Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 HVAÐ FERÐALÖG Hótel Örk: Hlaðborð, sund og sauna j „Brunch“aðamerískumsiðá Hótel örk á sunnudðgum milli kl. 12 og 15. Orðið „Brunch" samanst- endur af ensku orðunum breakfast og lunch sem þýða morgunverður og hádegisverður. Hér er um að raeða hlaðborð með köldum og heitum réttum, s.s. stórsteikum, síld, eggjum.beikoni og ávöxtum. Matargestirfá frítt í sundlaug og sauna. Helmingsafslátturerfyrir börnundir12áraaldri. Fastar áætlunarferðir eru farnar frá Umferðamiðstöðinni til Hvera- gerðis. SÖFN Póst- og síma- minjasafnið: Opið á sunnudögum og þriðjudögum Póst- og símamálastofnunin hef- uropnað safn, Póst- og símaminja- safnið, í gömlu símstöðinni að Austurgötu 11 í Hafnarfirði. Þar getur að líta safn fjölbreytilegra muna og tækja er tengjast póst- og símaþjónustu á íslandi. Fyrst um sinn verður safnið opið á sunnudög- um og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur er ókeypis. Þeir sem vilja skoða safnið utan opnunartíma hafi samband við safnvörð í síma 54321. Þjóðminjasafn íslands: Opið alla daga Þjóðminjasafn Islands er nú opið alladagavikunnarfrákl. 13.30 til 16.00. Sjóminjasafnið: Lokað vegna breytinga Sjóminjasafn íslands er lokað vegna breytinga. Áður en langt líður verðuropnað aftur með sýningu um íslenska árabátinn og byggir sú sýn- ing á bókum Lúðvíks Kristjánssonar „íslenskum sjávarháttum'1. Til sýnis verða kort og myndir úr bókinni auk veiðarfæra, líkana o.fl. Árbæjarsafn: Sýning á gömlum slökkviliðsbílum o. fl. Árbæjarsafn er opið alla dagan nema mánudaga frá kl. 10 til 18. Meðal nýjunga á safninu er sýning á gömlum slökkviliðsbílum, sýning frá fornleifauppgreftri í Reykjavík og sýning á Reykjavíkurlíkönum. Ásmundarsafn: Abstraktlist Ás- mundar Sveinsson- ar Um þessarmundirstenduryfirí Ásmundarsafni sýningin Abstrakt- listÁsmundarSveinssonar. Þar gefur að líta 26 höggmyndir og 10 vatnslitamyndirog teikningar. Sýn- ingin spannar 30 ára tímabil af ferli Ásmundar, þann tíma sem lista- maðurinn vann að óhlutlægri myndgerð. ÍÁsmundarsafni erenn- fremurtil sýnis myndband sem fjallarum Konuna ílistÁsmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og af- steypur af verkum listamannsins. Safnið verður opið daglega frá kl. 10 til 16 ísumar. Listasafn Einars Jónssonar: Safn og garður Listasafn EinarsJónssonarer opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30 til 16. Höggmyndagarður- inn eropinn daglega frá kl. 11 til 17. Ásgrímssafn: Opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga Ásgrímssafn er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 13.30 og 16. MYNDLIST Listasafn ASÍ: „ÁNING“ Á morgun, laugardaginn 6. júní, kl. 14 verður opnuð i Listasafni ASÍ sumarsýning safnsins, sem hefur hlotið heitið ÁNING. Á sýningunni eru verk eftirellefu listamenn á sviði glerlistar, leirlistar, málmsmíði, fata- hönnunar og vefnaðar. Sýningin verður opin alla virka daga kl. 16 til 20 og um helgar kl. 14 til 22. Sýningunni lýkur 19. júlí. Ingólfsbrunnur: Ófeigur Ólafsson sýnir vatnslrtamynd- ir Ófeigur Ólafsson sýnir vatnslita- myndir í Ingólfsbrunni, Miðbæjar- markaðinum. Opið er á verslun- artíma alla virka daga. Sýningin er sölusýning. Norræna húsið: Norski listamaður- inn Yngve Zakarias sýnir Nú stenduryfir sýning á verkum norska myndlistarmannsins Yngve Zakarias í sýningarsölum Norræna hússins. Á sýningunni eru bæði málverk og grafík. Yngve Zakarias hefur haldið einkasýningará Norðurlöndunum og í Þýskalandi og tekið þátt í sam- sýningum í Finnlandi, Júgóslavíu, Þýskalandi og Ítalíu. Sýningin verður opin kl. 14 til 19 alla daga til 14. júní. Athugið að Norrænahúsið verður lokað á hvítuasunnudag, 7. júní, en á annan í hvítasunnu verður opið eins og á sunnudegi. Listmunir sýndir að staðaldri Textílgalleríið Langbrók, Bók- hlööustíg 2, sýnirvefnað, tauþrykk, myndverk, fatnað og fleiri listmuni. Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 12-18og laugardaga kl. 11-14. Nýja Galleríið Nikulás Sigfússon sýnir Nikulás Sigfússon heldur sýningu á vatnslita- og akrýlmyndum í Nýja galleríinu Laugarveg 12, annari hæð. Á sýningunni eru um 30 myndir, flestar málaðar á þessu ári eða síðastliðnu ári. Sýningin verður opin kl. 14 til 22 um helgar en 15 til 22 virka daga til 14. júní. Lokað hvítasunnudag. Gallerí Svart á hvítu: Borghildur Óskars- dóttir sýnir - síðasta sýning’- arhelgi Nú stendur yfir sýning á skúlptúr- verkum eftir Borghildi Óskarsdóttur í gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg. Sýningin er opin frá kl. 14 til 18. Á mánudagskvöld mun þýska lista- konan Vila Pfordte fremja gjörning á Óðinstorgi kl. 23 en sýning Borg- hildar mun verða opin til kl. 23 á mánudagskvöld. FÍM-salurinn: „Land og fólk“ Guðrún Svava Svavarsdóttir sýnir teikningar með ýmsum áferðum í Óánægjukórinn • Sigurður Sigurjónsson íhlutverki Guy Jones að æfa hlutverk Kobba krókfingurs í Betlaraóperunni. Leikfélag Reykjavíkur: - síðasta sýning HINN bráðhressi gamanleikur Óánægjukórinn eftir breska leikskáldið Alan Ayckbourn verður sýndur í Iðnó i allra síðasta sinn íkvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Höfund- urinn er eitt vinsælasta leikskáld Breta og hafa mörg verka hans fengið mjög góðar viðtökur. í þessum gamanleik segir f rá því er áhugaleikhópur æfir Betlaraóperuna eftir John Gay og f rumsýnir eftir mjög stormsamt og grátbroslegt æfingatimabil. Þar eru í brenni- depli uppburðarlftill skrifstofumaður sem Sigurður Sigur- jónsson leikur og atorkusamur leikstjóri leikinn af Kjartani Ragnarssyni. Svo gott sem allar persónur leikritsins eiga eitthvað í brösum með hitt kynið og verða sffellt eigin græðgi og annarra að bráð. Oánægjukórinn er, eins og nafnið gefur til kynna, fléttaður fjölda söngva og fjörugri tónlist. „í smáu formi“ í anddyri Norræna hússins stend- ur yfir sýning á skúlptúrum eftir 5 norræna listamenn: Claes Hake frá Svíþjóð, Finn HjortskovJensen frá Danmörku, Veikko Myller frá Finnl- andi, Michael O’Donnell frá Noregi og Rögnu Róbertsdótturfrá íslandi. Hér er um farandsýningu að ræða sem kemurfrá Norraenu listamið- stöðinni í Sveaborg. Á sýningunni eru 27 verk, öll í litlu formi og unnin í mismunandi efni; tré, brons, poly- ester, reipi o. fl. Sýningin eropin daglega kl. 9 til 19, nema sunnu- daga kl. 12 til 19. Lokaö hvítasunnu- dag. Gallerí Gangskör Heikke Arpo og Marjatta Neureva sýna Tveir þekktir finnskir grafíklista- menn, Heikke Arpo og Marjatta Neureva, opna sýningu á grafíkverk- um í gallerí Gangskör laugardaginn 6. júní kl. 14. Opiðervirkadagafrá kl. 12 til 18 og um helgarfrá kl. 14 til 18. Lokaðverðurá hvítasunnu- dag en opið á annan í hvítasunnu frá kl. 14. Sýningin mun standa til 19. júni. Gallerí grjót: Samsýning Stein- unnar og Ragnheið- ar Sýning á höggmyndum úr leir, gleri og járni eftir Steinunni Þórarins- dóttur og grafíkverkum eftir Ragn- heiði Jónsdóttur stendur nú yfir í Gallery grjót. Verkin voru á nýjaf- stöðnum einkasýningum þeirra. Opið virka daga frá kl. 12 til 18. Krákan: Sýning Snædísar Þorleifdóttur Sýning Snædísar Þorleifdóttur stendur nú yfir á Krákunni, Laugar- veg 22. Á sýningunni eru 15 pastelverk, olíupastel og þurrpastel, öll unnin árið 1987. Krákan er opin frákl. 11.30 til 23.30. Gallerí 119 Plaggöt og grafik í Gallerí 119, viðJ.L. húsið, stend- ur nú yfir sýning á plaggötum og grafíkverkum eftir þekkta listamenn. Opiðerfrá 12 til 19virkadaga, 12 til 18 laugardaga og 14 til 18 sunnu- daga. Gallerí LangbrókTextíll:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.