Morgunblaðið - 02.06.1987, Síða 12

Morgunblaðið - 02.06.1987, Síða 12
12 B f**3r&in#foifttfc /ÍÞRÓTTIR ÞMÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 Átt þú örugglega veiðileyfi í dag? Stundum hefur umsjónarmað- ur þessara þátta verið að messa um hversu mikilvægt sé að allir hlutir sem tengjast veiði- ferðinni og veiðun- um sjálfum séu á hreinu eins og sagt er. Ekkert orki tvímælis, allt sé á sínum stað og eng- inn hlekkur bresti. Það tryggir að eins miklu leyti og hægt er fyrir vonbrigðum og leiðinlegum uppákomum, en ekk- ert er mikilvægara en að fá sem mest út úr hveijum veiðitúr, um það er engin spuming, sérstak- lega á seinni árum er áhugamenn um stangveiði mega reiða fram fáránlegar upphæðir fyrir gama- nið, þ.e.a.s. þeir sem veikir eru fyrir laxinum. Það mætti ætla að það þyrfti ekki að taka fram að hafa veiði- leyfíð á hreinu. En dæmin sanna að slíkt verður að athuga vel eins og hvað annað. Tökum dæmi. Grh. veit um nokkra veiðifélaga sem veitt hafa árum saman í á einni vestanlands og hefur með- ferð veiðileyfa yfirleitt verið frekar laus í rásinni ef þannig mætti að orði komast, þeir hafa ævinlega fengið munnlegt vilyrði fyrir ákveðnum dögum, sagt þá já eða nei, en síðan gerist ekkert fyrr en að veiðideginum kemur, þá heimsækja þeir bónda og leysa út leyfið. Eitt vorið, snemma, bauð hann þeim 1. júlí og þeir sögðu ,ja takk“ eftir nokkra umhugsun. Leið svo að umræddum veiðidegi og tilhlökkun félaganna fór vax- andi, sérstaklega þegar veiðitím- inn hófst og gimilegar fréttir um Iaxagöngur tóku að slæðast til Reykjavíkur. Einn félaganna fann samt á sér að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera, en gat ekki útskýrt hvers vegna. Hann þrábað talsmann vinanna um að hringja „upp eftir“ og kanna fyrir víst að dagurinn væri laus, en sá smeyki fékk engan hljómgrunn. Á endanum suðaði hann svo stíft að talsmaðurinn féllst á bón hans, þó ekki fyrr en sá óttaslegni hafði hótað að hætta við förina. Það var hringt og kom þá í ljós að einhver misskilningur hafði orðið, bóndi hafði talið að vinirnir vildu ekki daginn og selt hann öðrum. Vonbrigðin voru mikil að sjálf- sögðu, en þessu tókst þó að koma í lag í tíma, félagamir fengu nýj- an dag. Fyrir þó nokkuð mörgum ámm, er grh. var nýkominn á tánings- aldurinn, útvegaði pabbi veiðileyfi í Grímsá, á því eftirsótta svæði Hestsveiðum. Þegar við vomm búin að setja saman og hugðumst ganga til veiða rann bíll í hlað, fullur af fólki og bar ekki á öðm en að þetta fólk væri með margar veiðistangir í farteskinu. Bílstjór- inn þekkti pabba eitthvað og gekk afsíðis með honum, en aðrir hreyfðu sig ekki úr bílnum og á svipum fólksins mátti lesa kvíða. Er pabbi og bílstjóri höfðu þing- að, ók bíllinn á brott, en pabbi kom til okkar og sagði tíðindi. Þetta fólk hélt það ætti sömu daga og við. Það hafði veitt þessa sömu daga sumarið áður og feng- ið vilyrði fyrir þessum dögum snemma vetrar og gengið að því sem gefnu að það væri fastsett. En fastsett var það engan veginn, enda vomm við með veiðileyfí upp á vasann. Þetta fólk hafði skipu- lagt sitt sumarfrí utan um daga sína í Grímsá, átti pantað hótel hér og þar fyrir og eftir veiðidag- ana sem það hélt sig eiga. Fríið var ónýtt. Annað mætti nefna, við feðgar vomm einu sinni að fara í Gljú- furá og vomm dálítið seinir fyrir, þannig að veiðitíminn var aðeins bytjaður þegar við vomm að renna upp að veiðihúsinu. Þá mættum við bíl sem ók frá veiði- húsinu og vom stangir uppi á toppgrindinni. Bílmenn gerðu sig strax digra og kröfðu okkur um veiðileyfi, en á þá mnnu tvær grímur þegar við drógum það upp, því það kom á daginn að þeir höfðu engin slík plögg í fómm sínum. Upp úr dúmum kom að þetta vom „ámefndarmenn" sem mega að sögn renna án endur- gjalds ef enginn hefur keypt veiðileyfin og þeir em sjálfír á ferðinni. Þeir drógu þama upp lista sem átti að sýna selda og óselda daga og vissulega mátti af pappírnum ráða að okkar dag- ar væm óseldir, eins og fjórir næstu dagamir á undan. Félag- amir máttu snauta aftur í veiðihú- sið og pakka saman á ný og tafði það okkur við að koma okkur fyr- ir og til veiðanna. Þessu brambolti öllu fylgdi ekki ein afsökunar- beiðni hvað þá meira, en mér varð hugsað til þess að veiðiskilyrði þessa daga vom afar slæm, úr- komuleysi hafði verið vikum saman og áin „skroppið saman“ eins og einn orðaði það. Frekar lítið var af laxi í hyljum og strengjum og veiði afspymud- ræm. En trúlega vegna þess að enginn hafði rennt í ána í fjóra daga, fengum við strax tvo fallega laxa. Á fyrsta hálftímanum, en aðeins einn til viðbótar í túmum. Þessa laxa fengum við á þekktum veiðistöðum, veiðistöðum sem ár- nefndarmennimir hefðu allt eins og trúlega haft tilhneigingu til að líta á sem fyrst. Þeir hefðu því hæglega getað eyðilagt meira fyr- ir okkur en raunin varð. Þetta er reifað hér veiðimönn- um og leigusölum til umhugsunar. Það er sjálfsagt að gera allar þær ráðstafanir sem tryggt geta sem best að hámarksánægja náist út úr hverri veiðiferð og kannski sjálfsagðast af öllu að ganga úr skugga um að veiðileyfi dagsins tilheyri manni í raun og veru. Liggur pappírinn fyrir? Er þetta ekki rétti dagurinn? O.s.frv. Ætli þessir hafi ekki haft velðileyfi upp á vasann? VEIÐI Guömundur Guðjónsson skrifar Veiðivörur Einar markahæstur Einar Einarsson úr Stjömunni var markahæstur íslensku leikmannanna gegn Noregi, skoraði sex mörk. Hér þrumar hann að marki. HANDBOLTI/LANDSLEIKUR U-20 IMaumur sigur gegn IMoregi „ÉG var ánægður með það hve strákarnir skiluðu hlutverki sínu vel ívörninni. Hinsvegar er ég ekki sáttur við hvað sum- ir leikmenn léku langt undir getu. Það er Ijóst að það verð- ur erfitt verk að haida forskot- inu í leiknum ytra“, sagði Viggó Sigurðssoon þjálfari íslenska landsliðsins skipað leikmönn- um 20 ára og yngri sem keppti gegn norskum jafnöldrum sínum í Hafnarfirði á sunnu- dag. Leikurinn var sá fyrri hjá liðunum um sæti í úrslita- keppni HM í þessum aldurs- hópi. m Eg varð fyrir vonbigðum með að tapa og hve leikmenn mmir nýttu illa upplögð færi. ís- lenska liðið lék mjög vel í fyrri hálfleik og þá sérs- Frosti taklega 10-12 Eiðsson mínútna kafla þegar sknfar við skoruðum ekki mark,“ sagði Jon Reinertsen þjálfari norska liðsins. Það voru mikil kaflaskil í fyrri hálf- leiknum. ísland komst í 4-1 en Norðmenn skoruðu næstu fjögur mörk og íslendingar þau sex næstu. Staðan í leikhléi var 10-5 og leitt að sjá að fslenska liðið næði ekki halda sama krafti í síðari hálfleikn- um. Varnarleikurinn var lengst af hálfleiksins mjög traustur og Berg- sveinn Jónsson markvörður varði oft á tíðum mjög vel. Gestimir vöknuðu til lífsins í síðari hálfleikn- um og minnkuðu þá jafnt og þétt forskotið. í lokin skildu aðeins tvö mörk liðin af og síðari leikurinn sem fram fer í Noregi á sunnudaginn kemur án efa til með að verða erfíð- ur fyrir íslenska liðið. Bergsveinn Jónsson markvörður var besti maður íslenska liðsins. Hann varði meðal annars þijú víta- köst og nokkur hraðaupphláup í leiknum. Af öðrum leikmönnum sem stóðu fyrir sínu má nefna Ein- ar Einarsson og Gunnar Beinteins- son. Norðmenn léku oft á tíðum mjög skemmtilegan handknattleik. Mikil breidd er í liðinu og í leiknum skor- uðu níu af tíu útileikmönnum liðsins mark. Hraðaupphlaupin voru einnig mjög skæð hjá Norðmönnum þrátt fyrir að uppskera þeirra úr þeim hafi verið rýrari en efni stóðu til. Danskir dómarar voru mjög vel vakandi þangað til í lokin er þeir gerðu margar vitleysur á afdrifarík- um augnablikum. Þeir gáfu Viggó Sigurðssyni þjálfara rauða spjaldið á lokamínútum fyrir að mótmæla dómi. Mörk íslands: Einar Einarsson 6, Gunnar Beinteinsson 5, Bjarki Sigurðsson og Héð- inn Gilsson 3, Árni Friðleifsson, Pétur Pedersen, Stefán Kristjánsson og Konráð Olavsson 1. Mörk Noregs: Schönfeldt 4, Muffetangen 3, Gjekstad 3, Erland 2, Larsen 2, Mikaels- en 1, Andreasen 1, Lundeberg 1 og Rannekleiv 1.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.