Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 13
t MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987 B 13 Filipus Pétursson Islenskar fjallaferðir er lítil ferðaskrifstofa sem hefur sérhæft sig í ferðum fyrir fámenna hópa Frakka sem fara að mestu leyti gangandi um hálendið," sagði Philippe. „Ég hef lagt mikið upp úr því að vera á fáförnum slóðum og komast í sem nánasta snertingu við náttúruna. Þó að hver hópur skili talsverðu fé, ekki bara til mín heldur líka inn í landið, þá er erfitt að lifa á rekstri svona lítillar ferðaskrifstofu á íslandi. Það stafar einkum af því hvað ferðamannatíminn er stuttur. Samt hef ég lagt mikla vinnu í það að lengja vertíðina og það má segja að íslenskar fjallaferðir starfi einna lengst af íslenskum ferðaskrifstofum því ég skipulegg hópferðir frá því í byrjun júní fram í septemberlok og er einnig með skíðaferðir síðla vetrar." — En hvers vegna lagðir þú út í þá tvísýnu að opna aðra ferðaskrifstofu hér í París? „Mér fannst starfsemin á íslandi ekki gefa nóg í aðra hönd með þeim ferðum sem ég hafði upp á að bjóða. Ég vildi auka umsvif mín og þá var um tvo kosti að velja: annaðhvort að vera áfram heima og fara út í svokallaða „mötuneytisferðamennsku“, þ.e. að reyna að fá til mín stærri hópa en mér líkar ekki við þess konar ferðir sem ég tel vera alltof ópersónulegar. Eins eru aðilar heima sem sinna vel slíkum ferðum og því er óþarfi að fara inn á þeirra svið, enda vil ég halda mig við þessar fámennu ferðir sem ég hef svo langa reynslu af og sem að mínu mati henta best til ferðalaga um hálendi íslands." — Hvað er svona gott við litla hópa? „Litlir hópar hafa í eðli sínu minni áhrif á umhverfið. Það er minni hætta á að þeir raski hinni viðkvæmu náttúru hálendisins. Eins eru þær hagkvæmari því hver ferðamaður borgar meira. Einnig skapa þær atvinnu handa fleirum. Einn leiðsögumaður og einn bílstjóri þjóna t.d. tíu manns hjá okkur en hjá öðrum þrisvar sinnum'fleira fólki. Úr því ég vildi ekki fara út í stóriðnað, var eina ráðið að fara sjálfur til Frakklands og reyna að gera það sem engum hafði tekist að gera hér fyrr, þ.e. að selja fámennar hópferðir til Islands. Þetta var eina leiðin fyrir mig til að halda sérstöðu minni jafnframt því að auka umsvif mín.“ — Og hvernig hefur gengið? „Ég fékk í lið með mér tvo franska vini okkar, þá Marc Maillet og Jean-Didier Grumbach, til að stofna Comptoir d’lslande. Við völdum þetta nafn því franska orðið comptoir, sem þýðir söluborð, var notað á tímum fyrstu nýlenduferðanna fyrir kaupstaði sem Evrópuþjóðirnar komu sér upp á ströndum Afríku og Indlands, m.a. til að seglskipin stóru gætu staldrað við á löngum ferðum sínum. í merkingu orðsins felst hugmynd um ævintýri og ferðalög til framandi landa. Eins voru þetta staðir þar sem viðskipti fóru fram en í framtíðinni viljum við opna litla búð þar sem við munum selja íslenskar gæðavörur. Það var talsvert þref að komast í gegnum skrifræðisbáknið hér og finna húsnæði undir starfsemina en okkur tókst að opna í byrjun janúar og okkur finnst þegar ástæða til að vera bjartsýn á framhaldið. Það er mikill áhugi á íslandi hér í Frakklandi og þeim sem eru að íhuga ferðalag finnst gott að geta átt viðskipti við fólk sem hefur ^ mikla og langa reynslu af eigin ferðalögum um Island. íslenskar fjallaferðir verða áfram mín - einkaeign og ég verð áfram með annan fótinn á íslandi, bæði til að sjá um að ferðirnar gangi vel, og eins til að halda áfram að þróa fyrirtæki mitt heima. Ég tel að markaður hljóti að vera fyrir ferðir á borð við mínar í öðrum löndum en í Frakklandi. í því sambandi gæti ég vel hugsað mér að eiga samstarf við hugmyndaríka og/eða fjársterka aðila á íslandi." — Hvað viltu segja að lokum um ferðamál á íslandi? „Það er ekki hægt að segjast vera á móti aukningu ferðamennsku á íslandi en þiggja svo tekjur af henni fegins hendi. Ferðaþjónustan skapar atvinnu handa fjölda fólks á sumrin og mér sýnist að flestir þeir sem starfa við hana hafi mikla ánægju af því. Ég tel að ferðamannastraumurinn til íslands hafi enga sérstaka hættu í för með sér. Náttúrunni má hlífa en til þess þarf að halda vel á málum. Eins tel ég að íslensk menning sé alveg óhult fyrir ferðamönnum. Ég held miklu frekar að hún styrkist við það að hún sé kynnt fyrir útlendingum. Ef einhverjar hættur steðja að íslenskri menningu, þá er það frekar af völdum vídeóvæðingar en vegna erlendra ferðamanna á íslandi." Philippe og Sigríður ræða við viðskiptavin. VORN GEGN VEÐRUN Það er misskilningur að járn þurfi að veðrast. Alltof lengi hafa menn trúað því að galvaníserað járn eigi að veðrast áður en það er málað. Þannig hafa menn látið bestu ryðvörn, sem völ er á skemmast og afleiðingin er ótímabær ryðmyndun. Með rétfum HEMPELS grunni má mála strax og lengja þannig lífdaga bárujárns verulega. HEMPELS þakmálning er sérhæfð á bárujárn og hefur frábært veðrunarþol. nwuii ÞAKMAl MIMG 5187 ■•ui'in'jim íslenskt veðurfar gerir meiri kröfur til utanhússefna en veðurfar flestra annara landa. Ef steinn er óvarinn við þessar aðstæður grotnar hann niður á skömmum tíma, aðallega vegna frostþíðuskemmda og áhrifa slagveðurs við útskolun fylliefna steinsteypunnar. Steinsílan gefur virka vörn gegn þess konar áhrifum. Opin veggjamálning, grunnur jafnt og yfirefni á stein, múr- stein og eldri málningu. Hefur afbragðs þekju og mikið veðr- unarþol. Fjöldi lita sem halda skerpu sinni lengi án þess að dofna. SLLPPFEIAGIÐ Dugguvogí4 104 Reykjavik 91*842 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.