Morgunblaðið - 05.06.1987, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 05.06.1987, Qupperneq 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 Eru fslenskir karlmenn vel klæddir? Þessari spurningu svöruðu verslunareigendur í verslununum Herrahús- ið, Herragarðurinn og Gæjar. Þeim kom saman um að talsverðar breytingar hefðu átt sér stað í klæðaburði íslenskra karlmanna sl. 2—3 ár, og væru þeir nú mun vandlátari varðandi klæðnað sinn. Skýringuna kváðu þeir erfiða að finna, einn sagði að ýmsir framármenn í þjóðfélaginu, stjórnmálamenn og forsvarsmenn stofnana og fyrirtækja, gerðu sér sífellt betur grein fyrir mikilvægi þess að vera vel klæddir, m.a. vegna þess að þeir sætu oft frammi fyrir þjóðinni í fjölmiölunum. Annar sagði að aukin ferðalög um heiminn hefðu haft áhrif á þessar breytingar. En hvað sem veldur, þá virðast íslenskir verslunareigendur fylgjast með helstu straumum í herratískunni, og aðspurðir sögðust þeirfara a.m.k. fjórum sinnum á ári utan til að kynna sérhelstu nýjungarnar. ítölsk hönnun vekur ídag heimsathygli og eru karlmannaföt þar engin undantekning. ítalir eru brautryðjendur þar sem annars staðar, en að sögn sérfræðinga okkar um herratískuna eru Þjóðverjar farnir að sækja í sig veðrið og koma fast á hæla þeirra. En hvernig lítur tískan út í dag? Mikið virðist lagt upp úr frjálslegum og þægilegum fatnaði, buxur eru víðar, meðfellingum og gjarnan uppábroti. Föt eru almennt tvíhneppt, skyrtur víðar, gjarnan með víðum hálfermum. Peysur og bolir í sterkum litum eru áberandi og gjarnan notað undir jakka í stað skyrtu. Skór eru þægilegir sem annað og mokkasínurnar vinsælar. Efni eru létt og þægileg, og auk sterku litanna í peysum og bolum eru pastellitir vinsælir. Köflótt efni og röndótt eru vinsæl, og bindisnælur hafa skotiö upp kollinum á ný. ítalir hafa lagt áherslu á vandaðan og heföbundinn fatnað næsta vetur. Lífleg bindi eða skrautlegar peysur eru notuð til að vega upp á móti fötunum sem gjarnan eru brún, grá, dökkblá og drapplituð. Fatnaðurinn er gjarnan í sama litatón, en mismunandi efni og munstur. _ ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.