Morgunblaðið - 10.06.1987, Síða 8
s c
JH*r0tmJ>Io!>it> /ÍÞRÓTTIR MWVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987
+
KNATTSPYRNA / 2. DEILD
ÍBÍ - Leiftur 1:2
Leiftur gerði góða
ferð til Isafjarðar
LEIFTUR sigraði ÍBÍ, 2:1, á
grasvellinum á ísafirði í 2. deild
karla á laugardaginn. ísfirðing-
ar sitja nú einir í neðsta sœti
deildarinnar eftir fjórar um-
ferðir.
Heimamenn urðu fyrir miklu
áfalli fyrir leikinn er tveir
fastamenn liðsins, Benedikt Einars-
son og Ólafur Petersen, meiddust
{ upphitun og gátu
Amór ekki tekið þátt í lein-
Jónatansson Um. Þriðji ísfírðing-
s[krí^i!rð urinn, Guðmundur
tsahrð! Gíslason, varð einn-
ig að fara útaf meiddur eftir 20
mínútna leik. Það má því segja að
liðið hafí riðlast verulega við þetta
og aldrei náð sér á strik.
Leiftur skoraði fyrsta markið á 35.
mínútu. Róbert Gunnarsson skoraði
úr miðjum vítateig eftir að mark-
vörður ísfírðinga hafði slegið
boltann út eftir skot fyrir utan og
þannig var staðan í hálfleik.
Gestimir bættu öðru marki við á
81. mínútu. Hafsteinn Jakobsson
gerði það með skalla eftir hom-
spymu. Fimm mínútum síðar
minnkaði Oddur Jónsson muninn
fyrir heimamenn er hann skoraði
af stuttu færi eftir sendingu frá
Kristni Kristjánssjmi.
Leikurinn var ekki góður. Þóf-
kenndur og lítið um samleik.
Leftursmenn vom meira með knött-
inn en náðu ekki að skapa sér
mörg færi. Þeir áttu þó skot í stöng
í upphafí leiksins. Robert Gunnars-
son var besti leikmaður þeirra.
Óskar Ingimundarson var góður
framan af og eins var Þorvaldur
ömggur í markinu. Hjá ísfírðingum
var Kristinn Kristjánsson skástur.
Maður leiksins: Róbert Gunnarsson.
Einherji - Þróttur 2:1
Einhevji í öðru sæti
Einheiji sigraði Þrótt Reykjavík
með tveimur mörkum gegn
einu í 2. deild á Vopnafirði á laugar-
daginn. Með sigrinum færðist
Einheiji upp í 2.
sæti deildarinnar.
Leikurinn fór nokk-
uð jafnt af stað. En
fljótlega varð ljóst
að bæði liðin ætiuðu sér sigur í
þessum leik. Það var svo á 29.
Bjöm
Bjömsson
skrifarfrá
Vopnafirði
mínútu að Einheiji komst yfír með
marki Eiríks Sverrisson, sem skor-
aði með skalla af stuttu færi.
Sigurður Halivarðsson jafnaði síðan
fyrir Þrótt á 36. mínútu með skoti
úr þvögu. Staðan 1:1 í hálfleik.
Sfðari hálfleikur einkenndist af
töluverðri hörku beggja liða. Á 55.
mínútu skoraði Baldur Kjartansson
fallegt mark fyrir heimamenn.
Hann skoraði eftir fyrirgjöf frá Við-
ari Siguijónssyni.
Þróttarar reynu síðan allt hvað þeir
gátu til að jafna, en máttu sín lítils
gegn staðföstu liði Einheija sem
átti heldur auðvelt með að veija
þetta forskot og vann með tveimur
mörkum gegn einu.
Sigurður Hallvarðsson var besti
leikmaður Þróttar, en hjá Einheija
var Baldur Kjartansson bestur.
Maður leiksins: Baldur Kjartansson.
4. DEILD
Hvatarmenn á
á sigurforaut
Markaregn í Kópavoginum
Hvatberar hafa staðið sig vel í 4. deild. Þeir hafa vakið athygli fyrir fum-
lega búninga.
ÞAÐ VAR sannarlega marka-
hátíð í Kópavoginum er
Augnablik og Armann mætt-
ust. Augnablikið færði Ár-
menningum vænan lúðubita
fyrir leikinn, en skoraði síðan
þrjú mörk án þess að Ármenn-
ingum tækist að svara fyrir sig.
Leit þvf út fyrir stórsigur Kópa-
vogsbúa en Ármenningar
gáfust ekki upp og náðu að
jafna leikinn. í riðlinum gerðu
Stokkseyri og Grundarfjörður
jafntefli, 1:1.
m
Ib-riðli lögðu Hvatberar Víking
frá Ólafsfirði 2:0 og gerði Jóhann
Armannsson bæði mörk þeirra
Hvatbera. Grótta er efst í riðlinum
tgmKKKMM eftir 1:4 sigur á
Andrés Reyni H. í c-riðli
Pétursson lögðu ungmennafé-
skrifar lagsdrengimir úr
Víkveija Snæfell 3:2
í jöfnum og spennandi leik. Hvera-
gerði heldur áfram á sigurbraut og
nú urðu Léttismenn fyrir barðinu á
þeim, 0:2. Mörk þeirra Hvergerð-
inga gerðu Kristján Theodórsson
og Ólafur Jósefsson.
Á Hólmavík lögðu Bólvíkingar
heimamenn 0:3 og gerði Jóhann
Ævarsson öll mörkin. Á Bíldudal
áttu heimamenn ágætan leik en það
dugði ekki gegn^Hnífsdælingum og
töpuðu þeir 1:3. í e-riðli lagði UMFS
Kormák í miklum markaleik 7:2.
Þjálfari UMFS, Garðar Jónsson,
gerði 4 mörk í leiknum en Tómas
Viðarsson, Birgir Össurarson og
Bjöm Friðþjófsson sáu um hin þijú.
Mark Kormáks gerði Bjarki Har-
aldsson en eitt var sjálfsmark.
Hvöt hélt áfram sigurgöngu sinni
og sigraði Árroðann örugglega 4:0.
Óll mörkin komu í fyrri hálfleik og
jafnaðist þá leikurinn, en á þessum
úrslitum sést að þeir verða sterkir
í sumar.
í f-riðli sigraði Æskan Vask 6:1
en ieik Austra frá Raufarhöfn og
HSÞ var frestað til 16. júní. A
Austfjörðum sigraði Leiknir F. Hött
1:0 í baráttuleik. Knattspyman sem
boðið var upp á var ekki upp á
marga físka en þeim mun meiri
barátta. Það var Sigurður Einars-
son sem skoraði fyrir Leikni.
Hrafnkell sigraði Súiuna í miklum
markaleik. Þeir Hrafnkelsmenn
sýndu mikla samstöðu og skiptu
mörkunum bróðurlega á milli fímm
manna: Jóns Jónassonar, Sigurðar
Péturssonar, Alberts Jenssonar,
Ríkharðs Garðarssonar og Ingólfs
Amarssonar. Súlan lét hins vegar
Jónas Ólafsson sjá um bæði mörk
sfn. Á Seyðisfirði sigraði Huginn
Val Rf. 4:1 í góðum leik. Gott spil
sást hjá Seyðfirðingum og ef þeir
halda þannig áfram ættu þeir góðan
möguleika á að komast aftur upp
f 3. deild. Valdimar Júlíusson og
Sveinbjöm Jóhannsson skoruðu
báðir tvö mörk fyrir heimamenn en
Lúðvík Vignisson minnkaði muninn
fyrir Val.
STJARNAN tapaði óvænt fyrir
Njarðvfk, 0:2, á heimavelli
sinum í Garðabænum. Þetta
var sanngjarn sigur hjá
Njarðvíkingum, en Stjörnu-
menn virtust eitthvað utan-
átta. Það voru þeir Jón
lafsson og Trausti Hafsteins-
son sem sáu um mörkin. Fylkir
styrkti stöðu sína á toppi deild-
arinnar með góðum sigri í
Grindavík. Lítil knattspyrna
sást í leiknum, en þeim mun
meiri barátta. Dómari leiksins
þurfti að gefa tveimur leik-
mönnum rautt spjald og var
mikið um pústra þar fyrir utan.
Annað óvænt tap á heimavelli
gerðist í Sandgerði en þar töp-
uðu heimamenn fyrir Aftureldingu
0:3. Þetta var sanngjam sigur hjá
■Bl Mosfellingum og
Andrés sést á þessum sigri
Pétursson að þeir eru til alls
skri(ar lfklegir í deildinni í
sumar. Þeir Óskar
Óskarsson, Einar Guðmundsson og
gamla brýnið Ríkharð Jónsson sáu
um að sigurinn lenti þeirra megin.
ÍK lagði Skallagrím með mörkum
Harðar Sigurðssonar og Steindórs
Elíssonar. í leik nýliðanna Hauka
og Leiknis R. náðu Breiðhyltingar
leik. Það var fyrirliði Leiknis, Atli
Þór Þorvaldsson, sem skoraði sigur-
markið 5 mínútum fyrir leikslok.
í B-riðli fór fram heil umferð.
Tindastóll lagði Sindra 0:2 á úti-
velli í sanngjömum sigri. Markvörð-
ur Tindastóls, Gísli Sigurðsson,
sýndi stórgóðan leik og kom í veg
fyrir að Sindramenn næðu að
minnka muninn.
Á Neskaupstað lagði Þróttur Reyni
frá Árskógsströnd 4:1. Það bar
helst til tíðinda að illa gekk að fá
dómara á leikinn og þurfti að bíða
eftir dómaranum frá leiknum á
Eskifírði. Þetta er að sjálfsögðu
ekki gott til afspumar og er von-
andi að slíkt komi ekki fyrir aftur.
Annars var sigur Þróttar öruggur
eins og sést á tölunum og sáu þeir
Eysteinn Kristinsson, Gestur
Magnason, 2, og Ólafur Viggósson
um mörkin en Heimir Bragason
skoraði fyrir Reyni.
Á Eskifírði gerðu Austri og Magni
jafntefli, 1:1. Magnamenn virkuðu
í betra formi en náðu ekki að knýja
fram sigur. Mark Austra gerði Bogi
Bogason en Eymundur Eymunds-
son skoraði fyrir Magna.
FRJALSAR / HASTOKK
Sjöberg stökk 2,36 m
Patrik Sjöberg frá Svíþjóð
náði besta árangri sem náðst
hefur í heiminum í ár er hann
stökk 2,36 m í hástökki á móti í
Eberstadt í Vestur-Þýskalandi um
helgina.
Heimsmetið í hástökki 2,41 m á
Sovétmaðurinn, Igor Paklin. Sjö-
berg á heimsmetið í hástökki
innanhúss, 2,32 metrar. Hann fór
yfír þá hæð í fyrstu tilraun áður
en hann lét hækka í 2,36 metra.
Þorvaldur Jónsson, markvörður Leifturs, hefur staðið sig vel það sem af
er íslandsmótini í 2. deild. Lið hans er nú í 4. sæti eftir fjórar umferðir.
Njarðvík vann
Stjömuna
3. DEILD