Morgunblaðið - 02.06.1987, Síða 9
HtojpinMaftifr /ÍÞRÓTTÍR ÞRWJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987
B 9h
Idarkeppninnar - skoraði eitt í síðasta leiknum og því samtals 19 í vetur:
titillinn var í höfn og báru Arnór á höndum sér lengi eftir leikinn. Búningurinn tættur utan af honum í minjagripi!
Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson
ingu, eins og sést á þessari mynd. Amór slapp ekki inn í búningsklefa liðsins fyrr en löngu eftir leik - og var síðasti
ía að hylla íslensku hetjuna!
19. markinu fagnað
Fögnuður Amórs var innilegur eftir að hann skoraði sitt 19. mark í vetur^.
Hann hljóp beint til áhorfenda og gladdist með þeim - hér stekkur hann upp
fyrir framan þá.
lautað var til leiksloka"
Morgunblaðið/Einar Faiur Ingólfsson
mta og síðasta mark Anderlecht.
að skora í leiknum. Ég vissi ekki
fyrr en eftir leikinn hvort þeir sem
voru næstir hefðu skorað, þannig
að það var vissulega mikill léttir
þegar ég skoraði. Og eftir á er það
auðvitað æðislega gaman að hafa
orðið markakóngur," sagði hann.
Og hvemig var svo markið á laugar-
daginn: „Eg skoraði með skalla eins
og svo oft í vetur. Það kom sending
á fjærstöngina, Kmcevic var þar
og skallaði til baka fyrir markið þar
sem ég kom inn í eyðu og skallaði
í markið." Amór hefur mest skorað
7 mörk áður í belgísku deildar-
keppninni á einu keppnistímabili,
enda hefur hann hingað til leikið á
miðjunni. „í vetur hef ég mest ver-
ið á hægri kantinum og á miðjunni
reyndar líka en fengið fijálsræði í
sókninni og nýtt mér það.“
Þess má geta að Francois, sem var
helsti keppinautur Arnórs um
markakóngstignina, skoraði ekki
um helgina og lauk því tímabilinu
með 17 mörk. Jafn mörg mörk skor-
aði svo einn leikmanna Lokeren,
sem gerði tvö um helgina.
Amór byrjaði keppnistaímabilið
mjög vel og sagði það hafa verið
mikilvægt. „Ég byijaði á þvi að
skora strax í fyrsta leiknum í deild-
inni í haust, það skipti mig miklu
máli og sjálfstraustið óx svo jafnt
og þétt í vetur.“
Anderlecht var með þriggja stiga
forskot eftir fyrri umferðina. „En
allt liðið datt svo niður í mars. Þá
áttum við einmitt marga af mikil-
vægustu leikjum vetrarins; í
Evrópukeppninni, bikarkeppninni
og mættum erfiðustu liðunum í
deildinni. Þá voru landsleikir á dag-
skrá og margir landsliðsmenn eru
í liðinu. Það var okkar óheppni að
liðið lék einmitt illa á þessum kafla.
En við náðum að rífa okkur upp
úr þessu - þó samt ekki nógu vel
fyrr en nú í síðustu þremur eða fjór-
um leikjum í deildinni fannst mér.
Við náðum þó yfirleitt stigunum en
spiluðum ekki eins vel og við eigum
að geta fyrr en núna alveg undir
lokin."
20. meístaratHill Andertectrt á
40 árum
Þetta er 20. meistaratitill And-
erlecht á siðustu 40 árum og þriðja
árið í röð sem liðið verður meistari
nú. Amór hefur verið hjá liðinu
þessi þijú ár en sagði þennan titil
skipta sig mestu máli þar sem hann
hefði nú loks verið þátttakandi allan
tímann sem unnið var að því að ná
honum. „Þetta er mitt mest áber-
andi keppnistímabil og mér fínnst
ég eiga miklu stærri þátt í þessu
en áður; þegar maður er meiddur
er maður allt út undan á vissan
hátt,“ sagði hann.
Mikið hefur verið ritað um hugsan-
leg félagaskipti Amórs að undanf-
ömu; þar á meðal að vestur þýska
félagið Köln hafí mikinn áhuga á
að fá hann til sín. Hann vildi ekki
segja néitt ákveðið um þessi mál
að svo stöddu, sagðist fara út strax
á fimmtudag og héldi þá viðræðum
við forráðamenn Anderlecht. Hann
staðfesti að hann hefði einnig rætt
við forráðamenn Kölnar-liðsins og
enn fleiri lið væm reyndar einnig
inni í myndinni.
Búningurinn rlfinn utan af Ar-
nóHI
Eins og Einar Falur Ingólfsson, ljós-
myndari Mórgunblaðsins, sem var
á leiknum í Antwerpen á laugardag-
inn, lýsir hér á síðunni, vom
fagnaðarlætin gífurleg eftir að
leiknum lauk. Amór lýsti því þann-
ig: „Fólk flykktist inn á völlinn um
leið og leikurinn var búinn og áður
en ég vissi af var búið að rífa utan
af mér peysuna, sokkana og skóna!
Ég stóð eftir á stuttbuxunum ein-
um. Svo vom einhveijir sem ætluðu
að rífa buxurnar utan af mér en
mér tókst að koma í veg fyrir það
og flýja inn í búningsklefa fyrir
rest. Eg hefði verið glæsilegur ef
þeir hefðu náð af mér buxunum,
nakinn þarna úti á miðjum velli!!“