur gegn KS
á Valbjarnarvelli á sunnudag-
inn.
Aðstæður vom góðar, en leikur-
inn olli vonbrigðum. Mikið var
um kýlingar út í loftið, samspil sást
vart og það eina sem gladdi var
glæsimark Bjöms Ingimarssonar
undir lokin. Mark Duffield skoraði
sjálfsmark um miðjan fyrri hálfleik
og Daði Harðarson bætti öðm við
fyrir Þrótt úr vítaspymu skömmu
áður en Bjöm minnkaði muninn.
„Hugarfarið var ekki rétt hjá okk-
ur. Við áttum færi, en Þróttur
sigraði með miðlungsleik. Við fáum
Víking í heimsókn á föstudaginn
og þá kemur í ljós, hvort við ætlum
að vera með í toppbaráttunni eða
ekki,“ sagði Gústaf Bjömsson,
þjálfari KS.
Maður leiksins: Mark Duffield.
Ósanngjamt
SELFYSSINGAR voru heppnir,
þegar þeir unnu Leiftur 1:0 á
Selfossi á sunnudaginn. „Við
vorum þungir og slakir, en
Leiftursmenn voru á siglingu
allan tímann," sagði Magnús
Jónatansson, þjálfari Selfoss,
eftir leikinn.
Tæplega 500 áhorfendur sáu
mikinn baráttuleik. Heima-
menn vom öllu sterkari. í fyrri
hálfleik og þá skoraði Jón Gunnar
Bergs mjög fallegt mark. Páll Guð-
mundsson fékk gott tækifæri til að
bæta öðm við skömmu síðar, en
dæmið gekk ekki upp.
Leiftursmenn komu tvíefldir til leiks
í seinni hálfleik og áttu hreinlega
leikinn. Þeir sóttu stíft, en gæfan
var ekki með þeim. Rangstöðumark
var réttilega dæmt af og Hafsteinn
Jakobsson skaut í stöng úr víta-
spymu. Tíminn leið og Ólafsfírðing-
amir urðu að bíta í það súra epli
að tapa leiknum.
Þetta var fyrsti sigur Selfoss í deild-
inni í ár, „en við verðum að spila
mikið betur, ef við ætlum að vera
með í toppbaráttunni," sagði Magn-
ús þjálfari. Anton Hartmannsson,
markvörður, var bestur heima-
manna.
Leiftursmenn hafa leikið vel í byij-
un móts, liðið er sterkt og leikmenn-
imir ná vel saman, en lánið lék
ekki við þá á Selfossi. Hafsteinn
var bestur í jöfnu liði.
Friðjón Edvaldsson dæmdi rólegan
leik ágætlega, sýndi fjórum leik-
mönnum gula spjaldið og einn fékk
rautt utan vallar.
Maður leiksins: Hafsteinn Jakobsson.
Víkingar efstir
VÍKINGAR eru einir í efsta
sæti 2. deildar í knattspyrnu
eftir að þeir unnu ÍR á Valbjarn-
arvelli í gærkvöldi með tveimur
mörkum gegn einu í slökum
leik. Víkingur er með níu stig,
hafa unnið alla sína leiki, en
Þróttur er í öðru sæti með sex
stig.
Trausti Ómarsson skoraði fyrsta
markið og þó svo það væri
ágætt mark í sjálfu sér var það
hálf klaufalegt. Stefán Aðalsteins-
son tók aukaspyrnu langt úti á velli
og náði Trausti að breyta stefnu
boltan með höfðinu þannig að hann
hafnaði í bláhominu. Markvörður
ÍR hefði átt að ná boltanum en var
hinn rólegasti á marklínunni og
treysti á vörnina sem svaf á verðin-
um.
ÍR átti nokkur færi sem ekki tókst
að nýta og voru þeir Heimir Karls-
son og Páll Rafnsson stórhættulegir
við mark Víkinga. Páll komst með-
al annars einn inn fyrir vömina en
Jón Otti markvörður Víings sá við
honum á síðustu stundu. Klaufalegt
hjá Páli sem er ekki vanur að mis-
nota færi sín á þennan hátt. Heimir
skaut þmmuskoti skömmu síðar en
Jón Otti varði meistaralega í horn.
Páll jafnaði metin á 53. mínútu,
renndi sér laglega fyrir bolta sem
var að fara framhjá stönginni, eftir
skot, eða fyrirgjöf, frá Þorvaldi
Steinssyni, og náði að setja hann í
netið. Guðmundur Pétursson skor-
aði síðan sigurmarkið á 72. mínútu
með góðu skoti eftir skemmtilega
sókn Víkinga.
Víkingar em með heilsteiptara lið
og sigur þeirra var sanngjarn. ÍR-
liðið hefur of marga veika hlekki
til þess að geta náð langt en inn á
milli em góðir leikmenn sem nýtast
ekki gegn jafnsterkum liðum eins
og Víkingi.
Ekki vom margir sem stóðu sig
vemlega vel í leiknum en Jóhann
Þorvarðarson skilaði hlutverki sínu
á miðjunni í fyrri hálfleik og sem
vamarmaður í þeim síðar vel. Jón
Otti var góður í markinu og Heimir
og Páll vom bestir ÍR-inga.
Maður leiksins: Jóhann Þorvarðarson
■ Staðan/B 15